Morgunblaðið - 13.06.1996, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Faðir okkar, BERGÞÓR ÓLAFSSON THEODÓRS húsasmíðameistari, Bólstaðarhlið 8,
lést á heimili sínu 9. júní. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og annarra ættingja.
Ólafur Bergþórsson, Sigríður Ólafía Bergþórsdóttir, Bergþór Bergþórsson, Helga Theodóra Bergþórsdóttir.
t
Okkar ástkæra stjúpmóðir,
HELGA SOFFÍA ÞORGILSDÓTTIR
fyrrverandi yfirkennari,
áðurtil heimilis
á Víðimel 37, Reykjavik,
andaðist á Droplaugarstöðum 11. júní sl.
Jarðarförðin auglýst síðar.
Fyrir okkar hönd og annarra vanda-
manna,
Gunnfinna Þorsteinsdóttir Green,
Valgerður Þorsteinsdóttir,
Valmundur Þorsteinsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURJÓN DAVÍÐSSON,
Álfhólsvegi 34,
Kópavogi,
andaðist í Landspítalanum 11. júní.
Guðlaug Einarsdóttir,
Björgvin Sigurjónsson, Sædis Magnúsdóttir,
Björn Sigurjónsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
MAGNÚS ÞÓRARINSSON,
Álfheimum 48,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. júní.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Þórarinn Magnússon, Sigrún Reynisdóttir,
Kristinn Magnússon, Hanna Bjartmars Arnardóttir
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR HELGASON,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
9. júní.
Útförin fer fram frá Akranesskirkju
föstudaginn 14. júní kl. 14.00.
Helgi Sigurðsson, Stefanía Sigmarsdóttir,
Sigrún Erla Sigurðardóttir, Haukur Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
sem lést þann 5. júní, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní
kl. 13.30.
Elias Ragnar Gissurarson, Vera Snæhólm,
Þórdís Gissurardóttir, Sverrir Þórólfsson,
Hákon Örn Gissurarson, Valdfs Kristinsdóttir,
Hjördis Gissurardóttir, Geir Gunnar Geirsson,
Magnús Þórarinn Gissurarson, Anna Ágústa Hauksdóttir,
Ásdís Gissurardóttir, Ragnar Thor Sigurðsson
og barnabörn.
GUÐMUNDUR
JÓHANNESSON
+ Guðmundur Jó-
hannesson,
bóndi frá Króki í
Grafningi, fæddist
í Eyvík í Grímsnesi
12. október 1897.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítal-
ans 6. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jóhannes Ein-
arsson, Einarsson-
ar Einarssonar, all-
ir bændur að Eyvík
og Guðrún Geirs-
dóttir frá Bjarna-
stöðum í Gríms-
nesi. Þau áttu fimm syni og
tvær dætur, sem öll komust
upp.
Eiginkona Guðmundar var
Guðrún Sæmundsdóttir, fædd
í Reykjavík 7. ágúst 1904, d.
17. júní 1987. Foreldrar henn-
ar voru Sæmundur Þórðarson,
múrari í Reykjavík, ættaður
frá Lækjarbotnum í Lands-
sveit og Guðlaug Jóhannsdótt-
ir frá Baugsstöðum í Flóa.
Guðrún og Guðmundur eign-
uðust átta börn.
Þau eru Egill, f. 13.
maí 1921 í Eyvík,
Guðrún Mjöll, f. 17.
september 1923 á
Nesjavöllum, d. 29.
mars 1995, Aslaug
Fjóla, f. 25. febrúar
1926 á Nesjavöll-
um, Jóhannes Þór-
ólfur Gylfi, f. 20.
maí 1931 í Króki,
Sæunn Gunnþór-
unn, f. 15. júní 1933
í Króki, Jóhanna,
f. 12. ágúst 1936 í
Króki, Elfa Sonja,
f. 28. mars 1945 í Reykjavík,
og Erlingur Þór, f. 1. desem-
ber 1947 í Reykjavík. Afkom-
endur Guðrúnar og Guðmund-
ar eru 99 talsins í dag, en
hundraðasti afkomandinn er
væntanlegur eftir þijár vikur.
Útför Guðmundar Jóhannes-
sonar fer fram frá Langholts-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15. Jarðsett verður í
kirkjugarðinum við Úlfljóts-
vatn í Grafningi.
Guðmundi Jóhannessyni bónda
frá Króki í Grafningi mun hafa lið-
ið vel í föðurgarði sínum, Eyvík.
