Morgunblaðið - 03.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1996 35
MINNINGAR
GUÐJON
JÓNSSON
+ Guðjón Jónsson
fæddist í Flatey
á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu 11.
ágúst 1912. Hann
lést 27 . júlí síðast-
liðinn Foreldrar
hans voru Jón Jóns-
son, f. 31.10. 187.5,
d. 2.9. 1940, bóndi í
Flatey, Jóns Þor-
steinssonar frá Felli
í Suðursveit og
Steinunnar Jóns-
dóttur frá Kálfa-
felli, og Guðrún Sig-
urðardóttir, f. 25.3.
1879, d. 11.3. 1966, Sigurðar
Benediktssonar bónda á Vind-
borði og Guðnýjar Sigurðar-
dóttur, Sigurðar bónda í Flatey.
Guðjón var yngstur fimm
systkina en þau voru: Guðný
Sigurbjörg, f. 8.10. 1903, d.
30.6. 1970, gift Vilhjálmi Guð-
mundssyni, f. 21.8. 1900, d.
10.3.1992, og áttu þau sex börn
og eru fjögur þeirra á lífi.
Steinunn Sigríður, f. 2.8. 1904,
Með söknuð í hjarta kveð ég þig
í dag, elskulegi föðurbróðir og vin-
ur. Eg hafði stefnt á að hitta þig í
sumarfríi mínu _en vinur þinn og
samhetji Óli Þ. Óskarsson hafði að-
varað mig með að tímamörkin yrðu
nær en þú vildir vera láta. En atvik-
in höguðu því þannig að þú náðir
ekki að þrauka komu minnar. En
þú þessi eljusami maður sást ekki
mikinn tilgang í að hanga yfir engu,
enda trúi ég að nú sértu kominn í
góðra vina félagsskap þeirra geng-
inna hestamanna og annarra sem
héldu gjarnan sínar hátíðir hjá þér
í Austurbænum í Flatey.
Guðjón gerði ekkj víðreist um
ævina og eftir lát föður síns hélt
hann bú ásamt Steinunni systur
sinni með móður sinni og uppeldis-
syni hennar, Sigurði. En á þeim
árum var bærinn Flatey í þjóðbraut.
Flestar ár í sýslunni óbrúaðar,
Hornafjarðarfljót nánast ófært allt
sumarið og einu samgöngur til vest-
urs sjóleiðis frá Höfn um Melatanga
til Flateyjar. Þá voru ferðamenn
ekki sauðsvartur almúgi heldur vís-
indamenn, listamenn og auðmenn
utan úr heimi er vildu kynnast þess-
um frumbyggjum norður í Ballar-
hafi. Þótt Guðjón hefði ekki þá náð-
argáfu systur sinnar sem gat numið
allt utan að er hún heyrði eða las
þá náði hann púlsi þessara manna,
gat látið þá tjá sig þótt á framandi
tungumáli væri og þannig varð Guð-
jón að mínu viti „heimsborgari"
löngu áður en við íslendingar vissum
hvað það þýddi. Þessi náðargáfa
hans naut sín er Suðursveitungar
komu með reksturinn á haustin og
höfðu lokaáfanga rekstursins frá
Flatey. Guðjón gat fengið þessa sag-
naglöðu menn til að tala og segja
sögur, græskulausar um sig og ná-
ungann - trúlega uppdiktaðar á
stundinni - svo lengi lifði nætur.
Þótt þetta stæði í viku hélt lífsbar-
átta áfram því öll vinna var unnin
með handverkfærum og hver dagur
dýrmætur. Stundum fannst okkur
nóg um, til dæmis þegar Guðjón var
lungann úr sumrinu með finnskum
vísindamanni að rannsaka skrið
jökla og lét fóstbróður sínum, Sig-
d. 20.5. 1966, ógift.
Lovísa, f. 1.8. 1905,
gift Stefáni Einars-
syni, f. 14.6. 1905,
og eiga þau tvö
börn. Þau eru nú
vistmenn á DAS í
Hafnarfirði. Sig-
urður, f. 19.8. 1906,
d. 30.9. 1982,
kvæntur Hildi Ingi-
björgu Halldórs-
dóttur, f. 3.5. 1894,
d. 24.4. 1945, og
eignuðust tvo syni.
Þá tóku þau Jón og
Guðrún í fóstur
Garðar Sigjónsson frá Vest-
mannaeyjum. Einnig ólu þau
hjón upp dótturson sinn Sigurð
Vilþjálmsson, f. 27.4. 1929, sem
dvaldi í Flatey þar til er hann
lést af slysförum á Höfn 19.3.
1967.
