Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÓSKAR EYJÓLFSSON + Óskar Ejjólfs- son fæddist í Björgvin á Stokks- eyri 25. maí 1911. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 21. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Sigurðsson, for- maður, Stokkseyri, og Sigríður Gísla- dóttir. Systkini hans eru: 1) Gíslína Guðrún, húsmóðir, Selfossi, f. 7. febr- úar 1905, d. 17. mars 1987. 2) Sigurður, fyrrv. skólasljóri, Selfossi og síðar deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, f. 16. janúar 1906. 3) Guðni, formaður á Stokks- eyri, f. 1. ágúst 1909, drukkn- aði af vélbátnum Ingu á Stokks- eyri 17. mars 1938. 4) Margrét Hanna, f. 15. okt. 1922, fyrrv. ritari, Selfossi. Oskar kvæntist 18. nóvember 1944 Stefaníu Guðrúnu Áskels- dóttur, f. 9. mars 1918, frá Grenivík, d. 26. febrúar 1994. Fóstursonur þeirra er Sæmundur Bjarkar Árelíusson, útgerðarmaður, f. 20. febrúar 1946. Kona hans er Ásdis Hildiir Jónsdóttir frá Isafirði og börn þeirra Ingibjörg Þóra, Jón Óskar, Sigríður Ólöf og Ása Laufey. Stefan- ía Guðrún er dóttir Sæmundar af fyrra hjónabandi með Kristínu Hall- dórsdóttur. Barnabörn Sæ- mundar eru orðin þijú. Óskar var húsasmíðameist- ari. Hann var einn af fjórum eigendum verktakafyrirtækis- ins Stoðar og síðar bygginga- meistari Sambands íslenskra samvinnufélaga í aldarfjórð- ung. Utför Óskars fór fram frá Dómkirkjunni 29. ágúst. Minn góði tengdamaður lést þegar k ég var fjarstaddur og ekki við því búinn að kveðja hann á útfarardag- inn eins og mér finnst sæma. Því er hér kveðjan síðbúin. í stórri ætt sem var að hálfu dreifð fyrir norðan en að hálfu á þéttbýlis- svæði Reykjavíkur var heimili Osk- ars og Stefaníu föðursystur minnar ætíð miðstöð þess hluta ættarinnar er bjó í Reykjavík eða fór þar um. Eg er aðeins einn hinna mörgu af ættinni er nutu ótakmarkaðrar gest- risni og hlýju að Grenimel fjögur, • þar sem ausið var af allsnægtum birtu og sálaryls þeirra hjóna. Þótt Stefanía heitin hafi að öðrum ólöst- uðum verið eftiriætisfrænka mín, ' sannkölluð veita léttleika, góðlátlegs spaugs, umhyggju og jákvæðs áhuga í garð ættmenna, hallaði á hvorugt hvað allt þetta varðar. Þótt þetta sé ekki minning Stefaníu, _sem lést fyrir tveimur árum, verður Ósk- ar látinn njóta sannmælis með að segja að hún hafí verið fullsæmd af honum. „Ó, það er svo gaman þegar mönnum gengur eitthvað vel,“ sagði hún við mig á stundu er ég taldi mig hafa áorkað einhveiju. Þessi orð hefðu jafnt getað verið hans sem hennar. Eins var í þeim báðum mest stoð á þeim stundum er þung högg riðu yfir. Hann mun hafa orðið að telja fremur íhaldssaman mann. Samt fór ekki styggðaryrði á milli hans og mín, róttæklingsgassans. Hann var t Faðir okkar og fósturfaðir, ERLING PETER HESTNES, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, lést í Landspítalanum 13. september síðastliðinn. Ingibjörg Lára Hestnes, Halldór Hestnes, Guðlaug Hestnes. Útför LÍSBETHAR ZIMSEN, Kalmanstungu, verður gerð frá Gilsbakkakirkju fimmtudaginn 19. september kl. 14.00 Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 sama dag. Ragnheiður Kristófersdóttir, Ólöf Kristófersdóttir, Ólafur Kristófersson og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ALEXÍUS LÚTHERSSON, Skipasundi 87, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. septem- ber kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Ingibjörg Magnúsdóttir, Katrin S. Alexíusdóttir, Jónas Helgason, Magnús L. Alexfusson, Hrönn Pálsdóttir, Guðrún I. Alexíusdóttir, Guðjón Helgason, Kristín K. Alexíusdóttir, Steingrimur Davíðsson og barnabörn. MINNINGAR of mikill heiðursmaður til þess. Kurt- eisi hans og hlýja fengu mig einnig til að sitja á mér. íhaldssemi hans var þeirrar gerðar