Morgunblaðið - 23.04.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.04.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 23 LISTIR KARLAKÓR Keflavíkur ásamt söngsljóra og undirleikara. Karlakór Keflavíkur í söngferð um Norðurland KARLAKÓR Keflavíkur heldur á sumardaginn fyrsta í fjögurra daga söngferð um Norðurland. Kórinn mun halda þrenna tónleika í ferð- inni. Fyrst verður sungið í Miðgarði á sumardaginn fyrsta kl. 21.00, á föstudeginum 26. apríl kl. 21.00 verður sungið í Dalvíkurkirkju. Loka- tónleikamir verða í Akureyrarkirkju á laugardaginn 27. apríl kl. 17.00. Á söngskrá kórsins eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda og má þar nefna Gunhar Þórðarson, Sig- valda Kaldalóns, Sigvalda Snæ Kaldalóns, Þórarin Guðmundsson, Inga T. Lárusson, Jónas Tómasson og Maríu Brynjólfsdóttur. Af erlendu höfundum má nefna Verdi, Wagner, Bárdos Lajos, Mabel Wayne o.fl. Söngstjóri kórsins er Vilberg Vigg- ósson og undirleikarar Agota Joó á píanó, Asgeir Gunnarsson á harmon- ikku, Víðir Guðmundsson á gítar og Þórólfur Ingi Þórsson á bassa. Einsöngvarar koma úr röðum kór- félaga, það eru þeir Eiður Örn Hrafns- son, Guðmundur Haukur Þórðarson, Steinn Erlingsson og Þórður Guð- mundsson. Karlakór Keflavíkur er um þessar mundir að ljúka upptökum á hljóm- diski, en lögin á diskinum er uppi- staða laganna á tónleikunum. Tónleikar fyrir áskriftarfélaga kórsins verða síðan í Ytri-Njarðvíkur- kirkju sunnudaginn 12. maí, þriðju- daginn 14. maí og fímmtudaginn 16. maí og hefjast þeir allir kl. 20.30. Tifandi fiskar MYNDUST Listhús 39 GLERLIST Dröfn Guðmundsdóttir. Listhús 39: Opið kl. 14-18 alla dagatil 21. apríl. Aðgangur ókeypis. ÞETTA litla rými í bakher- bergi við Strandgötuna í Hafnar- firði hefur reynst drjúgt til sýn- ingarhalds allt frá því það var opnað, og oftar en ekki hefur mátt finna þar skemmtilega hugsaðar sýningar, sem hafa tekið sig vel út í plássinu, enda miðaðar við þann stað sem hér um ræðir. Svo var einnig farið með sýningu Drafnar Guðmunds- dóttur, sem opnaði fyrir páska. Dröfn útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands vorið 1993 og hefur síðan sótt námskeið í glerlist, en slík verk eru uppistaða sýning- arinnar hér. Þessi glerverk skipast flest í þrjá flokka: Fjöll, fiska og grímur, en listakonan vísar til alls þessa í stuttum ljóðatexta, sem fylgir sýningunni úr hlaði. Listakonan vinnur út frá hug- myndinni „fjarlægðin gerir fjöllin blá“ þegar hún sker útlínur þeirra í æðótt blátt gler. Snæ- fellsjökull, Herðubreið, Öræfa- jökull og fleiri fjöll njóta sín vel í þessum bláma, sem byggir á minningum jafnt sem raunveru- legum útlínum þeirra; þetta reyn- ast tindar andans ekki síður en efnisins. Fiskarnir hér eru tæpast af ríki náttúrunnar heldur litríkir flat- fiskar, hnarreistir og fjörlegir á skærlitum teinum. Fleiri glerlista- konur hafa verið að fást við svip- að efni, og falla þess- ir vel að því skemmti- lega fiskasafni; nöfn eins og Skvetta, Gletta og Vakur segja allt sem segja þarf um þetta tifandi efni. Flatar grímurnar marka upphaf sýn- ingarinnar og eru ef til vill hinn alvarlegi undirtónn hennar þegar allt kemur sam- an. Augu, nef og munnar eru mótuð í efni sem er brætt milli Dröfn ^ . glerja, og horfa tóm- Guðmundsdóttir um svjp 4 önnur verk. Hér er ef til vill komin sú endur- speglun kyrrðar, sem minning- arnar snúast um. Þessi hughrif eru sterk í stöku verki í glugga staðarins, sem er afar tært að allri gerð, og tilvísan- ir til trúar og hörpu náttúrunnar koma sterkt fram. Það er óvenjulegt að í jafnlitlu sýningarrými og hér sé pláss fyr- ir gestalistamann, en verk Hall- gríms Magnússonar hlýtur samt slíkan sess. Einföld uppsetningin nýtur sín vel, en er ef til vill út- skýrð um of - meiri dulúð hefði kallað á meiri vangaveltur áhorf- andans. Eiríkur Þorláksson Háskóla- fyrirlestur í TILEFNI þess að 21. apríl eru 25 ár liðin síðan fýrstu handritin komu til íslands frá Kaupmanna- höfn flytur dr. Már Jónsson sagn- fræðingur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla íslands þriðjudaginn 23. apríl kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlest- urinn nefnist Fornfræðabylting Árna Magnússonar árið 1686. í fyrirlestrinum fjallar Már um fyrstu viðfangsefni Árna Magnús- sonar (1663-1730) prófessors og handritasafnara á sviði íslenskra fræða. Árni lauk guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla vorð 1685 og var þá farinn að starfa fyrir konungleg- an fomfræðing, Thomas Bartholin. Jafnframt hóf Ámi rannsóknir á eigin vegum og fékkst einkum við miðaldalög og íslendingasögur. Hann þróaði fljótlega með sér nýja vitund um meðferð texta frá mið- öldum og bylti vinnubrögðum við uppskriftir handrita á skinni. Sú vinna varð upphaf að handritasöfn- un hans. Már Jónsson lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1993. Doktorsritgerð hans, Blóð- skömm á íslandi 1270-1870, kom út hjá Háskólaútgáfunni sama ár. Hann vinnur nú að ritröð um fræði- mennsku, handritasöfnun og stjórnmálaafskipti Áma Magnús- sonar, en undirbýr jafnframt út- gáfu á verkum hans. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Haraldur Jóns- son kynnir eigin verk á Kjarvals- stöðum NÚ STENDUR meðal annars yfír á Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir Harald Jónsson myndlistar- mann. í tengslum við sýninguna mun listamaðurinn flytja fyrirlestur um eigin verk og sýna litskyggnur af eldri verkum. Fyrirlesturinn fer fram á Kjarvalsstöðum, í dag þriðju- dag kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Haraldur Jónsson (f. 1961) stund- aði nám fyrst við Myndlistar- og handíðaskóla íslands, en síðar við Listaakademíuna í Dusseldorf á ár- unum 1987-1990. Haraldur hefur haldið íjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Mikið úrval af vönduðum,vörum á útsölu 19.-30. apríl, t.d. flís- og Gore Tex fatnaður frá Karrimor, North-Face og Phoenix, Rossignol skíðabúnaður, snjóbrettabúnaður, gönguskór o.m.fl. Tilboðin hafa aldrei verið betri í bílskúrnum! -SKAWs FRAMÚR Póstsendum samdægurs Snorrabraut 60 • Sími 561 2045 ‘Staðgreitt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.