Morgunblaðið - 17.04.1996, Page 33

Morgunblaðið - 17.04.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 33 og hún hafði unun af að glíma við hin erfiðustu verkefni. Þar kom að hún gerðist nemandi við Tónlistar- skóla Garðabæjar og tók burtfarar- próf með glæsielgum tónleikum vorið 1981. Sama ár var Áslaug ráðin kennari við skólann. Hún var brátt einn ástsælasiti kennari skól- ans, náði vel til nemenda með sínu hægláta og hlýlega fasi. Börn og unglingar dáðu hana og dýrkuðu og komu til hennar ár eftir ár. Til marks um vald hennar á sálræna þætti kennslunnar kemur upp í huga mér atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Ungur nem- andi hennar lenti í ógöngum á tón- leikum og villtist í völundarhúsi tóna og taugaspennu. Áslaug gekk þá til hans upp á sviðið, lagði hand- legg yfir axlir og hvíslaði í eyra hans hughreystingar- og róandi orðum. Hún gaf sér góðan tíma og salurinn beið. Loks gekk hún aftur út í sal og snáðinn lék lagið sitt eins og ekkert hefði í skorist. Ekki var hægt að greina hvort klappað var meira fyrir kennaranum eða nemandanum. Um árabil var Áslaug undirleik- ari við söngdeild skólans og þar nutu hæfileikar hennar sín hvað best. Margs er að minnast frá 20 ára samstarfí og margs að sakna. Áslaug var góður félagi, glaðvær, hnyttin í tilsvörum, örlítið sérlunduð og hélt óhikað fram skoðunum sín- um. Hún átti drjúgan þátt í að skapa þá samstilltu og léttu stemmningu sem ríkir í röðum kennara skólans. Samstarfsfólk hennar og nem- endur þakka góð kynni og góða leiðsögn og votta drengjum hennar, Bjama og Andrési, foreldrum og frændsystkinum dýpstu samúð. Gísli Magnússon. Elskuleg vinkona mín, Áslaug Jónsdóttir píanókennari, er látin. Hún fæddist í Reykjavík 5. maí 1948 og átti tvo drengi, Bjama Jóns- son og Andrés Jón Esrason, sem nú eru 13 og 9 ára gamlir. Hún var þeim ekki aðeins ástrík og góð móð- ir, heldur líka mikill vinur. Áslaug var mjög hæfur og vin- sæll kennari og ég veit, að nemend- ur hennar sakna hennar mjög. Við konurnar í Tónlistarskóla Garðabæjar höfum haldið hópinn gegnum tíðina og gert margt skemmtilegt saman. Við höfum t.d. haft þann háttinn á að hittast tvisv- ar til þrisvar á ári. Oft var það í heimahúsi einhverrar okkar og þá var spilað, borðað, sungið og spilað meira. Og þá var Áslaug oftsannar- lega í essinu sínu við píanóið. Áslaug var einhver sá bezti fé- lagi, sem maður getur óskað sér, mjög greind, vel lesin, víðsýn, for- dómalaus held ég og, umfram allt, með frábæran húmor. Það var svo gaman að rökræða við hana. Ég man pásurnar okkar í gegnum árin. Þær virðast nú hafa verið allt of fáar. Hve margt bar jafnan á góma, við ætluðum aldrei að geta hætt að tala, því okkur var oft svo mikið niðri fýrir. En svo sló klukkan og nemendur okkar biðu, svo oft urðum við að hætta í miðjum kiíðum og ætíð brostum við hvor við annarri, sem þýddi: framhald seinna. Þannig var það síðast þegar við spjölluðum saman. Framhald seinna! Kæra vinkona mín. Þótt ég eigi alltaf eftir að sakna þín sárt og Séríræðingar í blóiiiaslireyiiii^iini vió iill iirkil'iri'i Skólavörðustíg 12, á horni Bcrgstaðastrætis, sími 19090 einnig dóttir mín, sem hefur þekkt þig frá því hún man eftir sér, þá minnist ég með mikilli gleði allra samverustunda okkar. Ég óska þér allrar blessunar, þar sem þú ert