Morgunblaðið - 13.06.1996, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Útköll Vinnueftirlits-
ins vegna slysa
Alvarlegum
slysum hef-
ur fækkað
SAMKVÆMT skráningu eftirlits-
deildar Vinnueftirlitsins hefur alvar-
legum vinnuslysum fækkað á und-
anfömum árum. Fram kemur að
skráð vinnuslys á árinu 1995 voru
186 talsins og slösuðust í þeim alls
832 einstaklingar. Af þeim slös:
uðust 44 á leið úr eða í vinnu. í
nýjasta fréttabréfi Vinnueftirlitsins,
Vinnuvemd, kemur fram að útköll-
um vegna slysa hefur farið fækk-
andi síðan árið 1991 ef frá er talið
síðasta ár.
Atvinnurekanda ber samkvæmt
lögum að tilkynna Vinnueftirlitinu
um vinnuslys sem hjá honum verða,
en í Vinnuvernd kemur fram að
mikill misbrestur er á því að þessum
skyldum sé fullnægt. Komi þetta
fram þegar gerður sé samanburður
á Qölda skráðra slysa hjá Vinnueft-
irlitinu og skráningu þeirra sem leita
læknis vegna vinnuslysa ár hvert.
Bent er á að tölur um fækkun slysa
beri því að taka með þeim fyrirvara
að tilkynningaskyldunni sé fremur
illa sinnt og þær gefí því ekki mynd
af raunverulegri tíðni vinnuslysa,
en þó sé líklegt að um sé að ræða
flest alvarlegri vinnuslys. Því sé
ástæða til að ætla að alvarlegum
vinnuslysum hafi fækkað á árunum
1991-1994.
Helsta skýringin á fjölgun
skráðra vinnuslysa árið 1995 er að
samanburður, sem gerður var á
gögnum frá Tryggingastofnun,
leiddi í ljós vinnuslys, sem ekki
höfðu verið tilkynnt Vinnueftirlit-
inu. Þeim, sem þar áttu hlut að
máli, var boðið að tilkynna slysin
þangað og gerðu það margir.
80 afmælis-
plöntur
ASÍ
Forstjóri Olíufélagsins um úrskurð Samkeppnisráðs
Kannað hvort úrskurð-
ALÞÝÐUSAMBAND íslands
hefur gefið forseta Islands og
islensku þjóðinni 80 tijáplöntur
í tilefni af 80 ára afmæli sam-
bandsins þann 12. mars síðast-
liðinn. Grétar Þorsteinsson,
nýkjörinn forseti ASÍ, fni Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Islands,
og meðlimir miðstjórnar ASÍ
gróðursettu plönturnar í gær í
Vinaskógi.
urinn verður kærður
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær telur Samkeppnisráð
setu Ólafs og Kristins í stjórn Olís
ekki uppfylla skilyrði sem ráðið setti
á síðasta ári þegar Olíufélagið hf.
og Hydro Texaco A/S keyptu hlut í
Olís og stofnað var sameiginlegt
dreifingarfyrirtæki Olís og Olíufé-
lagsins. Samkvæmt skilyrðinu mega
ekki sitja menn í stjórn Olís sem eru
í störfum sínum verulega háðir Olíu-
félaginu, stjórnarmenn eða starfs-
menn dótturfélaga, stjómarmenn og
starfsmenn félaga sem Olíufélagið á
meira en 1% hlut í, svo og stjórnar-
menn eða starfsmenn félaga sem
eiga meira en 1% í Olíufélaginu.
Ekkert einsdæmi
„Við höfum alla tíð gagnrýnt að
1% viðmiðun þama er langt umfram
tilefni. Það er mjög þröngt og þreng-
ir kosti allt of margra, en þetta eru
á fímmta þúsund manns að mönnum
telst til sem geta ekki farið í stjóm
Olís út af þessu ákvæði. Ég er ekki
viss um að menn sjái út yfír það
hvað þeir em að gera,“ sagði Geir
Magnússon í samtali við Morgun-
blaðið.
„Maður hlýtur líka að gera ráð
fyrir því að svona úrskurður eigi þá
við í öðmm tilfellum þar sem Stöð 2
á Sýn og Bylgjuna og 32% í Dagblað-
inu, en ég veit ekkert hveijir em í
stjórn þar, og svo hefur maður Bón-
us, Hagkaup og Baug. Þetta er því
ekkert einsdæmi í þjóðfélaginu. Þeir
/íljóta að vera að setja reglur og
maður gerir ráð fyrir að við séum
ekki eitthvert sérfyrirbrigði fyrir lög-
um,“ sagði Geir.
