Morgunblaðið - 23.04.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.04.1996, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell Urrandi fískur Árásin á gríska ferðamenn í Kairó Morðingjarnir enn ófundnir Kairó. Morgunblaðið. Útvegsmannafélag Norðurlands Vill að línu- tvöföldun verði hætt Akureyri. Morgunblaðið. FÉLAGSFUNDUR í Útvegsmanna- félagi Norðurlands samþykkti í vik- unni tillögu þess efnis að línutvö- földun, sem auki á ójöfnuð, verði hætt og að jöfnunarsjóðir verði af- lagðir. Jafnframt að 50% af þeim afla sem tekinn hefur verið frá til línutvöföldunar, eða um 6.800 tonn, verði skilað aftur inn í aflamarks- kerfið og'önnur 50% fari til þeirra báta sem stundað hafa línuveiðar. Þá er í tillöguni lagt til að þau 6.800 tonn sem fari til línubáta aukist ekki fyrr en heildaraflamark í þorski fari yfir 200 þúsund tonn en þá taki sú úthlutun hlutfallsleg- um breytingum. Magnús Magnússon, útgerðar- stjóri ÚA og formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands, segir það skoðun útvegsmanna á Norður- landi að þessir jöfnunarsjóðir hafi ekki virkað sem skyldi og að ákveðnum landshlutum hafi verið hyglað umfram aðra. Því sé ekki ástæða til annars en að leggja þá niður. Ráðgert var að Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, og Jóhann A. Jónsson á Þórshöfn flyttu erindi á fundinum en þeir komust ekki til Akureyrar vegna erfíðleika í flugsamgöngum. Jakob ætlaði að ræða ástand og horfur helstu nytjastofna og um togara- og netarallið og Jóhann um úthafs- veiðar og nýja möguleika þar. ÞING _ Alþjóðaþingmannasam- bandsins samþykkti ályktun um vernd og nýtingu fiskistofna sem byggð er á drögum sem íslands- deiid Alþjóðaþingmannasambands- ins lagði fram á þinginu sem haldið var í Istanbul dagana 15.-19. apríl. Meðal efnis í ályktuninni er hvatn- ing til ríkja heims -um að tryggja sjálfbæra og skynsamlega nýtingu sjávarlífvera, þar með talda sjálf- bæra nýtingu sjávarspendýra, þ.e. FISKUR með sérstætt útlit kom inn á gólf frystihúss Borgeyjar hf. á Höfn á dögunum og vakti hann athygli Svanhvítar Krist- jánsdóttur. Fiskurinn kom með síld. Vinnufélagi hennar, Sverrir Aðalsteinsson, sagðist hafa séð svona fisk áður en var ekki viss um heitið. Fann hann síðan í hvali og seli, og að draga úr og að lokum afnema ríkisstyrki í sjávarút- vegi. Þetta er í fyrsta skipti sem ísland hefur lagt fram ályktunartill- lögu ásamt greinargerð fyrir þing sambandsins. Alþingismennimir Geir H. Ha- arde, formaður íslandsdeildar Al- þjóðaþingmannasambandsins, Mar- grét Frímannsdóttir, varaformaður deildarinnar, og Einar K. Guðfínns- son, sóttu þingið fyrir hönd Alþingis. Fiskabók Gunnars Jónssonar. Fiskurinn heitir urrari og fær nafn sitt af því að hann getur gefið frá sér urrandihljóð með aðstoð sundmagans. I Fiskabók- inni kemur fram að urrari hafi fundist meðfram allri suður- strönd íslands og að mest virðist um hann á Mýragrunni. Geir H. Haarde segir að fulltrúar frá 117 þjóðþingum hafi verið á þinginu og það sé yfír 1.000 manna samkoma. Auk íslands sendu sendi- nefndir 19 annarra þjóðþinga drög að ályktunum um vemd og nýtingu fískistofna. „Okkar texti varð fyrir valinu