Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 15 Enn eitt metár að bakiírekstri SPRON Hagnaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis nam alls um 116 milljónum króna á síðasta ári og hefur aldrei orðið meiri í 64 ára sögu sparisjóðs- ins. Umsvif sparisjóðsins fóru langt fram úr áætl- unum á mörgum sviðum og jukust innlán um 27,6% á árinu, að því er fram kom hjá Baldvin Tryggvasyni, sparisjóðsstjóra, á aðalfundi SPRON. Morgunblaðið/Þorkell BALDVIN Tryggvason, sparisjóðsstjóri SPRON flutti kveðjuræðu á aðalfundi sparisjóðsins í gær. SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði alls um 116 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári samanborið við 60 milljónir árið áður. Þessi bætta afkoma skýr- ist bæði af því að þjónustutekjur og ýmsar rekstrartekjur jukust tals- vert á sama tíma og framlög í af- skriftarreikning lækkuðu til muna. Árið 1995 varð metár í 64 sögu sjóðsins og hefur hagnaður aldrei orðið meiri, að því er fram kom í máli Baldvins Tryggvasonar, spari- sjóðsstjóra SPRON, á aðalfundi í gær. Hann talaði þar í síðasta sinn sem sparisjóðsstjóri þar sem hann hefur óskað eftir að verða leystur frá störfum þann 1. ágúst. Baldvin skýrði frá því að flest markmið hefðu náðst á árinu 1995 og á mörgum sviðum hefðu umsvif- in farið langt fram úr áætlunum. „T.d. varð innlánsaukning og aukn- ing útlána mun meiri en við þorðum að vona og þar af leiðir að öll um- svif jukust meira en við töldum lík- legt að gerast myndi. Af þessum ástæðum hafa bæði vaxtatekjur og vaxtagjöld aukist umtalsvert eða um nálægt 140 milljónir hvor liður. Hins vegar hafa hreinar vaxtatekjur nánast staðið í stað og aðeins vaxið um 2 milljónir sem sýnir að vaxta- munur hefur fremur minnkað hlut- fallslega á árinu.“ Að meðaltali var vaxtamunur sem hlutfall af niður- stöðu efnahagsreiknings 4,49% á árinu 1995 en var samkvæmt sama mælikvarða 5,3% á árinu 1994. Aðrar rekstrartekjur jukust úr 183 milljónum í 264 milljónir milli ára. Hreinar rekstrartekjur jukust því úr um 639 milljónum í 723 millj- ónir. Hins vegar lækkuðu framlög í afskriftarreikning úr um 69 millj- ónum í 24 milljónir. Endanlega voru afskrifuð útlán að fjárhæð 33 millj- ónir og stendur afskriftarreikning- urinn nú í 204 milljónum eða sem svarar til 2,6% af heildarútlánum og veittum ábyrgðum. Innlán og verðbréf voru alls rúm- SLÁTURFÉLAG Suðurlands skil- aði alls um 71 milljónar króna hagn- aði á sl. ári sem er töluvert betri afkoma en árið á undan þegar hagnaður nam 35 milljónum. Rekst- ur félagsins gekk vel á árinu og tókst að auka veltu og markaðshlut- deild allra megindeilda, að því er fram kemur í ársskýrslu sem lögð var fram á aðalfundi í gær. Rekstrartekjur Sláturfélagsins á árinu 1995 námu alls 3.037 milljón- um, en 2.220 milljónum að frádeg- inni millideildarsölu. Hækkuðu rekstrartekjur að frádreginni sölu til eigin deilda um 8,6% milli ára. Rekstrargjöld námu 2.900 milljón- um en 2.083 milljónum að frádreg- inni sölu til eigin deilda. Hækkuðu þau um 7% milli ára og batnaði því rekstrarafkoma, áður en tekið er tillit til fjármagnsgjalda og af- lega 10 milljarðar í árslok 1995 á móti 7,9 milljörðum árið áður og hafa vaxið um 27,6%. Eigið fé nam alls 921 milljón borið saman við 772 milljónir árið 1994 og hefur því aukist um 19,2%. Ávöxtun á eiginfjár var því 14%. 