Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 23 ERLENT Netanyahu á hælum Peresar Reuter FÉLAGI í Verkamannaflokknum setur upp kosningaspjald fyrir flokkinn, yfir spjöld Likud-banda- lagsins þar sem ráðist er að Arafat með því að sýna hann sem handsprengju sem haldið er föstu taki. Fjöldamorð á Tútsum Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi Likud-bandalagsins, er nú á hælum Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, samkvæmt skoðanakönn- unum sem flokkur hans lét gera. Netanyahu var ekki seinn á sér að lýsa því yfir að hann hefði náð for- ystu á Peres, sem er leiðtogi Verka- mannaflokksins, en þeir sem gert hafa skoðanakannanirnar segja það fullmikið sagt, þó að ljóst sé að afar mjótt sé á mununum. Netanyahu segist vera með tveggja prósenta forskot á Peres samkvæmt skoðanakönnun sem Likud-bandalagið lét gera. Frétta- fulltrúi Verkamannaflokksins vísaði þessum fréttum þegar í stað á bug og sagði Peres vera með um 4-6% forskot á hægrimenn í Likud. í upphafi árs hafði Peres um 20% forskot á Netanyahu. Kosið er annars vegar um forsæt- isráðherra og hins vegar á milli flokka. Að sögn Hanoch Smith, sem gert hefur skoðanakannanir fyrir kosningarnar nú, er sáralítill munur á Peres og Netanyahu. Ljóst sé að hvorugur flokkurinn muni fá meiri- hluta á þingi og því verði þeir að reyna að mynda samsteypustjórn. Ekki sé við því að búast að núver- andi stjórn Peresar haldi velli. Sá frambjóðandi sem mest fylgi fær hefur 45 daga til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, samkvæmt kosningalögunum nýju. Lítil spenna hefur verið í kosn- ingabaráttunni, báðir flokkarnir hafa reynt að höfða til óákveðinna kjósenda á miðjunni. Þá hafa morð- ið á Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra, sjálfsmorðsárásir íslamskra öfgamanna og átökin í Líbanon skyggt á baráttuna. Vonast tals- menn flokkanna til þess að sjón- varpskappræður Peresar og Net- anyahu næstkomandi sunnudags- kvöld muni hleypa lífi í kosninga- baráttuna og vekja áhuga almenn- ings á henni. Sakar írani um afskipti af kosningabaráttu Peres lýsti því yfir í gær að íran- ir væru enn að leggja á ráðin um árásir á ísrael, í von um að geta komið í veg fyrir að hann sæti áfram sem forsætisráðherra. Yfir- lýsing þessi kemur í kjölfar þeirra orða Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að æ frek- ari sannanir væru fyrir því að íran- ir notuðu hryðjuverk til að grafa undan friðarumleitunum í Miðaust- urlöndum. Ahmed Tibi, ísraelskur arabi og ráðgjafi Yassers Arafats Palestínu- leiðtoga, ákvað á þriðjudag að hætta við framboð til þings og ein- beita sér að stuðningi við Shimon Peres forsætisráðherra. Tibi sagði hætt við að flokkur sinn myndi ekki vinna neitt þing- sæti, en flokkur sem ekki nær 1,5% fylgi á landsvísu hlýtur engan þing- mann. Arabar eru um 12% kjósenda í landinu. ísraelar kjósa til þings 29. maí og þar að auki forsætisráðherra beinni kosningu í fyrsta sinn. Sigur- vegarinn fær 45 daga til að mynda stjórn og takist það ekki verður að kjósa á ný til embættisins. Nairobi. Reuter. ÁRÁSARMENN, sem ekki eru vit- uð nánari deili á, myrtu um 100 manns af þjóðerni Tútsa frá Rú- anda sem búa í austurhéruðum Zaire. Um 3.000 Tútsar að auki hafa verið umkringdir í tveim þorp- um, að sögn fulltrúa alþjóðlegra hjálparstofnana í gær. Morðin voru framin fyrir 10 dögum. Samtökin Læknar án landamæra hvöttu Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir til að sjá til þess að Tútsunum 3.000 yrði þegar í stað bjargað, ella væri hætta á að þeir yrðu einnig myrtir. Tútsarnir settust að í Zaire á sjötta áratugnum. Blóðugt borg- arastríð milli Hútúa og Tútsa í Rúanda kostaði um milljón manns lífið árið 1994, aðallega Tútsa. Ofstækisfullum Hútúmönnum, sem