Morgunblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TFÍ segir sumar hugmyndir tryggingayfirtannlæknis fjarri nútímaviðhorfum Eigum heiður skilinn fyrir að útrýma tannskemmdum FORSVARSMENN Tannlæknafé- lags íslands segja ekki búið að end- urskoða gjaldskrá tannlækna og að meira en bensín enginn fundur hafi verið boðaður í samstarfsnefnd tannlækna og Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilgangi. Þá segja þeir yfirlýsingar tryggingayfirtannlæknis í Morgun- blaðinu á laugardag um að draga eigi úr flúorlökkun tanna hjá böm- um og taka færri röntgenmyndir fjarri nútíma viðhorfum í tannlækn- ingum. Finnast þeim tannlæknar frekar eiga heiður skilinn fyrir að koma í veg fyrir tannskemmdir. Helgi Magnússon, formaður Tannlæknafélags íslands, og Sig- urður Þórðarson varaformaður segja jafnframt að eftirlit hafi verið haft með stéttinni frá því að sam- starfssamningur var gerður milli TFÍ og Tryggingastofnunar ríkisins árið 1974. Félagið hafi jafnan hvatt til eftirlits, einkum hin síðari ár, því tannlæknar vilji ekki liggja und- ir ámæli og láta einstaka starfs- bræður, sem uppvísir hafi orðið að því að bijóta gegn samningi við TR, eyðileggja fyrir stéttinni allri. Stjórn Tannlæknafélags íslands kom saman til fundar í fyrradag til þess að bregðast við ummælum nýskipaðs tryggingayfírtannlæknis, Reynis Jónssonar, í Morguhblaðinu laugardaginn 27. apríl um breyting- ar sem fyrirhugaðar eru á rekstri tannlæknadeildar TR. „Yfirtryggingatannlæknir telur alla jákvæða fyrir breytingum sem hann hefur boðað, „allt frá ráðherra og niður úr,“ eins og hann kemst að orði og endar á Tannlæknafélag- inu. „Þetta hefst ekki nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir hann réttilega en sú samvinna virðist helst fólgin í skætingi og aðdróttun- um af hans hálfu um rangfærslur tannlækna á reikningum og falsan- ir á aðgerðaliðum," segir Sigurður Þórðarson í samtali við Morgun- blaðið. Hugmyndir verði ræddar á réttum vettvangi Sigurður segir ekki rétt að búið sé að endurskoða gjaldskrá fyrir tannlækningar ásamt skýringum og leggja fyrir Tannlæknafélag Is- lands. „Hið rétta er að félagið hefur fengið í hendur hugmyndir trygg- ingayfirtannlæknis um endurskoð- aða gjaldskrá og verða þær ræddar ásamt tillögum TFÍ á réttum vett- vangi, eins og gert hefur verið síð- astliðin 22 ár. Fundur í samstarfsnefnd Trygg- ingastofnunar ríkisins og Tann- læknafélags íslands hefur hvorki verið boðaður upp úr mánaðamót- um, eins og hann segir, né verður hann haldinn nema báðir aðilar séu tilbúnir að ræðast við. Þegar þar að kemur verða auðvitað ræddar tillögur beggja um reikningsform og breytingar á gjaidskrá og taxta- skýringu," segir Sigurður. Sigurður og Helgi segja líka að hugmyndir tryggingayfirtannlækn- is um breytingar á gjaldskránni feli meðal annars í sér að fækka aðgerðaliðum og fella suma þeirra saman. Tannlæknafélagið hafi löngum tekið vel í þær hugmyndir en viljað að Tryggingastofnun greiddi forvarnir að fullu í staðinn. Sigurður segir auk þess að um- mæli tryggingayfirtannlæknis í Morgunblaðinu um flúorlökkun tanna og röntgenmyndatökur hljóti að vera rangt eftir höfð svo fjarri séu þau nútímaviðhorfum í tann- lækningum. „Vísindalegar rannsóknir sýna að tannskemmdir hafa minnkað svo mikið á síðustu 15-20 árum að börn og unglingar eru með mjög lítið af fyllingum í tönnum sínum. Tann- læknar ættu í raun að fá verðlaun fyrir að vera næstum búnir að koma í veg fyrir tannskemmdir og útrýma þannig stéttinni með fyrirbyggjandi aðgerðum á borð við flúorlökkun og skorufyllur," segir Helgi Magn- ússon. Með skorufyllum er átt við lokun