Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áfram áherzla á ör- yggi N-Atlantshafs ÞÝZKI hershöfðinginn Klaus Naumann, for- maður hermálanefndar Atlantshafsbandalags- ins (NATO), kom hing- að til lands í opinbera heimsókn í gær. Hann ræddi meðal annars við Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra og Dav- íð Oddsson forsætisráð- heiTa og átti fund með utanríkismálanefnd Al- þingis. Hershöfðinginn tók við embætti sínu hjá NATO í febrúar, en hann á að baki nærri íj'ögurra áratuga feril í þýzka hemum. Naumann er spurður um stækkun NATO og þá tillögu Rússa að fyrr- verandi kommúnistaríkjum í Austur- Evrópu verði aðeins veitt „pólitísk" aðild að bandalaginu, þ.e. að þau standi utan hemaðarsamstarfsins líkt og Frakkar gerðu um árabil. Telur hann að löndin geti fengið aðild án þess að hægt verði að stað- setja herlið NATO á landsvæði þeirra eða að þau skuldbindi sig til að taka við kjarnorkuvopnum? Enginn fær neitunarvald varðandi stækkun NATO „Ég brosti þegar ég las um þessa hugmynd Rússa, vegna þess að hún var sett fram einmitt þegar Frakkar höfðu ákveðið að taka fullan þátt í starfi hermálanefndarinnar. Fréttim- ar virðast ekki hafa borizt til Moskvu. Ég tel að hið almenna viðhorf innan NATO sé að við munum ekki sam- þykkja að neinn fái neitunaivald eða rétt til áhrifa á stækkun bandalags- ins. Við munum halda okkur við þá stefnu, sem áður hefur verið sam- þykkt á vettvangi RÖSE, að sérhvert Evrópuríki sé fijálst að því að til- heyra þeim bandalögum, sem það vill. Ég tel að NATO geti ekki sam- þykkt • nein skilyrði í þessu sam- bandi. Hvað varðar staðsetningu her- afla á landi nýrra aðildarríkja, hefur framkvæmdastjóri bandalagsins gef- ið til kynna að nú um stundir sé ekki til umræðu að gera breytingar á getu NATO til að beita kjamavopn- um. Og núverandi NATO-ríki sam- þykkja ekki öll erlent herlið í landi sínu. Það er þess vegna engin þörf á að fínna sömu lausn fyrir alla.“ Sveigjanlegt herstjórnarkerfi fyrir árslok Að undanförnu hafa farið fram viðræður um aukið samstarf Vestur- Evrópusambandsins, vamarmálasamtaka Evrópusambandsríkja, og Atlantshafsbanda- lagsins. Stefnt er að því að koma á fót svoköll- uðu sveigjanlegu her- stjórnarkerfi (Comb- ined Joint Task Forces, CJTF), sem snýst í grófum dráttum um að VES geti fengið herafla og herstjómarkerfi NATO lánað til hernaðaraðgerða, til dæmis í þágu friðargæzlu, á meginlandi Evrópu. Formaður hermála- nefndar NATO, Klaus Naumann hershöfðingi, er í opinberri heimsókn — hér á landi. Olafur Þ. Stephensen ræddi við Naumann. Naumann segir að viðræður VES og NATO um þessi málefni gangi vel. Sennilegt sé að á næstu vikum verði gengið frá samkomulagi, sem leyfi gagnkvæm skipti á viðkvæmum skjölum milli bandalaganna tveggja. „Eins og staðan er núna er sennilegt að sveigjanlega herstjórnarkerfið hljóti endanlegt pólitískt samþykki á ráðherrafundi Norður-Atlantshafs- ráðsins í Berlín í sumar,“ segir Nau- mann. Hershöfðinginn segir að til þess að koma sveigjanlega herstjórn- arkerfinu í framkvæmd þurfi umtals- verða skipulagsvinnu, en henni ætti að verða lokið fyrir áramót. Góður árangur í Bosníu Naumann segir að