Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ LISTMUNIR Á LAUGARDEGI 22 LAUGARDAGUR 13. APRÍL1996 Onassis verða boðnir upp hjá Sotheby’s Persónulegir hlutir Jacqueline Kennedy í New York dagana 23. til 26. apríl næst- komandi. Sigríður Ingvarsdóttir fjallar hér um konuna á bak við goðsögnina, fegurðarþokka hennar og töfra og nokkra TRÚLOFUN ARHRIN GUR frá Aristotle Onassis, með 40,42 karata demanti. Áætlað verðgildi 500-600 þúsund dollarar, eða 33-40 milljónir króna. þá gripi, sem verða á uppboðinu. Jackie stakk algerlega í stúf við fyrri forsetafrúr Bandaríkjanna, sem þóttu um margt gamaldags og Mtið spennandi. Munurinn lá einnig í því að hún var ung, klæddist nýj- ustu tísku frá París og gat fyrir- hafnarlaust hulið sig tígulegu,gervi, fágaðri siðum og látleysi. í per- sónuleika hennar hafa eflaust rúm- ast miklar andstæður. Mest var HÁLSFESTI með demöntum, rúbínum, smarögðum og sappírsteinum. Aristotle gaf Jackie hana í brúðkaups- gjöf. Áætlað verðgildi 75-100 þúsund dollarar, eða 5-6,6 milljónir króna. SKARTGRIPASKRÍN úr leðri og gyllingu í stfl Loðvíks XV frá 1770. Það var í eigu Marie Antoinette. Áætlað verð- gildi 25-35 þúsund dollarar, eða 1,7-2,3 milljónir króna. BRODDSÚLURístfl Loðviks XVI. Áætlað verðgildi 6,6-10 milljónir króna. JACQUELINE Kennedy Onassis var ein. umtalaðasta kona þessarar aldar. Það var fylgst með hverju fótmáli hennar. Hún virtist setja á allt umhveríi sitt svip fegurðarþokka og fyrir- mennsku. Samt var eitthvað óáþreifanlegt í fari hennar og dulúðug feimni. Lucky Roosevelt, sem starfaði lengi sem blaðamaður, var samtíma Jacqueline í Vassar- háskólanum, sagði að engum blaða- manni eða ævisagnaritara hafi tek- ist að lýsa innsta eðli Jackie: „Hún lét fátt eða ekkert uppi og hleypti engum nálægt sér.“ Þessi kona hafði klifið í þrítugan hamarinn til frægðar og frama, markviss og viljasterk. Hún virtist fær um að standast áfall sem ekki varð um flúið og yfirstigið, og breyta afleiðingum þess í nýja sigra á nýjum sviðum. Hver man ekki eftir þegar hún fylgdi líkvagni mannsins síns, Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta, sem allra augu beindust að, og sleppti skyndilega hönd mágs síns og gekk ein, óstudd og hnarreist. Það var eins og ein- hver innri styrkur hefði gagntekið þessa fögru svartklæddu konu. Kana andstæðna henni fundið til foráttu taumlaus eyðsla og bruðl í listmuni og fatnað. Rithöfundurinn John Davis segir: „JacqueMne Kennedy var siðfágaðri en tíðkaðist með eiginkonur stjórn- málamanna í Washington. Hún bjó yfir ótrúlegum persónutöfrum, en var eigingjörn, óútreiknanleg, hrokafull og haldin ótrúlegri eyðslu- áráttu." Eins og ljónynja varði hún börn sín fyrir fjölmiðlum og fór aldrei dult með það, að skyldur hennar væru fyrst og síðast að vernda börnin sín. Hún sagði: „Ef uppeldi barna minna mistekst verður að allt annað hjóm í lífinu.