Morgunblaðið - 13.04.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sálumessa
mennskunnar
Guðfræðin í sálumessu Brahms
Hér verður fjallað um guðfræðina í þeim
textum sem Jóhannes Brahms valdi af
kostgæfni og innsæi í sálumessu, Ein
deutsches Requiem, skrifar Haukur Ingi
Jónasson. Greinin er m.a. byggð á viður-
kenndum skýringarritum. Tilefnið er
flutningur Sinfóníuhljómsveitar íslands og
Kórs Langholtskirkju ásamt einsöngvurum
á messunni í Hallgrímskirkju í dag.
Sálumessan er áhrifamikið trúar-
verk og á djúpar rætur í texta Biblí-
unnar sem er afdráttarlaus í túlkun
sinni á mannlegri tilvist og því
hverjum manni ærleg áskorun.
Það er von mín að með því að
íjalla um guðfræði í tónverki verði
sýnt fram á tengsl trúar og tónlistar
— nokkuð sem þvælist fyrir sumum.
I
Sálumessan hefst á texta úr
sæluboðum fjallræðunnar í Matt-
eusarguðspjalli (5:4):
Sælir eru sorgbitnir,
því þeir munu huggaðir verða.
Ýmis ófarnaður getur valdið sorg
og kallað fram beiskju, örvæntingu,
formælingar eða ásakanir í eigin
garð og annarra. Reglan er: „Syrgj-
endur eru ekki sæ!ir“ og að því leyti
ganga sæluboð Krists þvert á
mannlega reynslu.
í nærveru Krists fá syrgjendur
huggun. Fullyrðing Jesú er kall til
trúar því huggunin gefst þeim sem
trúir fyrirheitinu um að Guð hafi
gripið inn í, að líkn Guðs sé að
btjótast í gegnum sorgina.
í beinu framhaldi setur Brahms
hluta af Saltarasálmi 126 (v. 5-6):
Þeir sem sá með tárum,
munu uppskera með gleðisöng.
Grátandi fara menn
og bera sæðið til sáningar,
með gleðisöng koma þeir aftur
og bera kombindin heim.
í fornöld var gjarnan litið á sán-
ingartímann sem sorgartíma og
þekkt eru dæmi frá Egyptalandi
þar sem ort er um sáningu í útfarar-
sálmum helguðum greftrun guðsins
Osíris. Hugmyndin er sú, að af
dauða fæðist líf og hana má m.a.
finna í Jóhannesarguðspjalli: „... ef
[hveitikomið] deyr ber það mikinn
ávöxt“. í ljósi þessa verða ljóðlín-
urnar skiljanlegar.
í þjáningu og dauða sér skáldið
guðlegan mátt sem skapar nýtt líf.
I trúnni á hinn þverstæða og lífsgef-
andi kraft Guðs fær þjáningin
merkingu. Þjáning og dauði eru
hluti af hjálpræðisverkinu, fræ sem
spíra með leynd, vaxa og bera ávöxt
í nægtagarði Guðs.
í lok fyrsta kafla ítrekar Brahms
sæluboð Krists:
Sælir eru sorgbitnir,
því þeir munu huggaðir verða.
II
Annar kafli dregur upp mynd af
muninum á hinu guðlega, sem er
eilíft, og því mannlega sem er
tímanlegt og takmarkað. Pétur
postuli vitnar í Jesaja spámann (I.
Pétursbréf 1:24):
Allt hold er sem gras
og öll vegsemd þess sem blóm á grasi;
grasið skrælnar og blómið fellur.
Maðurinn eldist og deyr, skræln-
ar og fellur, en Orð Guðs varir.
Þessari afgerandi lýsingu er snúið
upp í gleðiboðskap: I manninn, sem
áður byggði líf sitt á því tímanlega
og takmarkaða, þ.e. mannlegum
væntingum, hefur verið sáð Orði
Guðs sem endurfæðir hann. Hann
öðlast hlutdeild í lífi Guðs, kærleik-
anum.