friðargæzluað- gerð NATO \ Bosníu hafi gengið eftir áætlun. í fyrsta sinn í fjögur ár blossi ekki upp átök með vorkom- unni í því stríðshijáða landi, sem sé mikill árangur út af fyrir sig. Hann segist vijja nota tækifærið til að þakka íslendingum fyrir þeirra framlag til aðgerðarinnar. „Island hefur lagt fram læknisaðstoð, sem hefur verið afar vel þegin og íslend- ingar hafa staðið sig mjög vel innan norsku sveitarinnar." Hershöfðinginn tekur ekki undir það að alþjóðaherliðinu, IFOR, hafi mistekizt að vernda almenna borg- ara. „Það er ekki hlutverk IFOR að vernda almenna borgara. Það er hlutverk lögreglunnar. IFOR á hins vegar að tryggja ferðafrelsi borgara. Menn verða að hafa í huga að IFOR á að tryggja svæðisbundið öryggi, en alþjóðalögreglan á að vernda ein- staklinga. Það eru enn ákveðin vandamál í alþjóðalögregluliðinu." ísland leikur lykilhlutverk Hershöfðinginn er spurður hvaða augum hann líti hernaðarlegt mikil- vægi íslands eftir lok kalda stríðs- ins. „Ég er þeirrar skoðunar að bandalagið byggist á tengslunum yfir Atlantshafið og muni gera það áfram. Það verður sömuleiðis áfram flotabandalag. E.itt mikilvægasta verkefni NATO er og verður að tryggja öryggi siglingaleiðanna yfir Norður-Atlantshafið. Þar hefur ís- land leikið lykilhlutverk og mun gera það áfram. Það er ein ástæða þess að ég er afar ánægður að vera í þessu landi, sem hefur lagt svo mik- ið af mörkum til sameiginlegs örygg- is Atlantshafsbandalagsríkjanna." Aðspurður hvort íslendingar hafi ástæðu til að hafa áhyggjur af því að NATO beini nú sjónum mjög í austurátt vegna komandi stækkunar bandalagsins og aukinnar þarfar( fyrir friðargæzlu í austurhluta Evr- ópu, svarar Naumann því til að svo sé alls ekki. „Kjarni bandalagsins er sameiginlegar varnir þess svæðis, sem Atlantshafssáttmálinn tekur til. Það hefur ekki breytzt og er áfram eitt meginmarkmið bandalagsins. Af þessum sökum leikur Island áfram mikilvægt hlutverk. Hvað varðar framtíðarverkefni, til dæmis í friðargæzlu, veit enginn hvers kon- ar verkefni við þurfum að takast á við í heimi mikillar óvissu. Það er skynsamlegt að viðhalda stöðugleika og öryggi á öllu Atlantshafssvæðinu og þar skiptir landfræðileg staða íslands rniklu." Leyfi til gjallnáms úr Seyðishólum í Grímsnesi bundið ýmsum skilyrðum Takmarkað gjall- nám heimilað Ólafur Ragnars- son fer ekki fram MORGUNBLAÐINU barst í gær yfirlýsing frá Ólafi Ragnarssyni, Bjarmalandi 16, R., bókaútgefanda og eiganda Vöku-Helgafells, þar sem hann segist ekki munu gefa kost á sér til embættis forseta ís- lands. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „í kjölfar áskorana sem mér hafa borist hvaðanæva af landinu um að gefa kost á mér til framboðs í kosn- ingum til embættis forseta íslands og vegna ítrekaðra umræðna í fjölm- iðum um hugsanlegt framboð mitt vil ég taka fram eftirfarandi: Ég met að sjálfsögðu mikils það traust sem mér er sýnt með því að nefna nafn mitt í sömu andrá og hið virðulega embætti forseta Is- lands, en eftir að hafa gaumgæft málið er niðurstaðan sú að ég mun ekki gefa kost á mér til forsetakjörs. Ég þakka af heimum hug þeim fjölmörgu sem hvatt höfðu mig til framboðs og heitið mér