“ Það verður með sanni sagt að hún átti barnaláni að fagna. Henni varð þar að ósk sinni. Þegar hún kom í Hvíta húsið vakti hún heimsathygli. Fólk bar henni misjafna söguna, eins og gengur. Gagnkvæm andúð ríkti milli hennar og blaðamanna og henni samdi illa við þá, en allir voru sammála um glæsileika hennai’ og fágun. Og það var meira, sem heill- aði í fari hennar. Hún virtist geisla af greind, sjálfstæði, hugrekki, góðri menntun, talaði þrjú tungu- mál, var vel að sér í hellenskri og rómverskri menningu, las Proust og dansaði tvist. Jackie, eins og heim- urinn kallaði hana, var lýsandi dæmi um glæsileika og varð fljótlega fyrirmynd bandarískra og evrópskra kvenna. Hún komst í fyrsta sæti á lista yfir best klæddu konur í heiminum. Konur víða um heim sóttust eftir að klæðast og líkj- ast Jackie, þær keyptu skó með lágum hælum, kápur í björtum litum, kollhúfur og Chaneldragtir. Þegar Jackie flutti í Hvíta húsið stóðst það varla þær kröfur sem gera mætti tO æðsta embættisbú- staðar þjóðarinnar. í húsinu fyrir- fannst varla ósvikinn gripur og ekkert var þar inni nema eftir- líkingar eða hreinar og beinar fals- anir. Húsgögn frá tíð Eisenhowers voru allt eftirlíkingar. Reistí varða listmuna Jackie hafði ekki verið lengi í Hvíta húsinu þegar hún sneri sér að því með oddi og egg að endurhanna forsetabústaðinn og færa hann í upprunalegan stfl. Var nú hafist handa í Hvíta húsinu og þar reis á stuttum tíma - með ævintýralegum tilkostnaði - hreinræktaðasti varði listmuna. Hún leitaði uppi listmuni frá 18. og 19. öld sem höfðu verið í eigu fyrri Bandaríkjaforseta, sem Eru dagdraumar skaðlegir fyrir sálarlífíð ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: í framhaldi af um- fjöllun sálfræðingsins um varnar- hætti langar mig að spyrja hvort dagdraumar séu ein tegund af varnarháttum. Eru þeir af hinu góða fyrir sálarlífið eða geta dag- draumar virkað sem óæskilegur flótti frá raunveruleikanum eða flótti frá því að takast á við vandamál? Svar: Gefíð var stutt svar við spurningu í þessa veru hér í þættinum fyrir nokkrum vikum síðan. Að svipuð spurning skuli koma fram svo fljótt aftur, bendir til þess að dagdraumar séu fólki hugstætt efhi og verðskuldi að þeim séu gerð meiri skil. Svar við spumingunni er játandi í öllum liðum. Dagdraumar eru vamarhættir og hjálpa mönnum ekki aðeins til að hverfa um stund frá gráum hversdags- leikanum eða óþægilegum veruleika, heldur eru þeir til þess fallnir að auðga sálarlífið og veita dreymandanum fróun og gleði. Að hinu leytinu geta þeir gengið út í öfgar og stöðugt hliðrað mönnum frá því að takast á við vandamál daglegs lífs. í versta falli rofna tengslin við raun- veruleikann. Innhverfir einstaklingar sökkva sér fremur í dagdrauma en úthverfir. Þeim er tamt að beina sjónum sínum inn á við, meðan hinum úthverfu lætur betur að bregðast við ytri áreit- um. Þó má gera ráð fyrir að flestir eigi sér einhverja dag- drauma, hafi þeir til þess nægi- legt ímyndunarafl. í dagdraumum látum við ljúf- ustu og leyndustu drauma okkar og óskir rætast. Þá erum við sjálf í aðalhlutverki, hetjan sem ræður fram úr öllum vanda, baðar sig í ljóma frægðarinnar, vinnur í lottóinu og eignast allt sem hugurinn gimist. I dagdraumum erum við það sem við viljum vera án tillits til þeirra krafria og kvaða sem veruleikinn leggur á okkur. Oft leysum við úr gremjuefnum okkar í dagdraumum. Við höfum kannski orðið undir í rökræðum eða látið ganga yfir okkur án þess að bera hönd fyrir höfuð okkar. í