Morgunblaðið - 17.04.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 39
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
BILAFLOTI Vöruflutninga Ragnars og Ásgeirs.
Fiskflutningar eru
meginverkefnið
Grundarfirði. Morgunblaðið.
yÖRUFLUTNINGAR Ragnars og
Ásgeirs í Grundarfirði er 25 ára á
þessu ári. Á þessum aldarfjórðungi
hefur fyrirtækið stækkað og dafnað
og verkefnin hafa breyst mikið.
í upphafi var fyrst og fremst um
vöruflutninga að ræða en upp á síðk-
astið er fiskur u.þ.b. 80% af því sem
flutt er. Bílakosturinn er líka miðað-
ur við þessi breyttu verkefni. Keypt-
ir hafa verið bílar með tengivögnum,
sem eru sérútbúnir fyrir fiskflutn-
inga. Þeir eru með kælingu og einn
þeirra er útbúinn sérstökum renni-
brautum í gólfinu þannig að eins
manns verk er að ferma eða afferma
vagninn af fiski.
Auk fiskflutninga annast fyrir-
tækið almenna vöruflutninga til og
frá Grundarfirði.
Fyrirlestur um
félagslega færni
tíu ára bama
DR. GUÐRÚN Kristinsdóttir við
endurmenntunardeild Kennarahá-
skóla íslands flytur fyrirlestur á
vegum Rannsóknarstofnunar
Kennaraháskólans fimmtudaginn
18. apríl kl. 16.15. Fyrirlesturinn
nefnist: Félagsleg færni tíu ára
barna.
í fyrirlestrinum verða kynntar
fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar
Daglegar aðstæður og félagsleg
færni barna. Athugunin nær til
reykvískra barna, foreldra þeirra
og kennara en er jafnframt liður í
norrænu rannsóknarverkefni.
Meginrannsóknarefnið er félags-
Erindi um
sérkennslu
SVANHILDUR Svavarsdóttir,
sérkennari og boðskiptafræð-
ingur, verður með erindi um
TEACCH-skipulagið í sér-
kennslu í Æfingaskóla Kenn-
araháskóla íslands á horni
Bólstaðarhlíðar og Háteigs-
vegar miðvikudaginn 17. apríl
kl. ,20.30.
Á eftir erindinu verða fyrir-
spurnir og almennar umræður.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
leg færni barnanna og aðstæður
þeirra heima og í skóla, og tekur
rannsóknin þannig til margra þátta.
Athugunin er sérstök að því leyti
að svör foreldra, barna og kennara
eru borin saman og meðal annars
athugað hvort félagsleg færni og
hæfni þeirra í skóla fylgist að. Einn-
ig eru rannsökuð áhrif fjölskylduað-
stæðna og daglegs lífs á færni barn-
anna.
I fyrirlestrinum verður fyrst og
fremst fjallað um mismun sem fram
kemur bæði innan íslenska barna-
hópsins og í samanburði við nor-
ræna barnahópa. Mismunurinn
snertir meðal annars afstöðu barn-
anna til skólans, mat þeirra á sjálf-
um sér, líðan og áhyggjuefni. Einn-
ig verður fjallað um mat foreldra
og kennara á þessum atriðum.
Guðrún Kristinsdóttir er kennari
og félagsráðgjafi að mennt og hefur
starfað í Danmörku, Svíþjóð og
Reykjavík. Hún hefur m.a. unnið
að rannsóknum á sviði barnavernd-
ar og stefnu í félagsmálum frá sjón-
arhóli kvennafræða. Guðrún hefur
umsjón með starfsleikninámi við
endurmenntunardeild Kennarahá-
skóla Islands og veitir þar einnig
ráðgjöf við þróunarstarf.
Fyrirlesturinn verður í stofu M-
301 í Kennaraháskóla íslands og
er öllum opinn.
Listavaka
leikskóla í
Ráðhúsinu
LISTAVIKA leikskóla miðsvæðis í
Reykjavík hefst í Tjarnarsal Ráð-
húss Reykjavíkur um helgina.
Listavikan hefst laugardaginn
20. apríl Tjarnarsal nk. kl. 14.00
með opnun listsýningar. Sýningin
verður opin til 26. apríl frá kl. 8.00
til 19.00 virka daga og frá 12.00
til 18.00 um helgar.
Listaverkin eru eftir börn í leik-
skólunum Barónsborg, Grænu-
borg, Laufásborg, Lindarborg og
Njálsborg. Meðal annars er borg-
arstjóranum í Reykjavík og stjórn
Dagvistar barna boðið til opnun-
arinnar.
Miðvikudaginn 24. apríl ki.
16.00 bjóða svo börn og starfs-
menn Laufásborgar öllum foreldr-
um barnanna á sönghátíð í Tjarn-
arsalnum til að kveðja veturinn
með hressilegum söng.
