Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 15 Enn eitt metár að bakiírekstri SPRON Hagnaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis nam alls um 116 milljónum króna á síðasta ári og hefur aldrei orðið meiri í 64 ára sögu sparisjóðs- ins. Umsvif sparisjóðsins fóru langt fram úr áætl- unum á mörgum sviðum og jukust innlán um 27,6% á árinu, að því er fram kom hjá Baldvin Tryggvasyni, sparisjóðsstjóra, á aðalfundi SPRON. Morgunblaðið/Þorkell BALDVIN Tryggvason, sparisjóðsstjóri SPRON flutti kveðjuræðu á aðalfundi sparisjóðsins í gær. SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði alls um 116 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári samanborið við 60 milljónir árið áður. Þessi bætta afkoma skýr- ist bæði af því að þjónustutekjur og ýmsar rekstrartekjur jukust tals- vert á sama tíma og framlög í af- skriftarreikning lækkuðu til muna. Árið 1995 varð metár í 64 sögu sjóðsins og hefur hagnaður aldrei orðið meiri, að því er fram kom í máli Baldvins Tryggvasonar, spari- sjóðsstjóra SPRON, á aðalfundi í gær. Hann talaði þar í síðasta sinn sem sparisjóðsstjóri þar sem hann hefur óskað eftir að verða leystur frá störfum þann 1. ágúst. Baldvin skýrði frá því að flest markmið hefðu náðst á árinu 1995 og á mörgum sviðum hefðu umsvif- in farið langt fram úr áætlunum. „T.d. varð innlánsaukning og aukn- ing útlána mun meiri en við þorðum að vona og þar af leiðir að öll um- svif jukust meira en við töldum lík- legt að gerast myndi. Af þessum ástæðum hafa bæði vaxtatekjur og vaxtagjöld aukist umtalsvert eða um nálægt 140 milljónir hvor liður. Hins vegar hafa hreinar vaxtatekjur nánast staðið í stað og aðeins vaxið um 2 milljónir sem sýnir að vaxta- munur hefur fremur minnkað hlut- fallslega á árinu.“ Að meðaltali var vaxtamunur sem hlutfall af niður- stöðu efnahagsreiknings 4,49% á árinu 1995 en var samkvæmt sama mælikvarða 5,3% á árinu 1994. Aðrar rekstrartekjur jukust úr 183 milljónum í 264 milljónir milli ára. Hreinar rekstrartekjur jukust því úr um 639 milljónum í 723 millj- ónir. Hins vegar lækkuðu framlög í afskriftarreikning úr um 69 millj- ónum í 24 milljónir. Endanlega voru afskrifuð útlán að fjárhæð 33 millj- ónir og stendur afskriftarreikning- urinn nú í 204 milljónum eða sem svarar til 2,6% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum. Innlán og verðbréf voru alls rúm- SLÁTURFÉLAG Suðurlands skil- aði alls um 71 milljónar króna hagn- aði á sl. ári sem er töluvert betri afkoma en árið á undan þegar hagnaður nam 35 milljónum. Rekst- ur félagsins gekk vel á árinu og tókst að auka veltu og markaðshlut- deild allra megindeilda, að því er fram kemur í ársskýrslu sem lögð var fram á aðalfundi í gær. Rekstrartekjur Sláturfélagsins á árinu 1995 námu alls 3.037 milljón- um, en 2.220 milljónum að frádeg- inni millideildarsölu. Hækkuðu rekstrartekjur að frádreginni sölu til eigin deilda um 8,6% milli ára. Rekstrargjöld námu 2.900 milljón- um en 2.083 milljónum að frádreg- inni sölu til eigin deilda. Hækkuðu þau um 7% milli ára og batnaði því rekstrarafkoma, áður en tekið er tillit til fjármagnsgjalda og af- lega 10 milljarðar í árslok 1995 á móti 7,9 milljörðum árið áður og hafa vaxið um 27,6%. Eigið fé nam alls 921 milljón borið saman við 772 milljónir árið 1994 og hefur því aukist um 19,2%. Ávöxtun á eiginfjár var því 14%. 