sem róttæklingur- inn fór að meta er þroski óx. Hann var beri og miðlari þeirra gilda sem höfðu verið nauðsynleg og affarasæl í samfélaginu sem hann ólst upp í, við brimgarðinn við Stokkseyri. Hann miðlaði þeim gildum áfram á sinn kurteislega hógværa hátt, sann- færður um að þau verðmæti sem hann hafði með sér heiman að aust- an fyrir fjall væru áfram gild í nú- tímasamfélaginu Reykjavík. Kynnin af honum eru orðin hátt í fimm áratugir. Fyrstu árin sem ég man hann, fór það fram á líkan hátt, ár eftir ár. Þau hjón birtust með stundvísi farfuglanna, nema seinna, í ágúst hvert sumar komu þau, þá ung, þá sem ætíð fjörleg, full áhuga á okkar tilveru sem fyrir norðan bjuggum, á _ viðgangi at- vinnulífs og manna. Ég man langa sólríka ágústdaga við verk úti við þar sem hugurinn var við - og aug- un hvimuðu eftir ford-pilot bílnum dökka, sendiboða úr heimi sem var utan veruleikans sem til náðist, og sannaðist einungis í því fólki sem kom þaðan, og lífgaði upp hinn dag- lega heimj í um það bil eina viku hvert ár. I samfélagi sem gat verið kröfuhart börnum, og ekki var alltaf ráðrúm til að veita næga hlýju né umbun fyrir erfiði, var það ungu barni mikilvægt að vita af þessu glæsilega ættfólki sem sýndi því allt í senn, hlýju, áhuga og virðingu. Virðing í viðmóti við börn var kannski það sem bændasamfélagið var hvað minnst umkomið að veita. í þessu voru Óskar og Stefanía svo samtaka, að það hlýtur að hafa ver- ið sameiginlegur eiginleiki sem þau hafa fundið hvort hjá öðru og hefur laðað þau hvort að öðru í upphafi. Ævistarf Óskars varð að vera yfirsmiður og byggingameistari fjöl- margra af þeim húsum sem hefur einna mest borið á í Reykjavík und- anfarinna áratuga. Með fuliri virð- ingu fyrir því sem hann vann þar, er það ekki nema efnislegt tákn þess er hann gerði að öðru leyti. Það er mér, á þeim árum er mér verður æ ljósara samhengi kynslóðanna, hvernig verðmæti berast frá kynslóð til kynslóðar, mjög innan ætta þessa samfélags þar sem ættarbönd eru mikilvægari en í nágrannasamfélög- um, að sjá smám saman hvernig ákveðnir menn verða meira en aðrir til þess að skila áleiðis verðmætum sem eiga að erfast frá kynslóð til kynslóðar. Breytt samfélagsbygging hefur valdið því að erfiðara er en áður að skila af sér þessum verð- mætum í hendur hinna yngri. Send- ingarskilyrði eldri kynslóðarinnar en einkum móttökuskilyrði hinnar yngri hafa versnað. Óskar var einn þeirra sem með fyrirmynd um ráðvendni, hlýju og jákvæðni í garð okkar hinna yngri skilaði hvað mestu áleiðis. Alúðin við allt það er næst er mönn- um er forsenda alúðarinnar við allt hitt í heiminum. Egill Egilsson. Óskar föðurbróðir minn ólst upp á Stokkseyri þar sem Eyjólfur faðir hans stundaði sjósókn sem formað- ur, eins og forfeður hans höfðu gert mann fram af manni. Hörð lífsbar- áttan við skeijótta ströndina og opið úthafið hefur þarna haft mótandi áhrif á kynslóðirnar. Fyrstu störf Óskars tengdust því eðlilega sjósókn og hóf hann sjóróðra sem ungling- ur. Hugur hans stóð þá til sjó- mennsku, en 19 ára gamall komst hann á samning í húsasmíði hjá Ein- ari Kristjánssyni, húsasmíðameist- ara í Reykjavík. Strax að námi loknu gerðist hann yfirsmiður við bygg- ingu St. Fransiskusspítalans í Stykk- ishólmi. Síðan varð hapn yfirsmiður við byggingu Háskóla íslands. Verð- ur það að teljast óvenjulegt að svo ungum manni væri treyst fyrir slík- um ábyrgðarverkefnum. Fóru þeir Einar síðan að taka að sér verk sam- an og byggðu þá meðal annars fjöl- býlishús við Hringbraut og þótti byggingartíminn óvenjulega skammur á þeim tíma. Um það leyti stofnuðu þeir ásamt tveimur öðrum meisturum verktakafyrirtækið Stoð, sem var mjög umsvifamikið í fram- + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR H. HELGASONAR, áður Hjallalandi 1, Reykjavík. Örn Guðmundsson, Hulda Guðmundsdóttir, Valur Guðmundsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Hilmar Helgason, Sævar Guðmundsson, Elín Ólafsdóttir, afabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR, bónda, Belgsholti. