Morgunblaðið - 10.08.1996, Side 1

Morgunblaðið - 10.08.1996, Side 1
72 SÍÐUR B/C 179.TBL.84.ÁRG. LAUGARDAGUR10. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Varaforsetaefni repúblikana Kemp lík- legastur Washington. Reuter. BANDARÍSKIR fjölmiðlar töldu í gær líklegast að Jack Kemp, fyrrver- andi húsnæðismálaráðherra, yrði fyrir valinu sem varaforsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 5. nóvember. CN’JV-sjónvarps- stöðin hafði eftir heimildarmönnum að Dole hefði hringt í Kemp síð- degis í gær og boð- ið honum að verða varaforsetaefni og Kemp fallist á það. Dole sagði _ þetta ekki rétt. „Ég hef ekki boðið neinum þetta - ég hef ekki hringt í nokkurn mann.“ Aður hafði Dole sagt fréttamönn- um að hann hefði gert upp hug sinn en vildi ekki skýra frá því strax hver hefði orðið fyrir valinu. Hann hyggst tilkynna ákvörðun sína í Kansas í dag. Dole og varaforseta- efni hans verða tilnefndir formlega á landsþingi repúblikana í San Diego á miðvikudag. Kemp er frá New York og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í 18 ár og var húsnæðismálaráð- herra í stjórn George Bush á árunum 1988-92. Hann er 61 árs og hallur undir þá kenningu að skattalækkan- ir séu nauðsynlegar til að stuðla að hagvexti og sé rétt að þeim staðið dragi þær ekki úr tekjum ríkisins. Vegna þessarar afstöðu hefur hann stundum verið á öndverðum meiði við Dole, sem hefur þar til nýlega ekki viljað beita sér fyrir miklum skattalækkunum vegna fjárlagahall- ans. Að sögn bandarískra fjölmiðla kemur Connie Mack, öldungadeild- arþingmaður frá Flórída, einnig til greina sem varaforsetaefni. Bob Dole Rússlandsforseti sver embættiseið í skugga blóðsúthellinga í Grosní Reuter FRÁ innsetningarathöfninni í Kremlarhöll. Frá vinstri eru Vladímír Túmanov, forseti stjórnlagadómstólsins, Níkolaj I\jabov, formað- ur yfirkjörstjórnarinnar, Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra, Borís Jeltsin, forseti, Jegor Strojev, forseti efri deildar þingsins, Gennadí Seleznjov, forseti neðri deildarinnar, og Aleksí II, patríarki í Moskvu. 3.000 gestir voru við athöfnina. Jeltsín segir fríðarvið- ræður einu lausnina Viðræður um vopnahlé tii að bjarga íbúum Grosní og særðu fólki Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín sór embættiseið sem forseti Rússlands við hátíðlega athöfn í Kremlarhöll í gær. Mannskæð átök í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, vörp- uðu skugga á innsetningarathöfnina og Jeltsín sagði að árásum tsjetsj- enskra aðskilnaðarsinna yrði svarað af fullri hörku en hins vegar væru frekari friðarviðræður eina leiðin til að binda enda á stríðið. Rússneskir og tsjetsjenskir embættismenn komu saman til að ræða hugsanlegt vopna- hlé til að hægt yrði að koma hundruðum særðra manna á sjúkrahús og gefa tugum þúsunda óbreyttra borgara færi á að flýja borgina. „Aflát hjá einkatölvu“ Bonn. Rcuter. NÝJU forriti, sem gefur fólki kost á að játa syndir sínar fyr- ir tölvunni sinni, hefur verið illa tekið hjá kaþólsku kirkjunni í Þýskalandi. Eru kirkjunnar menn allt annað en ánægðir með þennan nýja skriftaföður. Talsmaður þýska biskupa- ráðsins sagði, að forritið ætti ekkert skylt við skilning kaþól- skra manna á