Morgunblaðið - 17.04.1996, Qupperneq 42
±2 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Er vorið
komið?
Skjótt skipast veður í lofti segir
Kristín Gestsdóttir, sem á
föstudaginn langa situr veðurteppt
inni í húsi á Garðaholtinu.
FYRIR dyrum úti eru mann-
hæðarháir snjóskaflar og
ófært upp að húsinu í
fyrsta skipti í vetur. Hver hefði
trúað því fyrir tæpri viku, þegar
ég bar fram kaffi úti á palli? Við
erum oft minnt á að við búum á
íslandi, þar sem aldrei er hægt
að treysta á vorið. Salatfræið og
steinseljan eru farnar að spíra í
pottunum og bíða þess að komast
út í vermireit og paprikan er kom-
in vel á veg og farið að koma
eitt og eitt blóm á hana. Hún fær
þó aldrei að fara út en ber mikla
uppskeru í vesturglugganum.
Páskahret er oftast árvisst og að
þessu sinni voru þrjár vikur í sum-
ardaginn fyrsta. Ég á myndir sem
teknar voru á páskadag, 3. apríl,
fyrir tveimur árum, en þær sýna
1 lítill blaðlaukur (púrra)
2 stórar kartöflur
1 lítill blómkálshaus
væn grein fersk steinselja
hveitihristingur (vatn + hveiti)
50 g rjómaostur án bragðefna
1. Skafið roðið vel og skerið af
ugga. Stráið 1 tsk. af salti yfir og
látið standa í 10 mínútur.
2. Hreinsið gulrætur og afhýðið
kartöflur, kljúfið blaðlaukinn og lát-
ið kalt vatn renna inn í hann. Sker-
ið allt í sneiðar.
3. Setjið vatn í pott ásamt pipar-
komum, lárviðarlaufi og 2 tsk. áf
salti. Látið sjóða en setjið þá gulr-
ætur og kartöflur út í og látið sjóða
í 10 mínútur.
4. Setjið blaðlaukinn og flsksneið-
arnar út í og látið sjóða í 7 mínútur.
5. Skiptið blómkálinu í hríslur og
klippið helming steinseljunnar, setjið
út í og sjóðið áfram í aðrar 7 mínút-
ur.
6. Takið fiskinn upp út og fjar-
lægið bein og roð. Búið til
hveitihristing og þykkið
súpuna örlítið. Látið sjóða
í 2 mínútur.
börn mín og
barnabörn koma í
matarboð til mín
klædd snjógöllum. Á
myndunum beijast for-
eldrarnir við snjóbylinn
með yngstu bömin í fang-
inu. En þá hafði veturinn
ekki verið svona blíður og
hvellurinn kom ekki á óvart.
Um sjálfa páskana núna kom
svo vorið á ný og þegar ég
geng út í vorið á þriðjudags-
morgni eru sílamávarnir sem
börðust í skafbylnum fyrir
nokkrum dögum sestir á varpset-
ur sín vestan á holtinu. Þótt síl-
amávar séu engir aufúsugestir
eru þeir nú samt einn fyrsti vor-
boðinn á Garðaholti ásamt þröst-
um. Árla morguns 29. mars horfði
ég á hóp þeirra koma hingað,
kannski alla leið sunnan frá sól-
heitum ströndum Marokkós, svo
að mikil voru viðbrigðin fyrir þá
þegar páskahretið skall á.
Eftir allar páskasteikurnar er
lúðusúpa með grænmeti á borðum
hjá mér í dag. Með henni ber ég
7. Setjið rjómaostinn í skál, hrær-
ið í sundur með 'h- 1 bnolla. af súp-
unni, setjið síðan út í og sjóðið upp.
8. Takið fiskinn örlítið í sundur
og setjið út í. Klippið það sem eftir
er af seinselju yfir og berið fram í
pottinum eða hellið í skál.
Hvítlauksbrauð
hússins
„hvítlauksbrauð hússins".
