Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 23.04.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 19 ERLEIMT Reuter Gistihús hrynur í Nýju Delhí 17 MANNS biðu bana, þeirra á meðal átta útlendingar, þegar fjögurra hæða gistihús hrundi af ókunnum ástæðum í Nýju Delhí á Indlandi á laugardags- kvöld. í fyrstu lék grunur á sprengjutilræði vegna þingkosn- inganna, sem hefjast á laugar- dag, en engin merki um sprengju höfðu fundist í rústunum í gær. Lögreglan kvaðst efast um að sprengja hefði valdið hruni bygg- ingarinnar en vildi þó ekki úti- loka það. A myndinni leita björg- unarmenn að fólki í rústunum. Bretar æfir vegna útflutningsbanns á breskt nautakjöt Ihuga bann víð nauta- kjöti frá ESB-ríkjum Lúxemborg. Reuter. STJÓRN Bretlands staðfesti í gær að hún væri að íhuga refsiaðgerðir gegn öðrum aðildarríkjum Evrópu- sambandsins ef það afléttir ekki al- gjöru banni við útflutningi á bresku nautakjöti vegna kúariðu, sem talin er geta borist í menn og valdið ban- vænum heilahrörnunarsjúkdómi. „Við viljum að sambandið komist mjög fljótlega að niðurstöðu, sem feli í sér afnám bannsins. Þetta er það sem þarf að gerast. Ef það ger- ist ekki verðum við auðvitað að íhuga aðra kosti,“ sagði Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra Bretlands, fyrir fund með starfsbræðrum sínum frá ESB-ríkjum í Lúxemborg í gær. Rif- kind neitaði að svara spurningum fréttamanna um til hvaða refsiað- gerða breska stjórnin kynni að grípa. Búist við hörðum viðbrögðum Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Lamberto Dini, forsætisráðherra Italíu, á leiðtogafundinum í Moskvu. Major ræddi þar kúariðumálið við evrópska leiðtoga. Breskir fjölmiðlar sögðu að stjórn- in væri að íhuga algjört bann við innflutningi á nautakjöti frá ESB- ríkjunum til Bretlands. Slík ákvörð- un myndi valda miklu uppnámi með- al annarra ESB-ríkja, sem ofbýður nú þegar að breska stjórnin skuli ekki hafa gert meira til að auka traust neytenda á nautakjöti og leysa þannig vanda evrópskra nauta- kjötsframleiðenda vegna kúariðunn- ar. Víst þykir að grípi breska stjórn- in til innflutningsbanns fari málið fyrir Evrópudómstólinn. Heimildarmenn frá öðrum ESB- ríkjum sögðu að stjórn Bretiands hefði sýnt að hún hygðist beita sér af fullri hörku fyrir því að bannið við útflutningi bresks nautakjöts verði afnumið. Major „rauðglóandi" The Financial Times skýrði frá því í gær að John Major, forsætisráð- herra Bretlands, væri „rauðglóandi“ eftir misheppnaðar tilraunir hans til að fá leiðtoga Frakklands, Þýska- lands og Ítalíu til að samþykkja af- nám útflutningsbannsins. Major ræddi málið við leiðtogana á fundi sjö helstu iðnríkja heims í Moskvu á föstudag. The Financial Times sagði að bann við innflutningi á nautakjöti frá ESB-ríkjum til Bretlands væri á meðal þeirra kosta sem stjórnin væri að íhuga. Vitað væri að riða hefði heijað á nautfé á írlandi, í Frakklandi, Portúgal, Þýskalandi, Danmörku og á Ítalíu. Ottast um hag brugghúsa Brussel. Reuter. BRESKIR kráareigendur óttast það í vaxandi inæli, að Evrópu- sambandsstjórnin (ESB) muni gera miklar athugasemdir við fyr- irkomulag eignarhalds á einhverri æruverðugustu stofnun landsins, kránni. Brugghúsin eiga fjölda kráa og leigja verktökum rekst- urinn. Þeir síðarnefndu hafa kvartað undan því að brugghúsin í krafti eignarhaldsins reisi skorður við því hvaða tegundir þeir geti selt. Talið er að stjórn ESB muni bæði óska breytinga á hvernig skipulagi bjórdreyfingar er háttað og hvernig flestar krár Bretlands tengjast bjórframleiðslufyrirtækj- um eignartengslum. fk'k'k+' EVRÓPA^ ■ i ^ „Fyrirkomulagið er til hagsbóta bæði fyrir neytendur, kráareig- andann og framleiðendur," sagði lögfræðilegur ráðgjafi samtaka evrópskra bjórframleiðenda (CBMC). Samtök breskra bjórframleið- enda og veitingaleyfishafa (BLRA) sögðust myndu beijast gegn breyt- ingum á skipulaginu sem tengir um 26.000 krár breskum bjórverk- smiðjum eignarböndum. Ráðgerður var í gær fundur bjórframleiðenda með Karel van Miert, sem fer með samkeppnis- mál í framkvæmdastjórn ESB. Líklegt er talið að stjórnin krefj- ist breytinga á fyrirkomulagi framleiðslu- og bjórsölumála í Bretlandi þar sem samkeppni sé ekki tryggð að óbreyttu. A borði stjórnarinnar liggur fjöldi kvart- ana frá kráarrekendum þess efnis að bjórverksmiðjurnar misnoti aðstöðu sína neytendum í óhag. Fyrst og fremst er kvartað und- an þeim takmörkunum sem verk- smiðjurnar setja við því hvaða tegundir kráarrekandanum leyf- ist að bjóða upp á. Þegar þú vilt sofa vel skaltu velja Serta, mest seldu amerísku dýnuna á íslandi. Serta dýnan er einstök að gæðum og fylgir allt að 20 ára ábyrgð á dýnunum. Serta -einfaldlega sú besta. ' nmnnn Margar gerðir, margar stærðir og mismunandi verö. Frystiskápar GS 21B04:169 I nettó. Staðgreiðsluverð: 54.900 kr. GS 26B04: 210 I nettó. Staðgreiðsluverð: 59.900 kr. GS 30B04EU: 250 I nettó. | Staðgreiðsluverð: 64.900 kr. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála • Snæfellsbær: Blómsturvellir • Grundarfjöröur: Guöni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavfk • Búöardalur: Asubúö • ísafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauöárkrókur: Rafsjá • Siglufjöröur: Torgiö • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda • Reyöarfjöröur: Rafmagnsv. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tróverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Heila: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Ráfborg • Garóur: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjöröur: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.