Við tekur líking af akuryrkju-
manni (Jakobsbréfið 5:7):
Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn
kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður
eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og
þreyir eftir honum, þangað til hann hefur
fengið haustrep og vorrep.
Jakobsbréfið er safn spakmæla
og mynda sem segja mikil sannindi
á hljóðlátan en sannfærandi hátt.
Drottinn bíður uppskerunnar sem
hann hefur sáð til með Orði sínu
og kristnir menn bíða með þolgæði
þar til Guð uppsker þá til guðsríkis-
ins — þeir eru hinn dýrmæti ávöxt-
ur jarðarinnar.
Brahms ítrekar muninn á manni
og Guði með viðlaginu (I. Péturs-
bréf 1:25):
En orð Drottins varir að eilífu.
Öðrum kafla lýkur með framtíð-
arsýn úr spádómsbók Jesaja (35:10)
sem lýsir því þegar Guð hefur upp-
skorið það sem hann sáði til:
Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur
hverfa. Þeir koma með föpuði til Síonar og
eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim.
Föpuður og gleði skal fylgja þeim,
en hryggð og andvarpan flýja.
Textinn er eignaður Jesaja öðr-
um sem enginn veit í raun hver
var. Hann starfaði í Babýlón á tím-
um herleiðingar Israelsþjóðarinnar
(um 587-538 f.Kr.) og boðar hjálp
Guðs. Þjóðin er kvödd heim til Síon-
ar (Jerúsalem). Lýst er veginum
sem Guð leggur og þeim gagn-
merku breytingum sem eyðimörkin
tekur á leiðinni — hún verður að
gróskumiklum aldingarði.
Þrælar voru gjarnan endurkeypt-
ur úr ánauð af þjóð sinni og á sama
hátt endurleysir Guð þjóð sína.
Gleði tekur við af sorg og beitt er
þekktri myndlíkingu úr fornöld sem
er byggð á athöfn sem viðhöfð var
við hátíðir: Þátttakendur ófu blóm-
sveiga um höfuð sér sem merki um
fögnuð.
III
Kjaminn í þriðja kafla er bæn
(Saltari 39 v. 5-8). Sálmurinn hefst
á játningu þess sem þráfaldlega
hefur mistekist að halda sér við
góðan ásetning. Slík játning er eina
bjargræðið þegar trúmaðurinn
stendur í djúpi mennsku sinnar og
bjargarlaus í eigin veikleika. Syndin
var að hata „hinn illgjarna". Hatrið
brennir sál hans og bitnar á
samneyti hans við Guð.
I kjölfar játningarinnar fylgir
bæn sem Brahms notar í sálumessu
sína. Baritónrödd flytur bænina og
í bakgrunni tekur kórinn undir:
„Lát mig, Drottinn, sjá afdrif mín
og hvað mér er útmælt af döpm,
lát mig sjá, hversu skammær ég er.
Sjá örfáar þverhendur hefir þú gört daga mína
og ævi mín er sem ekkert fyrir þér...
Skáldið óskar eftir skilningi á
eigin takmörkunum — þekkingu
sem fæst með hugleiðingu um
tengsl Guðs og manns. En með því
að sjá hlutina eins og Guð sér þá
öðlast maðurinn heilbrigða sjálfs-
mynd og vegvísi sem leiðir hann frá
gryfju hrokans, sem er ofmat á eig-
ið ágæti. Skáldið hugleiðir hégóm-
ann og takmarkanir mannsins:
... Andpstur einn eru allir menn.
Sem tómur skuggi genpr maðurinn um,
gjörir háreysti um hégómann einan,
hann safnar í hiiigur en veit eigi hver þær hlýtur
Hvers vona ég þá, Drottinn?
Eftir þessa eldskírn fæðist nýr
maður, raunsær og sáttur. Trúmað-
urinn finnur fró og frelsi er hann
varpar sorgum sínum og vænting-
um til Guðs.
Kórinn tjáir þessa fullvissu með
orðunum ...
Von mín er öll á þér.
