Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSFÓLK fær sér morgunverð í boði hótelsins í tilefni af 30 ára afmælinu. Hótel Loftleiðir 30 ára 30 ÁR eru í dag liðin frá því Hót- el Loftleiðir var opnað. Hótelið hefur leikið stórt hlutverk í ferða- þjónustu í Reykjavík þennan tíma og sett svip sinn á borgarlífið. Dansleikir á Hótel Loftleiðum urðu vinsælir og komu ýmsir erlendir skemmtjkraftar þar fram. Kalda borðið í Blómasal Hótels Loftleiða var einnig vinsælt og það varð líka gamla kaffiterían sem margir Reykvíkingar muna eftir. Þangað komu heilu fjölskyldurnar til að fá samlokur og franskar með sósu, sem á þeim tíma var ekki hægt að fá alls staðar. Núna er Hótel Loftleiðir stærsta hótelið í Reykja- vík með 220 herbergi og góða ráðstefnuaðstöðu. Hin eiginlega afmælishátíð verður 1. maí. Fjölskylduhátíð verður um daginn og síðan verður boðið upp á kalt borð og dansleik upp á gamla mátann um kvöldið. í gær bauð Hótel Loftleiðir starfs- mönnum Flugleiða og ýmsum öðr- um velunnurum og góðum við- skiptavinum til lengsta morgun- verðar-hlaðborðs sem upp hefur verið sett á hótelinu. Þá voru einn- ig 20 starfsmenn, sem hafa unnið á hótelinu gegnum tíðina, heiðrað- ir sérstaklega. Heimili og- skóli gagn- rýna samræmd próf Sátu ekki allir við sama borð LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli hafa sent Rannsóknarstofnun upp- eldis- og menntamála fyrirspurn vegna framkvæmdar samræmdra prófa í dönsku og íslensku á þessu vori. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að í ljós hafi komið að nemendur sátu ekki allir við sama borð við fyrirlögn prófanna varðandi ' upplestur af segulbandi. Samtökin líti það alvarlegum aug- um að nemendum í skólum sé mis- munað hvort sem er á þessu sviði eða öðrum. Nemendur taki prófin alvarlega og hafi undirbúið sig undir þau af bestu getu. Mistök af þessu tagi hafi væntanlega áhrif á frammi- stöðu þeirra í öðrum þáttum prófsins og valda þeim óþarfa kvíða og hugar- angri. „Samtökin Heimili og skóli telja afar mikilvægt að vel sé vandað til undirbúnings og framkvæmdar samræmdra prófa og að tryggt sé að allir nemendur njóti jafnréttis við fyrirlögn þeirra svo og við mat á úrlausnum. í tengslum við þetta mál vakna einnig spurningar um hvernig ■ verði staðið að framkvæmd þeirra samræmdu prófa sem væntanlega verða tekin upp í 4. og 7. bekk á næsta skólaári." ------»-------- * •• Lát konu í Oxnadal Unnið að rannsókn UNNIÐ er að rannsókn á því hvern- ig lát konu á bæ í Öxnadal í Eyja- firði um síðustu helgi bar að og vildi Daníel Snorrason, fulltrúi rannsókn- arlögreglunnar á Akureyri, ekki segja neitt um gang rannsóknarinnar í gær. Karlmaður um sextug hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til næsta föstudags, 3. maí, en hann er bóndi á umræddum bæ. Konan sem lést var systir mannsins og var hún gestkomandi á bænum. Kallað var á lækni og sjúkrabíl og lögregla fór einnig á staðinn. Ummerki á staðnum bentu til þess að látið hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. ----------»--».