Málþing um
umburðarlyndi
og fordóma
SIÐFRÆÐISTOFNUN Háskóla
Islands gengst fyrir málþingi um
umburðarlyndi og fordóma laug-
ardaginn 20. apríl í Odda, stofu
101. Fundarstjóri er sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir.
Frummælendur verða eftirtald-
ir: Hjördís Hákonardóttir, héraðs-
dómari og nefnist erindi hennar:
Lög og umburðarlyndi, Ágúst Þór
Árnason, framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu íslands,
nefnir erindi sitt: Umburðarlyndi
og mannréttindi, Gunnar Her-
sveinn, blaðamaður, flytur erindi
er hann nefnir: Takmarkað um-
burðarlyndi, Friðrik Jónsson, dós-
ent í sálarfræði, nefnir erindi sitt:
Eru fordómar óhjákvæmilegir?
Erindi Magnúsar Skúlasonar, geð-
læknis, nefnist: Fordómar og geð-
heilsa og Unnur Dís Skaptadóttir,
mannfræðingur, flytur erindi sem
hún nefnir: Margmenning - for-
dómar eða umburðarlyndi? Að er-
indum loknum verða umræður.
Málþingið hefst kl. 13, er öllum
opið og aðgangur er ókeypis.
Síðdegi gegn
vímu á Astró
Æ SKUÐLÝÐSSAMBAND íslands
í samvinnuy við Mótorsmiðjuna og
Jafningjafræðsluna gengst fyrir
síðdegis uppákomu á Astró í Aust-
urstræti miðvikudaginn 17. apríl
nk. á milli kl. 17 og 19.
Yfirskrift síðdegisins er: Vímill,
vímuefni eru góð ef þú vilt við-
halda vondu ástandi. Þar munu
fulltrúar frá Jafningjafræðslunni,
Ingi Bæringsson meðferðarfulltrúi
og Mummi og Bjössi frá Mótor-
smiðjunni fjalla um málefni ungs
fólks á öðruvísi hátt.
Þar munu einnig koma fram
rokksveitin Stingandi strá og Lög-
reglubandið. Kynnir verður Davíð
Þór Jónsson. Aðgangur er ókeypis.
Öllum heimill aðgangur.
Edda Borg
á Kringlu-
kránni
DJASSTRÍÓ Eddu Borg leikur í
kvöld, miðvikudagskvöld, á
Kringlukránni. Tríóið skipa, auk
Eddu Borg, sem syngur, þeir
Björn Thoroddsen á gítar og
Bjarni Sveinbjörnsson á kontra-
bassa.
Tríóið leikur djassperlur liðinna
tíma í eigin útsetningum eftir þá
Gershwin, Ellington, Monk, Rodg-
ers/Hart o.fl. Leikurinn hefst um
kl. 22 og eru allir velkomnir.
Texas Jesús á 22
TEXAS Jesús heldur tónleika
ásamt The Bags of Joys í kvöld,
miðvikudagskvöldið 17. apríl, á
veitingastaðnum 22 við Lauga-
veg. Tónleikarnir hefjast kl.
21.30.
Texas Jesús heldur til Dan-
merkur og Finnlands í maí nk.
og eru tónleikar þessir hugsaðir
sem generalprufa á utanferðar-
efnisskrá hljómsveitarinnar.
Einnig verður kynntur nýr gítar-
leikari.
Fræðasetur
fær bækur
BREZKI sendiherrann á ís-
landi, Michael Hone, afhenti
nýlega bókagjöf til Fræðaset-
ursins í Sandgerði. Það var
Kristín Hafsteinsdóttir, for-
stöðukona fræðasetursins, sem
tók við bókagjöfinni.
Gengið um
Rauðarár- o g
Arnarhólsholt
í GÖNGUFERÐ Hafnargöngu-
hópsins í kvöld, miðvikudags-
kvöldið 17. apríl, verður farið frá
Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið
með Sundum inn í Rauðarárvík
og þaðan upp á Rauðarárholt og
yfir gömlu Arnarhólsmýrina og
Arnarhólsholtið niður í Grófina.
Allir velkomnir.
Fyrirlestur um
kísilþörung á
vatnasviði
Hvítár
GUNNAR Steinn Jónsson, líffræð-
ingur á Hollustuvernd ríkisins,
heldur fyrirlestur á vegum Líf-
fræðifélagsins fimmtudaginn 18.
apríl nk. Hann fjallar um vöxt kísil-
þörungategundarinnar Didymosp-
henia geminata á vatnasviði Hvítár
í Borgarfirði.
Fyrirlesturinn verður í Odda,
Hugvísindashúsi Háskóla íslands,
stofu 101 kl. 20.30. Aðgangur er
ókeypis og allir sem áhuga hafa
velkomnir.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„í ágúst árið 1994 varð vart óeðli-
legs þörungagróðurs í Hvíta í
Borgarfirði sem þakti árbotninn
sem gráleitur, þéttur og nokkuð
stamur massi á árbotninum. Um
var að ræða kísilþörungategundina
Dydimosphenia geminata (Lyngb.)
M. Smidth, sem er stór einfruma
kísilþörungur sem vex á steinum
eða gróðri og festir sig með grei-
nóttum stilk. Megin hluti lífþyngd-
arinnar er í stilknum og blaðgræna
finnst eingöngu í frumunni sem
situr á enda stilksins og skýrir það
gráleitan lit þörungabreiðunnar.
