Morgunblaðið - 31.05.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 25
LISTIR
Fegnrðarleitin
er list og trú
sameiginleg
BENEDIKT Gunnarsson listmálari. Morgunbiaðið/Rax
SÝNING á pastelmyndum eftir Bene-
dikt Gunnarsson verður opnuð næst-
komandi laugardag í Stöðlakoti. Sýn-
ingin ber yfirskriftina „Ljós, land og
líf“ og er á dagskrá Listahátíðar.
Myndlist Benedikts hefur á ferli
hans þróast frá geometrískri ab-
straktsjón, á sjötta áratugnum, yfir
í trúarlega list sem byggist oft á
lögmálum geometríska abstrakt mál-
verksins. „Það vilja margir meina að
geometríska abstraktmálverkið sé
lítt nýtanlegt sem grunnur fyrir ann-
ars konar myndgerð en ég er því
ósammála enda nota ég þá vinnu,
sem ég hef lagt í að fást við mynd-
skipulag á fleti, sem grunn í minni
myndgerð í dag.“ Benedikt hefur
komið að listinni frá mörgum hliðum
og til dæmis prófað ljósmyndatækni
til myndsköpunar og gert steinda
glugga í kirkjur. Mannamyndir gerir
hann eftir pöntun. „Þær myndir hef
ég ekki sýnt enda gefa þær lítið frelsi
í persónulegum efnistökum. Annars
hef ég alltaf haft áhuga á manninum
og ég fjalla bæði um hann í list minni
og í starfi sem kennari í Kennarahá-
skólanum. Með því finnst mér ég
votta honum virðingu mína og vil
að þeir sem eru að teikna fólk í
módeltímum hjá mér líti á það sem
virðingarvott við sköpunarverkið,"
sagði Benedikt.
Svipur Krists
Um titil sýningar sinnar „Ljós,
land og líf“, segir hann: „Titillinn
er ákveðið leiðarstef og er sprottinn
af vinnu minni við gerð verka með
trúarlegu inntaki. Ljósið er þar stór
þáttur auk þess sem litur verður
ekki sýnilegur án ljóss. Landið kemur
dálítið fram í verkunum, þó þetta séu
ekki landslagsmyndir, því velþekkt
yfirborð landsins sést ekki heldur
þættir eins og myndskipulag þess
koma í ljós. Persónan kemur inn
undir þættinum „líf“. Þar sýni ég að
maðurinn er ekki gleymdur og svipir
manna, þar á meðal svipur Krists,
koma fram.“
Benedikt er trúaður maður og seg-
ir að í raun sé ekki hægt að læra
neitt í myndlist nema kynnast kristn-
um áhrifum á hana í gegnum tíðina.
List og trú er að hans mati samofin
þar sem leitin að fegurðinni sé báðum
sameiginleg. „Sá sem gerir listaverk
er að þakka fyrir sig, hvort sem
hann er trúaður eða ekki. Þó að Guð
sé ekki endilega nefndur í texta
skálds þá er hann að fjalla um mann-
inn sem hluta sköpunarverksins."
SNAGI eftir Grétu
Guðmundsdóttur.
Snagar í
Gallerí
Greip
FORM Island opnar sýningu
tengda Listahátíð í Reykjavík á
snögum, næstkomandi laugar-
dag kl. 15.
„Snagar eru afar notadrjúgir
en geta líka haft listrænt gildi.
Það má líta á þá sem algjörlega
praktíska hluti, en þeir geta líka
verið formfagrir, fyndnir, grófir,
hreyfanlegir og allt þar á milli.
Sýnendurnir, sem eru tæplega
50 talsins, eru frá ólíkum sviðum
hönnunar (arkitektar, iðnhönn-
uðir, grafískir hönnuðir o.s. frv.),
auk nokkurra myndlistarmanna
til að vikka sjónarhorn sýningar-
innar enn frekar,“ segir í kynn-
ingu.
Sýningunni er ætlað að sýna
hve mikil fjölbreytni getur búið
í einfaldri og afmarkaðri forsögn
hönnunar.
Sýningunni lýkur 23. júní og
er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 14-18.
Héraðsvaka
Rangæinga
ÁRLEG héraðsvaka Rangæinga
verður haldin laugardaginn 1. júní
kl. 14 á Laugalandi í Holtum. Hér-
aðsvakan er menningardagskrá
sem hreppar sýslunnar skiptast á
um að halda. Að Jæssu sinni eru
Djúpárhreppur, Ásahreppur og
Holta- og Landsveit sem sjá um
vökuna.
Fjölbreytt dagskrá stendur til
boða, m.a. atriði frá Tónlistarskóla
Rangæinga, kórsöngur, ballett,
upplestur og hagyrðingaþáttur. Þá
fer fram verðlaunaafhending til
íþróttamanns Rangæinga 1995.
í tengslum við vökuna verður
myndlistarsýning á verkum Smára
Kristinssonar í Gíslholti í Holtum,
en hann útskrifaðist nýverið frá
Myndlista- og handíðaskólanum.
Aðgangur að héraðsvökunni er
ókeypis og boðið verður upp á fríar
kaffiveitingar í hléi ásamt glaðningi
fyrir börnin.
------♦ ♦ ♦------
Myndlistar-
sýning í
Konnakoti
JÓNÍNA H. Jónsdóttir frá Patreks-
firði opnar myndlistarsýningu í sal
Barðstrendingafélagsins, Konna-
koti, Hverfisgötu 105, 2. hæð á
sunnudag.
Jónína hefur áður tekið þátt í
samsýningum og hún átti verk á
afmælissýningu Barðstrendingafé-
lagsins fyrir nokkrum árum. Jónína
hélt einkasýningu á Patreksfirði í
júní síðastliðnum.
Verk hennar eru að þessu sinni
flest unnin á þessu ári og eru úr
íslenskum lopa, olíu- og vatnslitum.
Sýningin er jafnframt sölusýning
og verður opin 2.-14. júní kl. 13-19
alla dagana.
mai
ið þessu sinni leggur Alþjóða heilbrigðisstofnunin
áherslu á viðfangsefni sem lýst er með kjörorðinu
Stofnunin hvetur til að tóbaki verði úthýst
í allri íþróttastarfsemi og við hvers kyns
listviðburði og forðast sé að tengja
listir og íþróttir við bcinan eða
* óbeinan áróður fyrir tóbaksneyslu.
Islendingar, föruni að
essum sjálfsögðu tilmælum!
FREISTANDI TILBOÐ Á BÍLUM FRÁ FJÓRUM LÖNDUM,
L SKEMMTIDAGSKRÁ, VEITINGAR O.M.FL. UM HELGINA.
ÁRMÚLA 13, SIMI: 568 1200
BEINNSÍMI: 553 1236