Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Púrrur og pýramídar Matur og matgerð Nú ætla ég að hleypa manninum mínum að með vangaveltur um hvemig Egyptar lyftu 90 tonna steinblokkum við byggingu Keópspýramí- dans, segir Kristín Gestsdóttir. PORRUM er latneska heitið á blaðlauk, samanber ís- lenska orðið púrra. Róm- veijar sögðu besta blaðlaukinn vaxa í Egyptalandi þar sem hann hafði verið ræktaður frá því fyr- ir daga faraóanna. Neró keisari var uppnefndur Porrophagus af því að hann borðaði mikinn blaðlauk og þótti hann mjög góður. Hann hélt því fram að blaðlauk- ur bætti styrk og hljómgæði radd- arinnar. Ég laukur eitt ljúffengasta grænmeti sem völ er á, án þess að hafa reynt nokkurn áhrifamátt hvað raddgæði snertir. En hvað með Egypta sem rækt- uðu besta blað- laukinn, höfðu þeir náð að auka áhrifamátt raddarinnar með neyslu hans? Árið 1968 gáfu nokkrir áhugamenn um dulfræði út bók eftir Alice A. Bailey í þýðingu Steinunnar S. Briem. Bókin heitir Bréf um dulfræði- lega hugleiðingu. Þar segir: „Menn munu aftur læra að beita áhrifum hljóðsins til að ná valdi á lögmálum þeim sem ríkja, þeg- ar reistar eru voldugar bygging- ar og miklum þunga lyft.“ — „Hinir fomu byggjendur notuðu krafta hljóðsins til að mynda tómarúm er þeir hagnýttu síðan í eigin tilgangi." Þýðir þetta að þyngdarlögmálið hafi verið upp- hafið með mætti hljóðsins? Við skulum ímynda okkur að við för- um 4.650 ár aftur í tímann til Eyptalands þar sem verið er að byggja Keópspýramídann, sem er orðinn 80 m hár þegar staldr- að er við. Nokkrar 90 tonna steinblokkir liggja við hlið pýr- amídans, en þær eiga að mynda loftið á því sem kallað er kon- ungsherbergið. Níu karlar sitja á staur fyrir framan eitt bjargið. Karlinn lengst til hægri gefur tóninn og hinir átta stilla sig inn á þann tón, síðan hækka þeir tóninn og bjargið lyftist. Bygg- ingastjóri stendur uppi á pýr- amídanum og hann gefur merki um að nógu hátt sé komið og nú eigi bjargið að færast til hans. Þá gera karlarnir níu sem niðri sitja frákast í tóninn og bjargið færist til þess sem uppi stendur. Síðan lækka þeir tóninn og steinblokkin fellur á sinn stað. Það má líka hugsa sér að í stað- inn fyrir einn hreinan tón, hafí hver hinna níu með sinn eigin hreina tón myndað tónaflóð. Hver svo sem aðferðin með tón- inn var, sér hver maður í hendi sér að slík þekking er stórhættu- leg nái óvandaðir menn tökum á henni. Þessi makalausa tækni var því látin glatast löngu fyrir daga Nerós, þegar tók að halla undan fæti hjá Egyptum. ís- lenskur blaðlaukur er núna á markaðinum og til að bæta og styrkja tóngæði eigin raddar ætlum við að gæða okkur á púrru-kjúklingsúpu. Púrru-kjúklingasúpa 1 kjúklingur, u.þ.b. 1 kg ___________1 lítri vgtn_______ 2 tsk. salt 10 piparkorn 10 allrahandakorn 2 hvítlauksgeirar 2 meðalstórar púrrur nokkrar steinseljugreinar 1. Takið húðina af kjúklingn- um en sjóðið hana með. Skerið eða klippið kjúklinginn í sundur. 2. Setjið vatn og salt í pott og látið sjóða. Setjið piparkorn og allrahandakorn í lokaða tesíu eða grisju og sjóðið með. 3. Setjið kjúklingabitana með beinum út í og sjóðið við hægan hita í 45 mínútur. Takið kjúkl- ingabitana upp úr pottinum og kælið örlítið. Hendið húðinni. Takið allt kjöt af beinum. 3. Setjið steinseljuleggina út í soðið ásamt afhýddum hvít- lauksgeirunum í sneiðum. 4. Kljúfið blaðlaukinn, skolið vel undir kalda krananum, skerið síðan í sneiðar. Notið það af grænu blöðunum sem er mjúkt og fallegt. Setjið út í soðið og sjóðið í 10 mínútur. Fleygið steinseljuleggjunum og krydd- inu. 5. Setjið kjúklingakjötið og steinseljulaufið út í og látið sjóða upp. Berið hvítlauksbrauð með, keypt eða heimatilbúið. Hvítlauksbrauð 12 franskbrauðsneiðar 2-3 hvítlauksgeirar dl matarolía 15 g smjör (1 smápakki) Bræðið smjörið með olíunni, merjið hvítlaukinn og setjið sam- an við. Penslið aðra hlið brauð- sneiðanna með þessu. Leggið tvær ogtvær saman. Rúllið þær með kökukefli svo að þær verið það þunnar að þær komist í brauðrist. Ristið síðan. I DAG Pennavinir VELVAKANDI Svarar i sima 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Símanúmer í Lúxemborg BINNI í Lúxemborg sendi Velvakanda eftir- farandi bréf: „Það kemur oft fyrir að kunningjar og vinir frá íslandi hafa viðkomu í Lúxemborg á leið eitt- hvað annað, og langar til að hitta eða spjalla við fólk hér sem það þekkir og hefur kannski ekki hitt árum saman. Oft á tíðum finnur þetta fólk ekki