Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 43 JÓNSÍMON MAGNÚSSON ógleymanlegan félaga, þökkum samfylgdina og minnumst margra ánægjustunda. Ég _ vil fyrir mína hönd og Golfklúbbs Isafjarðar senda fjölskyidu hans og ástvinum einlæg- ar samúðarkveðjur. Ernir Ingason. Sumir menn eru fæddir sterkir. Svo var um Einar Val Kristjánsson, vin minn og samstarfsmenn um ára- tugaskeið. Þegar Einar fæddist 16. ágúst 1934 var ástand í þjóðféiaginu erf- itt. Móðirin Kristjana Kristjánsdótt- ir, einstæð, nú háöldruð og búsett í Ameríku, átti ekki margra kosta völ. Eins og máltækið segir: „Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.“ Sem kornabarn eignaðist hann að foreldrum Kristján Jónsson frá Garðstöðum við Ísaíjarðardjúp og konu hans, Sigríði Guðmundsdóttur frá Lundi í Borgarfirði, sem bjuggu við Hlíðarveg á ísafirði. Betri for- eldra hefði Einar ekki getað fengið þótt hann hefði fengið að velja sjálf- ur. Lóðir húsanna sem við Einar áttum heima í lágu saman og þar kynntumst við fyrst sem börn. Mér er í barnsminni hvað hann var dug- legur að fylgja okkur eldri strákun- um eftir. Þegar eitthvað stóð til að kveldi var strax auðséð hvort Einar hefði fengið fararleyfi að heiman, það sást á skónum. Ef hann hafði farið í óleyfi mætti Einar á staðinn í krummafæti, og oftast var Einar í krumma. Árið 1942 skildu leiðir. Fjölskylda mín flutti í annan bæjarhluta, við í skóla og við störf í öðrum landshlut- um. Aftur liggja ieiðir saman um og eftir tvíugt, bæði í leik og starfi. Einar var mikill sportmaður og íþróttamaður. Það var næstum sama hvar hann bar niður: skák, brids, skíði, knattspyrna. Það var varla til sú íþrótt sem Einar hafði ekki prófað, og þessi kjarkmikli skapmaður sætti sig ekki við annað en að vera í fremstu röð, og nú máttu aðrir hafa sig alla við til að fylgja honum eftir. Einar gaf sig talsvert að félags- málum, var félagslyndur og mikill vinur vina sinna. Minnisstæðastar eru mér þó allar fjallaferðirnar, bæði með unglinga á skíði og svo rjúpnaveiði í áratugi. Það var í slík- um ferðum til Qalla sem við höfðum oft bestu tækifærin til að tala sam- an. Ekki slapp Einar við erfiðleika og áföll frekar en flestir menn. Stundum þear ég vissi að þannig stóð á fékkst hann aldrei til að tjá sig um slíka hluti, ef til vill nógu sterkur til að bera það með sjálfum sér. Þeir skipta vafalaust nokkrum hundruðum kílómetrarnir sem við erum búnir að arka saman um fjöll- in á Vestfjarðakjálkanum, frá Reip- hólsíjöllum og norður úr. Þrekið og yfirferðin hjá Einari í þessum fjalla- ferðum var mér sífellt undrunar- efni, en í síðustu veiðiferðinni, sem við fórum saman fyrir u.þ.b. þremur árum, var mér brugðið. Þar fór ekki sami maður og fyrr, enda kom í ljós við rannsókn, nokkrum mánuðum seinna, að Einar var haldinn alvar- legum sjúkdómi. Ég minnist þess þegar hann kom úr rannsókninni og ég spurði hvað væri að frétta, sagði hann: „Ég hef ekkert nema slæmar fréttir. Ég hef alltaf verið að beijast og reyna að sigra, í þetta skipti ætla ég að leggja mig allan fram til að sigra.“ Sjúkur maður tók hann sér ferð vestur til Ameríku til að fá að sjá móður sína sem hann hafði aldrei séð. Baráttunni er lokið löngu fyrir aldur fram, en þú sigraðir samt, því þú tapaðir aldrei kjarkinum eða reisninni. Farðu í friði, gamli vinur, og hafðu góða heimkomu. