Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 45 FRETTIR íslenskunem- um úthýst úr Jónshúsi íslensk skólabörn, búsett í Kaupmannahöfn og nágrenni, hafa ekki lengur aðstöðu til íslenskunáms í húsi Jóns Sigurðssonar, fé- lagsheimili Islendinga þar í borg, eins og verið hefur undanfarin ár. Yfir vetrarmánuð- ina hefur verið kennt þar á laugardags- morgnum, þrjá tíma í senn. •* JÓNSHÚS í Kaupmannahöfn. ÞAÐ ERU dönsk stjórnvöld sem boð- ið hafa börnum af erlendum uppruna og búsett eru í landinu móðurmáls- kennslu. Einnig er í boði kennsluað- staða í einum barnaskóla borgarinn- ar. Nokkrar þjóðir hafa hins vegar heldur kosið að hafa starfsemina í eigin félagsheimili. í samræmi við vilja sóknaiprests- ins í Kaupmannahöfn, séra Lárusar Þ. Guðmundssonar, var ákveðið að Jónshús yrði nýtt til íslenskukennsl- unnar. Önnur starfsemi ennþá leyfð í húsinu Ákvörðun um að banna kennslu- hald í Jónshúsi tengist þeirri óvissu sem ríkir um framtíð hússins en í kjölfar deilna, meðal annars um fyr- irkomulag veitingarekstrar, var ákveðið að loka því þar til ljóst yrði hvernig fyrirkomulagi á rekstri þess yrði best háttað. Þrátt fyrir þessa ákvörðun er ýmis önnur starfsemi ennþá rekin í hús- inu. Þar halda AA samtökin vikulega fundi, kirkjukórinn hefur þar æfmg- araðstöðu, bókasafnið er opið svo og safn Jóns Sigurðssonar. Auk þess hefur íslendingafélagið í Kaupmannahöfn og námsmannafé- lagið ennþá þar vinnuaðstöðu. Alþingi, sem er formlegur eigandi hússins, athugar nú hvernig rekstri skuli háttað í framtíðinni og búist er við að línur skýrist um næstu mánaðamót. Róbert Trausti Árnason, sendi- herra Islendinga í Danmörku, sagði af sér formennsku í hússtjórn Jóns- húss síðastliðinn fimmtudag. I samtali vð Morgunblaðið sagðist Róbert Trausti ekki kannast við að íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að útvega húsnæði fyrir ís- lenskukennslu á vegum danskra stjórnvalda en vildi að öðru leyti ekk- ert, tjá sig um málið. í hússtjórn sitja nú eftir Anna Karlsdóttir, landfræðingur, og Karl Kristjánsson, fjármálastjóri Alþingis. Karl sagðist í samtali við Morgun- blaðið ekki hafa verið með í ráðum um að banna íslenskukennslu í hús- inu. „Fyrrverandi formaður hús- stjórnar tjáði mér fyrir um það bil tíu dögum að nýjum umsjónarmanni kennslunnar, Sigurði Péturssyni, sagnfræðingi, hafi verið tilkynnt að eðlilegast væri að borgaryfirvöld útveguðu íslenskunemum húsnæði, eins og var áður en kennslan var flutt í Jónshús. Að mínu mati er óþarflega hart tekið á málum og mér finnst því ástæða til að endurskoða þessa ákvörðun þegar framtíð hússins verður rædd.“ Kennsla einum mánuði á eftir áætlun Að sögn Sigurðar Péturssonar, nýráðins íslenskukennara, átti kennsla að hefjast í byrjun septem- ber. „Ljóst er nú að kennsla mun bytja í fyrsta iagi eftir tvær vikur. Það voru tæplega fjörutíu börn á aldrinum sex til fimmtán ára sem stunduðu nám við íslenskuskólann síðastliðinn vetur en nú hefur ein- ungis helmingur þeirra látið skrá sig til þessa náms.“ Sigurður segir nokkra foreldra hafa haft samband við hann og lýst yfir undrun með þessa ákvörðun og fundist hún óréttlát á þeirri forsendu að ýmis önnur starfsemi skuli ennþá vera leyfð í húsinu. „Grunnskólinn, sem notaður er til tungumálakennslunnar, er staðsett- ur töluvert langt frá miðbænum, í hálfgerðu úthverfi. Því hafa fleiri þjóðir, til dæmis Finnar, Þjóðverjar og Pólverjar, sama hátt á og við, frekað notað eigið félags- og menn- ingarheimili til kennsluhalds.