Morgunblaðið - 10.08.1996, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
Smáfólk
SPIKE'.WHAT
ARE YOU D0IN6
IN THE
H05PITAL?
'I HAVE
THE
FLU..
WRITE TO M0M,
LÚILL VOU7TELL
I4ER TO COME
SEE ME..
TELL HER
WHERE
FRANCE 15..^
Sámur! hvað ertu að gera á Viltu skrifa til Ég skal skrifa henni ..
sjúkrahúsi? Eg er með flens- mömmu og biðja segðu henni að við séum ;
una ... hana um að koma Frakklandi...
til mín ...
Ég skal gera það. Segðu
henni hvar Frakkland er.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Ævintýríð
um Jón forseta
Frá Hallgrími Sveinssyni:
ÞEGAR hinn nýkjörni forseti ís-
lands tók til starfa 1. ágúst síðast-
liðinn, sagði hann meðal annars í
ræðu sinni: „Mitt í fátækt og rétt-
leysi nýlendunnar setti Jón forseti
sjálfstæðisbaráttunni markmið í
stjórnmálum, viðskiptum og verk-
legum efnum, og studdi kröfur
landsmanna sögulegum rökum.“
Ennfremur sagði forsetinn: „Ein-
stæðir sögulegir atburðir, svo sem
kristnitaka og sjálfstæðisbarátta
sem eingöngu var háð með orðsins
brandi, leggja okkur á herðar þá
skyldu að miðla öðrum af reynslu
okkar og friðarhefð."
Daglega heyrum við fréttir um
valdbeitingu og ofbeldi í mannleg-
um samskiptum víða um heim.
Og sjálfstæðisbarátta margra
þjóða er enn í algleymingi. Nægir
þar að nefna baráttu Tsjetsjena
við rússneska björninn, svo dæmi
sé tekið. Menn geta ímyndað sér
hvernig umhorfs væri í heiminum
í dag ef ýmsar valdbeitingarþjóðir
hlustuðu á söguleg rök líkt og
Danir gerðu er Jón forseti varðaði
veginn í sjálfstæðisbaráttu okkar
og notaði pennann sem vopn. Sú
saga er í rauninni einstæð, nokk-
urs konar ævintýri og lýsir ekki
síður Dönum en Jóni og samheij-
um hans. Það þarf nefnilega oft-
ast tvo til.
Löngu er tímabært fyrir okkur
íslendinga að segja öðrum þjóðum
frá því hvernig Danir handléku Jón
Sigurðsson og báru fyrir honum
og málflutningi hans fulla virðingu
í það heila tekið. Það er hveijum
manni heiður að því að hrósa öðr-
um, ef þeir eiga það skilið. Skiptir
þá ekki máli þótt Dönum hafi
stundum verið mislagðar hendur
í stjórn sinni á íslandi í gegnum
aldirnar. Slíkt tilheyrði hjá ný-
lenduveldum þeirra tíma.
Það er fagnaðarefni að Ólafur
Ragnar Grímsson skuli taka svo
afdráttarlaust til orða í upphafi
forsetaferils síns. Hann hefur bent
á vel færa leið fyrir íslendinga til
að láta rödd sína heyrast og stuðla
að bættum samskiptum í heimin-
um. Það ætti að vera Ijúf skylda
öllum Islendingum sem samskipti
hafa við erlent fólk, með forsetann
í broddi fylkingar, að segja því
ævintýrið um Jón forseta. Betri
landkynning er vandfundin.
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri.
Umbótastefna ■
umbótasinnar
Frá Einari Gísiasyni:
YFIRLEITT eru erfiðir tímar og
ævinlega mikil nauðsyn að þeir
batni. Það gerist með umbótum. Á
síðari tímum eru umbætur, um-
bótastefna, umbótaöfl og umbóta-
menn orðin föst einkunnarorð þeg-
ar fjölmiðlar fjalla um ákveðna
efnahagsstefnu, markaðshyggj-
una, nútíma kapítalisma.
Afleiðingar umbótanna koma
óinnvígðum stundum undarlega
fyrir sjónir. Sumir vissu ekki að
það teldust umbætur að gera þá
fátæku fátækari og þá ríku rík-
ari, að afhenda bröskurum eða
glæpamönnum eigur ríkisins og
sparifé almennings gegn vægu
mútugjaldi, að afnema þingræði
til þess að æðsti valdsmaður geti
stjómað með tilskipunum, að
skattbyrðin sé flutt frá þeim ríku
til hinna fátæku samtímis því að
félagsleg samhjálp er afnumin.
Trúin
En slíkar hugrenningar eru
merki um afturhald og fáfræði.
Um skeið hefur markaðshyggjan,
trúin á alræði peninganna, verið
boðuð sem hin eina sanna trú.
Flytjendur orðsins, hagfræðingar
og fjárplógsmenn, kenna okkur í
trúboði sínu að markaðshyggjan
sé sáluhjálpin eina sem tryggi
okkur frelsi, velferð og sælu.
En eins og í öðrum trúarbrögð-
um á hið góða í baráttu við hið
illa sem er: félagshyggja, ríkisaf-
skipti og velferðarhugmyndir. Af-
skipti ríkisins eiga helst ekki að
vera önnur en þau að halda úti
her og lögreglu og gæta hagsmuna
fjármagnsins. Auðvitað vilja fjöl-
miðlar ekki gerast trúníðingar
heldur boða orðið klárt og kvitt.
Þeir leggja því rétt út af ritningun-
um er þeir tala um Jeltsín í Rúss-
landi, Salínas í Mexíkó og aðra
handhafa réttlætis markaðshyggj-
unnar sem umbótasinna er þeir
svipta fátæka eignum, launum og
atvinnu en færa fjármagnið og
völdin til bófa.
Við skulum sameinast í bæn
fyrir umbótum þeirra og játa trú
vora.
Ég trúi á heilagan, algóðan og almáttugan
fijálsan markað.
Ég trúi á hagfræðingana og kaupmangar-
ana, helga boðbera hans.
Ég trúi á hamingju óendanlegrar neyslu.
EINAR GÍSLASON,
Sóleyjargötu 15, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.