Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR aiiiBffl® Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólympíuskákmótið Naumur sigur í fyrstu umferð Jerevan. Morgunblaðið. ISLAND vann Venesúela með 2lh vinningi gegn llh í fyrstu umferð Ólympíuskákmótsins í Jerevan. Hannes Hlífar Stefánsson tefldi á fyrsta borði og hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Ostos. Hannes var kominn með hartnær unnið tafl en lék af sér og missti skákina niður í jafntefli. Helgi Ólafsson tefldi mjög stíft til vinn- ings með svörtu gegn Sequera en náði ekki að innbyrða sigurinn. Þröstur Þórhallsson tefldi mjög fallega sóknarskák gegn Hern- andez á þriðja borði, lauk skákinni með glæsilegri mannfórn og vann. Skák Helga Áss Grétarssonar og Torres á fjórða borði var allan tim- ann í jafnvægi. Þessi úrslit valda vissulega nokkrum vonbrigðum þar sem Venesúela er aðeins í '73. sæti styrkleikalistans á mótinu. Á hinn bóginn lentu margar geysisterkar sveitir í vandræðum gegn mun veikari sveitum. Rússinn Rublevskí mátti til dæmis sætta sig við jafntefli gegn öðrum vara- manni Finnlands, Tapani Sam- maluvo. Þá gerðu fjórir hollenzkir stórmeistarar aðeins jafntefli gegn Tadjíkistan sem er í 69. sæti. Ekki er výtað hveijir verða and- stæðingar íslendinga í annarri umferð. ■ Búist við/8 ■ íslendingarnir/11 Aldrei fleiri í pílagrímaflugi Atlanta til og frá Saudi-Arabíu 212 þúsund farþegar á tæpiun sex mánuðum Starfsmenn á fj’órða hundrað þegar þeir voru flestir Morgunblaðið/Tryggvi Þormóðsson INGVI Ragnarsson tæknimaður stendur í hreyfli Boeing-747 á flugvellinum í Jedda. Síðasta sumarskipið kveður SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Astor lét úr Sundahöfn í Reykjavík í gærkvöldi, eftir eins dags dvöl. Astor er 51. skemmtiferðaskipið, sem kom til Reykjavíkur í sum- ar, en það er jafnframt það síð- asta i ár. Farþegaskipakomur sumarsins fluttu rúmlega 21.000 farþega hingað auk 10.000 áhafnarmeðlima, sem mun vera svipaður fjöldi og í fyrra, þótt ekki liggi endanlegar tölur fyrir. Heldur þóttu vera fáir farþegar um borð í siðasta skipi sumars- ins. Héðan heldur Astor vestur um haf. ----♦ ♦ ♦-- Rættum meirihluta- samstarf Borgarnesi. Morgunblaðið. MEIRIHLUTAVIÐRÆÐUR Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks eru hafnar í Borgarbyggð. „Við byrjum formlegar viðræður um meirihlutasamstarf á fundi kl. níu í kvöld,“ (gærkvöldi), sagði Sig- urður Már Einarsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins í bæjarstjórn Borgar- byggðar, í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Aðspurður sagði Sigurður að ef af þessu meirihlutasamstarfi yrði væri ljóst að kjósa þyrfti aftur til bæjarráðs með úrskurði frá félags- málaráðuneytinu. Óbreytt staða gengi ekki því hann (Sigurður) hefði ekki atkvæðisrétt í bæjarráði í dag. FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur ekki flogið með fleiri farþega, pílagríma og kennara, til og frá Jedda í Saudi- Arabíu á ári en í vor og sumar. Þóra Guðmundsdóttir, annar eig- andi flugfélagsins, segir að flogið hafi verið með tæplega 212 þúsund farþega og heildarvelta flugfélags- ins vegna flugsins í Saudi-Arabíu hafi numið 1.750 milljónum króna. Hún segir að flestir hafi starfs- menn flugfélagsins í Jedda verið á fjórða hundrað í sumar. Af þeim hafi 60 til 65% verið íslendingar. Eftir liðlega fimm og hálfs mánaðar törn er fluginu að ljúka í ár. Stund- vísi flugfélagsins var 96% í ferðun- um í sumar. Þóra sagði að annað af tveimur verkefnum flugfélagsins í Saudi- Arabíu væri fyrir ríkisflugfélag Saudi-Arabíu, Saudia. Fjórar 747 Boeing-flugvélar á vegum Atlanta hefðu verið í ferðum með pílagríma milli áfangastaða víðsvegar í heiminum til og frá Jedda I Saudi- Arabíu og kennara frá Saudi Arabíu í og úr leyfum til heimalanda sinna og væru flestir frá Egyptalandi. Kennaraflugið tæki við af píla- grímafluginu um mitt sumar og fram á haust. Ein 747 Boeing-flug- vél sinnti minna verkefni Atlanta í Saudi Arabíu. Verkefnið fól í sér flug með indverska pílagríma, aðal- lega frá Bombay, til og frá Jedda. Þóra sagði að flogið hefði verið með 198.087 farþega fyrir Saudia og 13.800 til og frá Indlandi fyrir yfírvöld á Indlandi. Alls væri því um tæplega 212 þúsund farþega að ræða og hefði ekki verið flogið með fleiri farþega til og frá Jedda frá því flugfélagið hóf starfsemi í Saudi- Arabíu árið 1993. „Núna hófst flug- ið í lok mars og því er að ljúka. Starfsemin hefur gengið mjög vel og ekki hægt að kvarta yfir neinum sérstökum vandamálum. íslending- arnir virðast t.a.m. venjast hitanum