Hann lýsti foður sínum svo, að hann
hefði verið greindur maður og
frjáislyndur í hugsun. Aldrei varð
honum sundurorða við móður sína
og enga óvildarmenn mun hún hafa
átt. Gætu þessar lýsingar átt við
Guðmund sjálfan, þegar litið er yfir
æviveg hans. Vorið 1921 hófu þau
Guðmundur og Guðrún búskap í
Eyvík, þeirra félagi gerðist Jóhann,
bróðir Guðmundar. Kolbeinn bróðir
þeirra hóf um sama leyti búskap á
hinum helmingi jarðarinnar. Guð-
mundur fann að þröngt var um í
Eyvík, en hvergi var jarðnæði að fá
í Grímsnesi. Gnægt var lausra jarða
við Þingvallavatn. Honum var ljós
sú staðreynd að eyðijarðir við Þing-
vallavatn væru illa hýstar, girðingar
engar en beitiland nokkurt og veiði
mikil. Rétt er að geta hér einnar
ferðar Guðmundar í leit að jörð til
ábúðan
Einn dag í fögru veðri í marz-
mánuði árið 1922 lagði hann af
stað í jarðarleit. Ferðinni var heitið
að Þingvaliavatni. Frá Eyvík fór
hann á skíðum að Svínavatni, þaðan
norður á Lyngdalsheiði. Á háheið-
inni skildi hann skíðin við sig vegna
slæms skíðafæris. Stakk hann þeim
í skafl og gekk eftir það. Eftir lið-
lega tveggja tíma ferð frá Svína-
vatni kom Guðmundur að helli
nokkrum, skammt ofan við Laugar-
dalsvelli. Veðrið var milt, krapaelg-
ur eftir hláku og ungi bóndinn bull-
votur í fætuma. Hann sá enga
skepnu, beitarhús hellisbúanna vom
úti í Bjarnaskarði. Allt var hvítt af
snjó. Mjög stór gluggi var á timbur-
gafli í hellismunnanum. Er hann
kom að dyrum hellisins, birtist hús-
freyjan útifyrir, heilsaði og bauð
Guðmundi inn. Kannaðist hún við
föður hans. Var honum boðið upp
á kaffi og meðlæti inni í hellinum.
Húsnæði þetta var þiljað innan og
fannst Guðmundi vistlegt þar. Innst
í hellinum var bergleki, notaður sem
vatnsból. Hlýlega var þama í heliin-
um tekið á móti lúnum ferðamanni
en eftir skamma viðdvöl lá leiðin
að Gjábakka, sem þá var í eyði.
Síðan að Skógarkoti þar sem gist
var um nóttina hjá Jóhanni Krist-
jánssyni bónda og konu hans. Morg-
uninn eftir hélt Guðmundur enn
gangandi að Svartagili sem þá var
í eyði með afar lélegum moldarkof-
um, en beitiland fagurt.
Þaðan fór Guðmundur að Þing-
völlum, til séra Jóns. Eggjaði prest-
ur Guðmund á að taka Gjábakka
til ábúðar. Hafði Guðmundur hug
á því, en féll frá því síðar, m.a.
vegna vandkvæða á að hemja fé
sitt frá Eyvík þar. Mun það hafa
valdið séra Jóni vonbrigðum að ná
ekki þessum unga manni í sveitina.
Frá Þingvöllum fór Guðmundur að
Arnarfelli við Þingvallavatn. Þar
var jörðin til leigu og húsin til sölu,
en ekki samdist þar. Á bakaleið til
Eyvíkur tók Guðmundur skíði sín
úr skaflinum á Lyngdalsheiðinni.
Kom hann að Stóru-Borg, örþreytt-
ur og matarþurfi. Síðan kom hann
heim til Eyvíkur, jarðarlaus. (Þessi
frásögn gefur lítinn útdrátt um
þeirra tíma erfiðleika, samgöngur,
ákveðni og dugnað þessa fólks að
sjá sér og sínum farborða.)
Jörðin Nesjavellir í Grafningi
losnaði til ábúðar 1923. Tóku þeir
bræður, Guðmundur og Jóhann,
jörðina á leigu. Fagran vormorgun
í áliðnum júní var Guðmundur ferð-
búinn ásamt skylduliði sínu á hlað-
inu í Eyvík. Söknuður var í sinni
unga fólksins, ekki síst Guðrúnar,
en henni hafði liðið vel í Eyvík.
Jóhannes gamli var kvaddur en
Guðrún kona hans var þá látin.
Þrír hestar voru til ferðarinnar,
einn sat Guðrún í söðli þá 19 ára
gömul með Egil son sinn tveggja
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677
ags. HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
4W
\
4W VM(.»J* JH «M
M4N
ára, bundinn við hana með trefli.
Laufey systir hennar sat annan (
hest, þeim þriðja var beitt fýrir
vagn. Guðmundur og Jóhann
teymdu vagnklárinn og kýmar. í
vagninum var m.a. sængurfatnað-
ur, pottar og önnur eldhúsáhöld.
