Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 55

Morgunblaðið - 01.05.1996, Síða 55
morgunblaðið MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 55 FRÉTTIR Sumarbúðir kirkjunnar í Hlíðardal í Ölfusi SUMARBÚÐIR kirkjunnar verða starfræktar í Hlíðarskóla í Olfusi í sumar. ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæm- um (Æ.S.K.R.) niun í sumar, líkt og s.l. surnur, starfrækja sumar- búðir fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. I fréttatilkynningu segir m.a.: „I sumarbúðunum er lögð áhersla á vinalegt umhverfi, örvandi leik og starf, tónlist, myndlist, skap- andi umræður og þroskandi trúar- líf. Mikið er lagt upp úr útiveru, íþróttum og farið er í ævintýraleg- ar gönguferðir. Boðið er upp á smíðavöll, torfæruhjól og farið í heimsókn á sveitabæ. Á staðnum er sundlaug og íþróttahús. Starfsfólk sumarbúðanna hefur allt mikla reynslu af starfi með börnum og býr yfir margvíslegri sérþekkingu sem nýtist vel í sumarbúðunum. Starfsfólk sumar- búðanna tekur námskeið í þroska- kostum barna og skyndihjálp á vegum Æ.S.K.R." Dvalargjald fyrir 8 daga flokk er kr. 13.600.- Rútuferðir eru inni- faldar í verði. Við innritun greiðist staðfestingargjald kr. 5.000.- sem gengur upp í dvalargjald. Veittur er systkinaafsláttur. Flokkaskipan er sem hér segir: 1. fl. 3.- 10. júní (6-8 ára), 2. fl. 10.-17. júní (9-12 ára), 3. fl. 19.-26. júní (9-12 ára), 4. fl. 26. júní-3. júlí (6-8 ára), 5. fl. 3.-10. júlí (9-12 ára) og 6. fl. 10.-17. júlí (9-12 ára). Innritun fer fram á skrifstofu Æ.S.K.R. í Hallgrímskirkju. Sér- stakur starfsmaður sumarbúðanna er við kl. 17-19 alla virka daga nema föstudaga. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími isj 567-1800 ^ Löggild bílasala Toyota Corolla XL Sedan '92, vín- rauður, 5 g., ek.aðeins 34 þ.km. Bein sala. V. 870 þ. Isuzu Sport Cap 2.4 (bensin) '91, grásans, 5 g., ek. 69 þ.km., álfelgur, veltigrind o.fl. V. 1.100 þús. ITC fundur á ensku ÞJÁLFUNARSAMTÖKIN ITC hafa nú á vormánuðum haldið nokkra fundi þar sem eingöngu er töluð enska. Á þessum fundum hafa fundarmenn fengið tækifæri til að æfa sig í að tala ensku. Fundirnir standa í u.þ.b. eina klukkustund og hafa ákveðið þema. Fundarmenn eru látnir kynna sig, fluttar eru stuttar ræð- ur, hafðar verklegar æfingar sem allir taka þátt í og síðan eru opnar umræður um hin fjölbreytilegustu málefni. Þessir fundir hafa ekki verið auglýstir utan ITC samtakanna en nú verður gerð bragarbót á því og boða samtökin því til seinasta enska fundar starfsársins. ITC eru þjálfunarsamtök sem þjálfa félaga sína í mannlegum samskiptum, ræðumennsku, fundarsköpum og almennri sjálfsstyrkingu. Seinasti enski ITC fundurinn fyrir sumarfrí verður haldinn 2. niaí kl. 18 í húsnæði Landssamtaka ITC í Ármúla 38, þriðju hæð. Þema fundarins verður „Education". All- ir velkomnir meðan húsrúm leyfir. -----------» ♦ ♦---- ■ ÁTTHAGAFAGNAÐUR Hnífsdælinga verður haldinn í Súlnasal, Hótel Sögu, föstudag- inn 10. maí. Húsið verður opnað kl. 19 og hefst borðhald kl. 20. Á dagskrá verður m.a. ræða Þor- varðar Alfonssonar, Steindór Hjörleifsson flytur gamanmál. Sigurður Jónsson sér urn almenn- an söng. Efnt verður til happdrætt- is og meðal vinninga eru ferðir fyrir tvo til Hnífsdals með hótel- gistingu. Komið hefur fram tillaga um að reisa örnafnaskilti í Hnífs- dal og rennur ágóði happdrættisins í örnafnasjóð. TSURUMI SLÓGDÆLUR Margar stærðir. Vönduð kapalþétting Yfirhitavörn Níðsterkur rafmótor 3 x 380 volt 3 X 220 volt Tvöföld þótt- •ng með sili- koniá snertiflötum Öflugt og vel - opiðdælu- & hjól með 8 karbíthnífum ÉnæiB VSkútuvogi 12a, 104 Rvk. »581 2530 Við viljum betri samskipti með frjálsum samningum - ekki lögþvinganir Breytingar á samskiptareglum á vinnumarkaði án samkomu- lags við samtök launafólks eru dæmdar til að mistakast. Verkalýðshreyfingin vill samkomulag um markvissari og lýðræðislegri vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Við viljum félagafrelsi, ekki lögþvinguð fyrirtækjafélög. Fyrirhugaðar breytingar stjórnvalda á vinnulöggjöfinni munu takmarka mjög áhrif almennra félagsmanna en auka völd embættis ríkissáttasemjara. Fyrirhugaðar breytingar stjórnvalda á vinnulöggjöfinni vinna þvert gegn yfirlýstum markmiðum og munu leiða til lengri og víðtækari verkfalla. Burt með skerðingar- frumvörpin Bandalag háskólamanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.