Morgunblaðið - 17.04.1996, Síða 31

Morgunblaðið - 17.04.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ELÍNINGA KARLSDÓTTIR + Elín Inga Karls- dóttir var fædd í Reykjavík 28. desember 1928. Hún lést í Iteykjavík 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Þórarinsdóttir, f. Vík í Mýrdal 2. des- ember 1904 og Karl A. Jónasson, f. Reykjavík 27. nóv. 1900. Foreldrar Ragnhildar voru hjónin Elín Jóns- dóttir f. á Gríms- stöðum í Landeyjum og maður hennar Þórarinn Árnason bóndi á Norður-Fossi, fæddur á Heiði í Mýrdal. Foreldrar Ragnhildar fluttust til Vestmannaeyja árið 1908 og settust að á Eystri- Oddsstöðum. Þar ólst Ragnhild- ur upp í stórum systkinahópi uns hún fluttist til Reykjavíkur ung stúlka og kynntist manni sínum Karli A. Jónassyni prent- ara. Þau giftust 17. ágúst 1928. Karl lést í Reykjavík 31. desem- ber 1961. Foreldrar hans voru Sigríður Helga Auðunsdóttir og Jónas Jónsson frá Sporðhúsum í Víðidal, sjómaður í Reykjavík. Hann drukknaði árið 1907. Elín giftist 2. desember 1954 Ólafi Hauki Ólafssyni prentara. Ólafur Haukur fæddist í Reykja- vík 27. apríl 1928. Foreldrar hans voru Kristín Benedikts- dóttir, f. 22. apríl 1901, og mað- ur hennar Ólafur Agúst Hjartarson, verslunarmaður í Reylqavík, f. 10. ág- úst 1898. Börn Elín- ar og Ólafs eru 1) Ragnhildur, f. í Reykjavík 27. febr- úar 1958. Maður hennar er __ Guð- mundur Ólafur Heiðarsson vélvirki, f. 31. ágúst 1956. Foreldrar hans eru Guðríður Magndís Guðmundsdóttir og maður hennar Heið- ar Bergmann Marteinsson vél- virki. Börn Ragnhildar og Guð- mundar eru Asgeir Ingi, f. 2. 12. 1979; Guðríður Magndís, f. 29. 6. 1982; og Elín Inga, f. 8. 11. 1988. 2) Heiga Sigríður, fædd í Reykjavik 5. apríl 1960. Maður hennar er Guðmundur Krislján Asgeirsson, f. 2. júní 1958, húsgagnasmiður. Foreldr- ar hans: María Sigmundsdóttir og maður hennar Asgeir Guð- mundsson húsgagnasmíðameist- ari. Börn Helgu Sigríðar og Guðmundar eru Asgeir Haukur, f. 25.11.1983; og Kristín Helga, f. 13. 9. 1989. 3) Karl Ágúst, fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1966. Ógiftur í foreldrahúsum, starfsmaður í Þjóðarbókhlöð- unni. Útför Elínar Ingu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Æskuheimili Elínar var á Brekkustíg 3 a. Þar ólst hún upp við mikið ástríki foreldra sinna. Heimilið á Brekkustíg var mikið fyrirmyndarheimili. Þar áttu ætt- ingjar og vinir alla tíð öruggt skjól, hvort sem var í skemmri eða lengri tíma. Ungur lærði Karl A. Jónas- son, faðir Elínar, prentiðn hjá ísa- foldarprentsmiðu. Allan starfsaldur sinn var hann prentari við Morgun- blaðið. í þessu ágæta umhverfi ólst Elín upp. Hún gekk í Ingimarsskólann og lauk þaðan góðu prófi. Hugur hennar stóð til tónlistar. Ung hóf hún nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þar stundaði hún m.a. nám í píanóleik og tónfræði. Þó að lífsstarf Elínar yrði ekki á tónlistar- sviðinu þá eru þeir fáir sem þekkja tónlist jafnvel og hún gerði. Hún hafði fágaðan tónlistarsmekk og naut þess að hlusta á góða tónlist. Um tíma vann hún hjá meistara Jóni Leifs á skrifstofu STEFS og ASDIS GUÐRUN MAGNÚSDÓTTIR + Ásdís Guðrún Magnúsdóttir eða Día eins og margir þekktu hana fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 6. febr- úar 1940. Hún lést á Sjúkrahúsi Reylg'a- víkur aðfaranótt 11. april. Ásdís var yngst sex systkina, dóttir Magnúsar Einarssonar, f. 2.7. 1905, og Bentínu Kristínar Jónsdótt- ur, f. 30.10. 1900, sem bæði eru látin. Systkin hinnar látnu eru Elísa- bet, f. 1925, Sigríður, f. 1927, Óskar; f. 1933, Hafliði og Guð- laug Asta, f. 1935. Ásdís lætur eftir sig einn son, Smára Bent Jóhannsson, f. 15.7. 