Morgunblaðið - 23.05.1996, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Umferðarátak á
Norðnrlandi í sumar
Morgunblaðið/Kristján
DANÍEL Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, og Björn
Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, við bíl lögreglunn-
ar á Sauðárkróki, en um helgina hefst sameiginlegt umferðar-
átak lögreglunnar á öllu Norðurlandi þar sem áhersla verður
lögð á ökuhraða, bílbeltanotkun og öryggisbúnað fyrir börn.
VEGFARENDUR á Norðurlandi
mega eiga von á því að sjá meira
af lögreglubílum á vegum nú um
hvitasunnuhelgina en endranær,
en þá hefst norðlenskt umferð-
arátak sem stendur yfir í allt
sumar. Hvítasunnuhelgin er
fyrsta ferðahelgi ársins og má
búast við að fjöldi ferðalanga
verði á vegum úti.
Sýslumenn á Norðurlandi, frá
Strandasýslu í vestri til Þingeyj-
arsýslu í austri ákváðu á fundi
fyrir nokkru að embættin myndu
skipuleggja sameiginleg umferð-
arátök í sumar og verður hið
fyrsta nú um hvítasunnuhelgina.
Megináhersla að þessu sinni
verður á ökuhraða, bílbeltanotk-
un og öryggisbúnað fyrir börn.
Öðrum umferðarlagabrotum
verður eftir sem áður sinnt á
venjulegan hátt, að sögn Daníels
Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns
á Akureyri, og Björns Mikaels-
sonar, yfirlögregluþjóns á Sauð-
árkróki, en þeir kynntu átakið í
gær. Þykir viðeigandi að leggja
höfuðáherslu á þessi atriði, öku-
hraðann, bílbeltanotkun og ör-
yggisbúnað fyrir börn fyrstu
ferðahelgi sumarsins og reyna
með því að Ieggja grunninn að
slysalausri umferð á Norðurlandi
í sumar.
Tilgangur með sameiginlegu
umferðarátaki á þessu svæði er
að samræma og ná sem bestri
nýtingu á mannafla ogtækja-
kosti þannig að hægt sé að halda
úti árangursríkara eftirliti. Emb-
ættin á Norðurlandi hafa yfir að
ráða um 20 bílum. „Við höfum
yfir að ráða nægum bílaflota og
mannskap til að geta staðið vel
að þessu átaki, en það þarf að
skipuleggja nokkuð fyrirfram.
Við höfum áður haft með okkur
samvinnu, lögreglumenn á svæð-
inu, og hún gefist vel,“ sagði
Björn Mikaelsson.
Daníel sagði að skynsamlegt
hefði þótt að leggja áherslu á
ökuhraða og öryggisbúnað
fyrstu ferðahelgina og reyna
þannig strax í upphafi sumars
að ná niður hraðanum. Hann
væri alltof oft of mikill og í
mörgum tilvikum einn helsti or-
sakavaldur slysa í umferðinni.
„Það fer best á því að ætla sér
ekki um of og taka fyrir ákveðið
viðfangsefni hveiju sinni,“ sagði
Daníel.
Tvö innbrot
upplýst
TVÖ innbrot sem framin voru að-
faranótt síðastliðins þriðjudags hafa
verið upplýst. Annars vegar var brot-
ist inn í félagsmiðstöðina Dynheima
og þaðan stolið myndbandstæki og
sælgæti og hins var var farið inn í
Lundarskóla, þar var litlu stolið en
skemmdir unnar. Tveir piltar, 15 og
16 ára auk tveggja vitorðsmanna,
hafa viðurkennt innbrotin við yfir-
heyrslur. Annar piltanna hefur áður
komið við sögu lögreglunnar.
Innbrot í verslunarmiðstöðina
Krónuna í Hafnarstræti um síðustu
helgi er óupplýst en í rannsókn.
------» ♦ ♦-----
Síðustu sýningar
á Nönnu systur
SÍÐUSTU sýningar á gamanleiknum
Nanna systir eftir Einar Kárason og
Kjartan Ragnarsson verða í Sam-
komuhúsinu á Akureyri um helgina.
Sýnt verður á föstudagskvöld, 24.
maí og laugardagskvöldið 25. maí,
en nær Ijögur þúsund manns séð
sýningarnar.
