Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 27
AÐSEIMDAR GREINAR
Þjóðkirkja
í stórsjó
AÐ UNDANFÖRNU hafa
nokkrir prestar hinnar íslensku
þjóðkirkju fundið hjá sér hvöt til
þess að ráðast að biskupi íslands
og meðal annars krafist þess að
hann víki úr embætti - eða jafn-
vel að honum verði vikið úr emb-
ætti! Þetta minnir á leikrit eftir
Henrik Ibsen, þar sem aðalat-
burðarás leikritsins gerist, áður
en sjálft ieikritið hefst. En þó for-
saga þess harmleiks, sem nú er-
leikinn, sé eflaust athyglisverð,
verður hún þó líklega aldrei lýðum
kunn.
Það er erfitt að sjá hvernig
þetta tengist deilunum í Lang-
holtskirkju. Þó mun í hugum
flestra íslendinga vera nokkurt
samband þarna á milli. Presturinn
í Langholtskirkju virtist telja, að
kór og organisti vörpuðu skugga
á helgihald kirkjunnar. Hófst því
barátta, sem margir telja að hafi
beinlínis orðið til þess að veikja
kristnilíf sóknarinnar og álit
kirkjunnar almennt í þjóðfélag-
inu.
Formaður prestafélagsins virð-
ist hafa talið það vera í sínum
verkahring að reyna að verja hags-
muni prestsins og málstað presta
almennt, eins og hann túlkar þann
máistað. Mér er sagt, að í þeim
Það eru hinar
endalausu árásir á
••
biskupinn, segir Orn
Friðriksson, sem hafa
skaðað kirkjuna.
tilgangi hafi hann lagt fram tvö
hundruð þúsund króna tryggingu
úr sjóði prestafélagsins, tii þess
að borga lögfræðingi fyrir að
styðja baráttu Langholtsprests.
Og einhverra hluta vegna virtust
hann og fleiri telja biskupinn einn
aðalandstæðinginn. Ég skil þetta
ekki, en svarið kynni
að vera að finna í
þeirri forsögu sem al-
menningur þekkir
ekki.
Þá gerist það að
nokkrar konur ásaka
biskup um kynferðis-
lega áreitni. Hjá mörg-
um leitar sú spuming
á hugann hvort þetta
hafi verið tilviljun, sem
leit út eins og hugsun,
eða hugsun sem var
látin líta út eins og til-
viljun. Margir virðast
hafa tekið þessum
ákæmm fegins hendi.
Og það vom ekki að-
eins vinir Gróu á Leiti sem fögnuðu.
Það er sorgleg mynd af kirkj-
unni sem á undanförnum vikum
og mánuðum hefur verið dregin
upp fyrir þjóðinni. Öfundarmenn
biskups í prestastétt segja, að
hann eigi að segja af sér, af því
að hann hafi skaðað kirkjuna. En
það er hæpinn sannleikur, því
býsna stór hluti þjóðarinnar hefur
áttað sig á erfiðri stöðu biskups
og réttlætiskennd margra verið
misboðið. Þeir eru margir sem
hafa látið í ljós við mig sama álit
og maðurinn sem sagði við mig
nýlega: „Ég hefi aldrei verið neitt
sérlega hrifinn af biskupnum, en
nú stend ég pottþétt með honum.“
Það er ekki biskupinn sem hefur
skaðað kirkjuna. Það
eru hinar endalausu
árásir á biskupinn,
sem hafa skaðað
kii-kjuna. Þjóðin hefur
með undrun og skelf-
ingu - og sumir
reyndar með illkvittn-
islegri ánægju - horft
upp á þá dapurlegu
mynd, sem fjölmiðl-
arnir hafa dregið upp
af þessum átökum.
Það má vel vera, að
óvildarmönnum bisk-
upsins takist að bijóta
hann niður, því ofur-
mannlegt þrek þarf til
að standast slíkt
gjörningaveður. Menn hafa í þessu
sambandi spurt, og það ekki að
tilefnislausu, hvort siðanefnd pre-
stafélagsins sjái enga ástæðu til
þess að íjalla um þann skort á
drengskap og hollustu við yfir-
mann sinn, sem nokkrir prestar
hafa opinberað undanfarið!