vegna þess að hann var efnis- og umfangsmestur að dómi nefndar- manna,“ sagði Geir. Rannsóknir verði efldar Einar K. Guðfinnson segir að í ályktun íslensku sendinefndarinnar beri fyrst að nefna kröfuna um sjálfbæra þróun í sjávarútvegi við nýtingu sjávarafla. „Við nefnum að eðlilegt sé að nýta sjávarspendýr rétt eins og aðrar lífverur i lífríki hafsins. Þegar ég fylgdi þessu máli úr hlaði á fundi nefndar þar sem vom staddir full- trúar allra þeirra ríkja sem áttu seturétt á fundinum, lagði ég ein- mitt áherslu á þetta til þess að það lægi þá fyrir að við værum ekki að smygla í gegn þessum áherslu- punkti. Niðurstaðan varð sú í nefnd- inni, og ennfremur á þinginu sjálfu að þessi áhersla var samþykkt mót- atkvæðalaust," sagði Einar. í ályktuninni em ríki heims einn- ig hvött til þess að staðfesta Haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna, efla rannsóknir á fískistofn- um og hraða fjölstofnarannsóknum, efla vamir gegn mengun sjávar og losun þrávirkra efna i hafíð. „Það sem skiptir okkur líka miklu máli er að þama var samþykkt að stefnt skyldi að því að falla frá ríkisstyrkj- um í sjávarútvegi," sagði Einar. EGYPSKA lögreglan hefur enn ekki haft hendur í hári hryðjuverkamann- anna fjögurra sem myrtu 18 gríska ferðamenn, einn Egypta og særðu 14 aðra úti fyrir Hótel Evrópu við Pýramídaveg í Gíza í Kairó í síðustu viku. Það vekur athygli að blöð og aðrir fjölmiðlar hafa verið mjög fá- orðir um þennan atburð og augljóst að stjómvöldum er mjög í mun að sem minnst veður sé gert út af þessu. En því meira er rætt um þetta manna á meðal og sögusagnir af öllu tagi virðast kvikna af sjálfu sér. Ein af þeim kenningum er að ein- hverjir morðingjanna hafi verið fé- lagar í hinum opinbera örryggis- sveitum og aðrir staðhæfa að þeir hafi fengið upplýsingar frá starfsliði hótelsins. Augljóslega hafí ætlunin verið að skjóta ísraelska ferðamenn en þeir búa jafnan margir á þessu hóteli en vegna þess hve margir hópar voru að leggja af stað þennan morgun hafi morðingjarnir farið hópavillt og skotið Grikkjana. Altjent hefur ekki verið gert mik- ið úr því að þetta hafi verið hryðju- verk og innanríkissráðuneytið talaði um „hörmulegt slys“ þegar það gaf út yfirlýsingu um árásina. Ósamhljóða fréttir í fyrstu fréttum hér í Kairó var sagt að morðingjamir fiórir hefðu verið drepnir af öryggisvörðum hót- elsins sem hefðu fljótlega svarað skothríðinni. Síðar var þetta að vísu ekki leiðrétt berum orðum en sagt að þeir hefðu allir náðst. Það var ekki fyrr en á sunnudag að innanrík- isráðuneytið greindi frá því að þeir lékju lausum hala en bætt við að þeir yrðu „handteknir mjög fljót- lega.“ Einnig var þá án frekari mála- lenginga sagt að þrettán foringjar frá tveimur deildum innanríkisráðu- neytisins hefðu verið reknir og við- komandi yrðu leiddir fyrir neyðar- herrétt. Það rennir óneitanlega stoð- um undir þær getgátur að sterkur granur leiki á að einhveijir morð- ingajanna hafí verið úr sveitum ráðuneytisins. í ljós hefur komið að öryggisverð- ir hótelsins gátu eki svarað árásinni því enginn þeirra ber vopn og einnig að sérstakur hópur vopnaðara manna sem hefur gætt þessa hótels sl. tvö ár vegna