Arnarfell hf. fyrirferðarmikið í verktakavinnu víðs vegar um landið
Fjárfest í fullkomínni
færanlegri steypustöð
FYRIRTÆKIÐ Amarfell hf. hefur
verið nokkuð fyrirferðarmikið í
verktakavinnu víðs vegar um landið
síðustu ár. Amarfell, sem er fjöl-
skyldufyrirtæki, var stofnað í
Skagafirði fyrir tæpum 10 árum
en flutti lögheimili sitt til Akureyrar
um áramótin 1991-’92. Eigendur
þess era fjórir bræður frá Ytri-
Brekku II í Akrahreppi í Skagafirði
og faðir þeirra og starfa þeir allir
hjá fyrirtækinu. Hjá Arnarfelli
starfa nú um 10 manns og mun
fjölga um 2-3 í næsta mánuði, en
fyrirtækið hefur nýlega fjárfest í
fullkominni færanlegri steypustöð
og tveimur steypubílum. Fyrir á
fyrirtækið fjöldann allan af gröfum,
ýtum, gijótflutningabílum og vöra-
bílum og þijár malarasamstæður
til steinefnavinnslu.
Vakið athygli fyrir dugnað og
útsjónarsemi
Eigendur Arnarfells hafa vakið
töluverða athygli á Akureyri og víð-
ar fyrir dugnað og útsjónarsemi.
Bræðumir Sigurbergur, Þór, Björn
.cow
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Bensínstöðvar
og helstu
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás ehf.,
Langholtsvegi 84, s. 533 1330.
og Þorvaldur eru hluthafar í fyrir-
tækinu ásamt föður sínum Konráði
Vilhjálmssyni og systir þeirra Sig-
ríður Pála starfar þar einnig við
dagleg skrifstofustörf. Elsti bróðir-
inn býr og starfar á Raufarhöfn og
tvær yngstu systurnar era enn við-
loðandi búskapinn heima á Ytri-
Brekku ásamt móður sinni Valgerði
Sigurbergsdóttur. Valgerður sér
um búskapinn og er auk þess hús-
vörður í félagsheimilinu Miðgarði.
Sigurbergur er elstur þeirra
bræðra sem að fyrirtækinu koma,
rétt 31 árs og hann er jafnframt
framkvæmdastjóri þess. Sigurberg-
ur sagði í samtali við Morgunblaðið
að reksturinn hafi gengið nokkuð
vel í gegnum tíðina og þá sérstak-
lega eftir 1990.
„Við höfum nú seinni ár snúið
okkur meira að sérhæfðum verkefn-
um og keyrt aðeins út úr hörðustu
samkeppninni. Útboðsmarkaðurinn
er á sæmilegu róli i dag og skilin
á milli stærri og minni verktaka era
að verða skýrari. Eins eru menn
farnir að vanda betur valið á verk-
tökum sem fá að bjóða í þessi stærri
verk. Það er uppsveifla í ár og ekki
annað séð en að hún standi fram
undir aldamót. Við áttum mjög
heilladijúgt samstarf við norska
aðila árið 1993, bæði hvað varðar
þekkingu og afkomu. Við lærðum
mikið af Norðmönnunum og höfum
nýtt okkur þá þekkingu við rekstur-
inn.“
Sigurbergur segir að reksturinn
hafi farið rólega af stað á sínum
tíma en stigin hafi verið stærri skref
eftir því sem árin hafi liðið. „Það
sem okkur þykir lítið í dag var stórt
í okkar huga á upphafsárunum. Það
er mikið og náið samstarf okkar
eigendanna. Vinnutíminn miðast
ekki við kl. 9-5, heldur að ljúka
ákveðnum verkum og þá er dagur-
inn búinn.“
Það er ekki mikil yfirbygging á
fyrirtækinu og Sigurbergur er sjálf-
ur þar sem áherslurnar eru hveiju
sinni. Þegar blaðamaður hitti hann
að máli var hann að vinna á stórri
hjólaskóflu á Akureyrarflugvelli.
Þeir feðgar eru ekki langskóla-
gengnir en sjálfmenntaðir á flestum
svið.um. Arnarfell er með aðsetur
að Óseyri 8 og þeir feðgar sjá einn-
ig um nánast allt viðhald á vélum
og tækjum. „Það er ekki keypt verk-
stæðisvinna nema þegar annað er
ekki hægt vegna anna hjá okkur.
Dagurinn er því oft langur en við
höfum notað vetrartímann m.a. til
þess að gera við okkar vélar og
tæki.“
Á leið inn á hálendið
Sigurbergur segir að starfsmenn
Arnarfells hafi unnið við verkefni
vítt og breitt um landið og í raun
kannað flest svæðin oftar en einu
sinni. A síðasta ári spannaði vinnu-
svæðið t.d. frá Skeiðarársandi til
vestustu tanga á Vestfjörðum.