6 heilhveiti- eða
hveitibrauðssneiðar
Matarmikil
lúðusúpa
1 kg stórlúða
með beinum og roði
2 lítrar vatn
3 tsk. salt
6 svört piparkorn
1 lárviðarlauf
2 stórar gulrætur
3 msk. matarolía
2 hvítlauksgeirar
2 msk. smjör
1. Meijið hvítlaukinn og setjið
saman við matarolíuna. Penslið báð-
ar hliðar brauðsneiðanna með þessu,
setjið í brauðristina og léttristið.
2. Takið úr brauðristinni og
smyijið báðar hliðar með þunnu lagi
af smjöri, ristið aftur og berið heitt
á borð.
I DAG
SKÁK
llmsjón Margeir
Pétursson
Hvítur á leik
STAÐAN kom upp á árlega
Melody Amber-mótinu í
Mónakó. Það er óvenjuleg-
asta mót hvers ár, því þar
er keppt bæði í atskák og
blindskák. Þessi staða kom
upp í atskák stúlknanna
Júditar Polgar (2.675),
sem hafði hvítt og átti leik,'
og Xie Jun (2.530), fyrrver-
andi heimsmeistara kvenna.
22. Rdf5! - Rxe4! (Finnur
einu vörnina. Eftir 22. —
gxf5 23. Bd4 fellur svarta
drottningin) 23. Rxh6+?!
(23. Bxe4 var öruggara) 23.
- Bxh6 24. Bd4 - Rc5
25. Rh5! - Hxel +
26. Dxel — gxh5
27. Hc3 - h4 28.
De7 - Rc6??
(Leikur sig beint í
mát. Svartur gat
varist með 28. —
Bg7 29. Dg5 - f6!
30. Bxf6 - Re6)
29. Bh7+! og Xie
Jun gafst upp því
hún er mát I næsta
leik eftir 29. —
Kxh7 30. Dxf7+.
Heildarstaðan
eftir þrjá keppnis-
daga er þessi: 1.
Kramnik 5‘/z v. af 6, 2.
Anand 4‘/2 v. 3-5. ívantsjúk,
Piket og Shirov Z'h v. 6-8.
Karpov, Lautier og Júdit
Polgar 3 v. 9-11. Kamsky,
Ljubojevic og Nikolic 2 v.
12. Xie Jun 'h v.
Fyrsta keppnisdaginn
mættust væntanlegir keppi-
nautar í heimsmeistaraein-
vígi FIDE. Karpov vann
Kamsky bæði í atskák og
blindskák.
Með morgunkaffinu
t
HVAÐ ertu að gera í
kvöld? Láttu það ganga.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Léleg þjónusta
Ríkissj ónvarps
GUÐRÚN Einarsdóttir
hringdi til að kvarta yfir
lélegri þjónustu Ríkis-
sjónvarpsins hvað varðar
að tímasetningar dag-
skrárliða í auglýstri dag-
skrá. Tímasetningar
standast yfírleitt ekki og
minnast þulumar hvorki
á það né biðja afsökunar
á því.
Sýndir hafa verið tólf
þættir Kontrapunkts í
vetur og hafa aðeins tveir
þeirra verið á auglýstum
tíma. Úrslitakeppnin fór
svo fram eins og kunnugt
er í sjónvarpinu sl. sunnu-
dagskvöld og var auglýst
á dagskrá kl. 22.30 en
seinkaði um hálftíma.
Ekki var á það minnst í
dagskránni að þessi sein-
kun yrði og Guðrún sem
var að horfa á aðra rás
fyrir þáttinn var sífellt
að skipta yfir og athuga
hvort hann færi ekki að
hefjast.
Guðrún vildi líka vekja
athygli á að hvergi í dag-
skránni var minnst á að
spilað yrði lag eftir Jón
Leifs í þessum úrslita-
þætti né að Vigdís forseti
myndi veita verðlaunin.