“ Ég ætla að boða foreldra á fund næstkomandi laugardag til skrafs og ráðagerða. Vonandi hefst því kennsla eigi síðar en um næstu mánaðamót. Að sjálfsögðu vonast ég til að íslensk börn fái aftur að njóta íslenskukennslu í húsi sem kennt er við Jón Sigurðsson hér í Kaupmannahöfn." KENNSLA Tónlistarnám? Getum bætt við nemendum á eftirtalin hljóðfæri: Píanó, gítar, bassa, trommur, flautu og saxófón. Ennfremursöngnemendum. Uppl. í s. 562 1661 frá kl. 15-18 virka daga. Nýi músíkskóimn. Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu er skrifstofuhúsnæði í Skipholti, stærðir 47 fm og 42 fm. Upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515 5500 frá kl. 9-16. Atvinnuhúsnæði óskast 600-700 fmn iðnaðarhúsnæði til leigu. Hús- næðið er staðsett \ Vesturhöfn Reykjavíkur. Húsnæðinu fylgja ágætar skrifstofur og laust nú þegar. Áhugasamir leggi inn nafn og síma til af- greiðslu Mbl. merkt „H-1097" fyrir 24. sept nk. FELAGSSTARF SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Félag sjálfstæðismanna, Langholti Félagsfundur verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 18. september kl. 17.30. Dagskrá: Kjör fulltrúa é landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. Aðalfundur Félag sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ heldur aðalfund sinn mánudaginn 23. september kl. 20.30 í Símonarsal, Naustinu. Dagskrá: 1. Venjubundin aðalfundarstörf. 2. Kosning landsfundarfull- trúa. 3. Önnur mál. Allir félagsmenn hvattir til að mæta. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi Almennur félagsfundur verður haldinn í Álfabakka 14a, fimmtudaginn 19. september kl. 20.00. Á dagskrá er kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokks- ins sem fram fer 10.-13. október nk. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í austurbæ og Norðurmýri Almennur félagsfundur verður haldinn I Valhöll miðvikudaginn 18. september kl. 20.30. Fundarefni: Kosning landsfundarfulltrúa. Gestur fundarins verður Árni Sigfússon, borgarfulltrúi, sem mun ræða um flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Stjórnin. Örn Jónsson, sjúkranuddari Sjúkranudd - djúpheilun Námskeið - úrvinnsla tilfinninga „Að læra að heila sjálfan sig“. Námskeið fyrir nuddara og heilara. Upplýsingar í síma 588 9711. Dagsferð 20. september Kl. 10.30 Selatangar. Létt ganga, komið að gamalli verstöð austan við ísólfsskála. Helgarferðir 20. -22. sept. Grillveisla i Básum Kl. 20.00 Ein vinsælasta ferð Útivistar er hin árlega grillferð í Bása. Gönguferðir og skemmt- anir fyrir alla fjölskylduna. Sam- eiginleg grillveisla á laugardags- kvöldið. Verð 5.700/6.400. Mál- tíð innifalin í verði. 21. -22. sept. Fimm- vörðuháls og grillveisla Ki. 8.00 Ekið upp á Fimmvörðu- háls og gengiö niður í Bása. Þar er síðan tekið þátt í grillveislunni um kvöldið. Verð 6.600/7.200. Máltíð og akstur upp á hálsinn innifalin I verði. Brottför og miðasala í allar dagsferðir frá BSÍ. Netfang: http://www.centrum.is/utivist 'Singar I.O.O.F. Ob. 1 = 17709178:30 = I.O.O.F. Rb. 4 = 1459178 - Fyrirl. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Hin hulda hlið mannsins Hagnýtt nám Langar þig að kynnast sjálf- um/sjálfri þér á nýjan og áhuga- verðan hátt með hagnýtu námi um þina innri og ytri gerð, læra að stjórna líðan þinni í hinu dag- lega lífi og hreinsa upp gamlar og gagnslausar minningar sem há þér á einhvern hátt andlega og líkamlega? Ef svo er, þá er mjög athyglis- vert nám að fara af stað á mið- vikudagskvöldum hjá okkur und- ir stjórn Eggerts Kristinssonar. Námið er ekki eingöngu fræði- legs eðlis, heldur einnig verklegt og er einu sinni í viku fram að jólum. Hringdu og fáðu meiri uppl., sími 554-1107 milli kl. 9 og 13. Miðilsfundir Tímapantanir hjá miðilsefnum eru í Sjálfefli milli kl. 9 og 13 og er öllum opið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.