14 sinnum hærri skattar en íslandsbanki Baldvin vék í ræðu sinni sérstak- lega að stöðu sparisjóðanna í heild þar sem hann hefur gegnt forystu- hlutverki um árabil. Samtals námu innlán og verðbréfaútgáfa sparisjóð- anna um 44 milljörðum króna í árs- lok 1995. Síðasta ár er níunda árið í röð sem þeir hafa verið með meiri innlánsaukningu en bankarnir og hefur markaðshlutur þeirra vaxið á þessum níu árum úr 14,8% í 22,3%, sem er um þriðjungs aukning á níu árum og sýnir að heildarráðstöfun- arfé þeirra hefur vaxið um nærri 15 milljarða króna á verðlagi þessa árs. Á árinu 1995 nam samanlagður hagnaður um 580 milljónum saman- borið við 330 milljónir árið á undan. Þá benti Baldvin á að á árunum 1991-1995 hefðu sparisjóðirnir greitt í skatta 1.112 milljónir, en þar af hefði SPRON greitt 208 millj- ónir. „Islandsbanki hefur greitt alls 15 milljónir á þessum 5 árum, Landsbankinn 268 milljónir og Bún- aðarbankinn 439 milljónir. Samtals hafa bankarnir allir greitt 722 millj- ónir á móti 1.112 milljónum sem sparisjóðirnir greiða. SPRON einn hefur greitt 14 sinnum meira til samfélagsins en íslandsbanki á ár- unum 1991-1995 og aðeins 60 millj- ónum minna en allur Landsbankinn. Varðandi eiginfjárstöðu spari- sjóðanna kom fram að eigið fé þeirra er nú samtals um 6.130 milljónir en til samanburðar er eigið fé ís- landsbanka 4,9 milljarðar, eigið fé Búnaðarbankans 3,8 milljarðar og Landsbankans 6,2 milljarðar. „Eiginíjárstaða sparisjóðanna í heild, rúmlega 6,1 milljarður, er því skrifta, um 40 milljónir. Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti var veltufé frá rekstri 133 milljónir en hafði verið 98 milljónir árið áður. Hlutdeild í slátrun jókst Afkoma afurðadeildar batnaði frá fyrra ári, en tap varð á rekstrin- um. Hlutdeild félagsins í slátrun jókst í öllum afurðategundum. Jókst hlutdeild SS í heildarslátrun í land- inu um 1,5% frá árinu 1994. Um 5% aukning varð í sauðfjárslátrun en kostnaður hækkaði um tæplega 4% á hvert kíló. í ársskýrslu segir að nauðsynlegt sé að lækka kostnað við slátrun umtalsvert til að rekstur deildarinnar verði viðunandi og taka til fýrirmyndar erlend sláturhús sem séu í beinni samkeppni við út- flutning héðan. Hagnaður varð hins vegar af mjög góð og vantar aðeins á að það aukist um 100 milljónir til þess að það nái sjálfum Landsbanka ís- lands. Gallinn er bara sá að þetta mikla eigið fé kemur ekki að eins miklum notum og vert væri þar sem það deilist niður á 29 sparisjóði sem standa misjafnlega vel að vígi.“ Sparisjóðafjölskyldan „Sú staða er nú komin upp að sparisjóðafjölskyldan, þ.e. Samband íslenskra sparisjóða, Sparisjóða- bankinn, Tryggingasjóður spari- sjóða, Tölvumiðstöð sparisjóðanna ásamt SP-íjármögnun og Kaupþingi hf., er í brýnni þörf fyrir að koma sér fyrir á sem hagkvæmastan hátt undir einu þaki. Húsnæðið að Rauð- arárstíg 27 er of lítið fyrir þá ört vaxandi starfsemi sem þar fer fram nú þegar, hvað þá ef litið er til ein- hverrar framtíðar.