Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.06.1996, Qupperneq 38
^38 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR MORGUNBLAÐIÐ Fortíð og upplýsinga- skylda fjölmiðla NÚ getur hver um f sig, bæði almenningur (og fréttamenn, haft f sína skoðun á því hvort , Jón Steinar Gunn- j laugsson sagði sig úr yfirkjörstjórn á réttum ' tíma og hvort hann hafi átt að gefa upp ástæður sínar fyrir því. Starfsferill og mistök En það er ekkert sem breytir þeirri staðreynd, að þeim ástæðum sem Jón Steinar hafði fyrir gjörðum sínum, var nauðsynlegt að koma á fram- færi við þjóðina. Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi hef- ur ekki haft fyrir því að svara þeim staðreyndum sem fram komu um starfsferil hans sem alþingis- manns og þau mistök sem kostuðu ríkissjóð stórfé þegar hann var fjármálaráðherra auk þess sem hann er ber orðinn að ósannindum. Ólafur Ragnar hefur alla tíð fram til síðastliðins hausts, er hann mun að öllum líkindum hafa ákveð- ið að bjóða sig fram til forseta íslands, verið þekktur fyrir allt annað en að svara ekki fyrir sig, né tjá sig um mál sem hæst hefur borið hveiju sinni. En nú er Bleik brugðið, hann hefur Iátið tals- manni sínum eftir, lögfræðingi, að koma fram fyrir sína hönd. Sá lét sig hafa það að segja frammi fyrir alþjóð að þetta væru gömul mál sem óþarft hafi verið að rifja upp, enginn hafi haldið þeim leyndum og allir hafi vitað um. Blekkingar Það þarf enginn að segja mér að lögfræð- ingurinn geri sér ekki grein fyrir að þegar þessi mál voru sem mest í fjölmiðlum og í umræðu manna á meðal, voru þeir sem nú eru rétt komnir á kosningaaldur böm, jafnvel allt niður í sex ára. Hann getur ekki með nokkurri sanngimi ætlast til þess að þetta fólk hafi hugmynd um fortíð Ólafs Ragnars og það sama má reyndar segja um hina frambjóðendurna. Að bregðast skyldu sinni Hér kemur að þætti fjölmiðl- anna. Þeir hafa algerlega brugðist skyldu sinni. Þeim ber siðferðisleg skylda til þess að kanna gaum- gæfilega fortíð allra frambjóðend- anna og leggja það sem þar er að finna með greinargóðum hætti fyr- ir þjóðina. Almenningur á rétt á að fá þessar upplýsingar. í öllum löndum, þar sem lýðræði er í há- vegum haft, hefðu fjölmiðlar kapp- kostað hver um annan þveran að vera fyrstir til að koma þessum upplýsingum á framfæri. En ekki á Islandi! Þar á að ekki að gefa þjóðinni færi á því að mynda sér skoðun með þeim hætti sem við- gengst í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi. Fortíðina í dagsljósið Síðastliðinn sunnudag fór fram kynning í ríkissjónvarpinu á forseta- frambjóðendunum. Spumingar fyr- irspyrjenda voru fyrir neðan allar hellur og eru reyndar dæmigerðar um áhugaleysi þeirra á því sem þeir ættu að leggja metnað sinn í, þ.e. að kynna hvern mann frambjóðend- urnir hafa að geyma. Spurningarnar sem þeir virtust hafa hvað mestan áhuga á, beindust að fjármálum kosningabaráttunnar og því hvort menn ættu ekki bara að fara eftir skoðanakönnunum og leggja nú þeg- ar árar í bát, í stað þess að rýna í bakgrunn þeirra og kanna hæfni þeirra til starfsins. Ef þetta er þver- skurðurinn af getu íslenskra fjöl- miðla til rannsóknarblaðamennsku, þá rís stjama þeirra ekki hátt. Upplýsingaöflun Ég skora á alla fjölmiðla að koma heiðarlega fram við væntan- lega kjósendur og frambjóðendur, með því að setja af stað með mikl- um krafti upplýsingaöflun og birta með áberandi, skipulegum og að- gengilegum hætti hvers þeir verða fróðari um þá sem nú bjóða sig fram til þess mikilvæga embættis sem staða forseta íslands er. KRISTÍN S. KVARAN. Höfundur er kaupmaður. Kristín S. Kvaran ( Æ glæsileg, öflug og metnaöarfull Komdu og kynntu þér ^§[ AcerAspire margmiðlunartölvuna í Heimilistækjum, í Sætúni 8. AcerAspire hlaut nýverið 17 verðlaun í flokki heimilistölva hjá hinu virta tölvutímariti PC Magazine: • Nýstárlegt og fallegt útlit • Uppsetning á hvers manns færi • Hönnuð með þægindi og réttar vinnustellingar í huga Að auki er hún aflmikil og gædd öllum þoim tæknilegu kostum sem margmiðlunartölva nútímans þarfað vera búin. pentium Heimilistæki hf TÆKNI-OG TOLVUDEILD SÆTÚNI B SlMI 