Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 39

Morgunblaðið - 01.05.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 39 AÐSENDAR GREINAR Eru þetta nútíma stjómunaraðferðir? HAMIN6JURÁNI£> A UNDANFORN- UM vikum hafa opin- berir starfsmenn mót- mælt harðlega þeim áformum ríkisstjórn- arinnar að samþykkja nýtt frumvarp um rétt- indi og skyldur starfs- manna ríkisins á yfir- standandi þingi. Opin- berir starfsmenn hafa gert athugasemdir við marga þætti þessa frumvarps og einnig hafa þeir gagnrýnt það harðlega að ríkis- stjórnin skuli ætla sér að knýja fram breyt- 4 i i Ásta Möller ingar og skerðingar á réttarstöðu opinberra starfsmanna og virða að vettugi lögbundið samráð og samn- inga við stéttarfélög. Samtök opin- berra starfsmanna hafa margoft bent á nauðsyn þess að lögin verði endurskoðuð en telja óhjákvæmi- legt að nýta þekkingu og reynslu stéttarfélaganna á aðstæðum starfsmanna. ríkisins við þá endur- skoðun. í þessari grein verður tæpt á örfáum þáttum frumvarpsins, en af mörgu er að taka. Yfirlýstur til- gangur ríkisstjórnarinnar með breytingum á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er að færa ríkisreksturinn í nútímalegra Ný starfsmannastefna stjórnvalda endurspegl- ar ekki, að mati Ástu Möller, nútíma stjórn- unarhætti. horf, sbr. yfirskrift upplýsingabréfs fjármálaráðherra frá mars 1996. Til að ná þessu markmiði skuli m.a. stefnt að aukinni valddreifingu samfara aukinni ábyrgð stjórnenda. Þetta yrði m.a. gert með því að færa stjórnendum stofnana aukið vald í hendur gagnvart starfsmönn- um sínum. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga er sammála því markmiði að færa stofnunum aukið vald og stjórnendum meira sjálfstæði og ábyrgð á rekstri stofnananna. Hins vegar er það skoðun félagsins að slíkt verði ekki gert á kostnað rétt- arstöðu starfsmanna, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Nú ríkir ákveðið jafnræði milli vinnuveitanda og starfsmanns þar sem þeir semja í ráðningarsamn- ingi m.a. um launakjör, í mörgum tilvikum launakjör umfram lág- marksákvæði kjarasamninga, og um verksvið og vinnutíma starfs- manns. Við gerð ráðningarsamn- inga, líkt og við gerð samninga almennt, koma báðir aðilar jafn- réttháir að samningaborði og slík- um samningi verður einungis breytt með samkomulagi milli aðila eða að öðrum kosti sagt upp í heild sinni. Þetta er meginregla í vinnu- rétti og hefur hún ver- ið staðfest í íslenskri réttarframkvæmd. í frumvarpi til laga um* réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er hins vegar staða starfsmanna við gerð ráðningarsamninga rýrð verulega og kom- ið er í veg fyrir að jafn- ræði geti ríkt milli vinnuveitanda og starfsmanns við gerð og framkvæmd ráðn- ingarsamninga. Rétt- arstaða ríkisstarfs- manna er á þennan hátt gerð mun lakari en réttarstaða starfsmanna á almennum vinnu- markaði. Samkvæmt frumvarpinu getur vinnuveitandi t.d. tekið ein- hliða ákvörðun um að breyta vinnu- tíma og verksviði og lækka laun starfsmanns án þess að starfsmað- urinn hafi möguleika á að bregðast við á annan hátt en þann að segja upp starfi sínu og starfsmönnum verður jafnvel gert að þiggja lægri laun en ráðningarsamningur kveð- ur á um hluta af uppsagnarfresti sínum. í frumvarpinu eru nokkur ákvæði sem varða stöðu starfsmanna ef þeim verður á í starfi eða ef þeir sýna ekki fullnægjandi árangur í starfi. Stjórnsýslulög voru sam- þykkt á árinu 1993. Tilgangur þeirra er m.a. sá að tryggja ein- staklingum lágmarksréttindi í sam- skiptum sínum við stjórnvöld. Með frumvarpinu um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er víða komið í veg fyrir að starfsmenn ríkisins njóti verndar ákvæða stjórnsýslu- laga þegar teknar eru íþyngjandi ákvarðanir um störf og stöðu þeirra og þannig eru ríkisstarfsmenn sett- ir skör lægra en aðrir þegnar þjóð- félagsins í samskiptum sínum við stjórnvöld. Þessi ásetningur ríkis- stjórnarinnar er óskiljanlegur. Sem dæmi um þetta má nefna að í frum- varpinu ef forstöðumanni ekki gert