“ Hann sagði athuganir komnar vel af stað á fjárfestingu í nægjanlega stóru húsnæði sem hýst gæti alla starfsemi sparisjóðafjölskyldunnar til frambúðar. „Hér er ég að ræða um 3-4 þúsund fermetra hús. Engin endanleg ákvörðun liggur enn fyrir en ljóst er að bæði kemur til álita að byggja nýtt hús sniðið eftir þörf- um starfsemi okkar eða kaupa eldra hús og breyta því í það horf sem hentar starfseminni. Framundan eru ótal verkefni hjá sparisjóðafjölskyldunni. Hún þarf nú þegar að hefja ítarlega endur- skoðun á öllu stjórnskipulagi sínu. Það þarf ekki aðeins að samhæfa krafta sparisjóðanna sjálfra með allt sitt eigið fé upp á 6,1 milljarð, heldur ekki síður stjórnskipulag samtakanna allra og fyrirtækja þeirra. Kerfið sem við byggðum upp rekstri kjötiðnaðar á árinu. Eins og undanfarin ár lagði félagið mikla áherslu á vöruþróun. Breytingar á umbúðum, nýjungar og öflugt markaðsstarf fyrir 1944-vörulínuna skilaði góðum árangri, eins og seg- ir í skýrslunni. Á árinu var stofn- sett nýtt hlutafélag Hollt og gott ehf. með Ágæti hf. sem framleiðir sósur og salöt og skilaði það hagn- aði. Þá varð veruleg veltuaukning í heildsöluverslun félagsins sem skýrist fyrst og fremst af aukinni sölu á Mars sælgæti. Dótturfélag stofnað um slátur- og frystihús Á árinu 1995 var stofnað sér- stakt dótturfélag SS um rekstur slátur- og frystihúsa undir nafninu S.S. Afurðir ehf. sem hóf rekstur 1. janúar 1996. Tilgangur þessa fyrir um 10 árum dugar einfaldlega ekki lengur þegar starfsemi spari- sjóðanna er orðin margfalt flóknari og umsvifameiri en var í kringum 1985. Sem dæmi má geta þess að þá var sjávarútvegur lítið sem ekk- ert í viðskiptum við sparisjóðina og afurðalán gersamlega óþekkt fyrir- bæri, en í janúar sl. voru sparisjóð- irnir annar stærsti lánveitandi geng- isbundinna afurðalána til sjávarút- vegsins, næst á eftir Landsbankan- um.“ Hafa ráð á Búnaðarbankanum Baldvin kvaðst telja að undanfar- ið hefðu ýmsir látið býsna óvarleg orð falla um kaup á Búnaðarbank- anum eða yfirtöku hans. „Staðan er einfaldlega sú að ef einhveijir hafa raunverulega ráð á að kaupa Búnaðarbankann, þá er það spari- sjóðafjölskyldan. En í því falli að sparisjóðirnir fái tækifæri til þess, þá tel ég að þeir eigi að kaupa hann og eiga alfarið einir og samhæfa starfsemi hans sparisjóðafjölskyld- unni. Svo vill til að útibúanet Búnað- arbankans fellur vel að sparisjóða- kerfínu og raunhæf og skjótvirk hagræðing gæti átt sér stað með samhæfingu sparisjóðanna og Bún- aðarbankans. En skynsamlegt er að segja ekki of mikið í þessum efnum en fara að öllu með gát.“ Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, var kjörinn í stjórn SPRON á aðalfundinum í gær í stað Gunnlaugs Snædal sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Aðrir stjórnarmenn voru endur- kjörnir en þeir eru Jón G. Tómas- son, Hjalti Geir Kristjánssón, Sigur- jón Pétursson og Hildur Petersen. aðskilnaðar er að auðvelda þá hag- ræðingu og fækkun starfsstöðva sem nauðsynleg er í afurðavinnslu á næstu árum, að því er fram kem- ur í ávarpi Steinþórs Skúlasonar, forstjóra. Hann