GEIR Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., segir að það verði metið
á næstunni hvort kærður verður sá úrskurður Samkeppnisráðs að
þeim Ólafi Ólafssyni, forstjóra Samskipa, og Kristni Hallgrímssyni
lögmanni, stjórnarmönnum í Olíuverslun íslands, Olís, beri að víkja
úr stjórninni fyrir 10. ágúst næstkomandi. Frestur til að kæra úr-
skurðinn er fjórar vikur.
Morgunblaðið/Þorkell
Kaupmátturjókst
um 3,1% 1994 -1995
Sophia Hansen vegna réttarhalda
í forræðismáli hennar í dag
Verð að viður-
kenna að ég er
full kvíða
GREITT tímakaup landverkafólks
innan ASÍ hækkaði um 5,2% frá
fjórða ársfjórðungi 1994 til sama
tíma 1995 samkvæmt úrtaki Kjara-
rannsóknamefndar. Á sama tíma
hækkaði vísitala neysluverðs um
2,1%. Samkvæmt því jókst kaup-
máttur greidds tímakaups um 3,1%.
Samkvæmt úrtaki Kjararannsókn-
amefndar hækkaði tímakaup allra
stétta á tímabilinu. Tímakaup verka-
fólks og afgreiðslukvenna hækkaði
um 5-6% en iðnaðarmanna og af-
greiðslukarla um rúm 3%.
Vinnutími ASÍ-landverkafóIks í
fullu starfí lengdist um 0,4 stundir
frá fjórða ársfjórðungi 1994. Vinnu-
tími lengdist hjá öllum stéttum nema
afgreiðslukörlum. Mest varð breyt-
ingin hjá verkafólki, en vinnutími
þess lengdist að meðaltali um 0,3
og 0,7 stundir.
Út frá tölum um meðaltímakaup
og meðalvinnutíma má reikna út
mánaðarlaun einstakra starfshópa
miðað við fullt starf. Mánaðarlaun
hjá ASÍ-landverkafólki hækkuðu að
meðaitali um 6,9% frá íjórða árs-
fjórðungi 1994 til sama tíma 1995
og jókst kaupmáttur mánaðarlauna
að meðaltali um 4,7%. Mánaðarlaun
hækkuðu hjá öllum starfshópum.
Hækkunin hjá verkafólki var rúm-
lega 7% og 6,5% hjá iðnaðarmönnum
enda lengdist vinnutími þeirra um
eina stund á viku.
Andlát
HELGA S.
ÞORGILS-
DÓTTIR
HELGA Soffía Þorgilsdóttir, fyrrum
yfírkennari og skólastjóri, lést á
Droplaugarstöðum í Reykjavík 11.
júní síðastliðinn, á hundraðasta ald-
ursári. Helga fæddist 19. nóvember
1896 í Knarrarhöfn í Dalasýslu.
Hún lauk kennaraprófí 1919, sótti
handavinnu- og teikninámskeið í
Kaupmannahöfn 1927 og kennara-
námskeið í Vadstena í Svíþjóð 1935.
Hún starfaði sem kennari í Fljótshlíð
1919-21, var heimiliskennari í
Bjamanesi í Homafírði 1921-22,
starfaði við baðvörslu í Miðbæjarskóla
í Reykjavík 1922-23 og kenndi við
bamaskólann á Stokkseyri 1923-24.
Helga var skólastjóri bamaskólans á
Húsatóftum á Skeiðum 1924-30 og
kennari við Miðbæjarskóla 1930-46
og Melaskóla frá 1946, þar af sem
yfirkennari frá 1947.
Helga gekk í hjónaband með Þor-
steini Arnóri Arnórssyni skipstjóra
og síðar starfsmanni Útvegsbanka
árið 1946. Hún sat í stjórn kvenfé-
lags Hvítabandsins um margra ára
skeið og í sjúkrahúsráði í fjögur ár.
Helga var sæmd Riddarakrossi hinn-
ar íslensku fálkaorðu árið 1976.