Utför Guðjóns verður gerð í
dag frá Brunnhólskirkju á Mýr-
um, Austur-Skaftafellssýslu, og
hefst athöfnin klukkan 14.
urði, ásamt hálfdrættingunum eftir
að afla heyja. Þá kom það og fyrir
að hlaup kom úr Vatnsdal og fleyttu
burtu daga eða vikna vinnu eftir því
hvernig á stóð. Fyrstu afskipti
frænda af mér voru er sækja þurfti
ljósmóður að Brunnhól þann 16.
september 1934, en þá stóð svo á
að Vatnsdalshlaup var í algleymingi
og var þá eyrarlaus vatnsflaumur
frá Eskeyjaroddum að Kálfhólslandi
á að giska 2,5-3 km. Þessa ferð
fóru þeir Guðjón og Bergur Þorleifs-
son úr Vesturbænum í Flatey í nátt-
myrkri og skiluðu ljósunni klakk-
laust á leiðarenda vegna meðfæddr-
ar reynslu sinnar af umhverfinu og
eðlisgreind hestanna. Auðvitað var
skapferli þessara bænda háð duttl-
ungum veðurfars, en Guðjón hafði
tileinkað sér vinnusálfræði föður
síns, stuttar vinnulotur og þannig
fékk hann hámarks afköst út úr
óhömuðum unglingum sem dvöldu
sumarlangt í Flatey. Þótt þá frænd-
ur greindi á um ýmislegt höfðu þeir
sammælst um að hefja nútíma bú-
skap, rækta upp jökulurðina - sem
og þeir og hófu, nota nýjustu tækni
- fyrstir íslendinga - en þá gripu
örlögin inn í, systir hans og móðir
féllu frá og félagi hans og frændi,
Sigurður Vilhjálmsson, fórst, allar
framtíðaráætlanir um að hið víðf-
eðma Iand Flateyjar yrði að grænum
túnum hrundu til grunna. Mitt í
þessum þrengingum bauðst þeim
Flateyjarbændum að selja landið til
graskögglaverksmiðju og trúðu þeir
því að þá væri málunum borgið en
allir vita hvemig stefna ríkisstjórnar
hefur verið í landbúnaðarmálum síð-
ustu áratugi.
Þá komu ung hjón úr Reykjavík
og vildu halda verkinu áfram þrátt
fyrir skilningsleysi ríkisvalds og öf-
und sveitunganna, Austur-Mýra-
manna, sem allt í einu töldu sig eiga
nytjarétt af landi sem þeir hafa aldr-
ei viljað vita af eða haft nytjar af.
Þeir félagar fundu sig í barátt-
unni og héldu ótrauðir hugmyndum
Guðjóns um framtíð Flateyjarlands
áfram. Er enginn vafi að þau hjón
Óli Óskarsson og hans ágæta kona
efldu honum styrk og gáfu honum
t
Okkar kæra systir og mágkona,
BRYNHILDUR STEINÞÓRSDÓTTIR
(Stella),
sem andaðist í Kaupmannahöfn 9. júlí,
verður kvödd frá Fossvogskapellu mið-
vikudaginn 7. ágúst kl. 13.30.
BirgirSteinþórsson, Kristín Ingimundardóttir.
trú á framtíðina og þær hugsjónir
sem hann bar í brjósti.
Ég og kona mín áttum þess kost
að fá hann sem ferðafélaga með
Eddunni, skemmtiferðaskipi, sem
sigldi frá Reykjavík til Evrópu árið
1983. Þá birtist „heimsborgarinn úr
sveitinni", hann þekkti alla unga sem
gamla, gat vakað fram á elleftu
stund (næturklúbburinn lokaði
klukkan 6 að morgni). Þegar gest-
gjafar í náttstað í nágrenni Parísar
uppgötvuðu að Guðjón var afmælis-
bam dagsins var honum haldin dýr-
leg afmælisveisla. Þótt þekking gest-
gjafa á íslandi hafi verið úr alfræði-
bók frá 1850, skorti ekkert á göfug-
lyndi þeirra og um tjáskipti þeirra
veit undirritaður ekki því hann átti
að _aka til Versala daginn eftir.
Á áttræðisafmæli Guðjóns áttum
við hjón leið um Frakkland og vildum
við gjarnan heimsækja þessi ágætu
hjón og fórum fram á að Guðjón
kæmi með því annars væri heim-
sóknin gagnslaus. En þá bar hann
við slæmsku og óáran. Ekki grunaði
okkur þá að hann væri heltekinn af
þeim sjúkdómi er nú hefur yfirbugað
þennan mann sem þó mátti þola
bæklun vegna slyss frá unga aldri
Hugljúfar þakkir fylgi þér inn í
sólarlönd framtíðarinnar.
Þinn frændi og vinur,
Sölvi Sigtirðsson.