1958, eigin- konu hans Huldu Gisladóttur, f. 2.1. 1964 og tvö bamaböm, þau Ásdísi Guðrúnu og Gísla Snæ. Ásdís lauk barna- skólanámi og vann við fiskvinnslustörf hjá Rækjuvinnsl- unni á Bildudal til 24 ára aldurs er hún fór til Reykjavíkur og hóf störf hjá Sælgætisgerðinni Víkingi og vann þar í mörg ár. Þegar Sælgætisgerðinni var lokað réð hún sig sem þernu á millilandaskipum Eimskips hf. Eftir að hafa siglt um heimsins höf í stórsjó og logni hóf hún störf í landi hjá SIS í Holtagörðum við lagerstörf. Þaðan fór hún til starfa hjá Kjötumboðinu Goða og starfaði þar til æviloka. Útför Ásdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Næm, skynsöm, Ijúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér, því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan -fer. (Hallgr. Pét.) Falleg stjama hefur bæst á him- ininn því nú er kallið komið og þú farin á vit ævintýra á stað sem þú þráðir orðið svo mjög að komast á. Staðurinn þar sem allt er fullkomið og allir þínir draumar munu rætast. Staðurinn þar sem eilíf birta ríkir og gleðin er ótæmandi, engin þján- ing, engin sorg og engin veikindi. í hjörtum okkar er tóm. Tóm sem MINNINGAR síðan á skrifstofu Mjólkursamsöl- unnar. Þau hjón Elín og Ólafur voru samhent um að búa börnum sínum gott heimili, enda bæði sprottin úr slíku umverfi. Meðan börn þeirra hjóna voru ung var hún heimavinn- andi. Hún var mikil og góð móðir og eiginkona. Blíðlynd og ljúf í skapi. Jafnlyndi hennar var við- brugðið. Aldrei hallaði hún réttu máli. Hún hóf svo aftur störf hjá Mjólkursamsölunni eftir að börnin voru upp komin og sjálfbjarga. Þar vann hún þar til um mitt sl. ár. Elín var mikil málamanneskja. Hún hafði gott vald á íslensku, ensku, frönsku og dönsku, hvort sem var að tala eða skrifa. Hún las allar bækur sem hún komst yfir um tónlist og tónlistarmenn, auk ann- ars. Það var einhvern tíma að hún var að lesa um Mozart. Nú brá svo við að henni barst í hendur áhuga- verð bók um Mozart en gallinn var að sú stóra bók var á þýsku. Þýsku hafði Elín ekki lært en það aftraði henni ekki. Hún varð sér úti um þýsk-íslenska orðabók ásamt þýskri málfræði, jafnframt las hún alla þessa stóru þykku bók í tveim bind- um frá upphafi til enda og bætti þar með þýsku. við málakunnáttu sína. Hljómplötur og nótur átti hún margar. Þegar um hægðist fór Elín að sinna hugðarefnum sínum. Elín ferðaðist með Ólafi eiginmanni sín- um og Karli syni þeirra, ekki til sólarstranda, heldur til menningar- borga Evrópu, Vín, Salsburg, Lux- emburg, Ámsterdam og Kaup- mannahafnar á vit tónlistar. Eins ferðuðust þau um Bandaríkin til vina sinna sem þar búa, allt til Memphis á heimaslóð Elvis Presleys sem var í uppáhaldi hjá Elínu. Það var mikil gæfa fyrir undirrit- aðan að hafa þekkt Elínu og fjöl- skyldu hennar allt frá fyrstu tíð. Þar bar aldrei skugga á. Fátt er betra en góðar minningar. Við Elín vorum systkinabörn og góðir vinir. En nú eru þáttaskil, jarðvist Elín- ar er lokið. En eftir er minningin um góða konu, móður og lífsföru- naut. Þungur harmur og söknuður fyrir fjölskyldu hennar og ættingja. Ekki síst fyrir aldraða móður henn- ar, Ragnhildi, sem nú má sjá á eft- ir Elínu einkadóttur sinni yfir á æðra tilverustig. Blessuð sé minning hennar. Steinar Júlíusson og fjölskylda. einungis verður fyllt upp í með fal- legum minningum um þig sem varst okkur svo góð. Hetjan okkar sem barðist við þennan hræðilega sjúkdóm í mörg ár. Kvartaðir aldrei og barst þig vel þrátt fyrir allan sársaukann og tárin sem vættu koddann. Día var gamansöm, léttlynd