Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Smáfólk Skyldi einhver annar vera svo heimskur að vera að veiða í rigningu? BREF TDL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Hvers eiga hinir sjúku að gjalda? Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur og Ásdísi Frímannsdóttur: HVAÐ hefur vor menntun að mæla? Spyr sá sem ekki veit, er deilur heimilislækna lama heilu landsbyggðirnar af ótta. Er ekki nægilegt að búa við hinn venju- bundna ótta við náttúruöflin, þótt mennirnir komi ekki einnig þar við sögu, með úrræðaleysi sínu og/eða þijósku? Það er í raun ótrúlegt hvað íslendingar eru þolgóðir, er slíkt ástand kemur upp er nú er viðvarandi. Slíkt þolgæði ætti svo sannarlega ekki að þurfa að koma við sögu á tuttugustu öld, þar eð upplýsingar og boðstreymi er með slíkum hætti að ekki ætti að vefj- ast fyrir neinum, að koma skilaboð- um sínum og óskum um áherslu- breytingar á framfæri við rétta aðila. Getur verið að Læknafélag Islands hafi ekki staðið í stykkinu við að koma áherslum lækna á framfæri við stjórnvöld? Hvers vegna segja sérfræðingar ekki upp störfum sínum til þess að styðja baráttu starfsbræðra sinna? Samtökin Lífsvog myndu telja það kraftaverk, ef sumir hverjir í sérfræðingahópi gætu sinnt fleiri ársverkum, en þeir gera nú þegar, einkum þó og sér í lagi hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar talinn er saman fjöldi sjúklinga er sumir sérfræðingar segjast sinna, teljast vart nógu margar klukkustundir í sólar- hringnum, né heldur dagar í árinu, er virðast duga til þess að komast yfir allan þann fjölda er um er að ræða. Því miður ber slíkt ekki endilega vitni gæðum þjónustunnar, heldur aðeins ofnotkun tækja og tóla sem til eru til rannsókna hér og þar, ef til vill án greiningar á hinu raun- verulega vandamáli. Því lengur sem sjúklingur heim- sækir sérfræðinginn, þeim mun meiri skatta gæti sá hinn sami sjúklingur þurft að greiða, því það kostar jú meira að hitta sérfræð- inga, fyrir samfélagið, en heimilis- lækni, enn sem komið er. Frá sjón- arhóli okkar er störfum í Sam- tökunum Lífsvog, teljum við það hreint og beint til skammar fyrir læknastéttina í heild að láta ástand það er nú ríkir viðgangast. Það hlýtur að finnast fær leið innan þessara fræða, er getur metið sanngjörn laun til handa sérfræðingum og heimilislæknum, eftir því hve mikið viðkomandi er ætlað að leggja á sig af ábyrgð starfa sinna. Orðið ábyrgð er ef til vill afstætt í þessu sambandi, því hingað til hafa menn að því er virðist ekki þurft að standa æði ábyrgir gerða sinna. Ef til vill ligg- ur þar hluti af rót þess vanda er nú er við að etja. Hvað sem því líður, er það sið- ferðileg skylda lækna, og samfé- lagsleg skylda stjómvalda að finna lausn á deilu þessari hið bráðasta. F.h. Samtakanna Lífsvogar, GUÐRÚN M. ÓSKARSDÓTTIR, ÁSDÍS FRÍMANNSDÓTTIR. Annarlegt mat á frétt um dráp á dýri Frá Auði Matthíasdóttur: DRÁP hjóna á ref hefur vakið umfjöllun á síðum Morgunblaðsins. Það undarlega í þessu máli virðist mér vera hvernig þessi frétt er á borð borin fyrir okkur landsmenn. Þetta viðbjóðslega athæfi er gert að einhvers konar afreki í frétta- flutningi RÚV. Það er svo sannar- lega kominn tími til að fjölmiðlar skoði sinn gang þegar morð og lim- lestingar á dýrum eru annars veg- ar. Hætti að birta myndir af ungum börnum og fullorðnum með vesal- ings myrt dýr dinglandi í höndum og hætti að úthrópa gjörðir sem hér um ræðir á þann veg að þetta sé vel gert. Þetta er hreinlega and- styggilegt og engum manni til sæmdar að stæra sig af. AUÐUR MATTHÍASDÓTTIR, Garðabæ. Hvað skal segja? 14 Væri rétt að segja: Lögreglumaðurinn lét sem honum kæmi það ekki við? Svar: Þetta mætti skilja svo, að „honum“ ætti við einhvern annan en lögreglumanninn. Rétt væri: Lögreglumaðurinn lét sem sér kæmi það ekki við. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.