Morgunblaðið - 17.04.1996, Side 6

Morgunblaðið - 17.04.1996, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETT6R Hart deilt um fjármagnstekjuskatt á Alþingi Tekjujöfnun eða gjafir til fjármagnseigenda FYRIR Alþingi liggja tvö frumvörp um fjármagnstekjuskatt. Annað er lagt fram sem stjórnarfrumvarp en var samið af nefnd sem fulltrúar allra þingflokka og aðila vinnu- markaðar áttu sæti í, en hitt var lagt fram af formönnum Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Þjóð- vaka. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra mælti fyrir stjórnarfrum- varpinu í gær, en í kvöld verða útvarpsumræður um hitt frumvarp- ið að ósk Alþýðuflokksins. Friðrik sagði að stjórnarfrum- varpið væri málamiðlun nefndar allra þingflokka og aðila vinnu- markaðarins og yrði að skoða það í því ljósi. Þess vegna sagðist Frið- rik hafa barist gegn því að gerðar yrðu breytingar á frumvarpinu í þingflokkum stjórnarinnar áður en það var lagt fram á Alþingi, þótt einstakir þingmenn stjómarflokkanna hefðu ef til vill viljað fara aðrar leið- ir. 10% skattur Samkvæmt frumvarpinu verða vaxtatekjur skattlagðar með flötum 10% skatti en þessar tekjur eru nú skattfrjálsar. Aðrar fjármagnstekjur, arð- ur, söluhagnaður og leigu- tekjur, verða skattlagðar á sama hátt, en í því felst veruleg skattalækkun frá því sem nú er. Fjármálaráðu- neytið áætlar að skattlagning fjármagnstekna geti skilað ríkinu 1 milljarðs króna tekjum. Friðrik sagði tillögur frumvarps- ins endurspegla þá staðreynd, að aðeins gæti náðst samstaða um að skattleggja vexti ef skatturinn yrði einfaldur í framkvæmd og skatt- hlutfallið lágt. „Það getur skipt sköpum fyrir eiginfjármyndun í landinu, að fólk fjárfesti í hlutafé. í því sambandi er sérstaklega mikilvægt að þeir sem hafa mikið fé umleikis taki þátt í hlutafjárkaupum. Af þessum ástæðum er mikilvægt að allar fjár- magnstekjur einstaklinga séu skattlagðar með svipuðum hætti,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að stjórnarfrum- varpið fæli í sér tekjujöfnun þar sem þeir tekjuhærri greiddu mun hærri skatt en þeir tekjulægri. Um þetta hefði ekki verið ágreiningur í nefndinni sem samdi frumvarpið og því væri rangt að halda því fram, eins og formennirnir þrír gerðu, að skattlagning fjármagnstekna lenti fyrst og fremst á þeim sem hefðu minnstar fjármagnstekjur. Þá væri ekki verið að búa til nýtt skattkerfi, eins og haldið hefði verið fram, heldur væri fjármagns- tekjuskattur felldur inn í tekju- skattskerfið. Gjafir til fjármagnseigenda Jón Baldvin Hannibalsson, Al- þýðuflokki, sagði ámælisvert að hvorki í framsöguræðu fjármála- ráðherra né í greinargerð frum- varpsins, hefði verið vikið orði að skattalegum áhrifum frumvarps- ins. Þau áhrif yrðu til þess að lækka skatta svo næmi hundruðum millj- óna króna, sumir segðu milljörðum, á þeim tíunda hluta fjármagnseig- enda sem ætti um 60% af fjár- magnstekjum í landinu. Jón Baldvin sagði að einnig ætti að rýmka verulega heimildir hluta- Mjög mismunandi viðhorf til fiármagnstekju- skatts komu fram á Alþingi í gær og fylgdu ekki flokkslínum. m SKATTFRAMTAL é félaga til að uppfæra nafnverð hlutabréfa, sem þýddi að skatt- fijáls 10% arður til eigenda hlutafé- laga yrði aukinn umtalsvert. Það hefði m.a. í för með sér, að sjálf- stæðir atvinnurekendur myndu í stórum stíl breyta atvinnurekstri sínum í einkahlutafélög, færðu tekjur sínar yfir í arð, og spöruðu sér skattlagningu. „Ríkisstjórnin er að gera þeim tilboð, sem þeir hafa ekki efni á að hafna,“ sagði Jón Baldvin. Hann bætti við, að frumvarpið væri eitt