ótrúlega fljótt. Hitinn er á bilinu 40 til 45 gráður frá júní til ágúst,“ sagði hún og tók fram að íslensku starfs- mennirnir, flugfreyjur, flugþjónar, flugmenn, flugvirkjar, flugvélstjórar og flugumsjónarmenn, hefðu staðið sig mjög vel. Starfsmennirnir hafa ýmist valið að koma heim í sumarfrí eða starfa samfleytt í fluginu frá því í vor eða sumar. Yndislegir farþegar Þóra hrósaði farþegunum. „Við höfum undirbúið starfsmennina sér- staklega og getið þess t.a.m. að ekki sé æskilegt að kona aðstoði mjög strangtrúaðan karlmann. Ann- ars er svo sem ekkert sérstakt að varast. Farþegarnir eru upp til hópa yndislegir og afar þakklátir," segir hún og fram kemur að túlkur sé í hverri áhöfn. Þóra sagði að stór hópur íslensku starfsmannanna færi I skóla á haust- in. Alltaf væri reynt að útvega sem flestum öðrum vinnu yfir veturinn. Um fyrirliggjandi verkefni vildi hún hins vegar ekki upplýsa. Deilt um rækjuverð á Siglufirði Siglufirði. Morgunblaðið. DEILUR eru nú í gangi milli for- ráðamanna Þormóðs ramma hf. á Siglufirði og áhafna Sigluvíkur SI og Stálvíkur SI, sem bæði eru í eigu Þormóðs ramma. Deilurnar standa um verð á rækju. Áhöfnin hefur fengið greitt hingað til 77 kr. á kg af rækju og er það með lægsta rækjuverði á landinu. Forráðamenn Þormóðs ramma hafa nú farið fram á að lækka það niður í 71 kr. kg. Stálvíkin er nú á rækjumiðum fyrir norðan land, en Sigluvíkin kom í höfn í gærmorgun til löndun- ar og fundaði þá áhöfnin með framkvæmdastjórum Þormóðs ramma. Ekki tókust sættir í málinu á fundi sem stóð fram á ellefta tím- ann í gærkvöldi og er óvíst hvenær Stálvíkin fer á veiðar. -----♦ ♦ ♦----- Grunur um 30 milljóna fjárdrátt GJALDKERI hjá innflutningsfyrir- tæki í Reykjavík hefur verið kærð- ur til lögreglu vegna gruns um að hafa dregið sér 30 milljónir króna frá árinu 1992. Stjórnendur fyrirtækisins upp- götvuðu fjárdráttinn nýlega og gerðu ráðstafanir til þess að upp- lýsa málið. Er gjaldkeranum gefið að sök að hafa dregið sér féð og gert tilraun til þess að dylja brotið með því að rangfæra bókhald og stendur rannsókn málsins enn yfir að sögn lögreglu. Islenskunám ekki lengur leyft í Jónshúsi ÍSLENSKUM skólabömum, bú- settum í Kaupmannahöfn og ná- grenni, er ekki lengur boðin að- staða í húsi Jóns Sigurðssonar til ísleriskunáms. Ákvörðun var tekin um að loka húsinu meðan endurskipulagning á rekstrinum stendur yfir en þrátt fyrir það er ýmis önnur starfsemi ennþá ieyfð í húsinu. Það eru dönsk stjórnvöld sem þjóða börnum og unglingum af erlendum uppruna tungumáia- kennslu og hafa útvegað til þess aðstöðu I einum grunnskóla borg- arinnar. Skólinn er hins vegar í einu af úthverfum borgarinnar og því hafa fleiri þjóðir en íslending- ar fremur kosið að hafa kennsluna í eigin félagsheimili. Mikil óánægja ríkir meðal for- eldra og skólabarna um þessa nið- urstöðu. íslenskunemunum hefur fækkað um helming frá því í fyrravetur en þá voru um fjörutíu nemendur skráðir í námið. ■ íslenskunemum/45 Strútar ferðbúnir í Svíþjóð EF LEYFI fæst hjá íslenskum heil- brigðisyfirvöldum til innflutnings á strútum frá Svíþjóð gætu þeir verið komnir til landsins eftir 2-3 vikur. Að sögn Jimmys Larsons, ritara Sænska strútaræktunarsambands- ins, hefur þegar verið haft samband við einstaka ræktendur varðandi kaup á strútum sem henta í stofn fyrir íslendinga. Hann segir að von- ast sé eftir afgreiðslu íslenskra heil- brigðisyfirvalda fljótlega, jafnvel í dag. Ingólfur Einarsson, deildarstjóri hjá flugfélaginu Atlanta, segir að spurt hafi verið um hvort möguleiki væri að flytja strúta með vél sem Gætu verið komn- ir eftir 2-3 vikur fer frá Stokkhólmi til íslands 26. eða 27. september. Áætlað er að flytja inn um 10-20 dýr. Það er Atvinnuþróunarfélag Suðurlands sem hefur verið að kanna möguleika á innflutningi strúta í umboði fyrir ónafngreinda íslenska aðila. Samkvæmt upplýs- ingum frá landbúnaðarráðuneytinu liggur enn ekkert fyrir um hvenær leyfi verður veitt til innflutningsins þar sem tilskilin gögn liggja enn ekki fyrir. Svíar fylgja strútunum Ef af verður munu nokkrir Svíar koma með strútunum, til að sjá um þá á ferðalaginu og til að kenna Islendingum umhirðu þeirra. Lar- son segir Sænska strútaræktunar- sambandið hafa mikla reynslu af sllkum flutningum en þeir hafa á síðustu árum flutt sex hundruð strúta til ræktunar til Kanada. Einnig hafa verið fluttir strútar frá Svíþjóð til Noregs og Finnlands. Heilbrigðisástand sænsku dýranna er talið mjög gott og segir Larson J að engin vandræði hafi komið upp vegna sjúkdóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.