bendir ennfremur á að það sé Sláturfélaginu eins og öðrum fyrirtækjum mjög mikilvægt að áfram haldist stöðugleiki í efna- hagslífinu og að vextir hækki ekki. Gangi þetta eftir þá séu rekstrar- horfur félagsins á árinu 1996 nokk- uð góðar. Eigið fé Sláturfélagsins í árslok 1995 nam alls 368 milljón- um og hafði aukist um 36% frá árinu á undan eða tæpar 98 milljón- ir. Á aðalfundinum í gær var sam- þykkt tillaga um að gefa út ný hlut- deildarbréf í B-deild stofnsjóðs að nafnvirði 65 milljónir króna. Stefnt er að því að skrá félagið á Verð- bréfaþingi íslands á næstunni. Evrópsk bréf lækka áný London. Reuter. EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær af því að banda- rískar hagtölur drógu úr ugg um að verðbólga kunni að aukast í Bandaríkjunum. Bandaríska neytendavísital- an (CPI) hækkaði um 0,4% í síðasta mánuði eftir 0,2% hækkun í febrúar samkvæmt tölum verkamálaráðuneytisins í Washington. Smásala jókst um aðeins 0,1% miðað við 1,9% hækkun í febrúar. „Tölurnar sýna að markað- urinn hafði líklega of miklar áhyggjur af vaxandi verð- bólgu,“ sagði starfsmaður DKB International. Brezk hlutabréf hækkuðu um 0,6% og þýzka DAX-IBIS vísitalan hækkaði um 0,74%. Frönsk bréf hækkuðu sáralít- ið. Stund milli stríða í vaxta- lækkunum VEXTIR stóðu að mestu í stað á verðbréfamarkaði í gær, eft- ir vaxtalækkanahrinu á mið- vikudag. Að sögn verðbréfa- miðlara er nú stund á milli stríða þar, en almennt er þess vænst að vextir haldi áfram að lækka. í Gjaldeyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar og efna- hagsspáa, segir að margt bendi til frekari vaxtalækkana og svigrúm sé til um 0,6-0,7% lækkunar skammtímavaxta. Langtímavextir lækkuðu lítillega til viðbótar í gær en skammtímavextir stóðu að mestu í stað. Ávöxtunarkrafa húsbréfa var áfram lægst hjá Skandía 5,58%, en önnur verð- bréfafyrirtæki færðu sig einn- ig lítillega niður á við og voru á bilinu 5,60-5,62%. Þá lækk- aði ávöxtunarkrafa 20 ára spariskírteina um 5 punkta í 5,49% seinni partinn í gær. Það sem helst er talið styðja frekari vaxtalækkanir er lítið framboð á verðtryggðum bréf- um um þessar mundir. Hefur minnkandi lánsfjárþörf ríkis- ins þar nokkur áhrif, sem og erlendar lántökur ríkissjóðs á þessu ári. ESSEMM hlutskarpast í norrænni samkeppni AUGLÝSINGASTOFAN ESS- EMM vann nýlega til verðlauna í samkeppni um nýtt merki Norrænu Atlantshafsnefndar- innar, sem tók til starfa um síðustu áramót. Hönnuðir merkisins eru þeir Tómas Hjálmarsson og Sveinn Magn- ússon. Merkið þykir lýsa á ein- faldan hátt löndunum fjórum sem aðild eiga að nefndinni. Alls bárust 250 tillögur í keppnina og komu þær frá Danmörku, Færeyjum, íslandi, Noregi og Grænlandi. Verð- launafé fyrir fyrsta sæti nam 15 þúsund d.kr. eða sem sam- svarar rúmlega 150 þúsund ís- lenskum krónum. 1 öðru og þriðja sæti urðu tillögur frá Færeyjum og voru einnig veitt verðlaun fyrir þær. Norræna Atlantshafsnefndin er samstarfsverkefni Noregs, íslands, Færeyja og Grænlands. Sláturfélag Suðurlands stefnir að skráningu á Verðbréfaþingi Hagrmður tvöfaldaðist á sl. ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.