Morgunblaðið - 10.08.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 11
FRÉTTIR
DRÁTTARBÍLL með tengivagn
valt á fimmtudag þegar hann
beygði inn á Krísuvíkurveg frá
því að taka möl í malarnámu
Borgartaks hf. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu Hafnar-
fjarðar fékk bílstjóri dráttarbíls-
ins talsvert höfuðhögg. Vegfar-
andi veitti manninum fyrstu
þjálp þangað til sjúkrabíll og lög-
Dráttar-
bíll valt
reglan í Hafnarfirði kom á stað-
inn. Dráttarbíllinn er stór-
skemmdur.
Morgunblaðið/Golli
Bílstjórinn var fluttur á
Sjúkrahús Reykjavíkur. Sam-
kvæmt upplýsingum frá læknin-
um sem gerði að sárum mannsins
var líðan hans þokkaleg og var
hann undir eftirliti um nóttina
vegna höfuðhöggsins. Betur fór
en á horfðist og fékk maðurinn
að fara heim í gærmorgun.
Vegtenging úr Hvalfjarðargöngum
Agreiningnr um
kostnaðartölur
GUÐMUNDUR Vésteinsson, vara-
bæjarfulltrúi á Akranesi, segir við-
brögð Halldórs Blöndal samgöngu-
ráðherra við áskorun bæjarráðs
Akraness um að aðalvegtenging
vegna Hvalfjarðarganga verði vest-
an Akrafjalls, yfir Grunnafjörð,
ófullnægjandi. Hann kveðst undra
sig á fullyrðingu ráðherra um að
austari vegtengingin væri einum
milljarði ódýrari en hin vestari.
Hann segir nær lagi að fram-
kvæmdir við vestari vegtenginguna
auki kostnað við vegtengingu úr
Hvalfjarðargöngum um 500-700
milljónir króna.
Guðmundur fullyrðir að sú tala
sem ráðherra nefni máli sínu til
stuðnings sé a.m.k. 3-4 ára gömul.
Það sé aftur á móti eindregin áskor-
un bæjarráðs Akraness til ríkis-
stjórnarinnar allrar að tillögur bæj-
arráðs um vestari vegtengingu
verði skoðaðar að nýju með jákvæð-
um hætti og að menn bindi sig
ekki við hluti í fortíðinni.
Fleira hangir
á spýtunni
„í þessu máli hangir fleira á
spýtunni en vegagerð," segir Guð-
mundur. „Við teljum að þessi veg-
tenging geti eflt héraðið með ýms-
um hætti. Hér er verið að staðsetja
opinbera stofnun og stór sjávarút-
vegsfyrirtæki eru að sameinast. Þá
eru menn að undirbúa sameiginlega
sorpurðun á Mýrum og þessi leið
styttir leiðina þangað. Loks hefur
yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu á
Akranesi lýst þeirri stefnu heil-
brigðisyfirvalda að Sjúkrahús
Akraness eigi að þjóna í vaxandi
mæli Snæfellsnesi og Dölum.“
Skólamálastefna samþykkt í annað
sinn í bæjarstjórn Hornafjarðar
Mikil óánægja
meðal foreldra
BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar sam-
þykkti á fundi sínum á þriðjudag
samhljóða þá skólamálastefnu sem
áður hafði verið samþykkt á fundi
21. mars sl.
Samþykktin frá því í mars var
kærð til félagsmálaráðuneytis á
grundvelli stjórnsýslulaga þar sem
þrír bæjarstjórnarmenn sem jafn-
framt eru skólamenn tóku þátt í
atkvæðagreiðslunni.
Félagsmálaráðherra hefur enn
ekki úrskurðað í málinu. Þrátt fyrir
það var ákveðið að boða til fundar
bæjarstjórnar til þess að taka af
allan vafa um stefnuna í grunnskóla-
málum og um lögmæti afgreiðslunn-
ar, að sögn bæjarstjóra Hornafjarð-
ar, Sturlaugs Þorsteinssonar.
Varamenn kallaðir til
Varamenn skólamannanna
þriggja voru boðaðir á fundinn og
lagði bæjarstjóri sömu tillögu fyrir
fundinn og samþykkt var 21. mars
sl. Tillagan var samþykkt umræðu-
laust og með öllum atkvæðum.
Haraldur Blöndal, lögfræðingur
foreldra, segir það misskilning hjá
bæjarstjórn, telji hún sig hafa lokið
málinu með þessari samþykkt. Hann
telur að í henni felist viðurkenning
eða ótti um að rangt hafi verið farið
að í fyrra tilfellinu. Hann segir að
fyrri samþykktina verði að ógilda
áður en ný sé gerð og vitnar þar til
25. greinar stjórnsýsluiaga þar sem
segir að því aðeins sé hægt að aftur-
kalla ákvörðun að hún sé ógildanleg.
