Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 21
Njósna-
mál Olek-
sys fellt
niður
PÓLSKI ríkissaksóknarinn hef-
ur hætt við málshöfðun á hend-
ur Jozef Oleksy, fyrrverandi
forsætisráðherra, vegna
meintra njósna hans í þágu
sovésku og síðar rússnesku
leyniþjónustunnar. Astæðuna
segir hann vera ónógar sannan-
ir. Sagði ríkissaksóknarinn,
Slawomir Gorzkiewicz, að
„ástæðulaust væri að draga
nokkurn mann til ábyrgðar"
vegna málsins. Upplýsingar
pólsku leyniþjónustunnar
(UOP) urðu til þess að fyrrver-
andi innanríkisráðherra,
Andrzéj Milczanowski, skýrði
frá meintum njósnum Oleksy á
þingi í desember sl.
Heita sókn
gegn vest-
rænni stefnu
ÍRÖNSK afturhaldsöfl, Bar-
áttuöfl klerka, iýstu í gær sigri
í þingkosningum sem fram fóru
í íran 8. mars og 19. apríl.
Sögðust þau hafa náð meiri-
hluta á 270 sæta þingi lands-
ins, en í frétt samtakanna, sem
fjöldi fjölmiðla birti, var ekki
getið nánari úrslita. Erlendir
stjórnarerindrekar sögðu hins
vegar, að svo virtist sem sam-
tökunum hefði mistekist að
auka þingmannaijölda sinn
sem var 140. Samtökin hétu
því að ráðast gegn efnahags-
vanda og kröppum kjörum fá-
tækra og segja vestrænni vel-
ferðarstefnu stríð á hendur.
Vegur hart
að handan
FRANCOIS Mitterrand fyrr-
verandi Frakklandsforseti
gagnrýnir Charles de Gaulle
harkalega í tveimur endur-
minningabókum sem út komu
um helgina. Hrósar hann ein-
vörðungu andófskalli de Gaulle
gegn innrás Þjóðverja í júní
1940 en finnur mjög að stjórn-
arskránni frá 1958 og stefnu
hans í málum Evrópu og Afr-
íku, þar sem hann hafi oft mis-
reiknað sig alvarlega. Hann
segir Valery Giscard d’Estaing
forvera sinn á forsetastóli hafa
verið helsta andstæðing sam-
einingar þýsku ríkjanna í
Frakklandi og neitar því í löngu
máli að hafa sjálfur misreiknað
skjótt hrun Berlínarmúrsins og
sameiningu Þýskalands. Loks
ver hann störf sín í þágu Viehy-
stjórnarinnar, kveðst aidrei
hafa verið fullgildur embættis-
maður hennar og aldrei svarið
Philippe Petain marskálki holl-
ustueið. Endurminningarnar
koma út tæpum fjórum mán-
uðum eftir andlát Mitterrands.
Eðlilegt fiug
í Dusseldorf
STARFSEMI flugvallarins í
Dusseldorf í Þýskalandi kemst
í samt lag í dag. Fyrir 12 dög-
um varð mikill eldsvoði í flug-
stöðvarbyggingu með þeim af-
leiðingum að 16 manns biðu
bana. Risastór bjórhátíðartjöld
hafa verið reist á vellinum til
að taka við þeirri starfsemi sem
fram fór í byggingarhlutanum
sem brann.
Anægðir með árang-
ur á leiðtogafundi
Lestarslys í
Finnlandi
Helsinki. Morgunblaðið.
FJÓRIR biðu bana og rúmlega
40 slösuðust, þar af sjö alvar-
lega, þegar lest fór út af sporinu
í Finnlandi á sunnudagsmorgun.
Þetta er mesta lestarslys í Finn-
landi á þessum áratug.
Lestin var á leið frá Norður-
Finnlandi til Helsinki þegar hún
fór af teinunum. Um 200 farþeg-
ar voru í lestinni, sem var á brú
yfir veg þegar slysið varð í mik-
illi þoku. „Skyggnið var aðeins
þrír eða fjórir metrar,“ sagði
björgunarsveitarmaður. „Flestir
farþeganna voru enn sofandi."