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstand- enda. Karl Aspelund. Við vorum alltaf vinir. Frá því Einar gat farið að klifra yfir girð- inguna milli lóða húsanna, þar sem við áttum heima, kom hann oft í heimsókn til okkar og hann var ótrúlega laginn að príla þótt korn- ungur væri. Síðan höfum við verið vinir og þó að oft hafi verið vík milli vina og stundum haf rofnuðu aldrei tengslin. Einar var mikill og ijölhæfur íþróttamaður. Hann iðkaði fjöl- margar íþróttagreinar og komst víð- ast í fremstu röð. Hæst ber líklega árangur hans á skíðum, en hann keppti fyrir íslands hönd á ólympíu- leikunum í Cortina 1956 og var árum saman traustur hlekkur í sig- ursælli svigsveit ísfirðinga. Þá var hann frábær bridsmaður og liðtæk- ur í skák. Hann lagði mikið af mörk- um í félagsmálum, var ósérhlífinn og drífandi og vann mikið sjálfboða- starf við að bæta aðstöðu til íþrótta- iðkana og gerði Isafjörð þar með að betri bæ. Við vorum hvatamenn að stofnun bridsfélags á sínum tíma og spiluðum saman og unnum flest mót. Eftir að ég flutti í burtu hélt hann sigurgöngunni áfram með öðr- um makker. Hann var þægilegur makker. Það féll aldrei styggðar- yrði, heldur bara brosað ef maður gerði vitleysu. f mínum huga var Einar ímynd krafts, trausts og kjarks, sem ekk- ert gat bugað. Eftir að hann greind- ist með þann válega sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli, tókst hann jafnæðrulaus á við lífið og áður, staðráðinn í láta þennan vá- gest ekki raska ró sinni. Ég á Einari mikið að þakka. Hann dreif mig oft áfram til góðra verka. Ég sakna vinar og votta börnum hans og Grétu innilega sam- úð mína og fjölskyldu minnar. Magnús Aspelund. Loks var hann lagður að velli eftir frækilega baráttu við þann sem alltaf ber sigur úr býtum. Dauðinn er ávinningur, stendur á einum stað í Biblíunni. Vel að merkja á það einungis við í óeiginlegum skilningi. Einar Valur var gæddur víkings- lund, gamall keppnismaður í íþrótt- um, gaf aldrei eftir um fet. Hann var af Ströndum kynjaður, en alinn upp af Kristjáni á Garðsstöðum við Djúp, snertispöl frá Ögurnesi Her- mannssonanna, Óbótartanga og Túnistanga. Þar er aldrei nein Iog- molla (þrátt fyrir gott veður á stund- um), heldur lífsstyrkur í meira lagi eins og einkennir fólk þaðan af svæðinu. Þýzkur ferðalangur er var á ferð á þessum slóðum um miðja síðustu öld lýsir fylgdarmanni sín- um, hét sá Guðmundur og var frá Hörgshlíð. Hann var frár á fæti, linnulaus, og enda þótt hann væri orðinn sárfættur svo mjög að blæddi úr, hélt hann ótrauður áfram. Hann var fullkomlega æðrulaus. Svona var Einar Valur. Hann var óvæminn karakter - hafði til að bera ákveðna reisn. Og hann var ekki allra. Lífshvöt hans var mikil. Maður yfirferðar. Talaði hann oftlega um ástir karls og konu, einkum ef þær voru heitar. En ævinlega með virð- ingu og smekklegheitum. Hann stundaði íþróttakennslu á Ísafírði og víðar áratugum saman við orðstír. Mikilvægasti kennslukraftur við skólastofnun er íþróttakennarinn. Á honum hvílir ábyrgð tamningar mis- góðra hestefna, sem eru unglingarn- ir. íþróttakennari gæddur bijóstviti og lífsorku getur byggt upp og unn- ið kraftaverk á æskufólki. Einar Valur var alltaf örlítið framandlegur. Hann var sterkur persónuleiki. Hann var í aðra rönd- ina hörkutól. En hann var líka hrein- skiptinn. í ofanálag átti hann það til að sýna