„ÉG VERÐ að viðurkenna að ég er
full kvíða. Kvíðinn innra með mér
snýr að fjölmiðlafárinu og því hvort
mannfjöldinn við dómshúsið verður
mikill. Hvað eftir annað kemur upp
í hugann árásin á okkur við dómshús-
ið fyrir nokkrum árum. En ég reyni
að bægja hugsuninni frá og sann-
færa sjálfa mig um að treysta á al-
íriættið. Almættið hjálpi, styðji og
vemdi,“ sagði Sophia Hansen í Ist-
anbúl í gær. Forræðismál hennar í
Tyrklandi verður tekið fyrir í undir-
rétti í Istanbúl fyrir hádegi í dag.
Dætur Sophiu og Halims Al, fyrrum
eiginmanns hennar, hafa verið kall-
aðar fyrir réttinn.
Tyrkneskir íjölmiðlar hafa fjallað
töluvert um forræðismálið að undan-
fómu. Halim A1 hefur í viðtölum far-
ið fram á stuðning þjóðar sinnar.
Sophia segir að íjölmiðlar hafí hringt
í hana í gríð og erg. Hún hafí hins
vegar ekki treyst sér til að koma fram
í mörgum viðtölum og vísað á lög-
fræðing sinn eða að hægt yrði að
tala við hana sjálfa í réttarhöldunum.
Verð að sýna stillingu
Sophia sagðist hafa áhyggur af
því að starfsmenn tyrknesku örygg-
isþjónustunnar hefðu ekki komið til
að láta sig vita hvernig öryggisgæsl-
unni yrði hátt í dag. Lögfræðingur
hennar hefði sagt henni að hafa ekki
áhyggjur af því enda yrði hennar
örugglega vandlega gætt. Hún segist
hafa átt í erfíðieikum með að hvíla
sig og vera full kvíða vegna réttar-
haldanna. Henni fyndist undarlegt
að mega eiga von á því að sjá dætur
sínar við réttarhöldin. „Ég veit ekki
hvers konar tilfínningar koma til með
að brjótast fram og auðvitað verð
ég að reyna að sýna stillingu. Hins
vegar er spuming hvort ég get stillt
mig,“ sagði hún.
Sophia verður ekki ein við réttar-
höldin. í fylgd með henni verður
Hasíp Kaplan, lögfræðingur hennar,
Olafur Egilsson, sendiherra íslands
í Tyrklandi, ræðismaður íslendinga
í Tyrklandi, íslenskir fulltrúar af
Habitat II ráðstefnunni í Istanbúl og
nokkrir fulltrúar fjölmiðla.
Dómari víki
Lögfræðingur Sophiu fer í réttar-
höldunum fram á, að dómarinn í for-
ræðismálinu víki. Rök hans fyrir því
eru allmörg. Hann minnir á að dóm-
arinn hafí aldrei farið að tilmælum
hæstaréttar, ekki einu sinni eftir til-
mælum aðalnefndar hæstaréttar,
hann hafí ekki brugðist við brotum á
umgengnisrétti og neitað að færa
bömin til vandalausra enda hafí Ha-
lim ekki frekar forræði yfír bömunum
en Sophia. Lögfræðingurinn tekur í
ræðu sinni fram að ekki hafí verið
tekið tillit til meðferðar föður, afa og
ömmu, á bömunum og þess hvemig
bömin hafi lýst aðstæðum sínum á
myndbandi. Að lokum bendir lögfræð-
ingurinn á að dómarinn hafi brotið
gegn tyrkneskum lögum með því að
biðja bömin um að segja vilja sinn í
réttinum, því að samkvæmt tyrknesk-
um lögum megi ekki taka mið af vitn-
isburði bama innan við 18 ára.
Dagskráin
næstu da
Vimmtudagur 13. júni;
Heimsókn til Hriseyjar og Ölafsfjarðar
Fundir:
Dalvík, Víkurröst kl. 12:00
Siglufjörður, Bíósalur kl 17:30
Akureyri, Alþýðusalur kl. 20:30
Föstudagur 14. júní:
Heimsókn á Akureyri
Setið fyrir svörum í Þjóðarsálinni á Rás 2
kl. 18:00
Fundur: Akranes, Barbró kl. 20:30
Vinir vors og blóma skemmta
Upplýsingar um forsetakosningarnar eru gefnar
á kosningaskrifstofunni i Borgartúni 20 og i
síma 588 6688