stuðningi." SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur ákveðið að heimila Grímsneshreppi og Selfossbæ takmarkað gjallnám úr Seyðishólum í Grímsnesi. í úr- skurði skipuiagsstjóra segir meðal annars að efnisnám í Seyðishólum hafi spillt merkum náttúruminjum og sé orðið til mikilla lýta í lands- lagi. Því sé fallist á takmarkað gjalln- ám úr Seyðishólum sem ætti að Ieiða til úrbóta og tryggja frágang á svæð- inu. Skipulagsstjóri setur nokkur skil- yrði fyrir gjallnáminu. Meðal annars eru dregin mörk vinnslusvæðisins og er ekki leyft að raska landi utan þeirra marka. Efnistökusvæðið er stærra en Náttúrverndarráð gerði tillögu um en nær skemmra en gert var ráð fyrir í frummatsskýrslu. Að frágangi loknum skulu hlíðar nám- unnar verða aflíðandi og skal efni- svinnsla og endanleg mótun lands- lags vera í samráði við Náttúruvernd- arráð. Mengunarvarnir á svæðinu Steypa á plan á athafnasvæðinu þar sem fram fer eldsneytisáfylling, viðhald og viðgerðir véla. Gera á ráðstafanir til að koma i veg fyrir olíumengun af völdum véianna. Fj'öldi flutningabíla með gjall úr námunni má ekki fara yfir 75 á dag. Umferð þeirra er heimil kl. 7-18 á virkum dögum. Ekki má vinna í nám- unni eftir kl. 22 á kvöldin né um helgar. Sveitarstjórn má þó veita undanþágu til takmarkaðra efnis- flutninga um helgar vegna verkefna innan sveitarfélagsins. Gera á hljóðmanir við Búrfellsveg til að skerma af vinnusvæði og einn- ig þar sem jarðýta er að störfum. Þá skal leggja bundið slitlag á Búr- fellsveg á fyrsta ári gjallnámsins. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkomandi aðila. Sýning á handverki þroskaheftra Þroskandi handverk Þór Ingi Daníelsson / • yrsta norræna sýn- ingin á handverki þroskaheftra verð- ur haldin í Perlunni helg- ina 10.-12: maí næstkom- andi. Að sýningunni stendur vinnustofan Ás- garður, sem er sjálfs- eignarstofnun, rekin af Þór Inga Daníelssyni, sem hefur um árabil kennt þroskaheftum myndlist og handverk, hér á landi og erlendis. Þór Ingi segir að hug- myndin að sýningunni í Perlunni nú eigi rætúr að rekja til ferðar sem hann fór til Noregs í fyrra ásamt starfsmönnum til að kynna sér vinnustofur þroskaheftra þar í landi. í framhaldi -af ferðinni hafi hann kannað möguleika á stuðn- ingi við að koma slíkri sýningu upp og í ljós hafi komið að þeir hafi verið nægir til að hrinda hug- myndinni í framkvæmd. - Hversu margir þátttakendur verða á sýningunni? „Hingað kemur fólk frá 30-40 vinnustofum á Norðurlöndum og raunar víðar að úr Evrópu til að kynna framleiðslu sína. Á meðal þeirra má nefna nokkrar vinnu- stofur sem framleiða hljóðfæri. í tengslum við sýninguna verða fyr- irlestrar þar sem m.a. verður fjall- að um hugmyndafræðina að baki þeirri framleiðslu. Með starfi okk- ar viljum við sýna fram á að vinn- an við handverk hentar mörgum þroskaheftum mjög vel. Miklu máli skiptir að leggja ekki aðal- áhersluna á að framleiða sem mest, heldur sinna hinum mann- lega þætti. Að laga framleiðsluna að þeim sem starfa á vinnustof- unni í stað þess að þeir verði að laga sig að framleiðslunni." - A hvaða hugmyndum byggið þið framleiðslu ykkar, á handverk sér djúpar rætur hérlendis? „Það