dagdraumnum endurlif- um við atburðinn eins og við viljum aö hann heföi gerst. Þá stöndum við með pálmann í höndunum, svörurn einarðlega fyrir okkur, sýnum yfirburði okkar og uppskerum virðingu og Dagdraumar aðdáun. Margar okkar kærustu per- sónur úr bókmenntum, sviðsverkum og kvikmyndum sökktu sér niður í dagdrauma. Má þar nefna Pétur Gaut, Tevje í Fiðlaranum á þakinu og Danny Kaye í Dagdraumum Walters Mitty. Þessar persónur höfða til okkar, af því að við eigum okkur öll slíka drauma. Náskyld dagdraumum, og oft kveikjan að þeim, er innlifun okkar í aðrar persónur, bæði úr skáldskap og veruleikanum. Persónur eins og Hrói höttur, Tarsan og Superman hafa fangað hug milljóna manna um allan heim. Þeir eru góðu hetjurnar sem berjast fyrir rétti hinna minni máttar. Áhugi fólks á slíkum ofurhetjum endurspegla það sálræna fyrirbrigði sem nefnt er samsömun, en þá tileinkum við okkur eiginleika fyrirmyndarinnar og gerum að okkar eigin. Við sjáum okkur sjálf í fyrirmyndinni. Fyrsta samsömun barnsins er við for- eldrana, en síðan við ýmsar aðrar persónur í Iífi þess. Síðar verður samsömun við frægar persónur, svo sem kvikmynda- og popp- stjömur, sem í augum okkar hafa allt það til að bera sem okkur dreymir um, svo sem frægð, feg- urð, hugrekki og rflddæmi. Við samsömumst einnig hópum og hugmyndakerfum. Við erum KR- ingar, kommúnistar eða kristið fólk. Samsömun er einn mikil- vægasti þátturinn í mótun sjálfs- myndarinnar og persónuleikans í heild. Það er engin tilviljun að ævin- týrin eru sígild. í þeim fáum við útrás fyrir dagdrauma með því að samsamast góðu persónunum, sem oft eru minni máttar í byr- jun, en sigra að lokum og upp- skera frægð og frama. Ösku- buska er vansæl og smánuð af vondu stjúpunni, en er síðan valin fegurst allra og eignast prinsinn. Margar útgáfur eru af þessari sögu í íslenskum ævin- týrum, svo sem ævintýrin um Asu, Signýju og Helgu. Svipuð er sagan af syni karls í koti, sem eignast kóngsdótturina og hálft konungsríkið með því að leysa þrautirnar sem kóngurinn leggur fyrir hann og standa þannig öll- um tignu vonbiðlunum á sporði. Dagdraumar eru í eðli sínu sjálfmiðaðir. Þeir snúast um það að uppfylla eigin óskir án tillits til annarra. Margir sem sökkva sér niður í dagdrauma finna til nokkuiTar sektarkenndar vegna þessarar eigingimi sinnar í dag- draumum, sem stundum hafa jafnvel að geyma ofbeldi, svo sem að drepa andstæðinginn. Stundum kemur fram ótti um að kannski geti þessar hvatir brotist fram í veruleikanum, og þeir veróa hræddir við eigin hugar- burð. Við getum kallað dagdrauma sjálfsblekkingu. í einstökum tilvikum taka þeir á sig sjúklega mynd, þar sem viðkomandi hætt- ir að gera greinarmun á imyndun og veruleika, sem er eitt af einkennum alvarlegrar geðveiki. En meðan menn kunna að gera mun á draumi og veruleika og geta áhyggjulaust sökkt sér niður í dagdrauma án ótta eða sektarkenndar gefa þeir lífinu lit og mega vel við una. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt snlfræðiuginn um það sem þeim liggur á hjarta, tekið er á móti spurningum á vlrkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fux 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.