Morgunblaðið - 23.04.1996, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Háagerði 87,
Reykjavík,
sem lést 16. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 24. apríl kl. 15.00.
Stefanía Júníusdóttir,
Herborg Júníusdóttir, Guðmundur Hermannsson,
Guðjón Júniusson,
Ólafur Júníusson, Árdís Bragadóttir,
Sævar Júníusson, Guðný Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
ALEXANDER SIGURSTEINSSON
frá Djúpadal,
Goðheimum 21,
sem lést í Landspítalanum þann 15.
apríl sl., verður jarðstyiginn frá Foss-
vogskirkju á morgun, miðvikudaginn 24.
apríl, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Hjartavernd.
Guðrún Helgadóttir,
Gunnar Alexandersson, Katrin Óskarsdóttir,
Hafdi's Alexandersdóttir, Gísli J. Friðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför mannsins míns, föður okkar og
fósturföður,
HARALDAR EINARSSONAR,
Ljósheimum 4,
Reykjavik,
Verður gerð frá Fossvogsktrkju þriðju-
daginn 23. apríl kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vin-
samlegast bent á Kristniboðssamband-
ið, afgreiðsla í síma 588 8901.
Helga G. Jakobsdóttir,
Gréta S. Haraidsdóttir,
Sigrún J. Haraldsdóttir,
Friðþjófur D. Friðþjófsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
. Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
amma og systir,
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
Sellátrum f Tálknafirði,
sem andaðist 16. apríl sl. verður jarð-
sungin frá Stóra-Laugardalskirkju laug-
ardaginn 27. apríl nk. kl. 14.00.
Ingimar Ejnar Ólafsson,
Guðjóna Ólafsdóttir,
Gunnbjörn Ólafsson,
Guðrún Ólöf Ólafsdóttir,
Sigurlína Davíðsdóttir,
Guðný Davíðsdóttir,
Höskuldur Davíðsson,
Hreggviður Davíðsson,
Davfð J. Davíðsson,
Ólafur Davíðsson,
Benedikt Davi'ðsson,
Guðlaug Einarsdóttir,
Guðleif Jónsdóttir,
Einar Ármannsson,
Björg Þórhallsdóttir,
Björn Sveinsson,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson,
Jón H. Ólafsson,
Marit Ranestad,
Fjóla Benediktsdóttir,
Bára Pálmarsdóttir,
Þórdís Marteinsdóttir,
Sigurjón Davfðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Einlægar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR EMILÍU
GUÐLAUGSDÓTTUR,
= Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 4-B,
Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir góða
umönnun.
Helgi Björn Einarsson, Sólveig Einarsdóttir,
Aðalsteinn Einarsson, Ólöf Guðjónsdóttir,
Erna Einarsdóttir, Guðmundur E. Jónmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
INGUNN
THORLA CIUS
+ Ingunn
Thorlacius
fæddist á Akureyri
30. ágúst 1913. Hún
lést á Landspítal-
anum 16. apríl sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin Anna
María Isleifsdóttir
f. 12. júlí 1883, d.
26. desember 1953
og Frímann Frí-
mannsson, kaup-
maður, f. 3. októ-
ber 1871, d. 8. mars
1920. Börn Önnu
Maríu og Frímanns
voru auk Ingunnar Anna Mar-
ía og Frímann, bæði dáin, og
eftirlifandi er Unnur fv.
húsfrú á Heiðabæ II í Þing-
vallasveit. Hinn 24. maí 1941
giftist Ingunn Jóni Thorlacius
f. 1. júlí 1914. Börn þeirra eru:
Edda, f. 6. ágúst 1942, gift
Matt Rechtorovic, þau eiga 3
syni; Ingunn f. 4. september
1945, ógift; Árni f. 14. ágúst
1947, giftur Magnþóru Magn-
úsdóttur, þau eiga 2 dætur; og
Anna f. 22. ágúst 1950, gift
Guðmundi Gunnarssyni og
eiga þau 3 dætur. Ingunn ólst
upp hjá foreldrum sínum til 7
ára aldurs eða þar til faðir
hennar dó, en var
þá tekin í fóstur til
hjónanna Ingunnar
Jónsdóttur og
Björns Árnasonar
á Kornsá í Vatnsd-
al. Ingunn stundaði
nám við Kvenna-
skólann á Blöndu-
ósi og eftir námið
hóf hún störf á
skrifstofu Eim-
skips á Siglufirði
og bjó þar hjá fóst-
ursystur sinni Guð-
rúnu og manni
hennar Þormóði
Eyjólfssyni. Hún starfaði hjá
Sambandi ísl. Samvinnufélaga
þegar hún fluttist til Reykja-
víkur og bjó þá hjá fóstursyst-
ur sinni Sigríði og manni henn-
ar Jóni Árnasyni, bankasljóra,
þar til hún hóf sjálf búskap
árið 1941 með Jóni Thorlacius.
