Morgunblaðið - 13.06.1996, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Sérkennslan í hönd-
um sveitarfélaga
VIÐ flutning grunn-
skólans frá ríki til
sveitarfélaga eru mörg
mál sem þarf að skoða
gaumgæfilega. Eitt
þeirra er sérkennslan
og hvemig tryggja má
fjárhagslegan grund-
völl hennar hjá nýjum
»úsbændum og sjá þar
með öllum grunnskóla-
nemendum hvar sem
þeir búa á landinu fyr-
ir jafnri þjónustu.
í nýlegu tölublaði
tímaritsins Glæður,
sem er fagtímarit Fé-
lags íslenskra sér-
kennara og ijallar um
uppeldis og skólamál (1. tbl. 6.
árg. 1996), er Björn Bjarnason
menntamálaráðherra spurður um
hvort auka eigi fjárframlög til sér-
kennslu við yfirfærsluna.
Svar ráðherrans á þessa leið
„Eins og ég hef skilið það þá
er verið að bæta við fjármunum.
Faglega hliðin á flutningi grunn-
skóians til sveitarfélaganna, þar á
meðal sérkennslan, var eitt það
fyrsta sem unnið var í ráðuneytinu
eftir að ég kom þar til starfa síðast-
liðið vor. Þá voru menn settir í þau
verkefni að semja reglugerðir og
skoða þessa faglegu þætti því við
vildum að þeir lægju alveg ljósir
fyrir áður en teknar væru ákvarð-
anir um kostnaðinn. Þetta gekk
eftir, kostnaðarmat var lagt á
reglugerðir sem lutu að þessum
málum og á grundvelli þess mats
var samið um flutning fjármuna.
Þessi leið var ein af forsendunum
til að skapa ró um flutninginn því
eins og margir vita voru margir
kvíðnir um það hvað yrði um sér-
skóla, hvernig sérkennslunni reiddi
af, nú hafa fjárframlög til þessara
mála verið hækkuð og öryggisleys-
ið er úr sögunni að minnsta kosti
hvað peningahliðina varðar.“
Lítum svolítið nánar á hvernig
sérkennslu er háttað innan grunn-
skólakerfisins.
Sérkennsla í
almennum
grunnskólum
Sérkennsla í grunn-
skólum hefur verið
skipulögð með tvenn-
um hætti á undanföm-
um árum. Ber þar fyrst
að nefna sérkennslu
sem fer fram í almenn-
um grunnskólum og
er tekin af sér-
kennslukvóta sem
reiknaður hefur verið
á hvert fræðsluum-
dæmi eftir fjölda nem-
enda í umdæminu. Er
miðað við að fyrir
fyrstu 1.700 nemendur í umdæmi
komi 0,25 vikustundir á nemanda
en 0,23 vikustundir á hvern nem-
anda umfram 1700.
í nýrri reglugerð um sérkennslu
er ráð fyrir því gert að viðmiðunar-
tala fyrir hvert sveitarfélag (áður
var viðmiðunin heilt fræðslum-
dæmi) verði 0,25 vikustundir á
fyrstu 1700 nemendur í sveitarfé-
lagi og 0,23 á hvern nemanda
umfram 1700. Það þýðir að skóli
með 100 nemendur fær því sem
næst 25 kennslustundir á viku til
sérkennslu. Fram til þessa hefur
þessi kvóti verið óháður því hvort
í skólunum séu mikið fatlaðir nem-
endur sem þurfa jafnvel mann með
sér eða hvort nemendur skólans
þurfi aðeins á lítilsháttar stuðningi
við námið að halda. Með nýju reglu-
gerðinni hækkar sérkennslukvóti
almennu skólanna lítillega eða um
2,5% að meðaltali yfir landið og
virðist þessi hækkun minnst í fá-
mennustu fræðsluumdæmunum,
t.d. er hækkunin aðeins 0,5% á
Norðurlandi vestra.
Láta mun nærri að um 15-20%
af nemendum í almennum grunn-
skóla njóti kennslu af þessum
kvóta. Sum börn eru tímabundið
með „stuðningskennslu" sem oft
er frekari þjálfun í grundvallaratr-
iðum í lestri, stafsetningu eða
stærðfræði. Önnur börn þurfa sér-
Nú er það í höndum
sveitarstj órnamanna,
segir Guðmundur Ingi
Leifsson, að bæta
aðstöðu til sérkennslu
nemenda.
kenslu alla sína skólagöngu oft
vegna einhvers konar fötlunar eða
sértækra námsörðugleika.