Boðað hefur verið til fundar í
prestafélaginu þ. 15. þessa mánað-
ar. Orðrómur segir að hugmyndin
sé að fá þar samþykkt vantraust
á biskupinn. En mér virðist það
ofurljóst að ef þessir menn leyfðu
sér að samþykkja vantraust á
herra biskupinn, þá eru þeir um
leið að samþykkja áskorun um að
leggja niður þjóðkirkjuna.
Islenskur almenningur mun
eiga erfitt með að umbera presta-
stétt sem gengur svo mjög í ber-
högg við orð Jesú: „Af því skulu
allir menn þekkja að þér eruð
mínir lærisveinar, ef þér berið
elsku hver til annars." Allmargir
hafa á þessum vetri gengið úr
þjóðkirkjunni, enda mikill áróður
rekinn fyrir slíku. En þótt til hafi
verið breyskir prestar á öllum tím-
um, breytir það ekki þeirri stað-
reynd að okkar fijálslynda þjóð-
kirkja er eitt það dýrmætasta sem
við eigum.
Ég hefi leyft mér að gagnrýna
framkomu vissra aðila innan hinn-
ar íslensku prestastéttar. Mér er
ljóst, að einhveijir kunna að telja
það brot á siðareglum prestafé-
lagsins. En ef siðareglur prestafé-
lagsins fela það í sér, að menn séu
skyldugir til þess að umbera með
þögn framkomu, eins og þá sem
hefur verið rætt um, á sama tíma
og öðrum virðist vera frjálst að
ráðast endalaust á biskupinn, þá
þarf að taka þær siðareglur til
endurskoðunar!
Ég bið góðan Guð að gefa, að
kirkjan megi komast ósködduð út
úr þessu gjörningaveðri, svo að
hún enn um ókomna tíma megi
verða íslensku þjóðinni sú blessun-
arlind sem hún hefur lengi verið.
Höfundur er prófastur &
Skútustöðum.
Örn
Friðriksson
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
844. þáttur
FYRST lýkur próf. Baldur Jóns-
son á íslenskri málstöð greinar-
gerð sinni, sbr. síðasta þátt:
„Okkur er gjarnt í nútímanum
að binda umræðu um stærðir
og hlutföll við tölur. Við berum
saman „helmingi fleiri“ og
„100% fleiri". En forfeður okkar
á liðnum öldum lifðu ekki í sama
talnaheimi og við. Peningar og
fjárhæðir voru ekki daglegt
brauð eins og nú. Við venjuleg
störf var lítil þörf fyrir háar
reikningstölur og lítil þörf fyrir
margvísleg brot. Venjulega
dugðu helmingur, þriðjungur og
fjórðungur. Menn gátu borið
saman stærðir án þess að mæla
eða telja, enda lítið um mæli-
tæki. Þeir báru saman áþreifan-
lega hluti sem þeir höfðu fyrir
augunum, spýtur, fjalir og borð,
spotta, reipi og þvengi, húðir og
voðir, spildur og skika, svo að
eitthvað sé nefnt. Þegar eitt var
sagt þriðjungi eða helmingi
lengra en annað hefir áreiðan-
lega verið mælt eftir auganu
oftast nær. En auðvitað var
einnig fengist við teljanlega
hluti, svo sem fiska og fé.
Setjum okkur í spor manna
sem eru að bera saman tvo mis-
langa stafi. Annar er þijár álnir
á lengd en hinn tvær. Annar
stafurinn er m.ö.o. einni alin
lengri en hinn. Þá blasir það líka
við augum að þessi alin sem
lengri stafurinn hefir fram yfir
er þriðjungur af lengd hans;
hann er þriðjungi lengri en hinn.
í öllum þessum gamla saman-
burði - helmingi eða þriðjungi
lengri eða styttri - er ávallt
miðað við hærra gildið, i þessu
dæmi lengri stafinn, og ekkert
órökrétt né óeðlilegt við það.
Helgi Hálfdanarson benti á þetta
og rakti skilmerkilega í sinni
grein.
