Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 3 Tilboö 1 690 kr. Reiðhjólahjálmarnir frá Erninum hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt fyrir ungar hjólreiðakempur. Hjálmarnir eru framleiddir samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og standast fyllilega kröfur íslenskra foreldra. Þær eru sko hressar fyrir vestan. Þetta sannast á henni Gróu sem er afgreiðslukona á Shellstöðinni í Garðabæ. Hún er ættuð úr ísafjarðar- djúpinu og þykir alveg sérstaklega gaman að syngja í baði. Skipperinn vinnur á stöðinni við Öskjuhlíð og heitir réttu nafni Þröstur Sigtryggsson. Hann var skipherra hjá Landhelgisgæslunni og tók þátt í öllum þorskastríðunum. Hanner óþrjótandi sagnabrunnur. Björgvin Pétursson er 22 ára afgreiðslumaður á stöðinni við Suðurfell. Bjöggi veit bókstaflega allt um hreinsiefni enda er það skemmtilegasta sem hann gerir að þrífa bílinn sinn ærlega. Hann Sigurjón Þórðar er stundum kallaður Nonni. Hann er á kafi í handboltanum og er í markinu hjá KR. Nonni er kassamaður við Vesturlandsveginn. Hann er á föstu. Þeir kalla liann Hansa Blom vinnufélagarnir við Miklubrautina. Hann er vaktstjóri. Hann er úr Mosfellsbænum og hefur óskaplega gaman af því að fara í golf. Hansi er með 18 í forgjöf og ætlar að lækka , hana í sumar. ------ Hann Eyþór á Shellstöðinni við Öskjuhlíð gerði garðinn frægan með Haukum í körfunni hér áður fyrr og veit bókstaflega allt um körfubolta. Hann hefur líka þvælst með lest um alla Evrópu og er að taka endajaxl. Litlu börnin leika sér að fallegum og þroskandi leikföngum. Brúðan bíður spennt eftir því að komast út að keyra á steypubílnum og að sjálfsögðu er GSM síminn skammt undan. Jón Þór Jónsson er 62 ára afgreiðslumaður við Miklubrautina. Jón á 4 börn og 10 barnabörn. Hann reynir að fara eins oft og hann getur á skíði, og þá helst upp í Bláfjöll. Jón er jafnvígur á göngu- og svigskíði. Hún Vildís er á Dísuvaktinni við Dalvegin Hún á bæði hesta og gullfiska. Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur hestum og fer oft í langa reiðtúra. Valdimar Arnfjörð er karlmaðurinn á Dísuvaktinni við Dalveginn. Hann er stundum kallaður Valdís til þess að falla betur inn hópinn. Valdimar hefur mikinn áhuga á ættfræði. Lilja býr í miðbænum en er afgreiðslustjóri á stöðinni við Skógarhlíð. Hún er mikil hestakona og á þrjá hesta sem allir eru miklir gæðingar. Síðasta sumarfór Lilja í 10 daga hestaferð um hálendið. Andartak! Andrés og félagar eru einhverjir skemmtilegustu félagar sem sögur fara af. Þeir bíða eftir vinum sínum á næstu Shellstöð tilbúnir að stytta stundirnar í ökuferðinni eða bara heima. Gunnar Már Gunnarsson er vaktstjóri við Kleppsveginn. Hann er hestamaður auk þess að vera mikill áhugamaður um enskar bókmenntir. Gunnar er með B.A. próf í ensku. I Geiri Guðmunds er mikill f dansari. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að stíga gömlu V jfa dansana í Sigtúni. Hann er búinn að vera hjá Skeljungi i 7 ár og vinnur á stöðinni við Suðurströnd. r t Við gleðjum bömin! Góðu börnin sem koma á Shellstöð finna áreiðanlega margt fallegt við sitt hæfi. Á stöðinni fást Andrésblöð, Syrpan, reiðhjólahjálmar og margskonar leikföng fyrir hressa og kraftmikla krakka. -Við tökum stolt á móti öllum krökkum. Shell í næsta nágrenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.