Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Þakkað fyrir svar ÉG ÞAKKA Jóni Aðalsteini Jóns- syni (JAJ), fyrrverandi forstöðu- manni Orðabókar Háskólans, fyrir svar hans í Morgunblaðinu 27. ág- úst sl. við fyrirspurn minni í sama blaði 21. ágúst um ástæður fyrir andstöðu hans við að hafa orðin bragð, verð og vín í fleirtölu. Svar hans hefði þó mátt vera skýr- ara. T.d. svarar hann ekki eftirfar- andi spurningu sem ég beindi til hans í fyrirspurn minni: „Hvernig stendur á því að það telst gullaldar- mál að tala um að „öll vötn falia til Dýrafjarðar“ en orðalagið „vínin drakk í margri ljótri kró“ í kvæði Nóbelsskáldsins um Hallormsstaða- skóg er aftur á móti dæmi um nokk- uð „sem ekki á að heyrast í vönduðu máli“ að þínu mati? Með öðrum orð- um: Hvers vegna þykir það ágæt íslenska að tala um vatn í fleirtölu en ekki um vín? Það er bitamunur en ekki fjár þótt vín í fleirtölu eigi „helst ekki“ að heyrast í vönduðu máli í stað „að sjálfsögðu ekki“ eins og Jón telur í svari sínu að hefði verið heppilegra orðalag. í fyrir- spurn minni hafði ég Iátið í ljós þá skoðun að hér væri um hliðstæður að ræða; fleirtala beggja orðanna ætti jafnmikinn rétt á sér. Orð þau sem ég nefndi í fyrir- spurn minni sem hliðstæðu við bragð, verð og vín, og raunar fleiri, eiga eitt sameiginlegt einkenni sem undirstrika hliðstæðuna. Þau hafa öll tvennskonar merkingu. Annars- vegar almenna, eða altæka, hins vegar sértæka. Fleirtölumyndin er þá eingöngu notuð um orðið í sér- tæku merkingunni. Þannig merkir orðið harmur í altækri merkingu til- tekið hugarástand; að vera harmi sleginn, dapur, en sértækt einstakt atvik eða einstakan atburð sem veld- ur slíku hugarástandi. Einungis í þeirri merkingu höfum við orðið í fleitölu, harmar. Sama er að segja um sorg. Gleði merkir altækt glaðan hug, það að vera glaður; en sértækt athöfn eða atvik sem gerir menn glaða. Vatn merkir altækt ákveðið efnasamband súrefnis (0) og vetnis (H), H20, þegar það er í vökva- formi, en sértækt merkir orðið ein- staka afmarkaða heild þessa vökva, t.d. vatnsfyllu í ár- eða lækjarfarvegi (straum- vatn) eða í lægð í land- inu (stöðuvatn). Ein- ungis í sértæku merk- ingunni tölum við um vatn í fleirtölu. Járn merkir altækt frumefni það sem á vísindamáli heitir ferrum (Fe), en sértækt einstaka heild þess; járnklump t.d. en venjulegast smíðisgrip úr járni. Svipað er að segja um gull, eins og Jón reyndar víkur að í svari sínu. Altækt er vín haft sem samheiti yfir afurðir sem unnar eru úr safan- um í ávexti vínviðarins en sértækt merkir orðið einstakar slíkar afurð- ir; víntegundir (rauðvín, hvítvín o.s.frv.). Bragð merkir altækt boð sem bragðlaukarnir senda til heilans þegar þeir verða fyrir áreiti; það að finna bragð, en sértækt einstök mis- munandi boð; enstakar bragðteg- undir. Veður merkir altækt ástand á hluta andrúmsloftsins sem ein- kennist af hitastigi þess, þrýstingi, streymishraða (vindhraða) og raka og því, hvort sá raki er í föstu formi, fljótandi eða loftkenndu (snjókorn, regndropar eða vatnsgufa). Sértækt merkir orðið veður hinsvegar ein- stakt afbrigði af slíku ástandi eða veðurgerð, t.d. hlýtt veður, kalt veð- ur, þurrt veður, rakt veður, kyrrt