flúið hafa frá Rúanda af ótta við að verða dregnir fyrir rétt, sakaðir um þjóðarmorð, hefur verið kennt um nokkur morð á Tútsum í Zaire fyrr á árinu. FULL BUB AF HJOLUM Á FRÁBÆRU VERBI ITALTRIKE þríhjól, vönduð og endingargóð þríhjól, margar gerðír með og án skúffu. Verð frá kr. 3.450, stgr. 3.278 Lucy 10" kr. 4.500, stgr. 4.275 Transporter kr. 5.100, stgr. 4.845 Touring kr. 4.700, stgr. 4.465 VIVI barnahjól með hjálpardekkjum og fótbremsu. Létt, sterk og meðfaerileg barnahjól. Frá 3 ára 12,5' kr. 9.600, stgr. 9.200 Frá 4 ára 14" kr. 10.400, stgr. 9.880 Frá 5 ára 16" kr. 10.900, stgr. 10.355 VIVI fjallahjól barna með hiálpardekkjum og fótbremsu. Vönduð og endingargóð barnahjól. Frá 3 ára 12,5'kr. 11.100, stgr. 10.545 Frá 4 ára 14" kr. 11.900, stgr. 11.305 Frá 5 ára 16" kr. 12.600, stgr. 11.970 DIAM0ND R0CKY16" og 20'fjallahjól barna með fótbremsu, skítbrettum, standara, keðjuhlíf og glitaugum 16" 12.500, stgr. 11.875 16" m/hjálpardekkjum kr. 13,350, stgr. 12.682 20" kr. 13.500, stgr. 12.825 BRONCO TRACK24" og 26” 18 gíra fjallahjól á frábæru verði. Shimano gírar, átaksbremsur, álmarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 24’ verðkr. 20.400, stgr. 19.380 26- verð kr. 20.900, stgr. 19.855 BR0NC0 TRACK 20" 6 gíra með Shimano gírum og Grip-Shift, átaksbremsum, álgjörðum, standara, brúsa, gliti, gírhlíf og tvöfaldri keðjuhlíf. Verð kr. 17.900, stgr. 17.005 BRONCO PRO TRACK 26" 21 gíra fjallahjól á frábæru verði. Shimano gírar, ataksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, girhlíf og keðjuhlif. Herrastell dökk blátt, dömustell blágrænt. Verð kr. 25.900, stgr. 24.605 DIAM0ND NEVDA 24" og 26" 18 gíra vönduð fjallahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar með Grip-Shift, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 24' blátt, 26" metal. grænt. 24" verð kr. 22.400, stgr. 21.280 26" verð kr. 22.900, stgr. 21.755 BR0NC0 TRACK 24" og 26" 18 gira fjallahjól á frábæru verði. Shimano gírar, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, gl gírhlíf og keðjuhlíf. 24" verð kr. 20.400, stgr. 19.380 26" verð kr. 20.900, stgr. 19.855 VARAHLUTIR AUKAHLUTIR Hjalmar. barnastolar, grifflur, Ijos. tatnaður biöllur. brusar, töskur, hraðamæiar sióngur, hjólafestingar á bíla olast skitnretti, bógglaberar. dekk. standarai demparagafflar, styrisendar og margt, margtfleira. DIAMOND SAHARA 24" og 26" 18 gíra vönduð fjallahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar með Grip-Shift, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. Litur metal. grænt. 24" verð kr. 22.400, stgr. 21.280 26" verðkr. 22.900, stgr. 21.755 DIAMOND OFF-ROAD 26" 21 gíra með demparagaffli, drauma fjallahjól strákanna með oversize-stellum. Shimano gírum, Grip-Shift, átaksbremsum, álgjörðum, brúsa, standara, gliti, girhlíf og keðjuhlíf. Verð kr. 32.600, stgr. 30.970 BR0NC0 TERMINATOR FREESTYLE BNIX 20" Cr-IVIo stell, rotor á stýri, styrktar- gjarðir, pinnar og annar öryggisbúnaður. Verð kr. 24.900, stgr. 23.655 Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun BRONCO HIMALYJA 26" 21 gíra mjög vel útbúið fjallahjól á frábæru verði. Cr-Mo stell, Shimano Acera gírar með Grip-Shift og Acera útbúnaði, átaks- bremsum, gliti, álgjörðum, brúsa^ standara, og glrhlíf. Herra- og dömustell, lltur blágrár. Verð kr. 32.600, stgr. 30.970 Greiðslukort og greiðslusamningar, sendum í póstkröfu. Ármúla40, símar 553 5320 & 568 8860 5% stgreiðslu Verslunín afsláttur EUR0STAR FJALLAHJÓL dömu frá V-Þýskalandi. 3 gíra með fótbremsu, skítbrettum, bögglabera, Ijósi, standara, gliti, bjöllu og keðjuhlíf. 20" verð kr. 24.900, stgr. 23.655 24" verðkr. 25.900, stgr. 24.605 26" verðkr. 27.900, stgr. 26.505 RKID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.