Morgunblaðið - 23.05.1996, Side 64

Morgunblaðið - 23.05.1996, Side 64
 <o> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 plp Vectra MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANC MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjávarútvegsfyrirtæki við ísafjarðardjúp Rætt um að sameina Ishúsfélagið og Frosta STJÓRNIR tveggja útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja _við Isafjarð- ardjúp, íshúsfélags ísfirðinga og Frosta hf. í Súðavík, hafa ákveðið að láta kanna hagkvæmni sameining- ar fyrirtækjanna. Forráðamenn fé- laganna eru bjartsýnir á að viðræð- umar leiði til jákvæðrar niðurstöðu og að félögin sameinist í sumar. Stuttur aðdragandi Samkomulag það sem stjórnir fé- laganna gengu frá í gær á sér stutt- an aðdraganda. Hugmyndin kvikn- aði eftir að slitnaði upp úr viðræðum um sameiningu allra stóru sjávarút- vegsfyrirtækjanna á ísafirði og Kambs á Flateyri. Nýtt sjávarútvegsfyrirtæki myndi reka nýtískulega rækjuvinnslu í Súðavík og stórt frystihús fyrir bol- fiskvinnslu á ísafirði. Það yrði öflugt útgerðarfélag sem réði í upphafi yfir fimm togurum og 8.700 tonna kvóta. Þá ætti það misstóra eignar- hluti í nokkrum öðrum sjávarútvegs- fyrirtækjum og þjónustufyrirtækj- um, meðal annars 10% hlut í SH. Forráðamenn félagsins sjá mikla möguleika í hagræðingu veiða og samnýtingu kvóta. Hugsanlega yrði hægt að fækka skipum. Sameinað félag yrði með fjölbreyttari vinnslu en hvort fyrir sig og þar með betur í stakk búið til að mæta sveiflum í einstökum greinum sjávarútvegsins. Forráðamenn félaganna vilja einnig styrkja sig til frekari átaka með því að fá inn nýtt hlutafé og segir Magn- ús Reynir Guðmundsson, stjórnar- formaður íshúsfélagsins, að fjárfest- ar hafi þegar sýnt því áhuga að ganga til liðs við félagið. ■ Bjartsýnir á góðan/12 Helgi vann Margeir FYRSTA umferð \ landsliðs- flokki á Skákþingi íslands var tefld í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gærkvöldi. Flestir af bestu skákmönnum landsins eru keppendur og eru meðalstig keppenda 2.386 skákstig. Alls verða tefldar 11 umferðir og þarf sjö vinninga til að ná áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Úrslitin í gærkvöldi urðu þessi: Hannes Hlífar vann Þröst Þórhallsson, Helgi Ólafsson vann Margeir Pétursson, Jó- hann Hjartarson vann Torfa Leósson, Helgi Áss Grétarsson vann Jón Viktor Gunnarsson, Jón Garðar Viðarsson vann Sævar Bjarnason og Magnús Örn Úlfarsson vann Benedikt Jónasson. Morgunblaðið/Kristinn BENEDIKT Davíðsson, fráfarandi forseti ASÍ, óskar nýkjörinni forystu ASÍ til hamingju. Ólga á þingi ASÍ vegna kjörs nýrrar forystu Grétar Þorsteinsson kjörinn forseti ASÍ GRETAR Þorsteinsson, formaður Samiðnar, var kjörinn forséti Alþýðu- sambands Islands á þingi þess í gær. Hann fékk 76% atkvæða, en Eiríkur Stefánsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Fáskrúðs- fjarðar, fékk 24% atkvæða. Hervar Gunnarsson féll frá forsetaframboði sínu og var kjörinn 1. varaforseti og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, sem verið hefur 1. varaforseti ASI, var kjörin 2. varaforseti. Talsverð átök urðu fyrir kjörið, einkum milli forystumanna Verka- mannasambandsins annars vegar og fulltrúa iðnaðar- og verslunarmanna hins vegar. Á þriðjudagskvöld náðist samkomulag í þröngum hópi um framboð Grétars Þorsteinssonar til forseta, Halldórs Björnssonar, for- manns Dagsbrúnar, sem 1. varafor- seta, og Ingibjargar R. Guðmunds- dóttur í stöðu 2. varaforseta. Stefndi þá í kosningu milli Grétars og