Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 13. APRÍL1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Strand- veislaí Nauthólsvík EFNT var til mikillar strand- veislu í Nauthólsvík í gær í til- efni af því að tökur stóðu þá yfir á síðasta þætti unglingaþátt- arins Ó á vegum Ríkissjónvarps- ins. Til veislunnar var nemendum í efstu bekkjum grunnskólans boðið í samstarfi við Æskulýðs- og tómstundaráð Reykjavíkur. Kafarar voru á svæðinu, boðið var upp á grillaðar pylsur og gosdrykki og hljómsveit lék á palli. Til þess að líkja eftir suðrænni sólarstemmningu var pálma- trjám úr plasti stungið niður í fjörusandinn. Afallnar skuldbindingar LSR halda áfram að aukast umfram eignir Talið að hækkunin hafi num- ið 20 milljörðum kr. í fyrra MARGT bendir til að áfallnar skuldbindingar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafi aukist um a.m.k 20 milljarða króna á seinasta ári en þær námu um 100 milljörðum kr. í ársbyrjun 1995. Eignir sjóðsins hafi hins vegar aukist um hálfan annan milljarð kr. eða í um 22 milljarða, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Frágangur ársreiknings lífeyrissjóðsins fyrir seinasta ár er á lokastigi. Er þessi niðurstaða byggð á 2% ávöxtun eigna umfram hækkun lífeyr- isskuldbindinga en til athugunar er hvort gera megi ráð fyrir hærri ávöxtun og myndu þá upp- hæðirnar breytast í samræmi við það. Einnig er verið að kanna að hve miklu leyti á að taka tillit til fyrirsjáanlegrar ávöxtunar á núverandi skulda- bréfaeign lífeyrissjóðsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins má rekja rúman þriðjung af aukningu skuldbindinga líf- eyrissjóðsins til tryggingafræðilegs endurmats á eldri skuldbindingum eða breyttra forsendna við matið. Nálægt 15 milljarða kr. stafar hins vegar af hækkun launa og fjölgun sjóðsfélaga. Lýsir alvarlegum vanda sjóðsins Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar, sem nú eru til vinnslu hjá lífeyr- issjóðnum, lýsi mjög vel hve alvarlegur vandi sjóðs- ins er og hversu nauðsynlegt sé að gerðar verði eðlilegar breytingar á lögum um sjóðinn, þannig að iðgjaldagreiðslur, ásamt vöxtum, standi undir útgreiðslu lífeyris sjóðsfélaga. „Til þess að svo geti orðið þarf að draga úr óvissu sem orsakast af núgildandi réttindafyrirkomulagi,“ segir Friðrik. Fjármálaráðherra hefur ítrekað lýst yfir, sein- ast í Morgunblaðinu í gær, að ef einstakir hags- munahópar kæmu í veg fyrir eðlilegar breytingar á lögum sjóðsins væri enginn annar kostur í stöð- unni en að loka sjóðnum og ráða nýja ríkisstarfs- menn á nýjum kjörum. Félag járniðnaðarmanna vill þegar í stað hefja undirbúning að gerð kjarasamnings Vilja kjarasamning sem gildi til aldamóta ÖRN Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, segir að járniðn- armenn séu fylgjandi því að gera nýjan kjarasamning sem gildi til aldamóta gegn því að með samn- ingnum verði laun íslenskra járniðn- aðarmanna hækkuð til samræmis því sem gerist meðal járniðnaðar- manna á hinum Norðurlöndunum. „Við viljum að menn setji sér það markmið að við náum um aldamót- in þeim kaupmætti sem félagar . . okkar á Norðurlöndunum hafa. Við teljum að það sé rétt að láta reyna á hvort þetta sé hægt með samn- ingi til þess tíma. Eg tel að menn verði að hugsa til lengri tíma. Ef einungis er horft á kaupmátt næsta árið er hætta á að menn endi í ein- hveijum háum tölum sem verður svo ekki grundvöllur fyrir að haldi sér í kaupmætti," sagði Örn. Örn sagði að þörfin á launahækk- unum væri mjög mikil og nú væru forsendur fyrir launahækkunum. Það væri hins vegar mikilvægt að nýir kjarasamningar byggðust á stöðugleika og vaxandi kaupmætti í áföngum í stað launasprengingar sem færi út í verðlagið. Örn sagði að réttilega hefði verið bent á að sveiflur í hagkerfinu væru mikilar, bæði niður á við og upp á við. Með því að binda sig í samningi til langs tíma væru laun- þegar hugsanlega að missa af launahækkunum á uppgangstíma. Samningurinn þyrfti þess vegna að innihalda skýr uppsagnarákvæði ef forsendur hans