Notkun mismunarþágufalls
með miðstigi lýsingarorða og
atviksorða (hálfu (helmingi)
fleiri, feti framar o.s.frv.) á
þann hátt sem rakið hefir verið,
hefir tíðkast frá upphafi Islands-
byggðar og efamál að nokkrum
manni hafi dottið í hug að kalla
óeðlilegt fyrr en prósentureikn-
ingur kom til sögunnar, þar sem
ýmist er miðað við hærra eða
lægra gildi. Minni hlutföll en
helmingur og þriðjungur hygg
ég að hafi verið lítið notuð, t.d.
fjórðungur og fimmtungur, og
þá helst þegar stærðir voru
metnar eftir auganu, en síður
þegar tölur vora annars vegar.
En ekki er alltaf verið að bera
saman fastar stærðir, heldur er
líka talað um að stækka eitthvað
eða minnka um tiltekna stærð
eða hlutfall. Það orðalag virðist
vera yngra en notkun mismun-
arþágufalls, en það skiptir ekki
máli. Þar á hið sama við, að
tekið er mið af hærra gildinu,
hvort sem aukið er eða minnkað.
Hugsum okkur landskika sem
er tvær dagsláttur og stækkum
hann í huganum um eina dag-
sláttu. Viðbótin verður þriðjung-
ur af allri spildunni, og því get-
um við allt eins sagt að hún
hafi stækkað eða verið stækkuð
um þriðjung. Sama gildir auðvit-
að um helming, að breyttu breyt-
anda.
Gömlu hlutfallaorðin, helm-
ingur, þriðjungur o.s.frv. voru
aldrei hluti af stóru reiknings-
kerfi. Það er jafnvel of í lagt
að tengja þau við reikning. Hins
vegar voru þau bundin mál-
venju sem er hluti af íslenskum
menningararfi. Þegar prósentu-
reikningur kom til sögunnar fyr-
ir fáeinum mannsöldrum fylgdi
honum orðalag sem rekst á fyrri
venju. En gerum nú ekki úlfalda
úr þeirri mýflugu. Ég sé ekkert
að því að við búum við hvorn-
tveggja siðinn, gamla hlutfalla-
málið og prósentumál. Það ætti
ekki að vera svo mikill vandi
þegar þess er gætt að í prósentu-
reikningi er allt reiknað í hundr-
aðshlutum af einhveiju en ekki
í helmingum eða þriðjungum af
neinu. Hins vegar þurfa allir að
læra, við hvað er miðað í ís-
lensku hlutfallatali og við hvað
er miðað í prósentureikningi
þegar stærðir eru bornar saman.
Þess vegna legg ég til að reikn-
ingsmenn nútímans gangi í lið
með þeim sem vilja varðveita
íslenskt orðalag og merkingu
þess og kenni öðrum, hver sú
merking er, um leið og þeir
kenna prósentureikning."
Umsjónarmaður ítrekar þakk-
ir sínar til Baldurs fyrir þá úr-
lausn sem fengin er.
★
Hlymrekur handan kvað:
„Ætti’ eg að þúa eða þéra Jón?“
mælti þrekmennið hugprúða, sr. Jón
Salómonsson,
sína við kvon
sem var áþekkust hrímgráum héra í sjón.
★
„Athugull“ sendir: Er ekki
eitthvað athugavert við þessa
málsgrein í Tímans rás 10.
febrúar? „... enda yrði það trú-
lega afdrifaríkast ef hann
ákveddi að fara fram.“ Jú, jú.
Þarna er vond villa. Sögnin
ákveða er sterk eftir 5. hljóð-
skiptaröð. Kenniinyndir:
ákveða, ákvað, ákváðum,
ákveðið. Viðtengingarháttur
þátíðar myndast af 3. kenni-
mynd, með i-hljóðvarpi, ef unnt
er. Því átti að standa „ef hann
ákvæði“ o.s.frv. Annars var
greinin lipurlega skrifuð.
Auk þess þykir Jóni skóla-
bróður mínum Isberg skrýtið að
sjá hér í blaðinu að kona hafi
„kvænst“. Rétt er það. Lengi
hefur verið talið að karlar einir
kvænist (af kván = kona), en
þetta kann að breytast. Umsjón-
armanni skilst að til standi laga-
setning, þar sem ráð er fyrir því
gert að konur kvænist.