veður, ókyrrt veður. Fleirtalan er aðeins höfð um orðið í þeirri merk- ingu (veðraskil; veður öll válynd). Og frelsi merkir altækt að vera fijáls; óbundinn, óheftur (með frían háls), en sértækt að vera frjáls til tiltekinna athafna (málfrelsi, rit- frelsi, prentfrelsi, ferðafrelsi o.s.frv.). Mörg fleiri dæmi mætti nefna svo sem ís - ísar, tími - tímar o.fl., o.fl. Jón segist ekki vilja „ýta undir þessa fleirtöluþróun ef í ljós kemur að hún er óþörf eða e.t.v. þarflítil í máli okkar“ og telur að „hún getur a.m.k. sjaldnast verið til bóta“. Út af fyrir sig er ég sammála Jóni um það, að ástæðulaust er að ýta undir eitthvað sem er óþarft. En ég held að í því efni gildi hið sama um öll þau orð serh hér eru til umræðu en ekki aðeins um vín, verð og bragð. Af hveiju höfum við þessi orð yfirleitt í fieir- tölu í sértækri merk- ingu þeirra? Ég held að það sé vegna þess að það þyki til bóta í mál- inu; það verði liprari, einfaldari og þjálli tján- ingarmiðill með fleir- tölunni en án hennar, stundum líka rismeira og fegurra. Ef það er rétt tel ég það vera nægjanlega „þörf“ til að réttlæta notkun fleirtölumyndanna. Þetta kann að vera álitamál, en við skulum bera saman nokkur dæmi með fleir- tölunni og án hennar. Hægt er að tala um að hefna harmsefna sinna í stað harma sinna; að allar ár og lækir renni til Dýrafjarðar í stað þess að öll vötn falli þangað; að komast svo að orði að víntegundirn- ar drakk ég í margri ljótri kró, eða margskonar vín drakk ég þar í stað vínin drakk ég; að hafa marga smíð- isgripi úr járni í eldinum eða 18 hurðir með hjörum úr járni í húsinu í staðinn fyrir mörg járn í eldinum og 18 hurðir á járnum í húsinu; um skil milli tvennskonar veðurs í stað veðraskila; um fjórfrelsið eða ferns- konar frelsið í staðinn fyrir frelsin fjögur; um bragðtegundir í staðinn fyrir brögð. En það er mín skoðun að í engu þessara dæmi væri það íslensku máli til framdráttar að sleppa fleirtölumyndinni. Þörfin fyrir fleirtölumyndir þess- ara orða hefur komið fram í málinu á mjög mismunandi tímum. Egill Skallagrímsson átti oft harma að hefna (og gerði það ósvikið); hann mæddu oft sorgir og sonarbana hans bitu engin járn. Hann sótti gleðir og þurfti oft að ríða vötn, bæði auð og á ísum, og hann kynntist öllum veðrum. Allar þessar fleirtölumyndir hafa verið hluti af daglegu orðafari hans. Þær eru einnig hluti af dag- legu orðfæri nútímamanna. Af hinu fer færri sögum að Egill hafi gengi Jakob Björnsson. á bari og beðið um mismunandi teg- undir víns eða að þær hafí verið á boðstólum í veislum hans hjá jörlum og konungum. Þar mátti hann láta sér nægja heldur ótótlegt sull sem nefndist mjöður, svo sem frægt er af sögu hans. Vín hefur hann því tæplega þekkt í fleirtölu ef hann hefur þá þekkt það yfirleitt. Þörfin fyrir fleirtölumynd þessa orðs kom fram í málinu löngu eftir hans dag, en þó er hún, að ég held, aldagöm- ul. Um aldur hennar er Jón mér raunar mun fróðari. Frelsi Egils tak- markaðist af mætti hans sjálfs og náttúruöflunum (þeirri takmörkun undi hann illa), en lítt af lagagrein- um. Hann hafði því enga þörf fyrir að greina frelsið í tegundir og þar með heldur ekki fyrir fleirtölumynd þess orðs. Allt öðru máli gegnir um okkur nútímamenn á tímum alþjóða- væðingar og EES-samnings. Og síst af öllu þurfti Egill Skallagrímsson að velja milli mismunandi bragðteg- unda af ijómaís. Það þurfum við hinsvegar. Gestur kemur inn í ísbúð og biður um ijóma- ís. „Með hvað bragði?" spyr af- greiðslustúlkan. Gesturinn vill vita Vel má vera, segir Jakob Björnsson, að okkur greini á um hvað felst í hreintungustefnu. hvað á boðstólum er áður en hann velur og spyr á móti: „Hvaða brögð áttu?