næðu ekki fram að ganga. „Með langtímasamningi verður skapað aðhald að fyrirtækjunum. Þau sjá fyrir sér hvaða launaþróun er framundan. Þau vita að þau geta ekki velt hækkununum út í verðlag- íð og neyðast þess vegna til þess að hagræða hjá sér, sameinast og stækka. Með langtímasamninga eiga fyrirtækin og launþegar líka auðveldara með að gera áætlanir fram í tímann,“ sagði Örn. Afskræming á lýðræði Járniðnaðarmenn samþykktu einnig ályktun þar sem frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á vinnulöggjöfinni er gagnrýnt. Full- yrt er að frumvarpið feli í sér alvar- lega íhlutun í málefni stéttarfélaga og árás á uppbyggingu þeirra eftir starfsgreinum og svæðum. Ákvæði um atkvæðagreiðslur feli í sér af- skræmingu á lýðræðislegum ákvörðunarrétti þar sem minni hluti greiddra atkvæða geti ráðið úrslit- um og félög í öðrum starfsgreinum geti ráðið niðurstöðu í atkvæða- greiðslu um kjarasamning. Útlitfyrir 170 þúsund tonna þorskveiði í ár AÐ MATI Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneyt- inu, og Stefán Friðrikssonar, hjá Fiskistofu, er útlit fyrir að þorskveiði á þessu fiskveiðiári verði 165-170 þúsund tonn. Heildarkvóti á þessu ári er hins vegar 155 þúsund tonn. Þeir segja að ástæðan fyrir þessu muni vera meiri veiði smábáta og flutningur veiðiheimilda milli fiskveiðiára. Jón B. Jónasson sagði alveg ljóst að þorskveiðin yrði meiri en 155 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári. Hann sagði erfitt að segja hvað mikið yrði veitt fram yfir kvóta, en 165 þúsund tonn væri ekki ólíkleg niðurstaða. Meginástæðan væri meiri veiði smábáta en miðað var við þegar kvótinn var ákveðinn. Smábátar komnir með 9.000 tonn af þorski í lögum um stjóm fiskveiða er gengið út frá því að smábátar veiði 21.500 tonn af þorski. Um síðustu mánaðamót höfðu smábátar veitt 9.000 tonn, sem er nokkru minna en á sama tíma í fyrra, en þá fór heildarveiðin í 36 þúsund tonn. Sum- arið er besti veiðitími hjá smábátum og afli þeirra ræðst að stórum hluta af gæftum og aflabrögðum í sumar. Stefán Friðriksson sagði ekki ólík- legt að veiði smábáta færi í 30 þús- und tonn á þessu fiskveiðiári. 7.000 tonn flutt milli fiskveiðiára Stefán benti á að um 7.000 tonn af þorskveiðiheimildum hefðu verið flutt frá síðasta fiskveiðiári og ef þær heimildir yrðu allar nýttar nú yrði veiði umfram kvóta á þessu ári enn meiri. Verulegar takmarkanir hafa ver- ið settar á línutvöföldun og fellur hún úr gildi þegar veiði á ýsu og þorski er komin í 34 þúsund tonn. Stefán sagði að talsvert meira hefði veiðst af þorski en ýsu á línu í ár og þess vegna myndi línutvöföldun- in einnig hafa þau áhrif, eins og oft áður, að meira yrði veitt af þorski en kvótinn segði til um. Munurinn væri þó ekki verulegur. Að öllu samanlögðu sagði Stefán ekki ólíklegt að heildarþorskveiði á þessu fiskveiðiári yrði 170 þúsund tonn. Sakfellt og sýknað í kvótamáli HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sak- felldi í gær þrjá menn fyrir hluta sakargifta en sýknaði tvo menn að öllu leyti af ákærum í máli sem höfð- að var vegna kvótaviðskipta ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja við þýska fisksölufyrirtækið Lubberts í Bremerhaven. Islenskur starfsmaður Lúbbert, fiskútflytjandi og fyrrum útgerðar- stjóri Ósvarar í Bolungarvík voru sakfelldir en ákærum á fram- kvæmdastjóra Frosta og Álftfirðings í Súðavík og fyrrum framkvæmda- stjóra var ýmist vísað frá dómi eða þeir sýknaðir. ■ Þrír sakfelIdIr/8 ------» » » Neyðarkall á Meðal- landsfjöru NEYÐARKALL barst SVFÍ frá Meðallandsfjöru, skammt vestan við Eldvatnsós í gær. Björgunarsveitir frá Vík og Meðallandi voru komnar í fjöruna í gærkveldi með miðunar- tæki og bárust merkin frá sendi sem var í miklu brimi í ósnum. Samkvæmt upplýsingum Tilkynn- ingaskyldu SVFÍ lék grunur á að um væri að ræða neyðarsendi úr gúmbát, sem erlent skip missti út- byrðis 11. marz. Ekkert benti til þess að neyðarsendirinn væri úr ís- lenskum bát.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.