★
Sé þú, hvé hvarfla
heima í milli
syndauðigra
sálir manna.
Kveljask andir
í orms gini,
skelfr rammr röðull,
ræðk þér at vakna.
(Hrafns saga Sveinbjarnarsonar.)
Eru afmælis-
greinar tíma-
skekkja?
MORGUNBLAÐIÐ
hóf göngu sína 2. nóv-
ember 1913. Þá var
ekki mikið um frétt-
næma atburði og varð
að tína til hvað sem
var til að fylla síður
blaðsins. Þannig er
lýst fyrstu blöðunum í
afmælisblaði Mbl. 2.
nóv. 1953:
„I fyrstu blöðunum
voru birt afmæli allra,
sem ritstjórnin fékk
fregnir af. Hér er smá
sýnishorn:
5. nóv. Arreboe
Clausen verslunarmað-
ur er 22 ára í dag.
11. nóv. Ragnar Hjörleifsson er
19 ára í dag.
23. nóv. Guðbjörn Guðmundsson
Það er tímabært, að
mati Leifs Sveinsson-
ar, að hætta að birta
afmælisgreinar.
prentnemi er 19 ara í dag.
1. des. Páll J. Ólafsson er 20 ára
í dag.
10. Óskar J. Borgþórsson er 17
ára í dag.“
Þessir voru barnasjúkdómar
Morgunblaðsins, en ætlar blaðið
aldrei að slíta barnsskónum? Mál
er að þessari afmælisgreinaplágu
linni, nóg er samt. Ég hefi ritað
þijár greinar gegn afmælisgrein-
um:
1) Eru afmælisgreinar ótíma-
bærar minningargreinar?
2) Líkræður um lifandi presta.
3) Hvimleið plastglíma með af-
mælisívafí.
Einhver áhrif höfðu þessar
greinar mínar, en enn lifir þessi
óskapnaður, þótt aldurstakmark sé
nú 70 ár. Mér hafði skilist á ritstjór-
unum, að 1995 ætti að hækka ald-
urstakmarkið í 80 ár og auðvitað
neita öllum greinum á
hálfum tugum, en það
reyndist misskilning-
ur.
Nýlega birtust tvær
afmælisgreinar um 75
ára menn. Önnur var
um mann, sem sett
hafði SÍS á hausinn,
og var hún rituð af
útfararstjóra SÍS. Þótt
Mbl. hafi lengi barist
gegn samvinnuhug-
sjóninni og viljað hlut
einkaframtaksins sem
mestan, þá finnst mér
ódrengilegt að minna
þannig á fallinn and-
stæðing. Oft má satt
kyrrt liggja. Ef þetta átti að vera
ævisaga Erlendar Einarssonar, þá
vantaði tilfínnanlega ættartré
hans, sem frægt varð á sínum tíma,
ætt hans rakin frá Auðuni skökli
og rækilega tíundaður skyldleiki
hans við Elísabetu Englandsdrottn-
ingu. Hin 75 ára greinin var rituð
af ellimóðum fyrrv. útvarpsþul, sem
var að hæla tengdasyni sinum og
hefði það einhvern tíma þótt at-
hlægis vert, að rita um svo náinn
mann. Ef það átti að vera ævisaga
Jóns Múla Árnasonar, þá vantaði
tilfinnanlega þátt hans í árásinni á
Alþingi 30. mars 1949, en þar var
Jón í forystu árásarmanna.
Ég hefi áður í Mbl. gagnrýnt
það, að sakamenn fái Fálkaorðuna,
en ennþá hjákátlegra er það, þegar
sakamenn eru mærðir í höfuðmál-
gagni einkaframtaksins.
Það er tímabært að hætta þess-
ari vitleysu, sem afmælisgreinarnar
eru. Minningargreinarnar munu
lifa áfram, þótt menn verði að gera
sér Ijóst, að það er í hæsta máta
ósmekklegt, að nánasta fólk sé að
rita um t.d. feður sína og mæður.
Það var óþekkt hér á fyrri árum.
Öll verðum við dæmd á efsta degi,
en þá af almættinu, ekki af mönn-
um.
Höfundur er lögfræðingur.
Leifur
Sveinsson