... og ítrekar hana í lofsöng. Text-
inn er úr Speki Salómons (3:1,
Apokrýfa) sem líklegast var rituð
í Alexandríu á 1. öld. f.Kr. í háska
sínum hefur trúmaðurinn höndlað
réttlætið og finnur sig algerlega
öruggan í hendi Guðs:
En sálir réttlátra eru í hendi Guðs
og engin kvöl mun ná til þeirra.
IV
Fjórði kafli sálumessunnar er
fagur sálmur (Saltari 84:2, 3-5):
Hversu yndislegir eru bústaðir þínir,
Drottinn hersveitanna!
Sálu mína langaði til, já, hún þráði
forgarða Drottins,
nú fagnar hjarta mitt og hold
fyrir hinum lifanda Guði.
Þegar pílagrímarnir líta musteri
Guðs í Jerúsalem hrópa þeir upp
yfir sig í gleði: Byggingin er stór-
kostleg og þeir að nálgast takmark
sitt. Í musterisgarðinum finnur leit-
andi sál andlegt heimili sitt og
skáldið opnar hjarta sitt og skynjar
mikinn fögnuð i líkama sínum og
limum. Kannski má túlka textann
sem lýsingu á því takmarki sem
naest við endi mannlegs lífs.
í gleðinni yfir því að dvelja í
musterinu ber á virðingu fyrir þjón-
um þess sem eiga þess kost að
dvelja þar alla daga og þjóna Guði.
Að eiga þess kost er óumræðanleg
sæla:
Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu,
■ þeir munu ætíð lofa þig.
V
Fimmti kafli hefst á texta úr
skilnaðarræðum Jesú (Jóh. 16:22).
Af snilld lætur Brahms sópranrödd
leiða þennan kafla.
Eins eruð þér nú hryggir, enégmunsjáyður
aftur, og hjarta yðar mun fapa,
og enginn tekur fögnuð yðar frá yður.
Jesús líkir lærisveinunum við
konu sem erfiðar í barnsburði. Þeg-
ar barnið er fætt þá minnist hún
ekki lengur þrauta sinna af fögnuði
yfir því að maður er í heiminn bor-
inn. Kristnir menn líta á dauðann
sem fæðingarhríð til nýs lífs í faðmi
Krists sem ekkert fær slitið þá úr.
Við tekur texti úr Síraksbók
(51:35, Apokrýfa) sem er spekirit
frá 2. öld f.Kr.:
Sjáið með eigin aupm. Ég þurfti að strita
stutta stund en mikinn frið hef ég fundið.
Niðurlagið er einskonar vöggu-
vísa sem söngkonan syngur með
kórnum eins og móðir yfir barni
sínu (Jes. 66:13a):
Eins og móðir huggar son sinn,
eins munéghuggayður.
í Jerúsalem skuluð þér huggaðir verða.
Israelsmönnum í útlegð er boðað
að þjáningu þeirra sé lokið, þeir
muni komast heim og verða hugg-
aðir. Eins mun Guð hugga hina
trúföstu. Allt kemst í samt lag.
VI
í sjötta kafla er miklum leyndar-
dómum dauðans lokið upp (Hebr.
13:14):
Því að hér höfum vér ekki borg er stendur,
heldur leitum vér hinnar komandi.
Jesús var krossfestur utan við
borgarmúra Jerúsalem. Myndmálið
vísar til þess að kristnir menn séu
með honum fyrir utan borgina, á
bersvæði. Þeir þarfnast ekki sama-
staðar á jörðu því þeir eru borgarar
guðsríkisins, pílagrímar í ókunnu
landi.
Barítónsöngvarinn lýkur upp
leyndardómum upprisunnar (I. Kor
15:51 52:54b-55). Kórinn hlustar
og endurtekur kjarnaatriðin:
Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum
ekki allir sofna, en allir munum vér umbreyt-
ast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn
síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá
munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir og
vér munum umbreytast.
A fyrstu áratugum kristni væntu
kristnir menn skjótrar endurkomu
Krists. Páll postuli var í þeim hópi.