ERLEÍMT
Reuter
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og
Bill Clinton Bandaríkjaforseti sögð-
ust hafa náð árangri á leiðtoga-
fundi sínum á sunnudag í viðræðum
um tvenna afvopnunarsamninga,
en ágreiningur ríkti enn um stækk-
un Atlantshafsbandalagsins.
Clinton sagði að betur horfði nú
með að ágreiningur um sáttmála
um fækkun hefðbundinna vopna í
Evrópu (CFE) frá 1990 og gagneld-
flaugasamninginn (ABM) frá 1972
leystist. Mikilvægur áfangi hefði
náðst í að leysa ágreining um hvaða
flaugar síðarnefndi samningurinn
næði til, en deilt hefur verið um
hvort hann skuli ná til skamm-
drægra vígvallarvopna í Evrópu auk
langdrægra gagneldflaugakerfa.
Þá hafa Rússar ekki staðið við
ákvæði CFE-samningsins um tak-
mörkun hefðbundinna vopna á
Kákasussvæðinu. Rússar segja að
CFE-samningurinn hafi sjálfkrafa
úrejst með hruni Sovétríkjanna.
Á blaðamannafundi sagði Clinton
að átökin í Tsjetsjníju væru innan-
ríkismál Rússa.
agur
lók
t
arinnar
- Alþjóðlegur dagur bóka og höfundaréttar -
UNESCO hefur ákveðið að gera 23. apríl að árlegum alþjóðadegi bóka og höfundarréttar,
en þessi dagur er íslendingum minnisstæður sem fæðingardagur nóbelsskáldsins
okkar, Halldórs Laxness.
Af þessu tilefni stendur Bókasamband íslands fyrir kynningu á íslenskum bókmenntum
og bókagerð. Á dagskránni verður meðal annars:
Kl. 16.00: Vaka Helgafell afhendir barnabókaverðlaun í Þjóðarbókhlöðunni.
Kl. 16.30: Samtök iðnaðarins afhenda bókaviðurkenningar í Húsi iðnaðarins,
Hallveigarstíg I.
Kl. 20.30: Rithöfundar lesa úr verkum sínum í Deiglunni.Akureyri:
Helga Ágústsdóttir, Heiðdís Norðfjörð, Lárus Hinriksson, Kristján
Kristjánsson og Jón Hjaltason. Lesið verður úr verkum Magneu frá
Kleifum ogVigfúsar Björnssonar. Kynnir er Ragnheiður Ólafsdóttir.
Kl. 21.00: Rithöfundar lesa úr verkum sínum á Café Reykjavík:
AriTrausti Guðmundsson, ísak Harðarson, Kristín Ómarsdóttir,
LindaVilhjálmsdóttir, Ólafur Gunnarsson og Þorsteinn frá Hamri.
Kynnir er Steinunn Sigurðardóttir.
Kl. 21.00: Rithöfundar lesa úr verkum sínum á Sólon íslandus:
Anton Heigi Jónsson, Ingi Rúnar Eðvarðsson, Sigfús Bjartmarsson,
Vilborg Dagbjartsdóttir,Vigdís Grímsdóttir og Þórarinn Eldjárn.
Kynnir er Ingibjörg Haraldsdóttir.
Bókasamband íslands býður bókaunnendum vel að njóta. Bókasambandið hvetur
foreldra, skóla og vinnustaði til að leggja sitt lóð á vogarskálina til að gera
þennan fyrsta dag bókarinnar sem veglegastan.
BÓKASAMBAND ÍSLANDS
LES/Ð FYR/R LÍFIÐl
Stjórn Bókasambands Islands er skipuð fulltrúum frá samtökum og félögum sem hagsmuna eíga að gæta í íslenskri bókaframleiðslu og -útgáfu.
Bókavarðafélag íslands - Félag bókagerðarmanna - Félag íslenskra bókaútgefenda - Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana - Hagþenkir -
Rithöfundasamband íslands - Samtök gagnrýnenda - Samtök iðnaðarins.