♦---- Gullpottur til Keflavíkur GULLPOTTUR að upphæð 10.938.779 krónur vannst í Ránni í Keflavík um ki. 22.30 á mánudags- kvöld. Það var keflvískur karlmaður sem vann pottinn að þessu sinni. Vinningurinn verður væntanlega greiddur út á föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá Gull- námunni byijar Gullpotturinn í tveimur milljónum króna. Pottarnir sem hafa unnist hafa verið á bilinu frá 2,1-14,5 miiljónir króna. HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS KYNNIR Lista-, óperu- og sælkeraferð - Það besta á Italíu Listskoðun og lífsnautn í fegurstu héruðum og borgum Italíu. Brottför 10. ágúst Skipulag og fararstjórn Ingólfur Guðbrandsson £/öfrar ítalíu HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: 1. MILANÓ, m.a. LA SCALA-óperan, dómkirkjan og Síðasta kvöld- máltíðin eflir Leonardo da Vinci í Santa Maria delle Grazie. Gisting: GRAND HOTEL DORIA. 2. VERÓNA, hin heiilandi miðaldaborg Rómeós og Júlíu og óperan CAR- MEN I ARENUNNI með mörgum frægustu söngvurum heimsins, frátekin tölusett sæti. 3. GARDAVATNIÐ með töfrandi fegurð og bæjunum SIRMIONE, BAR- DOLINO og GARDA. Siglt á vatninu. 4. Listir og líf í FENEYJUM, þar sem gist verður á GRAND HOTEL LUNA við CANAL GRANDE, rétt við MARKÚSARTORG til að uppli- fa töfra borgar hertoganna á nóttu sem degi. 5. Italska hjartað - listaborgin FLÓRENS, þar sem gist er í 3 nætur á BERNINI PALACE, mitt í heimslistinni til að sjá nteð eigin augunt snilld endurreisnarinnar, mestu listfjársjóði veraldar í söfnunum UFFIZI og PITTI, hús Dantes og fjölmargt fleira. 6. PISA, SIENA OG ASSISI, borgimar, sem eru sjálfar eins og undurfagurt safn aftan úr öldum, ótrúlegri en orð fá lyst. Gist á PERUGIA LA ROSETTA. 7. RÓM, borgin eilífa, fyrrurn miðpunktur heimsins, hefur engu tapað af þeirn segulmagnaða krafti, sem dregið hefur að ferðamenn frá öllum heimshornum í 2000 ár. Gist 4 nætur á REGINA BAGLIONE hótelinu við sjálfa VIA VENETO. 8. BOLOGNA, PARMA og RONCOLE, slóðir VERDIS. VERÐUEKKUN ! MIÐAÐ VIÐ GÆÐIHEFUR ÞESSIFERÐ ÞÓTT ÓTRÚLEGA ÓDYR - SÖMU GÆÐIEN VERÐ- LÆKKUN - EF STAÐFEST ER FYRIR 7. MAÍ Settu sjálfa(n) þig í réttu sporin í þessari ferð ! FERÐAMÁTI: Flug til og frá MÍLANÓ. Akstur um Ítalíu í glæsilegustu gerð farþegavagna. GISTING: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum, sérvöldum nteð tilliti til gæða og staðsetningar. Hlaðborðsmorgunverður ,^/v/ eiig/H awiitfHH ((/: / Ferð sem aílir unnendur lista og fegurðar ættu að láta eftir sér. Eitt tækifæri enn undir fararstjórn Ingólfs ! Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, simi 56 20 400, fax 562 6564 HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Arena í Verona - heimsfrcegir flytjendur Hógœða-hótel - Cogeta Palace FAN kynning á Hótel Sögu í kvöld, miðvikudag 1. maí, kl. 20.30 í þingsal A. Ókeypis aðgangur, en mætið snemma til að tryggja ykkur sæti. Dagskrá: 1) Thor Vilhjálmsson rithöfundur, forseti Islandsdeildar stofnunarinnar Dante Aligieri segir frá félaginu og Dante. 2) Benedikt Gunnarsson listmálari og lektor viö KHf sýnir og skýrir lit- skyggnur af frægum málverkum. Kaffihlé. 3) Ingólfur Guðbrandsson forstjóri kynnir „Töfra Ítalíu" í máli og myndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.