á tyggingarflötum jaxla þar sem tannskemmdir gera yfirleitt fyrst vart við sig. Endurgreiðsla fyrireldri en 16 stefna TFÍ „Það er jákvætt að heyra að Tryggingastofnun geti hugsað sér að hækka endurgreiðslualdurinn i 20-25 ár en það hefur verið stefna Tannlæknafélagsins í mörg ár. Flestir í þessum aldurshópi eru enn- þá í skóla og að stofna fjölskyldu og efnalitlir eftir því. Það er vont að missa þetta fólk úr reglubundnu eftirliti því margir koma illa farnir eftir fimm ár eða lengri tíma. Marg- ir svonefndra trassa, sem trygg- ingayfirtannlæknir nefnir, hegða sér svo því TR greiðir forvarnirnar ekki að fullu. Þar með veigrar fólk sér við að koma tií tannlæknis því það hefur ekki efni á að borga þenn- an mismun milli endurgreiðslunnar og kostnaðar. Það hefur sýnt sig og þetta er aðallega efnaminna fólk og barnmargar fjölskyldur,“ segir Helgi. „Við höfum lagt mikla áherslu á að allar forvarnir í tannlækningum fyrir börn og unglinga, eða ung- menni til 25 ára aldurs, verði að fullu endurgreiddar þannig að allir geti komið í reglulegt eftirlit. Við lögðum mikla áherslu á þetta í síð- ustu samningum því full endur- greiðsla mun margborga sig i fram- tíðinni með færri tannskemmdum." Þá segja tannlæknarnir að þegar upphaflega var samið við Trygg- ingastofnun hafi taxtinn verið byggður þannig upp að 50% upp- hæðarinnar voru laun og 50% kostnaður. „Þetta hefur þróast þannig undanfarin ár að 33% af taxtanum eru laun, annað er til- kostnaður. Kostnaðargrunnurinn er byggður á mörgum þáttum og það er ekki rétt sem fram kom að 7% álag sé á taxtanum til þess að tölvu- væða stofurnar. Hið rétta er að 7% af kostnaðargrunni taxtans eru í þeim tilgang," segir Helgi Magnús- son. Að lokum segir Sigurður að dæmi til skoðunar úr sjúklingaskrám, sem liður í hertara eftirliti með tann- læknum, sem tryggingayfirtann- læknir lagði til í viðtali við Morgun- blaðið, séu ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur verið gert frá upphafi og í miklum mæli undanfarin ár. Við viljum ekki liggja undir því að einstaka kollegar séu að eyðileggja fyrir stéttinni. Það hefur komið fyr- ir að menn hafa sætt ámæli eða misst samning um einhvern tíma vegna brots á samkomulagi við TR. Þannig að þetta er ekkert nýtt und- ir sólinni. Menn eru jafn mismun- andi og þeir eru margir í þessari stétt sem öðrum," segir Sigurður Þórðarson. Forsetakosningar Frambjóðendur á veraldarvef alnetsins TVEIR forsetaframbjóðendur, Guðrún Agnarsdóttir og Pétur Kr. Hafstein, hafa tilkynnt opnun heimasíðna á veraldarvef alnets- ins. Pétur Kr. Hafstein reið á vaðið og tilkynnti opnun heimasíðu sinn- ar í fyrradag. Þar er meðal annars að finna æviágrip Péturs, upplýs- ingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og gestabók. Slóð síð- unnar er (http://www.centr- um.is/'hafstein/) og netfang Pét- urs er: petur.kr.hafstein@centrum.\s. Heimasíða Guðrúnar Agnars- dóttur verður opnuð formlega á laugardag en áhugasamir geta kynnt sér efni hennar þegar á fimmtudagskvöld. Á síðunni verð- ur æviágrip Guðrúnar, áherslu- þættir í kosningabaráttu hennar og dagbók. Guðrún mun taka þátt í netspjalli við kjósendur hvern miðvikudag kl. 18-19. Slóð heim- asíðunnar er (http://www.saga.is/Gudr- un.Ágnarsdottir.) Netfang Guð- rúnar er: gudrun.agnarsdottir@ssiga..is. Lindarbraut 27 - Opið hús Til sýnis í dag kl. 13-16 björt og falleg 4ra herb. 1. hæð ásamt 31 fm bíl- skúr í fallegu þríbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Nýl. gler, eldhús o.fl. Verðlauna- garður. Verð 8,9 millj. Valhöll, fasteignasala, sími 588-4477.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.