Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 43 íslendingar í andliti Jóns forseta MJÓLKURSAMSALAN í Reykja- vík hefur g-efið út veggspjald sem um þessar mundir er verið að senda til allra grunnskóla lands- ins. Á því eru ljósmyndir af 625 Islendingum sem í sameiningu mynda andlit Jóns Sigurðssonar og er með því lögð áhersla á þátt tungumálsins í sjálfstæði þjóðarinnar. Flestar myndanna eru af þjóðkunnum íslendingum; rithöfundum, leikurum, söngvur- um, stjórnmálamönnum o.fl. sem mikið hafa notað íslenska tungu í starfi sínu og listsköpun. Á bak- hlið veggspjaldsins eru nöfn allra einstaklinganna, fæðingarár þeirra o.fl. tíunduð. I fréttatilkynningu segir að veggspjaldið sé liður í því verk- efni Mjólkursamsölunnar, sem unnið er í samráði við Islenska málnefnd og Málræktarsjóð, að hvetja landsmenn til þess að standa vörð um móðurmálið þeg- ar ógn steðjar að því úr jafn mörgum áttum og raun ber vitni. Sérstaklega má gera ráð fyrir að tungan eigi í vök að verjast á meðal skólabarna og ungs fólks og einmitt þess vegna er með þessu veggspjaldi gerð tilraun til þess að koma skemmtilegri og lifandi hvatningu til skóiafólks á framfæri. Samhliða veggpspjaldinu er gefið úr sérstakt tilraunahefti fyrir kennara. í því er m.a. að finna nöfn allra einstalinga á veggjispjaldinu, bæði í stafrófs- röð og eftir staðsetningu í hnita- kerfi. Jafnframt hafa einstakling- ar verið flokkaðir saman eftir því á hvaða vettvangi þeir hafa starf- að. Einnig eru gefin nokkur dæmi um hvernig hægt er að nýta vegg- spjaldið til verkefna fyrir náms- fólk. Veggspjaldið er hannað af GSP almannatengslum og auglýs- ingastofunni Hvíta húsinu. Minjagangan - ný raðganga Ferðafélagsins NÝ RAÐGANGA Ferðafélagsins í 8 ferðum hefst sunnuaginn 14. apríl. Markmiðið í göngunni er að kynna áhugaverða sögu- og minjastaði inn- an borgarmarka Reykjavíkur og í næsta nágrenni borgarinnar. í fyrstu ferðina er mæting við fé- lagsheimili Ferðafélagsins að Mörk- inni 6 og rútuferð þaðan kl. 13 út í Laugarnes þar sem gangan hefst. Þar verður litast um og fræðst um minjar og staðhætti af Birgiett Spur en síðan verður gengið upp í Laugar- dal og áð við þvottalaugarnar sem er sérlega skoðunaiverður staður eftir að þær voru endurgerðar nýver- ið. M.a. má lesa um sögu lauganna á mörgum skýringamyndum. Göngunni lýkur um fjögurleytið við Mörkina 6. Þátttakendur geta einnig mætt úti í Laugarnesi. Þetta er auð- veld og skemmtileg ferð fyrir alla. Ekkert þátttökugjald í þennan fyrsta áfanga. Sunnudaginn 21. apríl mun Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, segja frá fornmunum í Elliðaárdal m.a. minjurn frá tímum Innréttingana. Leið raðgöngunnar liggur síðan áfram upp að Elliðavatni, Þingsnesi, Hólmi, um Lækjarbotna, Elliðakot, Almannadal og Grafarsel í Grafard- al. Raðgöngunni lýkur 23. júní. Skólar í Horsens kynna starf sitt Á UPPLÝSINGAFUNDI á Hótel Sögu í Reykjavík þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 19 munu Eli Ellendersen og Peder Larsen frá Horsens Polytec- hnic ásamt Anders Möller frá Hors- ens Handelsskole kynna nám þessara tveggja skóla. Nú eru um 25 íslendingar í námi við Horsens Polytechnic skólann. Langflestir eru við nám í byggingar- iðnfræði eða byggingarfræði. Islend- ingafélagið á staðnum telur um 120 meðlimi. Á fundinum á Hótel Sögu mun Horsens Polytechnic kynna nánar það framhaldsnám er skólinn hefur upp á að bjóða. lðnsveinar, tækni- teiknarar og stúdentar geta í Hors- ens lært véltæknifræði, korta- og landmælingatækni, byggingariðn- fræði og byggingarfræði. I bygging- ariðnfræði og byggingarfræði geta nemendur sérhæft sig annars vegar á byggingalínu og hins vegar á fram- kvæmdalínu. FRÉTTIR Fornleið gengin úr Leiruvogi að Illaklifi í SJÖUNDA áfanga landnáms- göngunnar, raðgöngu Utivistar 1996, verður gengin fornleið frá vaði á Úlfarsá með Leiruvogi og upp Mosfellsdal, Bringluleið að Illaklifi. Gefinn verður kostur á að stytta leið- ina en hún er um 18 km. Vegna votviðris er rétt að vera vel skóaður. Farið með rútu frá Umferðarmið- stöðinni að vestanverðu kl. 10.30 á sunnud. 