A grunni gyðinglegrar hefðar ræðir
hann upprisuna: Við endurkomu
Krists munu allir trúaðir, jafnt lif-
andi sem dauðir, umbreytast til nýs
lífs.
Lúðurinn er dómsdagstákn —
þegar hann hljómar kemur endir-
inn. Öll hugsun um tíma og rúm
er hér marklaus. Það sem við tekur
er upprisa og umbreyting — í einu
vetfangi. Samdráttur alls í einn
kjarna markar upphaf nýrrar sköp-
unar.
... þá mun rætast orð það, sem ritað er:
Dauðinn er uppsvelgdur í sipr.
Dauði, hvar er sipr þinn?
Dauði, hvar er broddur þinn?
Broddurinn er tákn harðstjórnar
og ægivalds (sbr. stafur fjárhirðis-
ins, ýmis pyntingartæki, stungur
skordýra ofl.). Páll byggir því ekki
á biturri reynslu mannsins af ægi-
valdi dauðans — heldur á þverstæðu
trúarinnar sem er: Sigur yfir dauð-
anum, sem ekkert virðist sigra!
Kaflinn endar á lofgjörðarkór.
Sköpunin, náttúran og allar verur
sameinast ásamt kirkju Krists í lof-
gjörð frammi fyrir Guði lífsins
(Opinb. 4:11):
Verður ert þú, Drottinn vor og Guð,
að fá dýrðina og heiðurinn og máttinn,...
„Guð er drottinn allra drottna,"
hafði djúpstæða pólitíska merkingu
í frumkirkjunni. „Drottinn vor og
guð“ (kurios kai theos) var opinber
titill rómverska keisarans og á
grundvelli yfirlýsinga á borð við
þessa voru _ kristnir menn ofsóttir
og drepnir. I hugum ráðamanna var
þetta óþolandi ögrun sem fól i sér
að Guð kristinna manna hefði æðsta
tign í heimi en ekki keisarinn.
... því að þú hefur skapað alla hluti,
og fyrir þinn vilja urðu þeir til og voru skapaðir
I upphafi ákvarðaði Guð alla hluti
og við sköpun heimsins varð ætlan
hans að veruleika. Allt heyrir því
Guði til og maðurinn höndlar aðeins
það sem honum er ætlað að höndla.
vn
Eftir hrikalega spádóma
Opinberunarbókarinnar um efsta
dag og ógnvænleg varnaðarorð
kemur fallegt fyrirheit (Opinb.
14:13b);
Sælir eru dánir, þeir sem i Drottni deyja
upp frá þessu.
Hugmyndin um að deyja Drottni
birtist víða í Nýja testamentinu,
m.a. er rætt um dauðann í Kristi
(I. Þess. 4:16) og um þá sem hafa
sofnað í Kristi (I. Kor. 15:18).
Já, segir andinn, þeir skulu fá hvíld frá
erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.
Andinn, leyndardómsfull guðleg
vera, heitir trúföstum hvíld. Við
fyrstu sýn virðist Opinberunarbókin
boða réttlætingu manns vegna
verka hans. En nánari skoðun á
skilningi höfundar á „verkum" leið-
ir annað í ljós. Jóhannes talar m.a.
um verk Efesusmanna og Þýatíru-
manna: Kærleikann, trúna, þjón-
ustu þeirra, erfiði og þolgæði. Af
þessu má ráða að verk manns birti
persóna hans.
Sá sem deyr tekur aðeins eitt
með sér: Persónu sína. Og endi
hann líf sitt í Kristi, þ.e. sem sann-
ur og trúfastur maður, hefur hann
verið reyndur og prófaður líkt og
gull í eldi. Erfiðið og þolraunirnar
leiða fram eðli hans — ímynd Guðs.
Að fara slíkur maður til hins kom-
andi heims er mikil sæla.
Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja
upp frá þessu.
Höfundur er guðfræðingur og
syngur í kór Langholtskirkju.