“ eða „hvaða brögð eru til?“ Hann hefði auðvitað getað spurt í staðinn „hvaða bragðtegundir eru til?“ eða „ís með hverskonar bragði er til“, alveg eins og hægt er að tala um skil milli tvennskonar veð- urs í stað veðraskila. En er það lipr- ara mál, einfaldara og betri ís- lenska? Ég held ekki. Jón segir hinsvegar að honum finnist „ástæðulaust, að ég ekki segi fáránlegt" að nota þessa fleirtölu. En jafnframt telur hann að ég geri sér rangt til þar eð ég telji hann helst vilja fordæma fleirtölu allra þeirra orða sem að ofan eru nefnd. Ég kannast nú ekki við að hafa gert honum upp þá skoðun en vera má að það komi ekki nægilega skýrt fram í fyrirspurn minni. En hvernig skyldi standa á því að Jóni finnst sumar fleirtölumyndirnar allt að því fáránlegar, en aðrar sjálfsagðar, þótt um hliðstæður sé að ræða. Er það ekki vegna þess að sumar þeirra eru nýstárlegar og óvanalegar í fyrstu; aðrar gamlar og koma kunn- uglega fyrir sjónir? En sá mæli- kvarði er varasamur á tímum örra breytinga á samfélaginu. Á síðustu 60-70 árum hefur íslenskt samfélag breyst meira en á næstu þúsund árum þar á undan. Jón kveðst hallast að hreintungu- stefnu. Síst skal ég álasa honum fyrir það. Hann telur á hinn bóginn ljóst af fyrirspurn minni að ég sjái ekki mikla ástæðu til að „andæfa svo mjög í málfarslegum efnum“ og ýjar að því að ég sjái ekkert athuga- vert við að „láta allt reka á reiðan- um“. Ekki er það nú rétt. Hitt má vel vera að okkur greini á um hvað felist í hreintungustefnu. Að mínu mati felst sú stefna framar öllu í því að varðveita burðarviðu íslenskr- ar tungu og megineinkenni fremur en í því, að varðveita öll orð hennar sem ekki er hægt. Fyrst og fremst hljóðkerfi hennar og beygingarkerfi. Gera verður skýran greinarmun á málbreytingum en setja þær ekki allar undir einn hatt. Beijast gegn sumum en ekki öðrum. Reginmunur er á því hvort aldagamalli hefð um notkun fleirtöluorðmynda er beitt á nýjum sviðum eftir því sem þjóðfé- lagsbreytingar kalla á það og hinu, hvort beygingum málsins er mis- þyrmt eða hljóðkerfið er brenglað með flámæli. Málvernd felst að mínu mati í því að varðveita meginsér- kenni tungunnar, en um leið og ekki síður í því að hafa stjórn á nauðsyn- legum málbreytingum í takt við breytta tíma, og leiðbeina um þær. Þessi stjórn felst ekki einungis, raun- ar ekki fyrst og fremst, í því að hamla gegn breytingum, heldur ekki síður í hinu að stuðla að því að málið nái að fylgja þjóðfélagsbreyt- ingum eftir. Það getur verið erfitt þegar breytingarnar eru örar og þar er vaninn varasöm viðmiðun. En mikilvægi þess verður seint ofmetið því að nái tungan ekki að fylgja þessum breytingum eftir dagar hana smám saman uppi sem tjáningarmið- il og