14 sinnum hærri skattar en íslandsbanki Baldvin vék í ræðu sinni sérstak- lega að stöðu sparisjóðanna í heild þar sem hann hefur gegnt forystu- hlutverki um árabil. Samtals námu innlán og verðbréfaútgáfa sparisjóð- anna um 44 milljörðum króna í árs- lok 1995. Síðasta ár er níunda árið í röð sem þeir hafa verið með meiri innlánsaukningu en bankarnir og hefur markaðshlutur þeirra vaxið á þessum níu árum úr 14,8% í 22,3%, sem er um þriðjungs aukning á níu árum og sýnir að heildarráðstöfun- arfé þeirra hefur vaxið um nærri 15 milljarða króna á verðlagi þessa árs. Á árinu 1995 nam samanlagður hagnaður um 580 milljónum saman- borið við 330 milljónir árið á undan. Þá benti Baldvin á að á árunum 1991-1995 hefðu sparisjóðirnir greitt í skatta 1.112 milljónir, en þar af hefði SPRON greitt 208 millj- ónir. „Islandsbanki hefur greitt alls 15 milljónir á þessum 5 árum, Landsbankinn 268 milljónir og Bún- aðarbankinn 439 milljónir. Samtals hafa bankarnir allir greitt 722 millj- ónir á móti 1.112 milljónum sem sparisjóðirnir greiða. SPRON einn hefur greitt 14 sinnum meira til samfélagsins en íslandsbanki á ár- unum 1991-1995 og aðeins 60 millj- ónum minna en allur Landsbankinn. Varðandi eiginfjárstöðu spari- sjóðanna kom fram að eigið fé þeirra er nú samtals um 6.130 milljónir en til samanburðar er eigið fé ís- landsbanka 4,9 milljarðar, eigið fé Búnaðarbankans 3,8 milljarðar og Landsbankans 6,2 milljarðar. „Eiginíjárstaða sparisjóðanna í heild, rúmlega 6,1 milljarður, er því skrifta, um 40 milljónir. Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti var veltufé frá rekstri 133 milljónir en hafði verið 98 milljónir árið áður. Hlutdeild í slátrun jókst Afkoma afurðadeildar batnaði frá fyrra ári, en tap varð á rekstrin- um. Hlutdeild félagsins í slátrun jókst í öllum afurðategundum. Jókst hlutdeild SS í heildarslátrun í land- inu um 1,5% frá árinu 1994. Um 5% aukning varð í sauðfjárslátrun en kostnaður hækkaði um tæplega 4% á hvert kíló. í ársskýrslu segir að nauðsynlegt sé að lækka kostnað við slátrun umtalsvert til að rekstur deildarinnar verði viðunandi og taka til fýrirmyndar erlend sláturhús sem séu í beinni samkeppni við út- flutning héðan. Hagnaður varð hins vegar af mjög góð og vantar aðeins á að það aukist um 100 milljónir til þess að það nái sjálfum Landsbanka ís- lands. Gallinn er bara sá að þetta mikla eigið fé kemur ekki að eins miklum notum og vert væri þar sem það deilist niður á 29 sparisjóði sem standa misjafnlega vel að vígi.“ Sparisjóðafjölskyldan „Sú staða er nú komin upp að sparisjóðafjölskyldan, þ.e. Samband íslenskra sparisjóða, Sparisjóða- bankinn, Tryggingasjóður spari- sjóða, Tölvumiðstöð sparisjóðanna ásamt SP-íjármögnun og Kaupþingi hf., er í brýnni þörf fyrir að koma sér fyrir á sem hagkvæmastan hátt undir einu þaki. Húsnæðið að Rauð- arárstíg 27 er of lítið fyrir þá ört vaxandi starfsemi sem þar fer fram nú þegar, hvað þá ef litið er til ein- hverrar framtíðar.