viss notalegheit. Söebecks-genið gerðist oft áber- andi í ytri og innri hegðun hans. Það er skarð fyrir skildi fyrir vestan við brottför hans. Skömmu áður en hann veiktist bauð hann undirskráð- um heim til sín upp á sterkt gott kaffi, lagað manni til nautnar og með því reiddi hann fram lostætar smákökur, bakaðar af honum sjálf- um. Þetta var á jólaföstu í hitt- eðfyrra. Einar var einstaklega hús- legur af karimanni að vera. Heimili hans bar vitni um viðhorf margra Breta: „My home is my castle." (Heimilið er kastali minn.) Sjálfur var Einar Valur eins og kastali í vináttu og félagsskap. Hann gat aldrei brugðizt. Sjálfsvirðing hans sýndi hans innri mann. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. + Jón Simon Magnússon fæddist á Siglufirði 15. ág- úst 1931. Hann lést í Reykjavík 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 3. september. Okkur langar með fáeinum orðum að minnast starfsfélaga og vinar okkar, Jóns Magnússonar. Á litlum vinnustað eins og á bens- ínstöð skipta samstarfsmenn og gott andrúmsloft miklu máli og það er víst að enginn var svikinn af því að vera með Jóni á vaktinni. Hann var fyrst og fremst hlýr persónuleiki með skemmtilegan húmor og líklega var vandfundið annað eins snyrtimenni. Það var alveg sama hvað gekk á, alltaf var Jón óaðfinnanlegur í klæðaburði og í stífpússuðum skóm. Ávallt var gott að leita ráða hjá Jóni því að það var fátt sem hann ekki vissi eftir 26 ára starf hjá Skeljungi. Þeir eru ófáir starfs- ■4- Ólafur Tryggvi Vilhjálms- ■ son bifreiðastjóri fæddist í Hafnarfirði 17. desember 1915. Hann lést á heimili sínu, Bólstað í Garðabæ, 3. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 12. september. Hann Óli Villa nágranni okkar er farinn. Það er svo stutt á milli lífs og dauða, eitt augnablik, og það verða kaflaskipti í lífi manns. En Óli hefur verið hvíldinni feg- inn. Fyrir fáum árum fékk hann þennan andstyggðarsjúkdóm sem á stuttum tíma breytti honum úr ungum manni í gamlan þreyttan mann. Við höfum verið nágrannar Óla í 17 ár. Þegar við fluttum hingað var hér öðru vísi um að litast. Meiri sveit. Hér voru lömb að leik og hænur á vappi. Ekki hvítar hænur, nei, Óli átti brúnar fallegar hænur. Fjárhúsið er farið en hænsnakofínn stendur enn og hefur m.a. hýst kan- ínubúskap margra krakkanna í hverfinu. Fyrstu kynni okkar af Óla voru þau, að hann kom hingað uppá- klæddur, glæsilegur og bauð okkur velkomin í hverfið. Eftir það litum við á hann sem hreppstjóra hverfis- ins._ Áður en við hófum endurbætur á húsinu okkar spurðum við Óla stundum álits, en hann sagði aldrei af né á, nema einu sinni. Þá sagði hann að sér fyndist húsið ekkert sérstaklega fallegt og bætti við kím- inn á svip: „Ekki frá mínu sjón- mennirnir sem hafa notið ieiðsagnar hans fyrstu sporin í bensínbransan- um. Jón hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var alls ófeiminn að láta þær í Ijós er honum fannst við eiga og var þá húmorinn sjaldan langt undan. Það verður skrýtið að koma á Miklubrautina og hitta ekki Jón með bros á vör og vindil í hendi. Eftir lifir minningin um litríkan og góðan samstarfsmann og félaga. Konunni hans, henni Nönnu, vottum við okk- ar dýpstu samúð, Guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. arhorni." Hann vildi ekki hafa áhrif á okkur. Við komum mjög sjaldan inn til Óla. Við