ísraela sem þar búa að staðaldri, fékk skipun um það fyrir nokkru að hætta gæslu við bygginguna. Fólk altekið skelfingn Um alla Kairó er nú öryggis- varsla slík að ekki hefur sést annað eins. Vélbyssubúnir hermenn era á hveiju strái og um tíma var talað um að setja á útgöngubann sem ekki verður betur séð en að sé öld- ungis óframkvæmanlegt í þessari borg. Óskapleg skelfing greip um sig eftir hryðjuverkið, fólk grét á götum úti og jafnvel hermönnum við sína vörslu virtist órótt. Hópurinn Gama’a al-Islamiya, sem lýsti verknaðinum á hendur sér hefur hótað að halda árásum áfram og ætlar að einbeita sér að Kairó. Frétt um þessa yfirlýsingu síaðist út eftir morðin en síðan hefur ekki verið á það minnst. Hrynur ferðamanna- þjónustan? Ferðamannaþjónustan hér rétti vel og rækilega úr kútnum sl. ár eftir að hafa hranið tvisvar á sex áram en árið 1995 komu að jafnaði 300 þúsund ferðamenn á mánuði til Egyptalands og útlit fyrir 1996 virtist mjög gott. Eftir að fréttist um hryðjuverkið í Giza streyma nú afpantanir inn frá hópum í Japan, Bandaríkjunum, Ítalíu, Þýskalandi, Hong Kong og vitanlega Grikklandi. Þetta er auðvitað stóralvarlegt mál fyrir egypskan efnahag en ferðamannaþjónustan gaf af sér mestar tekjur í fyrra á eftir skipa- gjöldum af Súezskurði. Kaldhæðnislegt verður að teljast að örfáum dögum áður en þetta gerðist var innanríkisráðherrann sérstaklega lofaður af Hosni Múbar- ak forseta fyrir að hafa tekist svo glæsilega að bijóta á bak aftur starf- semi hryðjuverkahópa. Ekkert hefur heyrst frá Múbarak nema hann sendi samúðarkveðju til grísku ríkisstjómainnar. „Þeir stinga hausnum í sandinn og reyna að gera minna en ekki neitt úr þessu. Það er heimskulegt og enn heimskulegra hversu furðulega er tekið á málinu," sagði grískur sendimaður, sem ekki vildi að nafn hans kæmi fram í sam- tali við Morgunblaðið. Er morðingjanna leitað? Eftir að viðurkennt var loksins að morðingjamir hefðu ekki náðst var ekki minnst á að þeirra væri leitað fyrr en í gærmorgun að sagt var í fréttum að Ieit væri „hafin að nýju og handtöku að vænta“. Ekkert frekar um það. En í ritskoðuðum fiölmiðlum Egyptalands þykir þetta samt furðulega komist að orði. Þá tóku menn eftir því á sunnudag að útkoma vikublaðsins The Middle East Times, sem oft hefur verið nálægt því að verða fyrir skærum ritskoðarans, tafðist og kom blaðið ekki út fyrr en í gær. Hvemig sem á þetta mál er litið er sýnt að það getur haft bæði póli- tískar og efnahagslegar afleiðingar í för með sér svo ekki sé nú minnst á mannslífín sem fómað var. 23. apríl á 60 mínútum MIKILVÆGIMENMTUNAR OG MENNINGAR kl. 17:15 á Hótel Borg Frummælendur: Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra Sigrún Gísladóttir, skólastjóri Súsanna Svavarsdóttir, blaðamaður Fundarstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN AUKINN viðbúnaður er nú á ferðamannastöðum í Egyptalandi eftir að 18 grískir ferðamenn voru myrtir fyrir utan hótel sitt I Kaíró á föstudag. Hér sjást lögregluþjónar á úlföldum gæta öryggis við píramídana. Aiyktun Alþjóðaþingmannasambandsins Ríkisstyrkir í sjávar- útvegi afnumdir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.