aðrar tungur taka við hlutverki hennar. Ég veit að hvorugur okkar Jóns óskar íslenskri tungu þeirra örlaga. Höfundur er fv. orkumálastjóri. i I í í FYRRAHAUST birti Morgunblaðið eft- irfarandi undir fyrir- sögninni „Fjölrása myndlykill" : „Myndlyk- ill Stöðvar 3 er mjög frábrugðinn myndlykli íslenska útvarpsfélags- ins (ÍÚ) sem notaður er við móttöku á Stöð 2 og Fjölvarpinu. Lykill Stöðvar 3 getur opnað allt að 32 sjónvarpsrásir samtímis en lykill ÍÚ aðeins eina í einu“ (Mbl. 2. nóv. 1995). Tíu mánuðum síðar birtist hinsvegar þessi frétt: „Stöð 3 skiptir um afruglarakerfi - Nýja kerfið ekki búið fjölrásaafruglun" (Mbl. 31. ág. 1996). í tíu mánuði samfellt hélt Morgunblaðið röngum fullyrðingum að lesendum sínum um þá þjónustu, sem sjónvarpsfyrirtæki blaðsins átti að vera í þann mund að bjóða við- skiptavinum sínum. Þetta gilti ekki aðeins um tæknilega eiginleika myndlykilsins heldur einnig um það hvenær þjónustan hæfist, einsog sjá má af eftirfarandi tilvitnunum í Morgunblaðið sem valdar eru af handahófi: 15. des. 1995: „Stöð 3 - Afrugl- urum dreift í janúar." 6. jan. 1996: „Myndlyklum Stöðv- ar 3 verður dreift í lok mánaðarins." Haft var eftir forystumönnum Stöðvar 3 að ástæður þessara tafa væru ýmist svo góðar viðtökur áskrifenda að ekki hefði reynst unnt að panta nógu marga afruglara eða um væri að ræða bilun í sendum. Morgunblaðið lét nú myndlyklamálið kyrrt liggja fram til 31. mars, þegar það hafði eftir stjórnarformanni Stöðvar 3 að nú sé „ .. .lausn tilbúin, framleiðsla afruglara er á fullu og við reiknum með að rugla dag- skrána í apríl“. Ekkert gerðist í apríl og ekkert gerðist í maí, en í júní tók Morgunblaðið gleði sína á ný: 22. júní 1996: „Styttist í ruglun dagskrár Stöðvar 3“ - „011 tæknileg vandamál verið leyst“. 21. júlí 1996: „Stöð 3 - Fyrstu sendingar myndlykla komnar“. 10. ágúst 1996: “Dreifing hafin á myndlyklum Stöðvar 3 - Dagskránni læst um næstu mánaðamót“. Tuttugu dögum síðar féll tjaldið. Morgunblaðið birti langt viðtal við forráðamenn Stöðvar 3, sem sögðu að myndlyklakerfið virkaði alls ekki með tilætluðum hætti, búið væri að rifta samningum og viðræður hafnar um nýja myndlykla. Morgunblaðinu láðist að vísu að spyija hvort nýju lyklarnir byðu uppá fjölrásaafruglun, en bætti úr því daginn eftir - í kjöl- Nú virðist Morgunblað- ið, segir Páll Magnús- son, ætla á foraðið einn ganginn enn. far annarra fjölmiðla - og upplýsti að nýi myndlykillinn afruglaði aðeins eina rás í einu. Sic transit gloria mundi. Áður en lengra er haldið vil ég taka skýrt fram að með þessum greinarstúf er ég ekki að fella neinn áfellisdóm yfir Stöð 3 eða forráða- mönnum hennar. I ljósi þess að þeir höfðu reist allt sitt traust og kostnað- arsamt auglýsinga- og kynningar- starf á því að myndlykillinn byði uppá fjölrásaafruglun, er eðlilegt, að minnsta kosti í hæsta máta mann- legt, að þeir vildu í lengstu lög halda í vonina um að svo væri í raun og veru. Hlutur Morgunblaðsins sem fréttamiðils er hinsvegar allt annars eðlis og miklu verri. Það er skemmst frá því að segja, að allar ofangreind- ar fréttir blaðsins, og raunar miklu fleiri um þessi mál, voru rangar. í tíu mánuði samfellt hélt Morgunblað- ið röngum