Guðjón Jónsson fæddist í Flatey
á Mýrum. Guðjón bjó alla sína ævi
í Flatey, fyrst með foreldrum sínum
en tók ungur við forræði búsins eft-
ir lát föður síns. Lengi bjó hann með
móður sinni, systur og systursyni. Á
miðjum sjöunda áratugnum stóð
Guðjón allt í einu einn uppi með
búið í Flatey eftir lát þeirra sem
með honum biuggu sem öll féllu frá
á einu ári. Eftir það bjó Guðjón einn
í Flatey að undanskildum tveimur
síðustu árum hans þegar hann
stríddi við hinn erfiða sjúkdóm sem
leiddi hann til dauða. Þann tíma
dvaldi hann í Skjólgarði á Höfn og
vil ég sérstaklega þakka því fólki
sem annaðist hann þar.
I uppvexti mínum dvaldi ég öll
sumur hjá frændfólki mínu í Flatey
og hlaut þar stóran hluta þess upp-
eldis og veganestis sem vel hefur
dugað. Að sjálfsögðu var Guðjón sá
sem mesta ábyrgð bar og áhrif hans
og lífsviðhorf meitluðust í hug
manns og lifðu þar síðan.
Guðjón eignaðist ekki börn en
fáir hafa skilað jafn stóru uppeldis-
hlutverki sem hann, því öll sumur í
hans búskap voru böm og unglingar
undir hans forsjá. Hann umgekkst
þessa unglinga eins og fullorðið fólk
og treysti þeim eins og sjálfum sér
til allra verka en studdi þá án þess
að eftir væri tekið, nýtti vel hæfí-
leika þeirra og veitti þeim sjálfs-
traust. Lærðir uppalendur hefðu
ekki gert þetta betur.
Guðjón lifði með þá hugsjón að
skulda ekki neinum neitt enda var
örlætið og hjálpsemin svo rík í blóði
hans að þakkir til hans fyrir greið-
ann komust ekki fyrir.
Guðjón átti þess ekki kost frekar
en margir aðrir á þeim tíma að njóta
menntunar en samt var hann vel að
sér um alla hluti og fylgdist grannt
með öllu og gat rætt hvaða málefni
sem var enda nutu menn návistar
hans.
Ég tel mig geta mælt fyrir munn
alls þess æskufólks sem naut hand-
leiðsu hans. Hafðu þakkir okkar
allra og við munum minnast þín sem
mannsins með stóra hjartað.
Guðmundur Sigurðsson.
Sérfræðingar
í blómaskreytinguiu
við öll tækil'æri
blómaverkstæði
INNAfe
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími. 19090
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR PÉTURSSON,
Skúlagötu 40B,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðviku-
daginn 24. júlí.
Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Svava Sigurðardóttir
Rúdólf Ingólfsson, Ruth Arelíusdóttir,
Sigrún Ingólfsdóttir Wood, Clifton Wood,
Urinur Ingólfsdóttir, Gunnar H. Tyrfingsson,
Jean Jensen, Guðrún Hlíðar,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi,
JÓHANN BJARMI SÍMONARSON
fyrrverandi skrifstofustjóri,
Klettaborg 4,
Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri aðfaranótt 2. ágúst síðastlið-
inn.
Freygerður Magnúsdóttir,
Þorleifur Jóhannsson, Olga Ellen Einarsdóttir,
Símon Jón Jóhannsson, Hallfríður Helgadóttir,
Gfgja Símonardóttir, Sverrir Sigurðsson
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI GUÐMUNDSSON,
Skriðustekk 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 7. ágúst kl. 13.30.
Laufey Ólafsdóttir,
Ólafur Rúnar Árnason, Ása Ásgrímsdóttir,
Guðmundur Árnason, Guðrún Samúelsdóttir,
Sigurður Árnason, Guðbjörg Skjaldardóttir,
Þráinn Árnason, Unnur Vilhjálmsdóttir,
Már Árnason, Valdís Snorradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, bróðir og
venslamaður,
HAUKUR HELGASON
ritstjóri,
Lundarbrekku 6,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 7. ágúst kl. 13.30.
Nanci Arnold Helgason,
Marfa Kristoffersen, Steen Kristoffersen,
Mikael, Daniel og Robert,
Bertha Richter, Þórhallur Gunnlaugsson,
Karen og Ástþór,
Dagný Michelle Jónsdóttir, Kristján Guðmundsson.
t
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför eigin-
konu, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
ELÍNBORGAR DRAFNAR
GARÐARSDÓTTUR
(Boddu),
Háuhlið 14,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra-
húss Sauðárkróks, sjúkradeild, fyrir góða umönnun og hlýhug.
Friðrik A. Jónsson,
Anna Sigriður Friðriksdóttir, Hörður Ólafsson,
Elínborg Björk Harðardóttir, Hrafn Guðmundsson,
Ólafur Friðrik Harðarson,
Lísa Dröfn Harðardóttir.