Árétting á fyrri samþykkt
Sturlaugur segir að af hálfu bæj-
arstjórnar sé þetta ekki afturköllun
á fyrri ákvörðun, heldur árétting og
staðfesting á fyrri samþykkt. Hann
telur vinnubrögð bæjarstjórnar á
engan hátt stangast á við stjórn-
sýslulögin, sveitarstjórnarlögin eða
samþykkt um stjórn Hornafjarðar-
bæjar. Bæjarstjórn hafi ekki talið
rétt að bíða eftir úrskurði félags-
málaráðuneytis með tilliti til þess
að skólastarf sé að heijast eftir fáar
vikur og formsatriði megi ekki tefja
málið.
Bráðabirgðalausn
Sigurgeir Benediktsson, einn tals-
manna foreldra í Hornafirði, segir
mikla óánægju ríkjandi meðal for-
eidra með þessa afgreiðslu. Hann
segir stóran hluta foreldranna vera
á móti skólaakstri og telur það ein-
ungis vera bráðabirgðalausn að setja
fjármuni í uppbyggingu Nesjaskóla.
Áuk þess hafi sú þrískipting grunn-
skólans sem nú hefur verið ákveðin
aldrei verið inni í umræðunni um
sameiningu sveitarfélaga. Því hefði
þvert á móti verið lofað að skólamál-
in myndu verða óbreytt frá því sem
verið hefði fyrir sameiningu sveitar-
félaganna þriggja, Hafnar, Nesja-
hrepps og Mýrahrepps.
Dreifing hafin á myndlyklum Stöðvar 3
Dagskránni læst um
næstu mánaðamót
DREIFING er hafin á myndlyklum
Stöðvar 3 og gert er ráð fyrir að
dagskrá stöðvarinnar verði læst um
næstu mánaðamót.
Að sögn Guðmundar Hannesson-
ar, þjónustustjóra Stöðvar 3, er far-
ið að dreifa myndlyklunum hér og
hvar í borginni, en myndlyklana
þarf að prófa á sem fiestum svæðum
áður en þeir fara í almenna dreif-
ingu. Guðmundur segir einnig tals-
verða vinnu í því fólgna að þjálfa
upp starfsfólk sem sjái um að setja
myndlyklana upp, því mikilvægt sé
að tengja rétt og það sé ekki einfalt
mál.
Hjá Stöð 3 leggja menn nótt við
dag til að ná að ljúka dreifingu og
uppsetningu myndlyklanna og að
sögn Guðmundar er lögð geysileg
áhersla á að það takist fyrir 1. sept-
ember.
m
■ ■
-:
SVÓgiítobjiiíúu
Skógræktarfélögin bjóða gestum í skógarsvæði
sín víðsvegar um land, laugardaginn 10. ágúst.
Dagskráin hefst kl. 14.00
Vesturland
Sk.fél. Akranes
Sk.fél. Skilmannahrepps
Sk.fél. Borgfirðinga
Sk.fél. Heiðsynninga
Sk.fél. Stykkishólms
Vestfirðir
Sk.fél. Barðastranda
Sk.fél. Limgarður
Sameiginlegur Skógrækt-
arardagur Dýrfirðinga,
Önfirðinga og ísfirðinga
Sk.fél. Strandasýslu
Noróurland
Sk.fél. A-Húnvetninga
Sk.fél. Skagfirðinga
Sk.fél. Eyfirðinga
Sk.fél. S-Þingeyinga
Austurland
Sk.fél. Landbót
Sk.fél. Borgarfjarðar eystri
Sk.fél. Austurlands
Sk.fél. Seyðisfjaröar
Sk.fél. Neskaupstaðar
Sk.fél. Fáskrúðsfjarðar
Suðurland
Sk.fél.in Mörk
Sk.fél. Rangæinga
Sk.fél. Selfoss
Suðvesturland
Sk.fél. Suðurnesja
Sk.fél. Hafnarfjarðar
Sk.fél. Garðabæjar
Sk.fél. Kópavogs
Sk.fél. Reykjavíkur
Sk.fél. Mosfellsbæjar
Slaga við Akrafjall
Selhagi
Stálpastaöir í Skorradal
Hofstaðaskógur í Miklaholtshreppi
Grensás við Stykkishólm
Birkimelur á Barðaströnd
Sveinseyrarskógur í Tálknafirði
Stóraurð ofan (safjarðar
Hermannslundur
Gunnfríðarstaðir (Langadal
Hólaskógur í Hjaltadal
Hánefsstaðaskógur í Svarfaðardal. Verður
haldinn Sunnudaginn 11.ágúst.
Fossselsskógur
Þorbrandsstaðir
Álfaborg
Vallarnes
Skóghlíð
Hjallaskógur
Fáskrúðsfjöröur
Giljaland í Skaftártungu.
Skóguar undir Eyjafjöllum
Helliskógur við Selfoss
Vatnsholt i Keflavík.
Höföaskógur
Vífilstaðahlíð, vesturendi
Fossá í Hvalfirði
Fossvogur, gróörarstöö. Veröa með
Skógræktarardag 18. ágúst
Hamrahlíð
Skógræktarfélag íslands
ytgíF Nánari upplýsingar um dagsskrá fást í síma 551 8150