núna, og hlakka til að hitta þig þegar þar að kemur. Megi drengirnir þínir og öll þín íjölskylda öðlast þann styrk, sem þau þarfnast. Kolbrún Ósk. Mín kæra æskuvinkona, ævi þín varð ekki löng og ég harma það nú, hve samverustundir okkar á seinni árum voru fáar. Ég á margar yndis- legar minningar frá æskuárum okk- ar úr Miðbænum. Þú varst svo fjör- ug, uppátektasöm og heillandi - svo full af lífsorku og gleði. Við Auður rifumst um að fá að leika með þér. Það er gott að eiga fallegar minning- ar á þessari stundu, draga þær fram og brosa gegnum tárin. Þá lífið oss réttir þunga þraut svo þolað ei fáum meira, hve dásama margur huggun hlaut, ef hvislað var þá í eyra, sem talaði hann, er enn oss ann, hans orð er oss ljúft að heyra: Ég veiti yður hvíld, sem þrautum þjást, og þér skuluð til mín leita. Mér bregðast ei kunna orð né ást, sem öllum ég náði heita." Svo talaði hann, er enn oss ann, sem enn er oss hjálp að veita. (Halldór Ben.) Elsku vinkona, minning þín lifír með fallegu drengjunum þínum, Bjarna og Andrési Jóni, þú getur verið stolt af þeim. Guð veri með þér og veiti fjöl- skyldu þinni styrk. Lára Kjartansdóttir. Hún Áslaug mín er dáin. Áslaug var elsta vinkona móður minnar. Þær kynntust þegar þær voru litlar stúlkur og bjuggu hlið við hlið, á horni Vonarstrætis og Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Vinskapur Áslaugar og móður minnar var ævilangur og þær ræddust við viku- lega alla tíð eins og systur. Ég man fyrst eftir Áslaugu á fallega heimilinu þeirra Önnu á Hjarðarhaga þar sem þær bjuggu ásamt frú Áslaugu eldri, þrír ættlið- ir undir sama þaki. Áslaug átti þá enn engin börn sjálf og ég man hvað hún var alltaf góð við mig, enda einstaklega barngóð mann- eskja. Um leið og ég hafði aldur til tók hún mig í einkatíma á píanó heim til sín. Ég fékk að æfa eintóm skemmtileg lög og Áslaug byrjaði alltaf á því að spila þau fyrir mig. Ég man svo vel eftir fallegu rithönd- inni hennar þegar hún skrifaði inn í nótnabækurnar mínar. Ég fór aldrei tómhent heim úr spilatíma frá Áslaugu því hún átti alltaf sæl- gæti handa mér. Á afmælum mín- um keypti hún handa mér það sem var efst á óskalistanum, oftast barnabækur. Þá gekk ég stundum lesandi heim úr spilatíma. Á pásk- um kom hún alltaf með páskaegg handa mér og bróður mínum. Á jólum fengum við jólagjafir frá henni. Svo á sumrin komu þær Áslaug og Anna oft í stutt ferðalög með fjölskyldu minni út fyrir bæinn. Það birti svo sannarlega yfír lífí hennar Áslaugar þegar hún varð sjálf mamma. Fyrst fæddist Bjarni, hann var sannkallað óskabam. Ég fékk að passa hánn fyrsta sumarið hans og ég man hvað ég var mont- in að keyra með hann í nýju kerr- unni sinni um vesturbæinn, hann var svo afskaplega glaðvært og fal- legt bam. Fjórum ámm síðar kom Andrés Jón í heiminn og þá varð ekki minni gleði en þegar bróðir hans fæddist. Það var alltaf mikið fjör heima hjá mér þegar Áslaug kom í heimsókn með strákana sína. Tryggur, gamli hundurinn okkar, var svo sérstaklega hrifínn af strák- unum að það ætlaði allt um koll að keyra. Ég man hvemig hún Áslaug skellihló alltaf þegar Tryggur mdd- ist geltandi niður stigann til að fagna þeim. Áslaug var svo stolt af drengj- unum sínum. Hana hafði alltaf dreymt um að vera strákamamma. Þegar hún var lítil var hún ákveðin í að eignast tíu