þurftum þess ekki. Það var alltaf hægt að hitta hann úti á lóð á Bólstað að huga að tijánum sínum, en Óli stundaði tijárækt af mikilli snilld. Flest trén í garðinum okkar eru sótt yfir lóðamörkin og sjaldan máttum við borga. Óli Villa var líka leigubílstjóri. Eitt sinn _er vinkona okkar, bráð- ókunnug Óla, stóð úti á stoppistöð og horfði á eftir Hafnaríjarðar- strætó, stoppaði bíll. Það var Óli og hann keyrði hana á áfangastað. Ekki mátti hún heldur borga. Þetta var í leiðinni. Öll sex börnin hans Óla hafa búið eða byggt sér hús hérna í hverfinu. Ekki vitum við hvort Óli óskaði sér- staklega eftir því, en það að þau skuli öll hafa valið sér búsetu svona nálægt föðurhúsum sýnir hve fjöl- skylduböndin eru sterk og náin. Óli missti Helgu konu sína fyrir nokkrum árum. Hún dó skyndilega. Fýrir utanaðkomandi sást ekki mikil breyting á Óla, en auðvitað hefur það verið mjög svo sárt. Við munum sakna þess þegar við horfum út um eldhúsgluggann að sjá ekki Óla hlaupandi við fót, hug- andi að græðlingunum sínum eða rennandi sér á skíðum niður brekk- una. En svona er lífið, endalaus ka- flaskipti. Hvíl í friði. Okkar dýpsta samúð til þeirra sem eiga um sárt að binda. Stella Hrafnkelsdóttir, Einar Sigurgeirsson. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrrverandi og núverandi starfsfólk af Miklubrautinni. Ég ætla með nokkrum orðum að kveðja góðan vin minn. „Nanna og Jón koma í kvöid.“ Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar ég heyrði þessa setningu frá Boggu ömmu. Tilhugsunin ein um það að Jón væri að koma vakti hjá mér gleði og spennu. Það var strax farið að taka til veiðigræjurnar og allt gert klárt fyrir veiðina því það var áreið- anlegt að Jón var með maðkaboxið og stöngina sína, tilbúinn í veiðiferð með mér. Og sú varð raunin. Daginn eftir vissi ég ekki fyrr en ég sat í fína bílnum hjá Jóni og Nönnu á leið niður í Ljárós, tilbúinn að takast á við þann stóra. Nanna átti alltaf eitthvað gott í veskinu sínu sem hún var óspart að gefa mér af. Jæja, þá var komið að erfið- asta hluta veiðinnar, það var að þræða blessaðan maðkinn á öngul- inn. Það fannst mér alltaf hálfleiðin- legt, en Jón sagði að það þýddi ekki að ætla að verða góður veiði- maður ef maður ekki kynni að þræða orm á öngul. Svo það varð úr að hann kenndi mér það. Og auðvitað fiskuðum við Jón og Nanna alltaf eitthvað. Jóni fundust þetta nú oft bara tittir sem við veiddum, enda Ljá ekki stór á. En það varð nú samt alltaf einhver afli hjá okk- ur. Og á heimleiðinni var ekki ann- að hægt en að ég fengi að taka í stýrið á fína bílnum hjá Jóni. Þetta verða nú ekki mikið fleiri orð en bara smá þakklætiskveðja fyrir það, Jón, að þú varst stór part- ur af því sem gerði barnæsku mína eftirminnilega. Elsku Nanna, Guð gefi þér allan þann styrk sem þú þarft á að halda. Sigurður Sigurbjörnsson, Vígholtsstöðum. Erfidrykkjur (ilæsileg kafii- hladbord, fallegir salir og mjög gód þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 jSm FLUGLEIÐIR HÚTEL LÖFTLEltíIH GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á beimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Islenskur efniviður Islenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. II S S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 ÓLAFUR TRYGGVI VILHJÁLMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.