Sérkennsla í sérskólum
og sérdeildum
Sérkennsla fer einnig fram í sér-
skólum og sérdeildum ríkisins,
samtals tíu að tölu, og eru níu
þeirra á Reykjavíkursvæðinu og
einn sérskóli á Akureyri. Með nýj-
um grunnskólalögum sem nú hafa
tekið gildi er rekstur þessara sér-
skóla ekki lengur á vegum ríkisins
og er ráð fyrir því gert að þau
sveitarfélög, sem þessar stofnanir
eru í, taki við rekstri þeirra að fullu
og öllu. En samt eru uppi hugmynd-
ir um að þessi sveitarfélög eigi
ekki að fjármagna þennan rekstur
fyrir eigið fé heldur úr sameiginleg-
um sjóði sveitarfélaganna í landinu.
Þróun undanfarinna ára hefur
verið sú að þeim nemendum hefur
fækkað sem fengið hafa kennslu í
þessum sérskólastofnunum. Sér-
kennsla nemenda í almennu skólun-.
um hefur aukist til muna og hefur
færst í vöxt að nemendur með al-
varlegar fatlanir, bæði líkamlegar
og andlegar, hafa fengið alla sína
kennslu í heimaskólum sínum. Á
þetta sérstaklega við hvað varðar
nemendur á landsbyggðinni.
Er nú svo komið að nemendur á
grunnskólaaldri í sérskólum ríkis-
ins eru á yfirstandandi skólaári
aðeins 163 talsins og athygli vekur
að í 1.-3. bekk er aðeins 21 nem-
andi samtals í sérskólum. Nemend-
ur utan af landi, sem sækja sérskól-
ana í Reykjavík, eru innan við 5%
Guðmundur Ingi
Leifsson
af nemendafjöldanum og þeir sem
vistaðir eru í Reykjavík vegna
skólagöngu í sérskóla eru teljandi
á fmgrurn annarrar handar. Það
er staðreynd að skólar út um allt
land eru að sinna nemendum, sem
eru mikið fatlaðir og þurfa á mikl-
um stuðningi og sérkennslu að
halda, oft við mjög erfiðar aðstæð-
ur.
Skólum utan þeirra sveitarfé-
laga, sem hýsa sérskóla ríkisins,
hefur hingað til aðeins staðið tii
boða úthlutun af sérkennslukvóta
fræðsluumdæmanna til að sinna
þessum nemendum. Víða hafa
sveitarfélög lagt fram meira en
þeim bar til að þetta yrði gerlegt,
einkum ef miðað er við að þessir
nemendur „áttu rétt á“ þjónustu
frá sérskólum eða sérdeildum ríkis-
ins, þ.e. um nemendur er að ræða
sem lifa við sambærilegar fatlanir
og þeir sem fá kennslu í sérskólum
ríkisins.
Kostnaður
við sérkennslu
Kostnaður við sérkennslu á
grunnskólastigi, sem greiddur hef-
ur verið úr ríkissjóði á skólaárinu
1995-1996, er um einn milljarður.
Rúmur helmingur þeirrar upphæð-
ar hefur staðið undir sérkennsluk-
vóta fræðsluumdæmanna, sem var
nefndur hér að framan, og er skipt
milli skóla eftir mati sérfræðinga
á fræðsluskrifstofum á þörf fyrir
sérkennslu í hvetjum skóla. Eins
og oft vill verða er minna til skipt-
anna en æskilegt væri og verður
að viðurkennast að harðnað hefur
á dalnum undanfarin ár. Algengara
hefur orðið (m.a. að kröfu foreldra)
að sinna mikið fötluðum nemendum
í heimaskólum þeirra en sér-
kennslukvóti fræðslumdæmanna
ekki aukinn að sama skapi og hef-
ur nánast staðið í stað frá því hon-
um var komið á.