stráka, sagði hún mér eitt sinn. Samband Aslaugar við drengina sína var afskaplega fallegt. Hún sá ekki sólina fyrir þeim og þeir endurguldu henni ást hennar þúsundfalt. Hún var besti vinur þeirra og fylgdist af áhuga með leikj- um þeirra, námi og áhugamálum. Missir þeirra er mikill. Ég votta honum Bjarna mínum og elsku Andrési Jóni innilega sam- úð mína og einnig henni Önnu minni sem sér nú á eftir ástkærri einka- dóttur sinni. Sif Einarsdóttir. + Faðir minn, tengdafaðir og afi, HILMAR BJÖRNSSON, Hátúni 10, Reykjavík, andaðist 7. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Steinar Logi Hilmarsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAREN SMITH, lést þann 3. apríl sl. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför hennar. Starfsfólki Seljahlíðar og deildar 4B á Borgarspítalanum eru færð- ar sérstakar þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Sólveig Kjartansdóttir, Haukur Jóhannsson, Kristjana Kjartansdóttir, Guðmundur Þórðarson, Unnur Kjartansdóttir, Garðar Ingvarsson, Rut Kjartansdóttir, Ingvi Tómasson og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Snorrabraut 56, varð bráðkvödd mánudaginn 15. apríl síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda. Arinbjörn Sigurðsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ALEXANDER SIGURSTEINSSON, Goðheimum 21, lést í Landspítalanum þann 15. apríl. Útförin verður auglýst siðar. Guðrún Helgadóttir, Gunnar Alexandersson, Katrín Óskarsdóttir, Hafdís Alexandersdóttir, Gísli J. Friðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, bróðir og faöir, GUÐMUNDUR GÍSLASON, Flyðrugranda 20, Reykjavfk, andaðist i hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi mánudagsins 15. apríl. Útförin auglýst síðar. Guðbjörg Sigurbergsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Oddný Guðmundsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og fjölskyldur. + Bróðir minn, RÓBERT JÖRVAL, lést í Kaupmannahöfn 9. apríl sl. Útför hans hefur farið fram. Fyrir hönd aöstandenda, Hulda Gunnarsdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS H. TRAUSTASON, Ásvegi 29, Akureyri, sem lést að heimili sínu að kvöld 12. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. apríl kl. 13.30. Kristfn Jónasdóttir, Guðjón Ágúst Árnason, Jakob Jónasson, Unnur Björk Pálsdóttir, Bergljót Jónasdóttir, Árni Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARLOLUF BANG, Dalbraut 27, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtu- daginn 18. apríl kl. 13.30. Erling Bang, Guðmundur Bang, Axel Erlingsson, Karl Ólafur Erlingsson, Gunnar Örn Erlingsson, Guðríður Emmý Bang, Þórey Bang, Arna Gerður Bang. Dagný Karlsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Erling Páll Karlsson, + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, fósturmóðir og amma, SALÓME GÍSLADÓTTIR, frá Arnarhóli í Vestmannaeyjum, lést 12. apríl síðastliðinn. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. apríl og hefst kl. 15:00. Jarðsungið verðurfrá Landakirkju I Vestmannaeyjum laugardaginn 20. apríl og hefst athöfnin kl. 14:00. Fyrir hönd vandamanna, Gísli Vigfússon, Sigrfður Nfelsdóttir, Vigfús Gfslason, Sólveig Gfsladóttir, Níels Rúnar Gfslason, Hulda Samúelsdóttir, Ágúst Hreggviðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.