Seinna voru ýmsir aðrir munir og
féð sótt til Eyvíkur. Um kvöldmat-
arleytið komu þau að Úlfljótsvatni
og gistu þar hjá þeim hjónum Kol- ,,
beini frá Hlíð og Geirlaugu frá
Nesjavöllum. Næsta dag var komið ■
að Villingavatni til Magnúsar (
Magnússonar og Þjóðbjargar Þor-
geirsdóttur. Svo feginn var bóndinn
á Villingavatni, er hann heimti þetta
unga fólk í sveit sína, að hann leiddi
kú Guðmundar beint í slægju. -
Síðan hélt fólkið áfram með kerruna
upp Grafning og enginn vegur þar,
en rudd hafði verið kerrubraut frá
Villingavatni að Hagavík. Það gerði |
Guðbjöm í Hagavík, en hann fór
síðar í vatnið. Frá Hagavik var
skrönglast eftir gamalli hestagötu I
að Nesjavöllum. Þar var fátæklegt
og frambýlingslegt um að litast.
Moldargólf var í gangi og eldhúsi,
sem var hlóðaeldhús, timburgólf
annars staðar og gamall baðstofu-
stíll að öðm leyti. Nóg var til mat-
ar, ijúpan ropaði á stéttinni, ijúpna-
súpa þótti góð. Bleikja og urriði
veiddur í Þingvallavatni, étinn salt-
aður og nýr. Silungur gaf nokkuð
í aðra hönd, mikið fyrir því haft,
rekið í nótt eftir nótt, veiðin borin
heim á bakinu sem var klukku-
stundargangur frá vatni og þung,
ef vel veiddist. Síðan var farið með
silung Dyraveg að Kolviðarhóli, sem
var þriggja tíma lestarferð og erfið
með baggahest. Þaðan flutt með
bifreið til Reykjavíkur.
Árið 1927, eftir íjögurra ára
búsetu á Nesjavöilum, festu þeir
bræður kaup á jörðinni Króki í
Grafningi. Þetta var talin dijúg
bújörð ásamt veiði í Þingvallavatni
frá Hagavík að Ölfusvatnsfjalli. í
Króki var unnið af dugnaði að upp-
byggingu staðarins, túnrækt, áveit-
um og virkjun kom þar árið 1929
og var með þeim fyrstu á landinu.
Áður en nokkur traktor kom, var
bústærðin 550 ær, átta kýr í fjósi
og átta hross. í Króki var veiði
stunduð jafnhliða búskap. Þar var
gestkvæmt mjög og búskaparreisn
hin mesta hjá þeim Guðmundi og
Guðrúnu. Jóhann bróðir Guðmund-
ar lést fyrir aldur fram 9. nóvem-
ber 1937, þá 38 ára að aldri. Var
þá höggvið mikið skarð í fylkingu
unga fólksins sem lagði upp frá
Eyvík í upphafi.
Guðmundur og Guðrún lögðu af
búskap í Króki árið 1958. Egill son-
ur þeirra tók þá við búinu. Þrátt
fyrir þrotlausa baráttu hafði Guð-
mundur aldrei misst sjónar á því
merki sem hann leitaði að. Hann
hafði unnað fegurð, leitað hennar
og fundið hana í hrikalegu og und-
urfögm umhverfi sögufrægra slóða
við Þingvallavatn.
Fagra sjáðu Grafningsgrund,
gróðri stráðan völlinn.
Vötnin bláu, laufgan lund,
ljósbrýn háu piin.
(Guðm. Jóh.)
Þau hjón festu kaup á íbúð í Ljós-
heimum 4 í Reykjavík og hefur
hann búið þar síðan. Hann tók jörð-
ina Krýsuvík á leigu og bjó þar
árin 1962 og 1963. Guðmundur
vann eftir það við rif á mótatimbri
utan af nýbyggingum og vann við
það fram á 93 ára aldur. Þá missti
hann vinnuna, því allir hans vinnu-
veitendur voru hættir eða látnir.
Guðmundur var víðlesinn og unni
mjög ljóðum Einars Benediktssonar
og einn vísasti maður hérlendis um
þann kveðskap. Sjálfur orti hann
talsvert og ekki síður nú á seinni
ámm.
Andleg og líkamleg orka þessa
manns var undraverð. Islenska heil-
brigðiskerfið náði aldrei til hans,
fyrr en undir það síðasta, er hann
féllst á að fara á sjúkrahús og var
hann þar einn sólarhring áður en
yfir lauk. Var það hans fyrsta og
síðasta spítalavist.
Guðmund Jóhannesson langaði
að mæta á kristnitökuhátíðina á
Þingvöllum árið 2000 og hefði hann