mesta tekjuójafnaðar- skattafrumvarp sem komið hefði fram í háa herrans tíð. Með því væri verið að færa fjármagnseig- endum gjafir og eyrir ekkjunnar skattlagður í staðinn til að gera þetta kleift. Aukaatriði Frumvarp formanna Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Þjóð- vaka miðast í stórum dráttum við að fjármagnstekjur verði skattlagð- ar eins og aðrar tekjur launþega. Friðrik gagnrýndi formennina harðlega fyrir að leggja fram frum- varpið og sagði, að fulltrúar þess- ara flokka hefðu skrifað undir nefndarálit með öðrum nefndar- mönnum. Því hlytu formennirnir annaðhvort að vera ósammála full- trúum flokka sinna í nefndinni eða þeim hefði snúist hugur. Guðmundur Árni Stefánsson, Alþýðuflokki, sem sat í umræddri nefnd, benti á að í sérstakri bókun hefðu fulltrúar stjómarandstöðu- flokkanna tekið fram að þeir áskildu sér rétt til þess á Alþingi að styðja breytingartillögur sem gætu talist til bóta. Hvort breyting- arnar væru í formi breytingartil- lagna eða frumvarpa væri hreint aukaatriði þessa máls. Friðrik sagði að aldrei hefði komið fram, að flokkarnir ætluðu að flytja nýtt frumvarp, og á því væri grundvall- armunur. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, sagði að í nefndinni hefði það verið afstaða flokksins að það væri þýðingarmeira að koma á fjár- magnstekjuskatti en að útfærsla hans væri nær eða fjær þeim hug- myndum sem Kvennalistinn hefði. Þótt sú útfærsla sem kæmi fram í frumvarpi formannanna þriggja væri nær sjónarmiðum Kvennalist- ans myndi hann standa að þeim tillögum sem málamiðlun náðist um í nefndinni. Vond vinnubrögð Kristín sagðist mjög ósátt við vinnubrögð hinna stjórnarand- stöðuflokkanna í þessu máli og sagðist ekki muna eftir því á sínum pólitíska ferli að hafa fyrr orðið vitni að slíku. Svavar Gestsson, Alþýðubanda- lagi, sagðist telja, að sá fyrirvari, sem fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna settu fram í nefndarálit- inu, hefði opnað fyrir það að flokk- arnir gætu staðið að flutningi þing- mála á þessu sviði og vísaði hann brigðum um óheilindi þingflokks Alþýðubandalagsins á bug. En Kristinn H. Gunnarsson, Al- þýðubandalagi, sagði einboðið að standa á bak við það tækifæri sem nú hefði gefist til að koma á fj'ár- magnstekjuskatti, og því væri hann tilbúinn til að styðja málið eins og það kom frá nefndinni í búningi stjórnarfrumvarpsins. Brýnt að koma skattinum á Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðu- bandalagi, sem einnig sat í nefnd- inni, sagði mjög brýnt að koma fjár- magnstekjuskatti á, og þótt sú leið sem nefndin lagði til væri ekki sú besta, þá væri hún þó betri en eng- in. Það hefði raunar verið ljóst að stjórnarflokkarnir væru ekki til- búnir til að stíga stærra skref. Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, sagðist telja að ýmsir veikleikar væru í tæknilegri útfærslu stjórnarfrumvarpsins og hægt væri að betrumbæta þá hugsun sem þar kæmi fram'. En áríðandi væri að afgreiða málið í vor og stjórnarand- staðan væri fús til að liðsinna við þær breytingar sem gera þyrfti. Sagðist Ágúst telja að greiða ætti leið stjórnarfrumvarpsins, að teknu tilliti til frumvarps flokksformannanna svo hægt væri að lögfesta skynsam- lega útfærslu á fjármagns- tekjuskatti. Misjafnar skoðanir Mjög skiptar skoðanir komu fram frá fulltrúum stjórnarflokk- anna um stjórnarfrumvarpið. Pétur Blöndal, sem sat í margumræddri nefnd fyrir Sjálfstæðisflokk, sagð- ist telja að afleiðingar frumvarpsins yrðu þær að velta á hlutafjármark- aði mundi stóraukast og þar með kæmi meira áhættufé inn