og góð kona, hörkudugleg og samvisku- söm fram úr hófi og einstaklega snyrtileg. Ásdís unni blómum, dýr- um og .fögru landslagi íslands. Ferðalög voru henni kær og fýsti hana að vita sögu staðanna er hún kom á og naut hvers kyns fróðleiks. Hún háði hetjulega baráttu við krabbamein í átta ár. Reis á fætur eftir hvern uppskurðinn á fætur öðrum og lét ekki bugast. Mætti samviskusamlega til vinnu og bar sig með reisn. Hún var frá bams- aldri til dánardægurs í miklu uppá- haldi hjá systkinum sínum, vanda- mönnum og vinum. Ég er þér þakklát fyrir að hafa leyft mér að hjálpa þér á þann veika hátt sem ég gat, elsku Día mín. Ég þakka líka Guði fyrir hvert það ár sem við gátum átt saman og þær stundir sem þú gafst Adam. Þú varst hluti af litlu fjölskyld- unni okkar og stór þáttur í okkar daglega lífi, hluti af jólum, páskum og öðrum stundum sem við fundum til að eiga saman. Ég veit í hjarta mínu að þú munt dvelja hjá okkur í anda á þessum stundum og fylgj- ast með undirbúningi hátíðanna, laufabrauði, föndri og öðru sem við tvær tókum okkur svo oft fyrir hend- ur í sameiningu. Það verður skrýtið að geta ekki lengur deilt með þér nýjum hugmyndum að föndri sem þér þótti svo skemmtilegt, en þetta áttu allt eftir að framkvæma í MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 31 Enn einu sinni er höggvið skarð í hópinn okkar. Nú þegar elskuleg vin- kona okkar, Elín Inga Karlsdóttir, er fallin í valinn. Það er óhjákvæmi- legt að á þessari stundu rifjast upp margar minningar, því árin eru orðin æði mörg frá því við kynntumst fyrst. Fyrir 50 árum vorum við átta stelp- ur að hefja nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, sumar þekktust lítið, aðrar ekkert, en fljótlega tókst með okkur vinátta, sem ekki hefur fallið á skuggi síðan. Við stofnuðum tónlistarklúbb, hlustuðum á músík, ræddum um tón- list og vorum mikið saman, bæði í skólanum og tómstundum. Smám samán þróuðust þessar samveru- stundir í að verða saumaklúbbur og fleiri bættust í hópinn. Ekki er hægt að skilja við þessi tímamót án þess, að minnast Rönku og Kalla, foreldra Ellu, og hvað Ranka tók okkur alltaf opnum örm- um, þegar við komum á Brekkustíg- inn til þess að heimsækja Ellu. Snemma varð okkur ljóst, að Ella var skarpgreind, vel lesin og minnug með afbrigðum. Það var því oft, þeg- ar við þurftum að vita um og rifja upp ýmislegt, að Ella var spurð, og það brást ekki, svarið kom og ekki þurftum við að efast um, að rétt væri farið með. Árin líða, nokkrar okkar fóru sam- an með Gullfossi til Kaupmannahafn- ar í ógleymanlega ferð, þar sem Ella riljaði upp með okkur söguna, sem er í hveiju stræti, torgum, hölium og köstulum. Eins standa þær hátt í minningaflórunni samverustundirn- ar sem við áttum í sumarbústaðnum í Grímsnesinu, þegar við dvöldum þar saman yfir helgi og skemmtum okkur eins og okkur einum er lagið. Eins og oft vill verða í amstri dags- ins komu tímar, að við hittumst ekki reglulega, en það brást ekki að þegar hringt var í Ellu var það ávallt eins og við hefðum verið að rabba saman í gær. Það er okkur vinkonum hennar nú, á þessum erfiða tíma, gott að eiga góðar minningar um þær mörgu samverustundir, sem við höfum átt nú í vetur. Þegar við höfum hist og rætt saman um lífshlaup okkar, gleði, sorgir, bömin, barnabörnin og yfir- leitt allt milli himins og jarðar. Þótt veikindi Ellu settu henni hömlur, þá lét hún okkur aldrei verða þess varar. Það er mannbætandi, að hafa átt samleið, með jafntryggri og heiðar- legri vinkonu, sem við kveðjum nú með söknuði. Ranka mín, mikill er missir þinn, þegar þú nú í hárri elli