Sérskólar og sérdeildir ríkisins
hafa að öllu leyti verið kostaðir af
ríkisfé. Á það við um kennaralaun
og til viðbótar hefur ríkið greitt
allan annan rekstur, húsnæðis-
kostnað, viðhald, gæslu, mötuneyti
o.fl. sem sveitarfélög hafa greitt i
almennum grunnskólum. Lætur
nærri að kostnaðurinn sé um 400
milljónir fyrir þessar tíu skólastofn-
anir.
Varlega áætlað þurfa um 2%
grunnskólanema eða 800 börn á
landinu það sem kalla mætti mikla
THE GENUINÉ-Afnm£;
Hafnarfjörður
sérkennslu. Tæplega 200 þessara
barna hafa, eins og áður sagði,
fengið alla þjónustu í sérskólum
eða sérdeildum ríkisins. Hinum
7-800 hefur verið sinnt í heima-
skólum og kennsla þeirra verið
greidd af sérkennslukvóta viðkom-
andi fræðslumdæmis en annar
kostnaður komið á sveitarfélagið
sem í hlut á.
Nú þegar sveitarfélögin hafa
þennan málaflokk alfarið í sínum
höndum hlýtur að koma til meiri
jöfnunar á þessum kennslukostn-
aði. Það er óhjákvæmilegt að Akur-
eyri, Kópavogur og Reykjavík, sem
ein sveitarfélaga hafa haft sérskóla
eða sérdeildir ríkisins, sitji við sama
borð og önnur sveitarfélög en fái
ekki þesar 400 milljónir sem farið
hafa til sérdeilda og sérskóla ríkis-
ins „í forgjöf". Sveitarfélög eru
samkvæmt nýju grunnskólalögun-
um ábyrg fyrir sérkennslu í þeim
skólum sem þau reka og telji þau
sig ekki geta sinnt nemendum
nægilega vel faglega í heimaskóla
verða þau að greiða námsvistar-
gjöld með þeim í þá skóla sem áður
voru sérskólar ríkisins og munu
reknir áfram af þeim sveitarfélög-
um sem þeir eru í. Að mínu mati
er ekki réttlætanlegt að þessir skól-
ar fái áfram fé í forgjöf úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga, eins og
heyrst hefur að tiilögur séu uppi
um. Sveitarfélögin, sem þá munu
reka, eru nægilega öflug til að
standa undir þeim rekstri og eiga
einnig sjálf yfirgnæfandi meiri-
hluta nemenda í þessum skólum.
Sérkennslan
framundan
Nú þegar grunnskólarnir standa
á tímamótum gefst sveitarfélögum
tækifæri til að bæta og jafna að-
stöðu þeirra nemenda sem þurfa á
mikilli sérkennslu að halda.
Ef stefnan um einn skóla fyrir
alla á að gilda í landinu verða að
gilda sömu reglur um aðgang að
fjármagni til að framkvæma þá
stefnu alls staðar á landinu.
Samkvæmt orðum menntamála-
ráðherra hér að framan sömdu
sveitarfélögin um aukið fé sem
ætlað er til sérkennslumála og
ætti því að vera meira til skiptanna
hjá sveitarfélögum í þessum mála-
flokki en verið hefur.
Sérstaklega ber að tryggja hag
þeirra nemenda sem þurfa á mik-
illi sérkennslu að halda í sínum
heimaskólum. Það getur aldrei ver-
ið réttlátt að börn, sem þurfa á
þessari þjónustu að halda, sitji ekki
við sama borð. Sum munu fá þessa
þjónustu áfram í sérskólum eða
sérdeildum en önnur í heimaskóla.
Því er mikilvægt að sveitarfélögum
verði ekki gert fjárhagslega erfið-
ara að þjónusta þessi börn heima
en sú hefur verið raunin undanfar-
in ár. Sveitarstjórnarmenn, nú er
það i ykkar höndum að jafna og
bæta aðstöðu til sérkennslu nem-
enda óháð búsetu.
Höfundur er fræðslustjóri
Norðurlandsumdæmis vestra.
BRETTALYFTUR
ÓTRÚLEGT VERÐ!
CML brettalyftur
eru úrvalsvara
á fínu verði.
Þær eru á einföldum
eða tvöföldum
mjúkum hjólum,
sem ekki skaða gólf.
Verð m/vsk frá
kr. 35.990 stgr.
Hringás ehf.
Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330