Þau bjuggu fyrstu búskaparár
sín á Njálsgötu 87. Ingunn var
húsmóðir í mörg ár en starfaði
síðar í allmörg ár hjá prjóna-
stofunni Iðunni. Ingunn og Jón
voru búsett að Kvisthaga 21
hér í bæ.
Útför Ingunnar fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
í dag verður til moldar borin
Ingunn Thorlacius tengdamóðir
min. Ingunn lést á Landspítalanum
16. apríl sl., banamein hennar var
krabbamein í hálsi, sem því miður
uppgvötvaðist allt of seint. En
æðrulaust og með reisn tók hún
þeirri frétt að um krabbamein var
að ræða og að hún þyrfti að gang-
ast undir mikla skurðaðgerð, þá
81 árs að aldri. Hún var mjög vel
á sig komin bæði andlega og líkam-
lega, enda voru þau hjónin Ingunn
og Jón miklar útivistarmanneskjur.
Spiluðu þau hjónin golf saman upp
á hvem einasta dag sem veður
leyfði og alit fram til þess dags
er Ingunn missti þrek í desember
sl. Jón spilaði golf að vísu frá unga
aldri en Ingunn byrjaði um sextugt
að spila golf og hafði mikla unun
af. Einnig gengu þau mjög mikið
og voru ótrúlega dugleg að ferðast
um landið sitt, í þau 22 ár sem
við hjónin, ég og Árni sonur þeirra,
höfum farið í sumarhús að Búðum
á Snæfellsnesi voru Ingunn og Jón
ávallt tilbúin að heimsækja okkur
og keyrðu ótrauð fram og til baka
á tveimur dögum. Alltaf var þá
glatt á hjalla, golfkylfurnar teknar
fram og spilað á úfnu grasinu og
hlegið mikið en kannski mest að
vankunnáttu minni. Ingunn og Jón
voru heiðursfélagar bæði í Golf-
klúbbi Ness og Golfklúbbi Reykja-
víkur í Grafarvoginum og oft buðu
þau okkur út á golfvöll og hvöttu
okkur til að byija í golfi. Alltaf
hlakkaði ég til að fara með þeim
á góðum, björtum sumarmorgni
út á golfvöll því þar skemmtum
við okkur konunglega. Þau voru
mjög samrýnd hjón og nutu hverr-
ar mínútu sem þau voru saman.
Ingunn var raunsæ kona en hjarta-
hlý, trygglynd og umfram allt hóg-
vær og dáðist ég að þrótti hennar,
lífsgleði og styrk og það sýndi sig
best hversu sterk og trygglynd hún
var við dóttur þeirra hjóna, Ingu,
sem er þroskaheft. Ingunn og Jón
helguðu líf sitt Ingu sinni og voru
henni mjög góð.
Ég á margs að minnast og
margar góðar stundir átti ég með
ERFIDRYKKJUR
Næg bílastæði
P E R L A N sími 562 0200
tengdamóður minni í gegnum þau
25 ár sem ég þekkti hana enda
vár hún ávallt glöð á góðri stund.
Þegar ég horfi til baka og hugsa
um lífshlaup þitt, Ingunn, þá kem-
ur þessi setning mér í hug. „Því
þannig er hinn vitri. Hann skeytir
ekki um mikilmennsku og fyrir því
verður starf hans víðtækt."
Nú er starfsdegi þínum lokið,
Ingunn mín, og með söknuði kveð
ég þig, en mestur verður þó
söknuður þíns ástkæra eigin-
manns, Jóns, og Ingu þinnar.
Hvíl í friði.
Magnþóra.
Elsku amma okkar. Það er sárt
að hugsa til þess að þú sért farin
frá okkur. Þú varst svo sterk í
baráttu þinni við veikindin. Þú
kvaddir okkur á þinn ljúfa og ró-
lega hátt. Þegar hugur leitar til
baka minnumst við hversu gott var
að koma í heimsókn á Kvisthga
til þín og afa. Amma tók alltaf á
móti okkur opnum örumum, glöð
í bragði. Við minnumst ferðarinnar
vestur á Snæfellsnes, þar vorum
við öll fjölskyldan saman. Amma
tók þátt í langstökki og allskonar
leikjum, svo yndislega hress og
kát. Amma og afi voru samrýnd
og það var mikill kraftur í ömmu
þegar hún fór í golf og göngutúr
með afa.