sérð á bak einkabami þínu. Óli minn, Ranka, Ragga, Helga, Kalli, tengdasynir og bamaböm, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Sofðu, ljúfa, sól til viðar hnígur, svefn og draumar friða hjartans þrá. Meðan húmið hljótt á jörðu sígur hvítur engill loki þinni brá. (Þ.H.) Vinkonurnar í saumaklúbbnum. Elsku Ella. Víst er tíminn afstætt hugtak og þegar dauðans er beðið er án efa hver dagur sem þúsund ár - en síðan - þessi þúsund ár dagur ei meir. Við brottför vinar læsir þetta eld- fima hugtak, reiðin, í okkur klónum. Sum okkar hafa þó öðlast þann þroska að aðskilja ekki lífið og dauð- ann, en skynja það hið fullkomna listaverk sköpunarinnar sem þetta tvennt málar. Sorgin, þessi dapri sláttur hjartans, nær þá ekki yfir- höndinni. Einstaklingar sem þekkja lífið út yfir dauðann sameinast þér í friðsæld og vita mikilvægi brottfar- ar þinnar, sem nú kom í veg fyrir kvalafullt dauðastríð. Það er jafn- framt sú leið eftirlifenda sem fara verður til sátta undir svona kringum- stæðum. í hugum okkar starfsfélaga þinna fléttaðir þú fallegan krans með sam- veru þinni, þann krans eigum við til varðveislu frá þér og erum þakklát. Þú varst sá starfsmaður sem vann verkin sín fallega og af samvisku- semi. Orðalaust fetaðir þú hundruð metra dag hvern um fyrirtækið, þar sem við deildum vinnutíma, og ekki var mikilmennskan og ókurteisin á þeim bænum. Enginn veit fyrirfram hvernig hann bregst við dauðadómi sinum, en hann fékkst þú aðeins fyrir nokkrum mánuðum síðan. Er á leið stóðstu þig sem hetja og átt virðingu okkar félaganna. Móðir, eiginmaður, börn, tengda- börn, barnabörn og aðrir nánir ást- vinir, ykkur vottum við djúpa samúð. Takk fyrir samfylgdina, elsku Ella. Nokkrir vinnufélagar. himnaríki ásamt því að þeysast um á mótorhjóli sem var þinn æðsti draumur í lífínu en þú náðir ekki að framkvæma í þessari jarðvist. Læknir Ásdísar var Sigurður Bjömsson sem hún dáði og tók í dýrlingatölu. Þökkum honum, svo og starfsfólki Landkotsspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, fyrir allt það sem þið gerðuð fyrir hana í veikindum hennar. Elsku Smári, Hulda og börn, mamma, Sigga, Beta, Óskar og Halli, vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur í sorg- inni. Við kveðjum þig, elsku Día mín, með söknuði í hjarta, en gleðj- umst með þér því að nú ertu orðin heil aftur og þarft ekki að þola meiri þjáningar. Við biðjum góðan Guð að gæta þín og vera þér nálægur, því þú átt þér ávallt stað í hjörtum okkar. Mining lifír áfram um ástkæra frænku. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Fjölskyldan í Beijarima 16, Sædís, Pétur og Adam. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku besta systir mín, ég kveð þig með söknuði. Hvíl í friði og megi góður Guð vaka yfir þér. Guðlaug. Elsku systirTnín. Ég beið eftir vori en frétti af andláti þínu. Vina nú ertu farin áður en vorið kom með sinn hlýja væng, dögg á grasi og vonina um mildi daganna sam framundan eru með sól, rep og ilm af öllu í endalausri birtu daga og nátta um stund. Þú ert farin þangað sem birtan varir að eilífu. (B. Eir.) Hér áttu blómsveig bundinn af elsku, blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fólnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (H. Loftsdóttir) - Vorið beð þinn vökvar tárum, vakir sól á ystu bárum, greiðir hinzta geislalokkinn, grúfír sig að bijóstum hranna. - Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurlega um þig búa, rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. (M.Á.) Sigríður Magnúsdóttir. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.