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks A-deildar, Sjúkrahúsi Akraness. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Þorvarðardóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KRISTJÁNS GESTSSONAR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun færum við læknum og starfsfólki á deild 11-G á Landsspítalanum. Olga Guðrún Þorbjarnardóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Sævar Þórjónsson, Gunnar Kristjánsson, Auðbjörg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. kvæmdum um árabil og byggði margar stórbyggingar. Sem dænii um stærð fyrirtækisins má nefna að um tíma var unnið við þessar stórbyggingar samtímis: Laxárvirkj- un, Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, Iðnskólann í Reykjavík, Ver- búðirnar á Grandagarði og Hall- grímskirkju. Óskar tók þá að sér ýmsar byggingaframkvæmdir fyrir Samband íslenzkra samvinnufélaga og var honum boðið að gerast sér- stakur byggingameistari Sambands- ins. Hafði hann það starf með hönd- um til 71 árs aldurs og hafði þá starfað þar í aldarfjórðung. Óskar eignaðist yndislega konu er hann kvæntist Stefaníu. Hún var vel gefin, listelsk, jafnan glaðlynd og syngjandi, innileg og hlý. Löðuð- ust að heimilinu vinir og vandamenn og var þar jafnan gestkvæmt. Gistu þar á heimilinu um lengri eða skemmri tíma ýmis ungmenni, sem komu tii náms í Reykjavík, úr hópi ættmenna og vina bæði að norðan og sunnan. Var þar jafnan glatt á hjalla. Stefanía var þá jafnan mið- punktur heimilislífsins. Óskar var hinn trausti, ábyrgi íjölskyldufaðir, sem aflaði vel til heimilisins, og oft- ast störfum hlaðinn. Vinnan átti líka hug hans allan á stundum því mikið var oft í húfi og mikil ábyrgð hvíldi á byggingameistaranum. Þeim hjón- um varð ekki barna auðið en þau tóku í fóstur Sæmund Bjarkar þriggja_ mánaða gamlan. Hann er sonur Árelíusar Níelssonar og Ingi- bjargar Þórðardóttur en hún var þá berklasjúklingur. Óskar hafði kynnst Árelíusi í Stykkishólmi en Árelíus starfaði þar þá sem kennari. Á unglingsárum mínum vann ég í nokkur sumur hjá Óskari ásamt hópi ungra skólapilta. Það var skemmtilegur tími og oft margt um manninn enda oft unnið við stór- hýsi. Það var gott að vinna hjá Óskari og var hann hinn besti stjórnandi. Árvekni, útsjónarsemi, samviskusemi og trúmennska var honum í blóð borin. Hann var vand- virkur og fljótur til framkvæmda þegar á þurfti að halda. Hann hafði einstakt lag á að örva menn til verka, laða fram kapp og metnað, og jafnframt gera vinnuna skemmtilega. Við fundum líka að hann vildi láta vinnuna ganga hratt og vel. Sumarvinnan var góður og hollur skóli mörgum námsmannin- um sem reyndist góður undirbún- ingur fyrir lífið ekki síður en bók- lestur. Óskar hafði á að skipa hópi margra vaskra traustra starfs- manna sem margir hveijir unnu hjá honum árum saman og sumir ára- tugum saman. Óskar hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin. Mikil breyting varð á högum hans eftir að Stefanía eiginkona hans lést fyrir 2 árum. Bjó hann eftir það einn, en naut þá góðrar umhyggju Sæmundar sonar síns og Stefaníu Guðrúnar yngri. Fyrir tveimur mánuðum versnaði ástand hans skyndilega og lagðist þá inn á Sjúkrahús Reykjavíkur þá mátti skynja að lífsþróttur þessa dugmikla manns var þverrandi og átti hann þaðan ekki afturkvæmt. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og vina. Sigurður Ingi Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.