14. apríl. Hægt verður að koma í rútuna við Árbæjarsafn eða slást í hópinn við Blikastaði kl. 11. Menningardagar í Hafnarfirði MENNINGARDAGAR standa nú yfir í félagsmiðstöðvunum Vitanum og Verinu í Hafnarfirði, en þeir hóf- ust á ljósmyndamaraþoni á fimmtu- dag. Einnig verður stuttmyndamara- þon sem hefst mánudaginn 15. apríl. Nokkrar smiðjur eru í gangi í dagsstarfinu, m.a. listförðunar- smiðja, teyjó-snú, snúsmiðja, teknó- smiðja, stuttmyndasmiðja, baksturs- smiðja, slagorðasmiðja og plakata- gerð svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá verður um kvöldið og m.a. afró/calypsó kennslu, keppni í list- förðun, kaffihúsakvöld, úrslit í stutt- myndamaraþoni og ball með Stjömukisa. BARNASTARFIÐ í Grensáskirkju. Lokapredikanir guðfræðinema FIMM guðfræðinemar flytja loka- predikanir laugardaginn 13. apríl í Háskólakapellunni. Athafnirnar verða tvær. Sú fyrri hefst kl. 13.30. Þá predika Einar Sigurbergur Ara- son, Guðmunda Inga Gunnarsdóttir og Hans Markús Hafsteinsson. Síð- ari athöfnin hefst kl. 15. Þá predika íris Kristjánsdóttir og Þorgils Hlynur Þorbergsson. Suzuki sýning SUZUKI bilar hf. í Skeifunni verða með bílasýningu um helgina. Þar verður meðal annars frumkynntur nýr tveggja sæta jeppi, X-90, sem þykir um margt sérstæður bíll. Einnig verða aðrir bílar Suzuki kynntir, boðið verður upp á mengun- armælingu og hemlamælingu á bílum gestum að kostnaðarlausu. Sýningin verður opin frá 12-17 í dag og á morgun. Erindi um hjóna- bandið 1 Neskirkju BENEDIKT Jóhannsson, sálfræðing- ur, flytur erindi sem hann nefnir Farsælt hjónaband - hvað þarf til? á fundi hjá hjónaklúbbi Neskirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Fundur- inn er haldinn í safnaðarheimili kirkj- unnar og er öllum opinn. Sunnudaga- skóli í Perlunni SUNNUDAGASKÓLINN í Grensáskirkju bregður út af venjunni og fer í gönguferð í Öskjuhlíðina nk. sunnudag. Ætl- unin er að hittast við Grensás- kirkju kl. 10.50 og fara þaðan á einkabílum í Öskjuhliðina við Perluna. j Þá er ætlunin að fara í göngut- 1 úr og í kaffiteríu Perlunnar með \ nokkurs konar sunnudagaskóla. \ Þar verður lagið tekið, sögur sagðar og sitthvað fleira. Allir eru velkomnir með en ætlunin er að hefja gönguferðina frá bíla- stæðinu við Perluna um kl. 11. ------»■ 4 ♦--- ■ LEIKRITIÐ Tanja Tatara- stelpa verður sýnt í dag í Ævintýra- Kringlunni, 3. hæð í Kringlunni. Leikritið hefst kl. 14.30 og kostar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverris- dóttir leikkona leikur Tönju en hún samdi þáttinn fyrir nokkrum árum og flutti á leikskólum borgarinnar. Framvegis verða Ieiksýningar á laug- ardögum en á fimmtudögum kl. 17 verða leiklistarnámskeið eða eitthvað annað í boði Ævintýra-Kringlunnar. Ævintýra-Kringlan er opin frá kl. 14-18 virka daga og frá kl. 10-16 laugardaga. LlLUJ ’ j T mB-'Tj pr i JP §?§§ Upplýsingar um Honda Civic 5 dyra S9S: — kraftmikill 30 hestafla léttmálmsvél — 16 venta og bein innsprautun — hraðatengt vökva- og veltistýri — þjófavörn — rafdrifnar rúður og speglar — viðarinnrétting í mælaborði — 1-4 tommu dekkjastaerð — útvarp og kassettutaeki — styrktarbitar í hurðum — sérstaklega hljóðeinangraður — fóanlegur sjálfskiptur — samlassing á hurðum — sportseeti — rúðuþurrka fyrir afturrúðu — framhjóladrifin — 4ra hraða miðstöð með inntaksloka — hæðarstillanlegur framljósageisli — stafraen klukka — bremsuljós í afturrúðu — eyðsla 5,6 I ó 30 km/klst. — 4,31 metri ó lengd - boðar nýja tima - — pyðvönn og sknáning innifalir. (H) Gunnar Berahard hf., Vatnagöiðum 24, Reykjavik, sími 568 9900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.