í atvinnu- lífið. Guðjón Guðmundsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að sér fyndist niðurstaðan af málamiðlun nefnd- arinnar ekki nógu góð. Ekki mætti gleymast að verulegur hluti sparn- aðar landsmanna væri geymdur á bankabókum, sem bæru 1% vexti eða lægri vexti en verðbólgan er. Því væri fráleitt að skattleggja slíka vexti og í frumvarpinu væri hagsmunum sparifjáreigenda fórn- að fyrir hlutafjáreigendur. Guðjón sagði að í ljósi þess að samstaðan í nefndinni, sem leiddi til frumvarpsins, væri rokin út í veður og vind, þá vænti hann þess að frumvarpið tæki verulegum breytingum í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Fram kom hjá Árna M. Mathie- sen, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að hann væri á móti fjármagns- tekjuskatti og teldi nánast öruggt að hann myndi leiða til hærri vaxta. Hann sagðist þó hafa fallist á að stjórnarfrumvarpið yrði lagt fram á Alþingi, og þannig sýnt ákveðið umburðarlyndi þar sem verið var að reyna að ná samstöðu um mál- ið. En nú teldi hann sig ekki þurfa að sýna slíkt umburðarlyndi leng- ur, þar sem málamiðlunin væri úr sögunni eftir að frumvarp flokks- formannanna þriggja kom fram. En Gunnlaugur Sigmundsson, Framsóknarflokki, sagðist sæmi- lega sáttur við þær breytingar sem frumvarpið hefði í för með sér. Tillögur um flatan 10% skatt á öll sparnaðarform og að fella niður sérstök frítekjumörk af arðgreiðsl- um, væru óvenju róttækar af skattafrumvarpi að vera, og bæru jafnvel í sér vott af víðsýni. Breskt gæludýra- fóður bannað BRYNJÓLFUR Sandholt yfir- dýralæknir segir embættið hafa bannað innflutning gæludýrafóðurs frá Bretlandi, þótt það hafi átt að innihalda sláturafurðir sem fluttar voru inn til Bretlands. Evrópusambandið hefur bannað útflutning á naut- gripaafurðum og unnum vör- um með sláturafurðum frá Bretlandi vegna ótta við riðu- smit og segir Brynjólfur að umsækjandinn hafi ætlað flytja til landsins breskt dýra- fóður með innfluttum slát- urafurðum. Verður skoðað nánar „Þar sem bann ESB nær ekki til þessara afurða viljum við skoða þetta nánar áður en innflutingur verður leyfð- ur. Bretar eru byijaðir að flytja inn sláturúrgang er- lendis frá til að nota meðal annars í gæludýrafóður heima fyrir og til útflutnings. Við viljum fá frekari upplýsingar um uppruna þessa sláturúr- gangs, hvernig hann er unn- inn í Bretlandi, hvaða hita- meðferð hann hefur fengið og fleira áður en við veitum und- anþágu til innflutnings," segir Brynjólfur að lokum. Jafnréttisráðgjafi Sextán um- sækjendur SEXTÁN söttu um starf jafn- réttisráðgjafa Reykjavíkur- borgar. Umsækjendur eru: Aldís Sigurðardóttir, Anna J. Guð- mundsdóttir, Guðrún Á. Guð- mundsdóttir, Guðrún Hálf- dánardóttir, Guðrún Jónsdótt- ir, Hildur Jónsdóttir, Hólm- fríður Sveinsdóttir, Hreinn Hreinsson, Jakobína I. Ólafs- dóttir, Jón G. Jónsson, Magnea Marínósdóttir, Mar- grét Sæmundsdóttir, Sigrún E. Egilsdóttir, Sigrún Val- garðsdóttir, Steingerður Steinarsdóttir og Valgerður K. Jónsdóttir. Borgarráð Samkomu- lag sam- þykkt BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt samkomulag um störf slökkviliðsmanna við símsvör- un fyrir neyðarsíma 112. Samkomulagið gerir ráð fyrir að tveir slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Reykjavíkur starfi að jafnaði á hverri vakt. Samninginn skal taka til end- urskoðunar eigi síðar en 1. september 1997. Fram kemur að samningurinn sé liður í að ná sátt við starfsmenn Slökkviliðsins um fyrirkomu- lag á þjónustu Neyðarlínunn- ar hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.