“ Hann sagði athuganir komnar vel af stað á fjárfestingu í nægjanlega stóru húsnæði sem hýst gæti alla starfsemi sparisjóðafjölskyldunnar til frambúðar. „Hér er ég að ræða um 3-4 þúsund fermetra hús. Engin endanleg ákvörðun liggur enn fyrir en ljóst er að bæði kemur til álita að byggja nýtt hús sniðið eftir þörf- um starfsemi okkar eða kaupa eldra hús og breyta því í það horf sem hentar starfseminni. Framundan eru ótal verkefni hjá sparisjóðafjölskyldunni. Hún þarf nú þegar að hefja ítarlega endur- skoðun á öllu stjórnskipulagi sínu. Það þarf ekki aðeins að samhæfa krafta sparisjóðanna sjálfra með allt sitt eigið fé upp á 6,1 milljarð, heldur ekki síður stjórnskipulag samtakanna allra og fyrirtækja þeirra. Kerfið sem við byggðum upp rekstri kjötiðnaðar á árinu. Eins og undanfarin ár lagði félagið mikla áherslu á vöruþróun. Breytingar á umbúðum, nýjungar og öflugt markaðsstarf fyrir 1944-vörulínuna skilaði góðum árangri, eins og seg- ir í skýrslunni. Á árinu var stofn- sett nýtt hlutafélag Hollt og gott ehf. með Ágæti hf. sem framleiðir sósur og salöt og skilaði það hagn- aði. Þá varð veruleg veltuaukning í heildsöluverslun félagsins sem skýrist fyrst og fremst af aukinni sölu á Mars sælgæti. Dótturfélag stofnað um slátur- og frystihús Á árinu 1995 var stofnað sér- stakt dótturfélag SS um rekstur slátur- og frystihúsa undir nafninu S.S. Afurðir ehf. sem hóf rekstur 1. janúar 1996. Tilgangur þessa fyrir um 10 árum dugar einfaldlega ekki lengur þegar starfsemi spari- sjóðanna er orðin margfalt flóknari og umsvifameiri en var í kringum 1985. Sem dæmi má geta þess að þá var sjávarútvegur lítið sem ekk- ert í viðskiptum við sparisjóðina og afurðalán gersamlega óþekkt fyrir- bæri, en í janúar sl. voru sparisjóð- irnir annar stærsti lánveitandi geng- isbundinna afurðalána til sjávarút- vegsins, næst á eftir Landsbankan- um.“ Hafa ráð á Búnaðarbankanum Baldvin kvaðst telja að undanfar- ið hefðu ýmsir látið býsna óvarleg orð falla um kaup á Búnaðarbank- anum eða yfirtöku hans. „Staðan er einfaldlega sú að ef einhveijir hafa raunverulega ráð á að kaupa Búnaðarbankann, þá er það spari- sjóðafjölskyldan. En í því falli að sparisjóðirnir fái tækifæri til þess, þá tel ég að þeir eigi að kaupa hann og eiga alfarið einir og samhæfa starfsemi hans sparisjóðafjölskyld- unni. Svo vill til að útibúanet Búnað- arbankans fellur vel að sparisjóða- kerfínu og raunhæf og skjótvirk hagræðing gæti átt sér stað með samhæfingu sparisjóðanna og Bún- aðarbankans. En skynsamlegt er að segja ekki of mikið í þessum efnum en fara að öllu með gát.“ Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, var kjörinn í stjórn SPRON á aðalfundinum í gær í stað Gunnlaugs Snædal sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Aðrir stjórnarmenn voru endur- kjörnir en þeir eru Jón G. Tómas- son, Hjalti Geir Kristjánssón, Sigur- jón Pétursson og Hildur Petersen. aðskilnaðar er að auðvelda þá hag- ræðingu og fækkun starfsstöðva sem nauðsynleg er í afurðavinnslu á næstu árum, að því er fram kem- ur í ávarpi Steinþórs Skúlasonar, forstjóra. Hann