Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Mikill ósigur breska íhaldsflokksins í aukakosningum Meiríhluti Majors aðeins eitt atkvæði London. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn beið mik- ið afhroð í aukakosningum í Eng- landi í fyrradag og hangir meiri- hluti hans á þingi nú aðeins á einu atkvæði. Hreppti Verkamanna- flokkurinn þingsætið og jók fylgi sitt um 22 prósentustig. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, hyggst bera fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina en Michael Heselt- ine, aðstoðarleiðtogi íhaldsflokks- ins, segir engar líkur á þingkosning- um fyrr en á tilskildum tíma að ári. John Major, forsætisráðherra Bretiands, verður að boða til kosn- inga í síðasta lagi eftir 13 mánuði og hugsanlega fyrr missi hann meirihlutann á þingi. Það gæti gerst með því, að einhver þingmanna íhaldsflokksins félli frá og þingsæt- ið tapaðist í aukakosningum. Heseltine sagði í gær, að kosn- ingar væru ekki á döfínni og spáði því, að vegur íhaldsflokksins myndi vaxa þegar á árið liði og kjósendur færu að njóta ávaxtanna af lítilli verðbólgu, lægri sköttum og hag- stæðari húsnæðislánum. Ríkis- stjórnin getur auk þess reitt sig á stuðning sambandssinna á Norður- írlandi, sem hafa níu þingsæti, og talsmaður þeirra sagði í gær, að þeir hefðu ekki neinn hug á „stytta lífdaga stjórnarinnar“. Staða Majors veik Hvert hneykslismálið á fætur öðru og eilífar deilur um Evrópu- málin hafa fælt kjósendur frá íhaldsflokknum, sem nýtur nú 30 prósentustiga minna fylgis en Verkamannaflokkurinn í skoðana- könnunum. Major hefur þó marg- lýst yfir, að hann ætli að sitja út kjörtímabilið en víst er, að hann er nú berskjaldaðri en áður fyrir upp- reisnarmönnunum innan flokksins, Evrópuandstæðingunum svoköll- uðu. í aukakosningunum í Staffords- hire fékk Brian Jenkins, frambjóð- andi Verkamannaflokksins, um 60% atkvæða eða 26.155 alls en Jimmy James, frambjóðandi íhalds- flokksins, 13.762. Tony Blair, sem nú á viðræður við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Nám í Danmörku! í Horsens Handelsskole færðu menntun sem uppfyllir kröfur þinar og viðskiptalífsins. Þú getur valið um menntun innan verslunar og skrif- stofugeirans. Þú getur einnig nýtt þér námið sem stökkpall til aukinnar menntunar í viðskipta- lífinu. Óháð því hvaða námsleið þú velur, mun námið að sjálfsögðu styrkja þig jafnt persónulega sem faglega. Horsens Polytechnic býður iðnsveinum og stú- dentum fjölbreytta menntun s.s: Hönnun, lausn byggingatæknilegra vandamála ásamt sam- ræmingu, skipulagningu og kostnaðaráætlunum við byggingaframkvæmdir. Skólinn á langa hefð að baki í menntun íslenskra nemenda. ... ^ í Horsens Handelsskole bjóðum við eftirfarandi frábært námsumhverfi með nytísku tölvubúnaði. í Horsens Polytechnic fer kennsla til byggingar- fræðings fram á dönsku, ensku og þýsku. Skólinn býr yfir ríkulegu alþjóðlegu náms- umhverfi. Vy, Komið og heyrið núnctr: w . ,, ' U|)|)lvsin}ísifiindur sí Ilold Siigti í Kcykjsivík, Upplýsingsifundur ;i 11ótel Siigti í Reykjsivík þriiljtidaginn 16. sipríl 1096 ki. IÖ.00. Viljirðu nánari upplýsingar þá sendu þennan seðil til: Ilorsens Handelsskole „ n----------------------------------*------ | Ég óska nánari upplýsinga um: Viljirðu nánari upplýsingar þá sendu þennan seðil til: Horsens Polytechnic □ Markaðshagfræði □ Verslunarpróf (3ár) □ Verslunarpróf (lár) □ Tölvufræði □ Verslunamám (grunnnám) □ Námskeið Verslunarskólans: Merkonom (3ja ára sérstakt námskeið) Opin menntun - tölvur Nafn:_ Heimilisfang:. Sími:_________ Ég óska nánari upplýsinga um: □ Tækniteiknun □ Korta og landmælingatækni □ Véltækni □ Byggingariðnfræði (bygginga/framkvæmdalína) □ Byggingarfræði (bygginga/framkvæmdalína, enska/ þýska) Nafn:_ Heimilisfang:. Sími: Xv Horsens