Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 52

Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ný stgóm Torfusamtakanna Ráðstefna um framtíð mjólkur- framleiðslunnar Hermilíkön kynnt í Odda FJALLAÐ verður um hermilíkön í stofu 101 í Odda fimmtudaginn 2. maí kl. 16.30-18 með því að sýna tvö hermilíkanaforrit. Bæði forritin eru auðveld í notkun og er vonast til að fundargestir fái nokkuð góða hugmynd um hvers konar líkön er auðvelt að gera með þessum hugbúnaði og hvern- ig- Dagskráin hefst á því að Rúnar Júlíusson og Jón Sch. Thorsteins- son kynna Promodel. Þeir munu sýna þrjú sýnidæmi sem fylgja forritinu; af biðröðum í banka, af jámbrautarstöð og um birgðir. Auk þess ræða þeir hugmyndir sinar um að gera hermilíkön af rekstri í fyrirtækjum sínum. Síðan kynna Guðjón Ingólfsson og Snjólfur Ólafsson Simul 8. Auk þess að skoða sýnidæmi verður sagt örlítið frá tilraunum nemenda í viðskiptafræði til að nota forrit- ið. Umræður verða í lokin um hermilíkön. ÁFORM eru uppi um að efla starf- semi Torfusamtakanna. Fyrirhugað er að samtökin beiti sér fyrir fræðslu og útgáfustarfsemi um málefni sem snerta húsverndun og láti sig varða verndun og viðhald eldri og merkra mannvirkja. Á aðal- fundi var kjörin ný stjórn samtak- anna. Hana skipa: Páll V. Bjarna- son, formaður, Guðjón Friðriksson, Guðrún Guðmundsdóttir, Sævar Guðbjörnsson og Margrét Þormar. Námskeið í psykodrama í SAMVINNU Barnageðlæknafé- lags Íslands, Geðlæknafélags ís- lands og Bama- og unglingageð- deildar Landspítalans verður haldið námskeið um notkun psykodrama dagana 3.-4. maí. Námskeiðið er einkum ætlað ungum læknum, sál- fræðingum, félagsráðgjöfum, geð- hjúkrunarfræðingum og öðru fag- fólki. Kennari verður Göran Högberg, sænskur geðlæknir barna jafnt sem fullorðinna. Hann hefur verið frum- kvöðull psykodrama-meðferðar í Svíþjóð og var m.a. meðal stofnenda Svenska Psykodrama Institutet. Hann hefur kennt psykodrama víða um lönd. Psykodrama hefur verið við lýði um fjölda ára þótt aðferðin hafi ekki rutt sér að ráði til rúms á ís- landi. Á námskeiðinu verður unnið með tjáskipti, óræða tjáningu og þá sér- hæfingu psykodrama sem nefnist Doubleteknik eða Pacing inorm NLP. Kynnt verður fjölskylduvinna m.a. vinna með fleiri kynslóðir, sorgarvinnu og unnið með tengsl einstaklinga, bæði innávið og útávið (intra- och interpersonell). Mögu- leikar verða á handleiðslu með mál sem þátttakendur leggja fram. Námskeiðið verður haldið á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut og stendur daglega frá kl. 9-16. Þátttökugjald er 9.000 kr. og takmarkast þátttÖkuíjöldi við 25. Ef aðsókn verður meiri ganga þeir fyrir sem hafa greitt þátttöku- gjald. -----♦ ♦ ♦ Athuga- semd MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Vöru- happdrætti SÍBS: „Að gefnu tilefni skal tekið fram að í Happdrætti SÍBS vinna allir á árinu. í ágústmánuði munu öll núm- er frá vinning, einstæða bók sem er Ijósprentuð, handskrifuð verk 124 íslenskra skálda, myndskreytt af Hring Jóhannessyni. Auk þess munu 913 númer fá annan vinning í sama flokki, aldrei lægri en að verðmæti 10.000 kr. Það er því ekki rétt sem fullyrt hefur verið í auglýsingum Lands- bjargar að happdrætti hennar sé eina happdrættið þar sem ailir fá vinning." LANDSSAMBAND kúabænda gengst fyrir spástefnu um mjólkurframleiðslu á íslandi í A- sal Hótel sögu mánudaginn 6. maí næstkomandi kl. 11-17.30. Á spá- stefnunni verður fjallað um mjólk- urframleiðslu á íslandi næsta ára- tug. Spástefnan hefst með ávarpi Guðmundar Bjarnasonar landbún- aðarráðherra, en að því loknu fjall- ar Jón K. Baldursson frá Samtök- um afurðastöðva í mjólkuriðnaði um framleiðslu og sölu mjólkur síðustu ár. Jónas Bjarnason for- stöðumaður Hagþjónustu land- búnaðarins fjallar um afkomu greinarinnar og möguleika til ha- græðingar og bættrar afkomu, Magnús B. Jónsson, skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, fjallar um starfs- og endurmenntun kúa- bænda og Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, fjallar um leiðbeiningarþjónustuna og stoð- kerfið. Að loknum hádegisverði ræðir Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, um lagarammann í mjólkur- framleiðslunni nú og líklegar breytingar, Óskar