Perluúr tapaðist
PERLUÚR tapaðist
föstudagskvöldið 12.
apríl, mjög sennilega á
Feita dverginum.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma
567-4559. Fundarlaun.
Moongoose
fjallahjól
GRÆNT Moongoose
Ultra Strom strákafjalla-
hjól hvarf frá Vogaskóla
sl. föstudagskvöld.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 568-2485.
Brúðarslör
tapaðist
BRÚÐARSLÖR tapaðist
á skírdag, annaðhvort í
kringum Austurver eða
fyrir utan Hótel Esju.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 581-1877.
Farsi
Víkveiji skrifar...
KUNNINGI Víkveija á tvær
dætur sem eru í leikskólanum
Foldakoti í Grafarvoginum. Nýlega
var gerð bragarbót á anddyri leik-
skólans og við það tækifæri var
sérsmíðuð glæsileg skógrind sem
stendur vð einn vegginn. Mikið
þarfaþing, en arkitektinn virðist því
miður hafa gleymt einum mikilvæg-
um hlut þegar hann sat við teikni-
borðið. Hin forláta skógrind er
nefnilega þannig að hillurnar eru
með götum þannig að bleyta lekur
úr efstu hilluni niður í skóna í ann-
arri hillur og svo framvegis. Stígvél
barnanna eru því rennblaut að inn-
an þegar blautt er úti, en ekki má
breyta grindinni - hún er svo fín
og flott, þó svo notagildið sé mjög
takmarkað.
XXX
MJÖG mismunandi er hvernig
þjónustu menn fá í verslun-
um. Ein er sú verslun sem kunn-
ingjakona Víkveija hefur slæma
reynslu af og þykir leiðinlegt, því
verslunin býður upp á góða vöru
og mikið úrval. Nýlega keypti kunn-
ingjakonan efni í gardínur í Sauma-
'list og spurði í leiðinni hvað kostaði
að láta sauma gardínurnar. Var
henni gefið upp fast verð, ríflega
3.000 krónur, og þar sem sauma-
skapur er ekki sterkasta hlið kon-
unnar, sló hún til. Eiginmaðurinn
var síðan sendur á tilsettum tíma
að ná í gardínurnar og þegar heim
kom sá konan að saumaskapurinn
kostaði rúmlega 6.000 krónur.
Verslunarstjórinn sagði að þetta
væru mistök viðskiptavinarins, hún
sjálf væri búin að vinna svo lengi
við þetta að hún gerði ekki mistök.
Og við það sat.
xxx
EGAR Víkveiji bregður undir
sig betri fætinum og heim-
sækir Suðurnesin kemur það æ oft-
ar fyrir að tófa hleypur fyrir bílinn.
Oftast eru þær á ferðinni á Stranda-
heiðinni en nú síðast skammt sunn-
an Álversins í Straúmsvík.
Víkveiji hefir árangurslaust
reynt að festa lágfótu á filmu en
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefir
það enn ekki tekist. Nú síðast, þ.e.
á þriðja degi páska, stökk Víkveiji
út úr bílnum og mundaði vélina en
heillaður af dýrinu gleymdi hann
að smella af og þrátt fyrir leit var
eins og jörðin hefði gleypt það.
Þetta var fjórða eða fimmta til-
raun Víkveija til að reyna að ná
mynd af tófunni og ef vegfarendur
sjá viðkomandi gaggandi á harða-
hlaupum úti í hrauni verið þá ekki
of dómhörð, því vonandi fáið þið
að sjá afrakstur erfiðisins fyrr en
seinna.
xxx
YÍKVERJI átti leið um ísaijarð-
arflugvöll um síðustu helgi.
Hann'rölti um flugstöðvarbygging-
una og varð litið upp á vegg þar
sem við blasti heljarstór mynd af
Vigdísi Finnbogadóttur. Víkverji
fór ósjálfrátt að skipta um persón-
ur í rammanum og urðu hughrifin
mismunandi eftir því hvaða fram-
bjóðandi fór í rammann hverju
sinni!