Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
92. TBL. 84. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Olífubandalag mið- og vinstriflokka fær að reyna stj órnarmyndun á Ítalíu
Bretland
Hafa tap-
að 20%
kvótans
Brussel. Reuter.
BRETAR réðust mjög hart
gegn svokölluðu „kvótahoppi"
í gær en nú er svo komið, að
Spánn og önnur ríki í Evrópu-
sambandinu, ESB, hafa náð
undir sig 20% af kvóta breskra
fiskimanna.
Tony Baldry, sjávarútvegs-
ráðherra Bretlands, sem
staddur var á fundi sjávarút-
vegsráðherra ESB í Brussel,
sagði, að um 150 erlend út-
gerðarfyrirtæki, meðal annars
spænsk, hollensk og belgísk,
væru búin að ná til sín 20%
af breska kvótanum með því
að skrá sig í Bretlandi og
kaupa bresk fiskiskip.
Bretar bönnuðu Spánveij-
um að stunda „kvótahopp“ af
þessu tagi 1989 en í síðasta
mánuði töpuðu þeir máli, sem
um 100 spænsk útgerðarfyrir-
tæki höfðuðu gegn þeim í kjöl-
farið. Bretar segjast þó ekki
ætla að sætta sig við fram-
ferði af þessu tagi og Emma
Bonino, sem fer með sjávarút-
vegsmál í framkvæmdastjórn
ESB, sagði að leitað yrði
lausna á þessu máli á sérstök-
um fundi í næstu viku.
ugleika og sterkri stj órn
Róm. Reuter.
ROMANO Prodi, forsætisráðherra-
efni Olífubandalagsins, samsteypu
vinstri- og miðflokka, hét því í gær
að mynda styrka stjóm á Ítalíu og
binda enda á upplausnina, sem ein-
kennt hefur landsstjórnina á síðustu
árum. Olífubandalagið var ótvíræð-
ur sigurvegari í þingkosningunum á
sunnudag en hefur þó meirihluta í
hvorugri deildinni. Það getur hins
vegar reitt sig á stuðning pháðra
þingmanna og kommúnista. Úrslitin
eru mikið áfall fyrir Silvio Berlusc-
oni, leiðtoga Frelsisbandalagsins,
samsteypu mið- og hægriflbkka, en
hann vísaði því á bug í gær, að
hann hygðist hætta pólitískum af-
skiptum.
„Olífubandalagið vann góðan sig-
ur en við munum stjórna í nafni allra
ítala,“ sagði Prodi í gær en takist
honum að mynda stjórn verður það
í fyrsta sinn í 50 ár, að vinstrimenn
komast til valda á Italíu.
Stuðningur kommúnista
Úrslit kosninganna á sunnudag
komu nokkuð á óvart því að skoð-
anakannanir bentu til, að hvorugri
fylkingunni tækist að mynda meiri-
hluta að kosningum loknum. Niður-
staðan var hins vegar sú, að Olifu-
bandalagið vantaði aðeins einn þing-
mann upp á meirihluta í öldunga-
deild og getur auðveldlega tryggt
sér stuðning óháðra þingmanna þar
en í fulltrúadeildinni hefur það nú
284 þingmenn af 630. Þar kemur
hins vegar til stuðningur 35 þing-
manna kommúnista.
Berlusconi efndi til blaðamanna-
fundar í gær þar sem hann vísaði
á bug vangaveltum fjölmiðla um að
hann hygðist segja af sér for-
mennsku í Frelsisbandalaginu og
hætta afskiptum af stjórnmálum.
Berlusconi sagði, að Frelsis-
bandalagið hefði í raun borið sigur-
Reuter
ROMANO Prodi, væntanlegur forsætisráðherra, umkringdur fréttamönnum eftir að ljóst var orðið,
að Olífubandalagið hafði sigrað og fengi að spreyta sig á stjórnarmyndun.
orð af Olífubandalaginu, fengið
16,28 millj. atkvæða á móti 16,27
millj., en vegna kosningakerfisins
hefði Olífubandalagið fengið fleiri
þingmenn.