II. Gunnarsson, formaður Samtaka afurðastöðva í Þriðji áfangi minja- göngunnar í RAÐGÖNGU Ferðafélagsins 1996, minjagöngunni, eru kynntir áhugaverðir sögu- og minjastaðir innan borgarmarka Reykjavíkur og í næsta nágrenni borgarinnar. Á miðvikudaginn 1. maí er komið að þriðja áfanga göngunnar og er brottför frá BSÍ austanmegin og Mörkinni 6 kl. 13. Ekið verður að Elliðavatni og gengið með vatninu út í Þingnes. Þar mun Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur sýna og segja frá staðnum en þarna er eitt merk- asta rústasvæði borgarinnar. Margt bendir tii þess að þarna hafi verið forn þingstaður. Þetta er ferð við allra hæfi. Minjagangan hófst 14. apríl í Laugarnesi og henni lýkur 23. júní í Grafardal. Á 1. maí verður einnig farin árleg göngu- og skíðaferð á Heng- il og er brottför kl. 10.30. -----♦ ♦ ♦----- Hátíð harmon- ikkunnará tveimur stöðum HÁTÍÐ harmonikkunnar verður í ár bæði haldin í Reykjavík og á Akureyri. Sérstakir gestir verða Norðmennirnir Amstein Johansen og Sverre Cornelius Lund. í Reykjavík verður hátíðin í Súlnasal Hótels Sögu og hefst klukkan 20.15 föstudaginn 3. maí með setningu og barnatónleikum. Þar koma fram nemendur úr Al- menna Músikskólanum og hópur frá Tónlistarskóla Akraness. Á al- mennum tónleikum sem hefjast klukkan 21 koma fram einleikarar, dúett, stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur og erlendir gestir. Á Akureyri hefst hátíðin klukk- an 21 á laugardagskvöld í Sjallan- um. Á dagskrá er leikur erlendu gestanna, einleikarar, sextett og tríó. Að loknum tónleikum á báðum stöðum verður dansleikur. mjólkuriðnaði, fjallar um núver- andi umhverfí við inn- og útflutn- ing mjólkurafurða og hagræðingu í mjólkuriðnaðinum, möguleika og hindranir, Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands, ræðir um mjólkurframleiðslu á íslandi innan ESB, Ketill Hannesson, hag- fræðiráðunautur, fjallar um end- urnýjun fjósa, Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, ræðir um mjólkurframleiðsluna og lífs- kjör, Markús Möller, hagfræðing- ur, ræðir um leiðir stjórnvalda til að móta umhverfí mjólkurfram- leiðslu og mjólkuriðnaðar og Guð- mundur Þorsteinsson, varafor- maður Landssambands kúa- bænda, ræðir um viðhorf til fram- tíðar. Að erindaflutningi loknum verða umræður. Fundarstjóri á spástefnunni verður Guðmundur Lárusson, for- maður Landssambands kúa- bænda. Skráning þátttakenda þarf að fara fram í siðasta lagi föstu- daginn 3. maí á skrifstofu Lands- sambands kúabænda. Verð er 1.500 krónur og er hádegisverður og kaffiveitingar innifalið í verði. Málþing um söfn og þjóðfræði MÁLÞING verður haldið um söfn og þjóðfræði að Skógum undir Eyja- fjöllum á laugardag, 4. maí, og er það tengt 75 ára afmæli Þórðar Tómassonar. Að málþinginu standa Félag ísl. safnmanna, Héraðsnefndir Rangárvalla- og Vestur-Skaftafells- sýslu, Skógaskóli og Þjóðminjasafn íslands . Málþingið hefst klukkan 13 með ávarpi Sverris Magnússonar skóla- stjóra, en síðan flytja eftirtaldir er- indi: Þór Magnússon, Einar Jónsson, Guðmundur Ölafsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Hörður Geirsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Jón Böð- varsson, Smári Ólason, Vilhjáimur Örn Vilhjálmsson, Þóra Kristjáns- dóttir, Sverrir Kristinsson og Sigríð- ur Sigurðardóttir. -----♦ ♦ ♦------ Ný kvóta- skipti rædd HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, heldur opinn fund um fiskveiðistjórnun í Valhöll, Háaleitisbraut 1, fimmtu- daginn 2. maí kl. 20.30. Géstir fundarins verða Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, Sig- hvatur Björgvinsson, alþingismaður og Pétur Örn Sverrisson, hdl., starfsmaður LÍU. Umræðuefni verður m.a. ný skipting aflaheim- ilda milli skipa og smábáta, afla- markskerfið o.fl. ------♦ ♦ ♦----- Skaftárhreppur á myndakvöldi ÚTIVIST stendur fyrir mynda- kvöldi fimmtudaginn 2. maí í Fóst- bræðraheimilinu, Langholtsvegi kí. 20.30. Sýndar verða myndir Lárusar H. Bjarnasonar af þemasvæðj Úti- vistar, Skaftárhreppi. Erla ívars- dóttir kynnir hreppinn og hrikalega náttúru. Á meðal áhugaverðra staða eru Eldgjá, Fögruijöll, Langi- sjór, Lakagígar og Núpstaðarskóg- ar svo fátt eitt sé nefnt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.