5691500 AceR Fréttastofa eða kosninga- skrifstofa? FYRIR þá sem eru áhorfendur að kosn- ingabaráttu vegna væntanlegra forseta- kosninga, hefur sitt- hvað rekið á fjörurnar sem eftirtekt hefur vakið. Eitt af því sem virkar einna forvitni- legast er afstaða fjöl- miðla til þessara kosn- inga. Eftir upphafleg þyngsli og síðbúna kynningu eru þeir komnir á fulla ferð með viðtöl og frásagn- ir af fundum. Þá hefur umræðan um eðli for- setaembættisins og æskilega eig- inleika væntanlegs forseta orðið nokkuð fyrirferðarmikil í fram- haldi af ítarlegri umfjöllun Jóns Baldvins Hannibalssonar um það efni hér á síðum Morgunblaðsins. Allir stærstu fjölmiðlarnir hafa tekið þátt í þeirri umfjöllun og margt gert vel. Það hefur einnig einkennt þessa baráttu fram til þessa að lítið hef- ur verið um persónulegar svívirð- ingar eða aðra neikvæða umfjöllun um einstaklinga, ef frá eru talin nokkur aumkunarverð lesenda- bréf, sem mest hafa skaðað ritara bréfanna. Það er jákvætt og þakk- arvert. Einn er þó sá þáttur þessarar baráttu sem komið hefur áhorf- endum á óvart. Það er þáttur Stöðvar 2. Þar á bæ virðast menn hafa tekið beinharða afstöðu með Ólafi Ragnari Grímssyni. í frétta- tíma á fímmtudagskvöldið 6. júní var furðulag frétt um að Pétur Kr. Hafstein forsetaframbjóðandi hefði sagt ósatt í frambjóðenda- kynningu kvöldið áður, þegar hann sagðist ekki hafa tekið þátt í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár né gegnt þar trún- aðarstörfum. Til marks um það var tekin blaðagrein, sem Pétur skrifaði vorið 1991, þegar form- annskosningar stóðu fyrir dyrum þar á bæ. Þetta vakti athygli mína, því fyrir mér var það nýlunda að ritun einnar greinar jafngilti þátt- töku í flokksstarft. Það er allt annað að hafa skoðun á tveimur einstaklingum sem keppa um emb- ætti og taka þátt í flokksstarfí. Ekki fór á milli mála að verið var að reyna að gera Pétur tortryggi- legan og væna hann óbeint um ósannsögli. Þröstur Ólafsson Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu |Hair0utihlaMb -kjarni málsins! Nú er sá sem þetta skrifar enginn sér- stakur talsmaður Pét- urs Kr. Hafstein. Mér varð bara hugsað til sumra annarra fram- bjóðenda, sem ekki eru alveg fortíðarlaus- ir og hægt væri, ef vel er leitað, að finna ýmislegt um, sem ekki væri allt jafn þægilegt. Það er óneitanlega viss þver- stæða í þesskonar fréttaflutningi þar sem annarsvegar fer fram grannskoðun á þessu skrifi Péturs og svo grafar- þögn um fortíð annarra frambjóð- enda hinsvegar, þ. á m. um um- deildan feril Ölafs Ragnars Grímssonar. Utanaðkomandi áhorfandi hlýt- ur að spyija sig hveiju þetta sæti, hverra erinda fréttastofan sé að ganga. En þetta er ekki eina dæmið í þessa veru hjá fréttastofunni. Um daginn var birt frétt um félag sem hafði keypt gamalt drykkjarhorn í útlöndum til að gefa Þjóðminja- safni íslands. Þá var smá kálfi fléttað aftanvið fréttina til að koma því kyrfilega á framfæri að eiginkona Ölafs Ragnars væri í stjórn félagsins. Nokkrum dögum síðar vakti þessi fréttastofa rækilega athygli á klaufalegum ummælum stuðn- ingsmanns Péturs Kr. Hafsteins á Akureyri um konur í framboði. Var með þessu verið að gefa í skyn að ummælin lýstu afstöðu frambjóðandans? Ég las á sama tíma heldur sóða- leg ummæli stuðningsmanns Ólafs Ragnars um ákveðna einstaklinga, sem hvorki mér né Stöð 2 datt í hug að sýndu afstöðu Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Samhengið varð mér ekki ljóst fyrr en mér barst til eyrna að Sig- urður G. Guðjónsson hrl., sem er lögmaður Stöðvar 2 og stjórnar- maður þar, er einnig umboðsmað- ur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum. Afstaða fréttastofunnar virðist því byggj- ast á efnismeiri tengslum en ætla mætti. Þetta er gagnlegt að vita, svo við getum framvegis tekið „fréttum" Stöðvar 2 með hæfileg- um fyrirvara. Ég veit að fjölmörg- um unnendum fijálsrar fjölmiðlun- ar stendur ekki á sama um með hvaða hætti þetta frelsi er ræktað. Það úrkynjast auðveldlega ef því er misbeitt. ÞRÖSTUR ÓLAFSSON. Höfundur er hagfræðingur. mmmmm BOKHALDSKERFI STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.