játningu synd- anna enda væri ekki unnt að biðja um fyrirgefningu þeirra með því einu að ýta á hnapp. „Aflát hjá einkatölvu“ eins og diskurinn heitir er gefinn út af Lazarus-félaginu í Köln. Á honum er langt syndaregist- ur, listi yfír 200 syndir, og af honum velja menn þær, sem við eiga hvetju sinni. „Strax og syndin hefur verið valin ákveður forritið yfirbót- ina á grundvelli Boðorðanna tíu,“ segir í kynningu með disknum. Ekkert lát var á bardögunum í Grosní sem hafa kostað hundruð manna lífið frá því á þriðjudag. „Yfirmenn rússnesku hersveitanna hafa gjörsamlega misst tökin á ástandinu,“ hafði fréttastofan Interfax eftir heimildarmanni í rússneska hernum. Fréttir hermdu að liðsauki rússneska hersins, sem sendur var til Grosní, hefði þurft að hörfa og að 7.000 hermenn væru umkringdir aðskilnaðarsinn- um. Tugir þúsunda íbúa Grosní haf- ast við í kjöllurum og rússneska stjórnin hét því að „stöðva blóðbað- ið sem allra fyrst og losa Grosní við glæpamennina". Stjórnin lýsti aðskilnaðarsinnunum sem hryðju- verkamönnum sem víluðu ekki fyrir sér að drepa tsjetsjenska samborg- ara sína. Jeltsín sagði að markmiðið með árásum aðskilnaðarsinna í Grosní væri að eyðileggja vopnahléssam- komulagið sem hann náði við Ze- limkhan Jandarbíjev, leiðtoga þeirra, 27. maí. Hann sakaði enn- fremur stjórnina í Tsjetsjníju, sem nýtur stuðnings ráðamanna í Moskvu, og rússneska embættis- menn um „gróft vanmat" á styrk aðskilnaðarsinnanna. Sergej Sliptsjenko, ritari Tsjetsj- níju-nefndar rússnesku stjórnarinn- ar, sagði að leiðtogar aðskilnaðar- sinna hefðu lagt til að samið yrði um vopnahlé til að koma særðu fólki og óbreyttum borgurum úr borginni. Hann kvað Rússa geta BORÍS Jeltsín sver embættis- eiðinn og leggur hönd á sér- staka útgáfu af stjórnarskrá Rússlands. fallist á tímabundið vopnahlé en sagði óljóst hvort samkomulag gæti náðst um það. „Virtist fremur fjörlegur" Jeltsín þótti ganga stirðlega og tala hægt við innsetningarathöfnina og var aðeins í sextán mínútur á sviðinu í Kremlarhöll. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn kemur fram opinberlega frá 26. júní eftir erfiða kosningabaráttu. Jeltsín talaði aðeins í 45 sekúnd- ur þegar hann sór embættiseiðinn og hét því að virða og vernda mannréttindi og stjórnarskrá Rúss- lands. Forsetinn virtist sprækari í veislu sem haldin var eftir athöfnina fyrir gesti, m.a. erlenda sendiherra og leiðtoga fyrrverandi sovétlýðvelda. í skálaræðu sem hann flutti hét hann því að halda áfram því starfi sem hann hóf þegar hann var fyrst kjörinn forseti fyrir fimm árum. „Hann virtist fremur fjörlegur þegar hann gekk út,“ sagði vest- rænn stjórnarerindreki. Ólíklegt er þó að frammistaða Jeltsíns í gær verði til þess að lát verði á vanga- veltum um að hann sé ekki fær um að gegna embættinu vegna heilsu- brests. Fljótlega eftir athöfnina tilnefndi Jeltsín Viktor Tsjernomyrdín sem forsætisráðherra næsta kjörtímabil og Dúman, neðri deild þingsins, kemur saman í dag til að greiða atkvæði um tilnefninguna. Líklegt þótti að Dúman legði blessun sína yfir Tsjernomyrdín, sem hefur gegnt embættinu frá því í desember 1992. ■ Látlausathöfnenvirðuleg/16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.