Engar fyrri heimildir eru um þenn-
an jþörung á íslandi.
Árið 1994 var útbreiðsla þör-
ungsins upp fyrir Sámsstað í
Hvítá. í Norðurá var hann að finna
allt að flúðum við Paradís. Þörung-
urinn fannst einnig í Þverá og
Kjarrá upp að fremra veiðihúsi.
Hann fannst einnig á neðstu at-
hugunastöðunum í Reykjadalsá og
Grímsá.“
Fræðslufundur
Fuglavernd-
arfélagsins
SÍÐASTI fræðslufundur Fugla-
verndarfélags íslands í vetur verður
haldinn í Lögbergi, stofu 101,
fimmtudaginn 18. apríl kl. 20.30.
Arnþór Garðarsson, prófessor og
formaður Náttúruverndarráðs,
heldur erindi um votlendisvernd.
Allt frá gerð fyrstu votlend-
isskrárinnar sem birtist í Votlendis-
bók Landsverndar árið 1975 hefur
Arnþór verið framarlega í flokki
þeirra sem barist hafa fyrir votlend-
isvernd og endurheimt votlendis
hér á landi. Hann hefur stundað
viðamiklar rannsóknir á votlendis-
fuglum t.d. á Mývatni og í Þjórsár-
verum.
Féll af baki
Rannsóknadeild lögreglunnar í
Hafnarfirði óskar eftir að hafa tal
af ökumanni, sem ók bíl sínum á
hest á Kaldárselsvegi í lok mars.
Knapi var að koma á hesti sín-
um að hesthúsum Hafnfirðinga í
Hlíðarþúfum undir miðnætti mið-
vikudagsins 27. mars, þegar hann
varð fyrir bíl. Hann féll af baki
og meiddist nokkuð.
Fagsýning matvælagreina
1 Kópavogi um næstu helgi
SÝNINGIN Matur ’96 verður opn-
uð á föstudag. Sýningin fer fram
í Smáranum í Kópavogi (íþrótta-
húsi Breiðabliks) dagana 19.-21.
apríl og er opin frá kl. 13-19 föstu-
dag, laugardag og sunnudag. Sýn-
ingin Matur ’96 er önnur í röð sýn-
inga undir yfirskriftinni matur, síð-
ast var sýningin haldin í maí 1994.
Sýningin er öllum opin enda eitt-
hvað fyrir alla. Fjöldi fyrirtækja
víðs vegar af landinu, sem tengjast
matvælum á einn eða annan hátt,
munu kynna þjónustu sína.
Nú er komið að íslendingum að
halda Norðurlandakeppni nema í
matreiðslu og framreiðslu ársins
1996 og koma lið frá öllum Norður-
löndunum. Keppnin fer fram á sér-
stöku sýningarsvæði þar sem
áhorfendur geta fylgst með þátt-
takendum keppa um titilinn Norð-
urlandameistari ársins 1996.
Nýjungar verða kynntar
Fjöldi fyrirtækja og stofnana
sem tengjast matvælum á einn eða
annan hátt munu kynna vörur sín-
ar og þjónustu. Gestum verður
gefinn kostur á að bragða á lysti-
semdunum og sannreyna gæðin,
einnig munu sýningaraðilar bjóða
vörur sínar á kynningarverði.
Meistarafélag kjötiðnaðarmanna
hefur staðið fyrir keppni undir kjör-
orðinu Islenskir kjötdagar og verða
afurðir keppninnar sýndar á sýn-
ingunni. Keppnin er haldin annað
hvert ár og er nú keppt í þriðja
sinn. Keppt er í hráum og soðnum
kjötvörum, hrápylsum, soðnum mat
og áleggspylsum, kæfúm og paté,
blóðþylsum og sultum, sérvörum
og nýjungum.
Margir fremstu matreiðslumenn
íslendinga keppa um titilinn mat-
reiðslumaður ársins. Keppnin fer
fram í sérstökum keppniseldhúsum
sem gerir gestum kleift að fylgjast
með. Þetta er i þriðja sinn sem að
keppnin fer fram á Islandi og var
hún fyrst haldin á sýningunni Mat-
ur ’94.
Nokkrir af okkar fremstu bökur-
um skreyta risastóra brúðkaups-
tertu fyrir gesti á sýningunni og
stefna að því að slá met. Tertur
og ýmiss konar listaverk úr súkkul-
aði og öðru góðgæti verða einnig
til sýnis.
Keppendur í fagkeppni kjöt-
iðnaðarnema 1996 fá lambsskrokk
sem þeir vinna eftir eigin aðferðum.
Keppendur fá 120 mínútur til að
skila afurðunum tilbúnum í kjöt-
borð til sýnis.
Sýningaraðilar hafa gefið fjölda
vinninga og munu vinningshafar
geta sótt þá áður en sýningin er
yfirgefm. Vinningsnúmer verða til-
kynnt í útvarpi Matur ’96 sem
starfrækt verður á sýningunni.