Með þessum orðum kveðjum við
ömmu okkar og biðjum góðan guð
að varðveita hana. Elsku afi, megi
guð styrkja þig í þinni miklu sorg.
Minningin um ömmu mun verða
með okkur alla tíð. Hvíl í friði.
Ingunn Ágústa, Hildur
Björk, Selma Edda.
Elsku amma Inga, okkur langar
að kveðja þig með örfáum orðum.
Það er ávallt sárt að þurfa að
kveðja, en við huggum okkur við
það að nú hefur þú fengið hvíldina
þína og án efa átt þú allt það besta
skilið..Við munum minnast þín sem
brosmildrar, hraustrar og alltaf svo
duglegrar konu sem sýndi sig best
í því hve þú barðist gegn veik-
indunum þínum þar til yfir lauk.
Eitt sinn er við spjölluðum sam-
an sem fyrr, minntist þú á að við
skyldum nú skrifa eitthvað fallegt
um ömmu gömiu og með þessum
línum stöndum við við það.
Fyrst kemur upp í hugann þegar
við minnumst þín, amma, það hvað
þú varst mikið náttúrubarn og hve
þú unnir því að ferðast um landið,
fara í golf og gönguferðir með afa
Jóni og hve hraust og heilbrigð
kona þú alltaf varst. Nokkrar urðu
ferðirnar okkar í bústaðinn vestur
á Snæfellsnes þar sem við áttum
ávallt góðar stundir saman, hlaup-
in, langstökkið á ströndinni þar
sem þið afi gáfuð okkur þeim yngri
síður en svo nokkuð eftir. Einnig
voru ófáar góðar stundir á Kvist-
haganum þar sem margt var brall-
að og mikið hlegið. Þú passaðir
upp á að eiga gamla fataleppa sem
við allar stelpurnar fimm, barna-
börnin þín á íslandi, gátum klætt
okkur í og verið með tískusýningu
fyrir ykkur eldra fólkið.
Elsku amma Ingunn, minning-
una um þig munum við geyma í
hjarta okkar. Við kveðjum þig nú
með söknuði og munum hugsa vel
um afa Jón og Ingu okkar.
Hvíl þú í friði, kæra amma.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
- augun spyija eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
. ófullkomna hjalið mitt
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir - amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Anna og Linda Thorlacius.
Mig langar að minnast móður-
systur minnar Ingunnar Thorlacius
með nokkrum orðum.
Það er misjafnt hvernig aldurinn
fer með fólk, oft finnst manni að
fólk sem komið er yfir áttræðisald-
ur sé aldrað fólk. Aldrei kom það
í huga manns að Inga væri gömul
kona. Hún var sérstaklega ungleg
og hélt sér vel allt þar til hún fyr-
ir tæplega tveimur árum greindist
með þann sjúkdóm sem nú hefur
lagt hana að velli. Ekki hafði Inga
samt komist áfallalaust í gegnum
lífið. Hún var aðeins sex ára þegar
hún missti föður sinn og varð þá
móðir hennar, sem stóð uppi með
fjögur börn, að koma henni í fóst-
ur. Hún var svo lánsöm að hjónin
Björn og Ingunn á Kornsá í Vatns-
dal í Húnavatnssýslu buðust til að
taka hana að sér og ólst hún þar
upp. Inga var alltaf þakklát öllu
þeirra fólki. Þegar hún hafði náð
fullorðinsaldri fór hún í Hús-
mæðraskólann á Blönduósi. Eftir
það fluttist hún suður til Reykja-
víkur. Þar kynntist hún eftirlifandi
manni sínum Jóni Thorlacius.
Oft komu þau Inga og Jón aust-
ur að Heiðarbæ. Það var alltaf
mikil hátíð fannst okkur krökkun-
um og slegið upp íþróttamóti.
„Reykjavík á móti sveitinni," sagði
Jón og stjórnaði mótinu. Þau
byggðu þar síðan sumarbústað
sem þau áttu í nokkur ár. Þegar
börnin voru öll flutt að heiman
fóru Inga og Jón að stunda ferða-
lög. Ferðalög og golf voru þeirra
helstu áhugamál.
Margar ferðir fóru þau til Amer-
íku til Eddu og fjölskyldu en einn-
ig til margra annarra landa. Sum-
arið sem Inga veiktist höfðu þau
áformað að fara til Eddu en af því
varð nú ekki.
Við þökkum Ingu fyrir sam-
fylgdina og vottum Jóni og fjöl-
skyldu samúð okkar. Fyrir hönd
systkinanna frá Heiðarbæ II.
Anna María Einarsdóttir.