upplýsingum að lesendum sínum. Það væri haldlaust fyrir rit- stjóra blaðsins að halda því fram að ekki væri við þá að sakast, heldur forráðamenn Stöðvar 3, sem hefðu leitt blaðið á villigötur. Éftir að hafa miðlað röngum upplýsingum um ákveðið mál hvað eftir annað, misser- um saman, hefði Morgunblaðið ör- ugglega í öðrum tilvikum beðið óvil- halla sérfræðinga að leggja mat á áreiðanleika þeirra. Það hefði í mesta lagi kostað nokkur símtöl. En þetta gerði Morgunblaðið ekki og ástæðan er augljós: Heiðarleg blaðamennska vék fyrir hagsmunum blaðsins sem hluthafa í Stöð 3. í Morgunblaðsgrein í nóvember í fyrra sagðist ég vona „.. .af því mér þykir vænt um Morgunblaðið, að ritstjórarnir fari ekki offari í að gæta viðskiptahagsmuna eigenda þess“. Sú von brást. Snemma í vor skrifaði ég síðan aðra grein í Morgunblaðið, að gefnu tilefni, og benti ritstjórunum vinsam- legast á, að trúverðugleiki Morgun- blaðsins væri því meira virði en tíund þess í Stöð 3. Þeir tóku heldur ekk- ert mark á þessu. Og nú virðist Morgunblaðið ætla á foraðið einn ganginn enn, - trú- lega vegna þess að nú mun standa yfir hlutafjársöfnun fyrir Stöð 3. Einsog „fjölrásaafruglið" forðum hefur blaðið nú til skýjanna fyrir- bæri sem það kallar „þáttasölusjón- varp“, eða „pay per view“. Áður en Morgunblaðið heldur lengra á þeirri braut vil ég enn freista þess að ráða því heilt, þótt fyrri tilraunir hafi kom- ið fyrir lítið: Leitið nú svara við því hvers vegna engin sjónvarpsstöð í Evrópu hefur tekið upp þetta fyrir- komulag, þrátt fyrir að flestar þeirra (þar með taldar Stöð 2 og Sýn) hafi árum saman verið tæknilega undir það búnar að gera slíkt fyrirvaralítið. Ef Morgunblaðið hlýtir nú þessari einföldu og velviljuðu ráðleggingu getur það forðast að detta ofan í sama pyttinn aftur. Höfundur er útvarpsstjóri hjá Sýn. BRIPS Dmsjón Arnór G. Ragnarsson Framkvæmdastjóraskipti hjá Bridssambandinu SÓLVEIG Kristjánsdóttir hefir látið af störfum sem framkvæmda- stjóri Bridssambands fslands að eigin ósk. Jakob Kristinsson hefir verið ráðinn í starfíð næstu mánuði. Vetrarbrids á þriðjudögum Spilamennskan í Drangey, Stakkahlíð 17, hefst á ný í kvöld. Spilaður verður eins kvölds tví- menningur. Öll spilakvöld í tví- i menning verða tölvureiknuð. Spila- mennska hefst kl. 19.30 öll kvöld. Meðal nýjunga í vetur verður m.a. frítt kaffi öll spilakvöld (sjálfs- j afgreiðsla) og nýir keppnisstjórar fá að spreyta sig. x-j Verðlaun fyrir spilamennsku síð- asta árs eru á spilastað og verða afhent við mætingu. Bridsdeild félags eldri borgara Kópavogi Spilaður var Mitchell tvímenn- ingur þriðjudaginn 10.9. 28 pör mættu. Úrslit í N/S-riðli: Garðar Stefánsson - Sveinn Heijólfsson 364 BaldurÁsgeirsson-MapúsHalldórsson 344 £ AV-riðill ÞórarinnÁmason-Ólafurlngvarsson 416 J. Jónína Halldórsd. — Hannes Ingibergss. 406 If': Spilaður var Mitchell föstudaginn Jí 13.9. Tuttugu pör mættu. NS-riðill Siprjón H. Sigurjónss. - Cyrus Hjartars. 248 Jón Andrésson - Böðvar Guðmundsson 247 f AV-riðill Júlíus lngibergsson—Jósef Siprðsson 250 II. Helga Helgadóttir - Árni Jónasson 239 j? Hagsmunir og heiðarleiki Morgunblaðsins Páll Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.