í símaskránni heimilisfang þess sem það vildi hitta og í mörg- um tilvikum er ástæðan sú, að sámaskrár hér eru settar saman eftir þorp- um og bæjum i stafrófs- röð. Nú er auðveldlega hægt að finna heimilis- fóng, síma- og faxnúmer og GSM-númer þeirra er hér búa, áður en lagt er í hann, ef viðkomandi hefur aðgang að Alnet- inu. Hægt er að slá inn slóðina: http://www.editus.lu/ og prenta inn eftirnafn þess, sem beðið er um. Dæmi: Ef finna á Geir Jónsson þyrfti að leita að undir nafninu „Jons- son“. Hvítu síðurnar eru einstaklingar, en þær gulu eru stofnanir og fyrirtæki. Það hefur svo oft hent mig að hitta kunningja heima, sem segja mér að þeir hafi verið í Lúxemborg, og reynt að hafa upp a mér, en ekki fundið mig i skránni! Nú er þetta vandamál úr sögunni. Kærar kveðjur, Binni" Tapað/fundið Taska tapaðist BRÚN kventaska tapað- ist miðvikudaginn 11. september sl. við Lauga- veg 18. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 551- 8072. Kópíur töpuðust KÓPÍUR af filmu töpuð- ust sl. fimmtudag, lík- lega einhvers staðar á leiðinni frá Vesturbæ í miðbæ Reykjavíkur. Á filmunni voru m.a. myndir af bátum og snekkjum. Finnandi vin- samlega hringi í síma 552- 0022, Bella, eða í síma 552-2123. Seðlaveski tapaðist LÍTIÐ svart herraseðla- veski með öllum skilríkj- um í tapaðist mánudag- inn 9. september sl., lík- lega efst við Laugaveg. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557-2253. ,, /><//’ miÍur, Sdrfíijr, þerfaetur ueriisleipt út fyrtr þrjdir reiknlvtlar oy -fax tðcJcC.." COSPER sss W|/ ■r « — W % COSPER 7J22? LÆKNIRINN bannaði mér að fara í útreiðartúra og sagði mér að fara frekar í gönguferðir. VíkveHi skrifar... NÚ UM helgina gerðist það enn einu sinni, að maður vopnað- ur hnífi ógnaði afgreiðslustúlku í söluturni og stal peningum úr kassa viðkomandi verzlunar. Það er að verða daglegt brauð, að almennir borgarar verði fórnarlömb afbrota- manna, sem í æ ríkari mæli beita vopnum, fyrst og fremst hnífum en því miður er hætta á, að önnur vopn eigi eftir að sjást í auknum mæli. Morð eru ekki lengur nánast ein- stæður viðburður á Islandi og hvað eftir annað særist fólk alvarlega vegna árása, sem það verður fyrir. Stundum er hnífum beitt en stundum líkamlegu ofbeldi af öðru tagi, spörk- um og barsmíðum ýmiss konar. í fyrradag birtist í Washington Post niðurstaða skoðanakönnunar um af hverju Bandaríkjamenn hafi mestar áhyggjur. í ljós kom, að flestir hafa áhyggjur af því að menntun fólks hraki mjög en í næst efsta sæti eru áhyggjur vegna afbrota af ýmsu tagi. Þar til á síðustu árum höfum við Islendingar ekki þurft að hafa um- talsverðar áhyggjur af afbrotum og ofbeldi. Því miður hefur orðið hér veruleg breyting á. Það er alls ekki hægt að líta svo á, að öruggt sé að ganga um Reykjavík t.d. að næturlagi. Þvert á móti verður að telja, að það geti beinlínis verið hættulegt. XXX ETTA er auðvitað nýtt og al- varlegt ástand, sem kallar á meiri umræður en orðið hafa fram að þessu á opinberum vettvangi. Það verður stutt í það að kjósendur krefji stjórnmálamenn sagna um það, hvernig þeir ætli að bregðast við. Það verður áreiðanlega ekki langt þangað til að háværar kröfur koma fram um að annaðhvort verði auknu fjármagni veitt til starfsemi lögreglunnar eða aukin áherzla lögð á að vernda almenna borgara gegn afbrotum af þessu tagi en kannski minni áherzla á að eltast við öku- menn, sem taldir eru aka á ólögleg- um hraða. Slagorðið „lög og regla“ hefur ekki heyrzt að ráði í stjórnmálaum- ræðum hér en þeim mun meira í ýmsum nálægum löndum. Nú má búast við að einhveijir alþingismenn og borgarfulltrúar taki að sér að verða talsmenn hinna almennu borgara í þessum málum og taki upp umræður um þau á vettvangi sveitarstjórna og Alþingis. Það má t.d. búast við því að afbrot og glæp- ir og viðbrögð við þeim verði ofar- lega á baugi bæði í næstu borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík og einnig í næstu þingkosningum. XXX KRAFA almennings hlýtur að vera sú, að skattpeningarnir verði m.a. og ekki sízt notaðir til þess að tryggja öryggi borgaranna gegn þeim ofbeldismönnum, sem hér vaða um götur, sérstaklega að næturlagi og um helgar. Það er líka umhugsunarefni, hvort eðlilegt sé að afbrotamönnum sé sleppt úr haldi eins og gerðist á ísafirði um helgina. Ekki skal dreg- ið í efa að það sé í samræmi við lög og reglur. En lögum og reglum má breyta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.