Hvarfinnurþú orku til að standast §§
vinnuálagið Og reka heimili Og sinna
Efþérlíðurstundum einsogþigvanti
orku ofurmennis til að ráða við þetta
allt gæti I belgur á dag af Ostrin
GTZ plus verð einmitt það sem
þú þarfnast. Hentar sérstaklega
íþróttamönnum ogöldmðum.
Heilsu
hornið
Sendum í póstkröfu.
Skipagötu 6, Akureyri,
sími/fax 462 1889.
bömunum Og stunda félagslífið Og
stunda líkamsræktina og...?
Morgunblaðið/Kristján
ARNARFELL átti lægsta til-
boðið í framkvæmdir á Akur-
eyrarflugvelli ásamt Hlaðbæ
Colas og þar er m.a. unnið
að því að breikka flugbraut-
ina um.15 m og sefja nýtt
yfirlag.Á innfelldu myndinni
er Sigurbergur Konráðsson,
framkvæmdastjóri Arnarfells
hf. Hann situr ekki á skrif-
stofu daginn út og inn, heldur
er þar sem eitthvað er um að
vera. Hér er hann að vinna á
einni hjólaskóflu fyrirtækis-
ins, en eins og við er að búast
þarf hann einnig að nota sím-
ann töluvert í vinnunni.
Stærsta verkefnið var við Vest-
fjarðagöng en þar sá fyrirtækið um
niðurbrot og þvott á steinefnum.
Þá hefur fyrirtækið verið með stein-
efnavinnslu fyrir Vegagerðina á
Reyðarfirði og gerir Sigurbergur
ráð fyrir að þar starfi þrír menn á
vegum fyrirtækisins í sumar.
Stærsti einstaki samningur fyrir-
tækisins til þessa var gerður árið
1993 og snéri að efnisvinnslu fyrir
Vegagerðina á Norðurlandi vestra
og þar var Arnarfell í samstarfi við
Norðmennina sem áður er getið.
Arnarfell hefur nýlokið fram-
kvæmdum við flugvöllinn í Mý-
vatnssveit og þessa dagana er fyrir-
tækið að vinna við Akureyrarflug-
völl í samstarfi við Hlaðbæ Colas.
Flugbrautin verður breikkuð um 15
m og sett á hana nýtt yfirlag, auk
þess sem sett verða niður rör og
brunnar fyrir lagnir. Sigurbergur
segir að samkvæmt útboði eigi
verkinu að ljúka 15. júní nk. en
hann gerir ráð fyrir að því verði
lokið fyrr. Þá eru starfsmenn fyrir-
tækisins á leið inn á hálendið en
Arnarfell verður undirverktaki hjá
Suðurverki hf. við Kvíslarveitu-
framkvæmdir. Þar verður unnið við
eina stærstu jarðvinnuframkvæmd
í landinu fyrir utan Hvalfjarðar-
Sem fyrr sagði hefur fyrirtækið
keypt nýja og fullkomna færanlega
steypustöð frá Þýskalandi og er
ráðgert að hún verði komin til
landsins í byrjun júní. Einnig hefur
verið fjárfest í tveimur notuðum
steypubílum. Sigurbergur segir að
þeir stefni ótrauðir að því að koma
steypustöðinni í vinnu vítt og breitt
um landið. „A öðrum tímum verður
steypustöðin staðsett á Akureyri.
Við getum þá tekið þátt í sam-
keppni um steypusölu í bænum,
enda er ekki eðlilegt að aðeins einn
aðili sitji á þessari þúfu,“ segir Sig-
urbergur.
Afkastageta steypustöðvarinnar
er um 60 rúmmetrar á klst. og tek-
ur aðeins einn dag að pakka henni
saman. Sigurbergur segir að tals-
vert aðrar kröfur séu gerðar um
steypu i t.d. virkjunarframkvæmd-
um. „Talað er um að steypa sem
framleidd er í steypubíla megi ekki
standa lengur í þeim en eina
klukkustund og því hlýtur að vera
betra að hafa stöðina sem næst
sjálfum framkvæmdunum. Stöðin
er stór miðað við afköst en lítil
miðað við umfang og er því tilvalin
til notkunar bæði við brúarsmíði og
virkjunarframkvæmdir víðs vegar
um landið. Og það eru heldur engir
aðrir að keppa nákvæmlega á þess-
um markaði í dag,“ segir Sigur-
bergur.
Arnarfell hf. á auk þess 4 hjóla-
skóflur, 4 stórar jarðýtur, 6 belta-
gröfur, 3 stóra gijótflutningabíla, 3
vörubíla og 3 mölunarsamstæður
göngin. Arnarfell mun sjá þar uni og segir Sigurbergur að í mölunar-
steinsteypuþáttinn. úthaldinu liggi mestu peningarnir.
■
>
í
i
»
.
,
i
I