Handelsskole Stadionsvej 2 . DK-8700 Horsens . Danmörku Sími +45 75 62 17 33 . Símbréf +45 75 62 85 04 Horsens Polytechnic Slotsgade 11 . DK-8700 Horsens . Danmörku Sími +45 75 62 50 88 . Sfmbréf +45 75 62 01 43 Reuter BRIAN Jenkins tekur við hamingjuóskum konu sinnar og dóttur. Washington, sagði í gær, að hann myndi bera fram vantraust á stjórn íhaldsflokksins til að greiða fyrir nýjum kosningum sem fyrst. Kvað hann það skyldu stjórnarandstöð- unnar að koma stjórninni frá. Næsta áfall í maí? íhaldsflokkurinn hefur tapað öll- um aukakosningum frá 1989 og ósigurinn í Staffordshire var sá sjötti á þessu kjörtímabiii eða frá 1992. Hafa fijálslyndir demókratar unnið fernar kosningar, Verka- mannaflokkurinn tvennar og skosk- ir þjóðernissinnar einar. Eftir kosn- ingarnar 1992 var meirihluti Majors á þingi 21 atkvæði en er nú eitt eins og áður segir. Næsta kosningahrina í Bretlandi verður 2. maí nk. þegar kosið verð- ur um 3.000 sæti í sveitarstjórnum í Englandi. Telja flestir einsýnt, að þá verði íhaldsflokkurinn fyrir enn einu áfallinu og ekki síst með tilliti til þess, að um flest þessara sæta var síðast kosið rétt eftir kosning- arnar 1992. Raunsæis- þjóðin nyrst ÍESB Þótt Finnar fái meira frá ESB, en þeir borga þangað, meta þeir öryggisþátt aðildar mest. Þeir taka ESB af raunsæi og það mun kannski hjálpa þeim til að láta til sín taka í ESB eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. TÍU til tólf prósenta lækkun matvöruverðs, einkum landbúnað- arvara, í Finnlandi í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu dregur ekki úr vinsældum þess, né heldur að Finnar hreppa meira fé frá ESB en þeir láta þangað. En þetta skýr- ir ekki að um 56 prósent lands- manna eru hallir undir aðildina og þeim fer fjölgandi. Finnar hafa aldrei litið ESB-aðild sömu kaupa- héðnaaugum og Danir eða Svíar, heldur er hún þeim mikilvæg ör- yggistrygging. En stuðningurinn segir einnig sína sögu um þjóðar- gerðina. Finnar eru ekki gefnir fyrir heimspekilegar vangaveltur Svía eða haldnir sínagandi efa- hyggju Dana. Finnar elska kannski ekki ESB, heldur taka því sem gefnum hlut. ESB-aðild öryggisatriði, sem ekki verður metið til fjár Greiðslur Finna til ESB fyrsta aðildarárið námu 5,6 milljörðum finnskra marka (um 84 miljörðum króna) og til baka fengu þeir 5,9 milljarða, svo ágóði þeirra er ekki lægri en 300 milljónir marka (um 4,5 milljarða króna). Inn í þessa útreikninga er aðeins tekinn þröngur stofn, en ekki hefur verið reiknað framlag ýmissa evrópskra stofnana og sjóða, enda benda ýmsir á að nærri lagi sé að áætla ágóðann nær einum milljarði finn- skra marka, tæpum 15 milljörðum króna. Aðhaldssemin í útreikningum stjórnarinnar kemur ef til vill und- arlega fyrir sjónir, en undirstrikar að hún metur ekki aðildina í bein- hörðum krónum og aurum. Finnar gengu í ESB til að tryggja öryggi sitt og skipa sér á bekk með öðrum Evrópuþjóðum, ekki til að maka krókinn. Auk þess gæti það verið skammvinnur vermir að einblína um of á efnahagslegan ávinning, því búist er við að ágóði verði af aðild fyrstu tvö árin, en síðan verði finnsku fjárframlögin meiri en það sem til baka fæst. Annað er svo að stjórnin kann vísast ekki við að gera of mikið úr hagnaði Finna til að ýta ekki undir afbrýðisemi annarra landa í garð Finna. Hin nýju aðildarlönd- in, Svíþjóð og Austurríki, greiða bæði meira til ESB en þeir fá til baka. Stefnt að EMU-aðild Þorri Finna. hefur enga skoðun á hag Finna af evrópska myntsam- bandinu, en finnska stjórnin hefur hins vegar fullan hug á að tilheyra kjarnaþjóðum ESB og stefnir því óhikað á aðild. Helsta áhyggjuefni þeirra er þó túlkun á aðildarskil- yrðum þegar þar að kemur. Þeim mun vart að fullu takast að upp- fylla skilyrðin og hafa áhyggjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.