Her- vars. Skömmu áður en kjörið átti að fara fram i gær dró Hervar hins vegar framboð sitt til baka og féllst á að vera í kjöri til 1. varaforseta og varð niðurstaðan sú að kjörnefnd mælti með kosningu Grétars, Her- vars og Ingibjargar. Skömmu áður en tillaga kjör- nefndar var borin fram varð Eiríkur Stefánsson við áskorunum óánægðra j)ingfulltrúa_ um að vera í kjöri til forseta ASÍ. Hann segir að með framboði sínu hafi hann viljað gefa þeim sem voru óánægðir með vinnu- brögðin við undirbúning tillögu kjör- nefndar færi á að láta óánægjuna í ljósi. Eftir kjörið lýsti Eiríkur yfir eindregnum stuðningi við Grétar. Sóknarfæri framundan Grétar Þorsteinsson sagði eftir kjörið að verkefni nýrrar forystu væri að bregðast við vinnumarkaðs- frumvörpum ríkisstjórnar. Hann sagði ljóst að þau myndu spilla fyrir góðu sambandi aðila á vinnumarkaði við gerð næstu kjarasamninga. Hann sagði að framundan væru sóknar- færi fyrir íslenskt launafólk og kraf- ist yrði umtalsverðra kjarabóta í næstu samningum. Hervar Gunnarsson sagði eftir kjörið að það sem skipti verkalýðs- hreyfinguna öllu máli væri að hún stæði saman. Hann sagði að þegar það hefði legið fyrir að Grétar Þor- steinsson væri tilbúinn til að gefa kost á sér og fús til samstarfs við sig hefði hann ákveðið að draga framboð sitt til baka. Meginatriðið væri þau verkefni sem þyrfti að vinna en ekki þær persónur sem ynnu verkin. Benedikt Davíðsson, fráfarandi for- seti ASÍ, lýsti yfir eindregnum stuðn- ingi við nýkjörna forystu sambands- ins. Hann sagði á fyrsta fundi kjör- nefndar að hann sæktist ekki eftir að verða endurkjörinn forseti ASÍ. ■ Tillaga kjörnefndar/6 ■ Leynifundur/32 ■ Krafist verður/33 Morgunblaðið/Egill Egilsson Vestfjarða- göngin lokuð Flateyri. Morgunblaðið. NÚ hefur Vestfjarðagöngum verið lokað til hausts vegna mal- biksframkvæmda. Ökumenn þurfa í sumar að leggja á brattann og keyra Breiðadalsheiði en hún hefur ekki alltaf þótt árennileg heiðin sú er snjóa hefur leyst enda í 600 metra hæð yfir sjávarmáli. En menn horfa til þess að þegar göngin verða loks opnuð í haust með malbikið „ilmandi“, losna þeir við „þvottabrettið" en keyra á beinum og sléttum vegi í gegn. Sparisjóð- irnir lána til skipa- kaupa VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vest- mannaeyjum hefur gert kaup- leigusamning að fjárhæð um 600 milljónir króna við spari- sjóðina, Sparisjóðabanka Is- lands og SP-fjármögnun hf. vegna nótaveiðiskipsins Sig- hvats Bjarnasonar sem keypt var frá Noregi og kom til iands- ins 3. maí síðastliðinn. Fjár- hæðin stendur undir öllum kostnaði við kaupin á skipinu og er aflahlutdeild þess innifal- in í verðinu. AIls koma 6 lán- veitendur að iánveitingunni. Skipið sem um ræðir kemur í stað nóta- og togveiðiskipsins Sighvats Bjarnasonar. Það hef- ur þegar hafið veiðar og kom nýlega að landi með stærsta síldarfarm sem komið hefur til Vestmannaeyja. Lánveitendur stofna eignarhaldsfélag Vinnslustöðin leitaði í byrjun apríl til Sparisjóðs Vestmanna- eyja til að kanna möguleika á fjármögnun og beindi spari- sjóðurinn erindinu áfram til Sparisjóðsbankans sem er í eigu sparisjóðanna. Þar var ákveðið að fjármögnunin yrði í formi kaupleigu og að fram- kvæmd samningagerðarinnar yrði í höndum SP-fjármögnun- ar, eignarhaldsfélags sparisjóð- anna. Um kaupin var stofnað sérstakt eignarhaldsfélag, Bárustígur ehf., og eru eigend- ur þess lánveitendur í hlutfalli við framlag sitt í lánveiting- unni. ■ Nótaveiðiskip/IB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.