Prodi vill róa á önnur mið
Berlusconi minnti einnig á, að
Olífubandalagið yrði að mynda
stjórn með stuðningi harðlínukomm-
únista, sem hafa þegar lýst yfir, að
þeir muni leggja áherslu á sín
stefnumál, meðal annars, að vísi-
tölubinding launa verði aftur tekin
upp. Prodi hefur þó gefíð í skyn,
að leitað verði eftir stuðningi ann-
arra flokka en kommúnista, til
dæmis Norðursambandsins, sem
vegnaði vel í kosningunum. Um-
berto Bossi, leiðtogi Norðursam-
bandsins, vísaði þó á bug í gær
samstarfi við Olífubandalagið.
ítalski fjármálamarkaðurinn
brást mjög vel við sigri Olífubanda-
lagsins og horfum á stöðugra stjóm-
arfari í landinu og viðbrögðin í Evr-
ópu voru svipuð. Margir vöruðu þó
við of mikilli bjartsýni og sögðu, að
Olífubandalagið væri jafnvel enn
lausara í reipunum en Frelsisbanda-
lagið. Þá væri ólíklegt, að stjórn,
sem reiddi sig á stuðning harðlínu-
kommúnista, yrði langlíf.
■ Sögulegur sigur/18
■ Þung prófraun/28
ísraelar segja árás-
imar án tímamarka
Heita landsmönnum stöð-
Bcirút, Jerúsalem, Damaskus. Reuter.
ÍSRAELAR héldu í gær áfram stór-
skotaliðs- og loftárásum á Líbanon
í gær, tólfta daginn í röð, og sögð-
ust ekki hafa sett hernaðaraðgerð-
unum tímamörk. Warren Christ-
opher, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, ræddi við ráðamenn í
Sýrlandi og ísrael um helgina.
Shimon Peres, forsætisráðherra
ísraels, sagði að markmiðið með
hernaðaraðgerðunum væri að
binda enda á árásir Hizbollah-
skæruliða á norðurhluta ísraels en
þær væru án nokkurra tímamarka.
Ekkert lát var á flugskeytaárásum
Hizbollah í gær þrátt fyrir harðar
árásir ísraela, sem hafa kostað 155
manns lífið og sært hundruð
manna. 400.000 manns hafa flúið
heimili sín vegna árásanna.'
Líbanir minntust fórnarlamba
árásanna með tveggja mínútna
þögn í gær og verslunum, bönkum
og fyrirtækjum var lokað að beiðni
ríkisstjórnarinnar, sem lýsti yfir
þjóðarsorg í landinu.
„Mjög erfiðar" viðræður
Bandarískir embættismenn í
föruneyti Christophers í Damaskus
sögðu að honum hefði ekki tekist
að ná fram því markmiði sínu að
koma á vopnahléi áður en hafnar
yrðu samningaviðræður um póli-
tíska lausn deilunnar. Embættis-
menn í Líbanon sögðu stjórn lands-
ins hafa hafnað þeirri leið þar sem
hún tryggði ekki að flóttafólkið
gæti snúið heim að nýju á næst-
unni.
Christopher ræddi í gær við
Hafez al-Assad, forseta Sýrlands,
í annað sinn á þremur dögum og
bandarískir embættismenn sögðu
að hann þyrfti nú að beita sér fyr-
it' pólitískri lausn deilunnar sam-
hliða vopnahléi. Utanríkisráðherr-
ann sagði að viðræðurnar yrðu
„mjög erfiðar" en kvaðst þó bjart-
sýnn á að samkomulag næðist að
lokuni.
Reuter
Leníns minnst í Moskvu
NOKKUR hundruð manna komu
saman á Rauða torginu í Moskvu
í gær til að minnast þess, að 126
ár eru liðin frá fæðingu Vladímírs
Leníns, stofnanda Sovétríkjanna.
I hópnum var meðal annarra
Gennadí Zjúganov, leiðtogi rúss-
neskra komnuinista, og sagði
hann við fréttamenn, að framlag
Leníns til siðmenningarinnar væri
ómetanlegt. Dagblöð hliðholl
kommúnistum minntust Leníns
fagurlega en blaðið Moskovskí
Komsomolets skopaðist að afmæl-
inu. Hér er hópurinn saman kom-
inn fyrir framan grafhýsi Leníns.