hefur lítið verið gert af því að vinna með sköpun og hand- verk á íslandi en það er hins veg- ar ríkur þáttur í menningu ann- arra landa. Þýskur handverks- maður, Wolfgang Bremer, sem starfar í Svíþjóð og verður á með- al þátttakenda í sýningunni, segir að okkar menningararfur í hand- verki sé gríðarlega mikill en að við höfum lítið sinnt honum. Þá á hann fyrst og fremst við hand- verkið í tengslum við handritin okkar. Hjá Ásgarði höfum við lagt áherslu á að leika okkur með hug- myndir að vörum og þróa þær, svo að ef til vill verði hægt að fara síðar út í framleiðslu á þeim í stærra mæli en við ráðum við. Við höfum þróað framleiðslulínur sem byggjast á íslensk- um raunveruleika, framleiðum leikföng tengd sjávarútvegi, landbúnaði, flugi og svo íslenskum ævintýrum. Þetta gerum við með því að sinna því sem okkur finnst þjóðlegt, syngjum íslensk lög, les- um þjóðsögur og annað. Þetta hefur spurst út og við önnum vart eftirspurn þó að lítið hafi verið unnið að því að kynna framleiðsl- una.“ - Samnorræn sýning hiýtur að vera gríðarstórt verkefni fyrir litla vinnustofu sem ekki annar eftir- spurn? „Jú, vissulega, en við höfum ► Þór Ingi Daníelsson er fæddur 4. ágúst 1959 í Reykja- vík. Hann lauk prófi frá kenn- aradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1983. Að því loknu hélt hann til framhalds- náms til Svíþjóðar þar sem hann lagði stund á Rudolf Steiner- fræði og sérhæfði sig í mynd- listarkennslu. Hann kenndi í þrjú ár við Sólheima í Gríms- nesi, auk þess sem hann kcnndi fötluðum um lengri eða skemmri tíma í Sviss, Svíþjóð og Noregi. Árið 1993 kom hann á fót vinnustofunni Ásgarði, sem staðsett er í Lækjarbotnum í landi Kópavogs. I Ásgarði starfa fimm fatlaðir auk tveggja verkstjóra. Þór Ingi er kvæntur Anneli Plaman og eiga þau tvö börn, Alvin og Ylvu. fengið myndarlega • styrki úr menningarsjóði Norræna ráð- herraráðsins og frá bæjar- og sveitarfélögum. Starfseminni í Ásgarði er þröngt sniðinn stakk- ur, við höfum komið okkur fyrir í gömlum söluturni sem tveimur kaffiskúrum hefur verið bætt við. Við getum því ekki gert ailt það sem hugurinn stendur til og því ætlum við að nota tækifærið og standa fyrir fjársöfnun í tengslum við sýninguna, en við erum ákveð- in í því að byggja handverkshús sem yrði ekki aðeins fyrir vinnu- stofuna okkar heldur einnig fyrir aðra starfsemi, svo sem járn- smíði. Þá vonumst við til þess að geta boðið t.d. grunnskólabörnum í heimsókn til að kynnast gömlu og rótgrónu handverki." - Hvað verður til sýnis annað en leikföng og hljóðfæri? „Allt á milli himins og jarðar, frá músagild- rum til ullarfatnaðar. Þær íslensku vinnustof- ur sem taka þátt í sýn- ingunni auk Ásgarðs eru Skaftholt í Gnúp- verjahreppi, Sólheimar í Gríms- nesi, Vinnustofan á Selfossi, Hlín í lteykjavík og Tjaldanes í Mos- fellsbæ. - Áttu von á því að framhald verði á þessu sýningarhaldi? „Þeir norrænu aðilar sem taka þátt í sýningunni hafa lýst yfir miklum áhuga á að stofna til sam- starfs á þessu sviði en það er enn of snemmt að segja til um hvað kemur út úr því.“ Sýningar- gripir allt frá músagildrum til ullarfata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.