skylt að gefa starfsmanni kost á að tala máli sínu áður en ákvörðun er tekin í máli hans, né er gert ráð fyrir að starfsmaður geti skotið máli sínu til æðra stjórnvalds sé hann ósáttur við úrskurð yfirmanns síns. Niðurstaðan er því sú að með frumvarpinu er vald forstöðumanna aukið á kostnað réttarstöðu starfs- manna og skapað er óviðunandi ójafnvægi í samskiptum þessara aðila. Hjúkrunarfræðingar eru sam- mála því markmiði ríkisstjórnarinn- ar að færa ríkisreksturinn í nútíma- legra horf og hafa lengi lýst sig reiðubúna til samstarfs við stjórn- völd við slíkt verk. Framangreind atriði í frumvarpi um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins teljast hins vegar seint til nútímalegra stjórnunarhátta, þar sem starfsmaðurinn er settur undir ægivald yfirmanns síns. Nýjustu stjórnunarkenningar kveða á um að leiðin til árangurs við rekstur í i IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL fyrirtækja felist m.a. í að skapa aðstæður þar sem framlag hvers og eins til reksturs fyrirtækisins er metið,og samskipti yfirmanna og undirmanna taki fremur mið af að setja sameiginleg markmið, en að starfsmaðurinn sé undir hælnum á yfirmanninum. í nýju tölublaði Fijálsrar verslunar er kynnt ný bók eftir metsöluhöfundinn Mark H. McCormack, en hann er einn þekktasti höfundur síðari ára um nútímastjórnunaraðferðir. I bók- inni eru dregin fram 10 helstu atr- iði sem stjórnandi þarf að tileinka sér til að hann teljist nútímastjórn- andi, en eitt þeirra er: „Komið á opnum samskiptum milli stjórn- enda og starfsmanna." Þá er í greininni dregið fram megininntak bókarinnar sem felst í eftirfarandi tilvitnun höfundar í Biblíuna „Komið fram við aðra eins og þið viljið að aðrir komi fram við ykk- ur“. Varla er hægt að segja að hin nýja starfsmannastefna stjórn- valda sem á að endurspegla nú- tímastjórnunarhætti - sem birtist í nýju frumvarþi að réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins - taki mið af þessum ráðleggingum. Höfundur erformaður Félags íslenzkra bjúkrunarfræðinga. s&asffl OSKA EFTIR 10 MILLJÓN g KRÓNA LÁNI. TILBOÐ j SENDISTÁ SMÍPAVERKSTÆÐIÐ. WOÐLEIKHUSIÐ Sími 551 1200 ÍSVAi-BORGA H/F HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 T oba.ksva.rnir í nútfð og framtfð Ráðstefna í Háskólabfói laugardaginn 4. maí kl. 13.00-16.30 á vegum Tóbaksvarnanefndar og Heilsueflingar Salur III: Inngangur. Fundarstórí Magnús Karí Pétursson, formaður Hjartaverndar. 13.00 Ráðstefnan sett: Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Ávarp: Björn Bjarnason, menntamáiaráðherra. 13.10 Staða tóbaksmála á íslandi - auknar reykingar unglinga. Helgi Guðbergsson, yfirlæknir. Salur III: Siðferðisleg og fjárhagsleg vandamál tengd tóbaksneyslu Fundarstjóri Jón Kristjánsson, aiþm. 13.40 Hvað kosta reykingar einstaklinginn og þjóðfélagið? Pétur Blöndal, alþingismaður. 14.00 Ættu reykingamenn að borga meira en aðrir fyrir heilbrigðisþjónustu? Vilhjálmur Árnason, heimspekingur. 14.20 Eiga þeir sem ekki reykja að fá ódýrari tryggingar en þeir sem reykja? Daði Fríðriksson, sölu- og markaðsstjóri. Salur IV: Sala tóbaks til barna og unglinga Fundarstjóri Össur Skarphéðinsson, alþm. 13.40 Er tóbak auglýst á íslandi þó að ólöglegt sé? Oddur Albertsson, skólastjóri. 14.00 Hvernig á að stöðva sölu tóbaks til barna og unglinga? Hrund Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi. 14.20 Er reyklaust tókbak ekki hættulaust? Pétur Heimisson, heilsugæslulæknir. 14.45 Kaffi og kleinur. Salur 111: Nýjungar og stefna Fundarstjórí Sigríður Jakobínudótir, hjúkrunarfræðingur MPH. 15.15 Nýjungar í meðferð þelrra sem háðlr eru nlkótíni. Þorsteinn Biöndai, yfirlæknir. 15.35 Þarf að takmarka reykingar meira en orðið er? Haildóra Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri. 15.55 Hvert skal stefna í tóbaksvörnum og hvernig? Þorvarður Örnólfsson, framkvæmdastjóri. Ráðstefnan er öllum opin - aðgangur ókeypis. Heilbrigðisráðuneytið Landlæknisembættið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.