bendir ennfremur á að það sé Sláturfélaginu eins og öðrum fyrirtækjum mjög mikilvægt að áfram haldist stöðugleiki í efna- hagslífinu og að vextir hækki ekki. Gangi þetta eftir þá séu rekstrar- horfur félagsins á árinu 1996 nokk- uð góðar. Eigið fé Sláturfélagsins í árslok 1995 nam alls 368 milljón- um og hafði aukist um 36% frá árinu á undan eða tæpar 98 milljón- ir. Á aðalfundinum í gær var sam- þykkt tillaga um að gefa út ný hlut- deildarbréf í B-deild stofnsjóðs að nafnvirði 65 milljónir króna. Stefnt er að því að skrá félagið á Verð- bréfaþingi íslands á næstunni. Evrópsk bréf lækka áný London. Reuter. EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær af því að banda- rískar hagtölur drógu úr ugg um að verðbólga kunni að aukast í Bandaríkjunum. Bandaríska neytendavísital- an (CPI) hækkaði um 0,4% í síðasta mánuði eftir 0,2% hækkun í febrúar samkvæmt tölum verkamálaráðuneytisins í Washington. Smásala jókst um aðeins 0,1% miðað við 1,9% hækkun í febrúar. „Tölurnar sýna að markað- urinn hafði líklega of miklar áhyggjur af vaxandi verð- bólgu,“ sagði starfsmaður DKB International. Brezk hlutabréf hækkuðu um 0,6% og þýzka DAX-IBIS vísitalan hækkaði um 0,74%. Frönsk bréf hækkuðu sáralít- ið. Stund milli stríða í vaxta- lækkunum VEXTIR stóðu að mestu í stað á verðbréfamarkaði í gær, eft- ir vaxtalækkanahrinu á mið- vikudag. Að sögn verðbréfa- miðlara er nú stund á milli stríða þar, en almennt er þess vænst að vextir haldi áfram að lækka. í Gjaldeyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar og efna- hagsspáa, segir að margt bendi til frekari vaxtalækkana og svigrúm sé til um 0,6-0,7% lækkunar skammtímavaxta. Langtímavextir lækkuðu lítillega til viðbótar í gær en skammtímavextir stóðu að mestu í stað. Ávöxtunarkrafa húsbréfa var áfram lægst hjá Skandía 5,58%, en önnur verð- bréfafyrirtæki færðu sig einn- ig lítillega niður á við og voru á bilinu 5,60-5,62%. Þá lækk- aði ávöxtunarkrafa 20 ára spariskírteina um 5 punkta í 5,49% seinni partinn í gær. Það sem helst er talið styðja frekari vaxtalækkanir er lítið framboð á verðtryggðum bréf- um um þessar mundir. Hefur minnkandi lánsfjárþörf ríkis- ins þar nokkur áhrif, sem og erlendar lántökur ríkissjóðs á þessu ári. ESSEMM hlutskarpast í norrænni samkeppni AUGLÝSINGASTOFAN ESS- EMM vann nýlega til verðlauna í samkeppni um nýtt merki Norrænu Atlantshafsnefndar- innar, sem tók til starfa um síðustu áramót. Hönnuðir merkisins eru þeir Tómas Hjálmarsson og Sveinn Magn- ússon. Merkið þykir lýsa á ein- faldan hátt löndunum fjórum sem aðild eiga að nefndinni. Alls bárust 250 tillögur í keppnina og komu þær frá Danmörku, Færeyjum, íslandi, Noregi og Grænlandi. Verð- launafé fyrir fyrsta sæti nam 15 þúsund d.kr. eða sem sam- svarar rúmlega 150 þúsund ís- lenskum krónum. 1 öðru og þriðja sæti urðu tillögur frá Færeyjum og voru einnig veitt verðlaun fyrir þær. Norræna Atlantshafsnefndin er samstarfsverkefni Noregs, íslands, Færeyja og Grænlands. Sláturfélag Suðurlands stefnir að skráningu á Verðbréfaþingi Hagrmður tvöfaldaðist á sl. ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.