Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 24
nm h ttfí nV APPf ?f VIH:t/>iíf!lflHfft 24 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skáfdskapur og handbækur hjá Forlaginu Gullregn og gúmmíhanskar FORLAGIÐ leggur í æ ríkara mæli áherslu á útgáfu handbóka en sinnir líka íslenskum skáld- skap. Brotahöfuð nefnist ný skáld- saga eftir Þórarin Eldjárn. Þetta er heimildaskáldsaga frá sautj- ándu öld um Guðmund Andrésson sem var þekkt skáld á sinni tíð, höfundur íslenskrar orðabókar og storkaði yfirvöld- um með því að rita gegn Stóradómi. í sögunni er hann í varðhaldi í Kaup- mannahöfn og rifjar upg ævi sína. Ólafur Gunnarsson sendir frá sér rúmlega 500 síðna skáldsögu, Blóðakur, og er hún sögð átakasaga tveggja fjölskyldna. Blóðakur er annað bindi þríleiksins sem hófst með Tröllakirkju (1992), en leikgerð hennar var sýnd sl. vetur. Undir hælinn lagt Ný ljóðabók, Villi- land, kemur eftir Jón- as Þorbjarnarson. Undir hælinn lagt er ný ljóðabók eftir Gylfa Gröndal gefin út í til- efni sextugsafmælis höfundar. Rögnvaldur Finnbogason sem lést í fyrra er höfundur Að heilsa og kveðja, bókar með ljóðum frá síðustu æviárum hans. Ljóðvegasafn eftir Sigurð Pálsson kemur út, þijár fyrstu ljóðabækur höfundar í einni bók. I nýjum flokki smá- bóka kemur Gullregn úr ljóðum Þórarins Eldjárns, Jóhanns Gunn- ars Sigurðssonar, ástarljóðum ís- lenskra kvenna og orðlist Guð- bergs Bergssonar. Tvær barnabækur koma út hjá Forlaginu, báðar eftir Sigrúnu Eldjárn: Beinagrind með gúmmí- hanska sem er ný bók um ævin- týri leynifélagsins Beinagrindar- innar og Gleymmérey, ný og breytt útgáfa bókar sem kom út fyrir mörgum árum; ljóðskreyting hennar er eftir Þórarin Eldjárn. Isak Harðarson sem kunnastur er fyrir ljóð sín og sögur er höf- undur frásagnar um leit ungs manns að tilgangi og skýrir frá trúarlegri reynslu höfundar. Bókin sem nefnist Þú sem ert á himnum — þú ert hér er kynnt sem afar persónuleg frásögn. Hvenær byrja efri árin? Árin eftir sextugt - handbók um efri árin er viðamikil bók, 700 bls. Þetta er upp- flettibók fyrir eldri kynslóðina og að- standendur aldraðra og aðra sem annast þá. Höfundar eru 38, m.a. félagsfræðingar, mannfræðingur, heimspekingur, fé- lagsráðgjafar, sjúkra- þjálfari, næringar- fræðingur, sálfræð- ingar, prestur, öldr- unarlæknar, geð- læknir, lögfræðingar og forvígismenn aldr- aðra. Ritstjórar eru sálfræðingarnir Hörður Þorgilsson og Jakob Smári, en þeir ritstýrðu einnig Sál- fræðibókinni sem kom út 1993. Kvennafræðarinn — leiðarvísir um lífið eftir breska lækninn Miriam Stoppard er kominn út. Bókin er ætluð öllum konum. í henni er jöfnum höndum íjallað um líkamsstarfsemi og sálarlíf kvenna. Lítill leiðarvísir um lífið er gjafabók með 500 hollráðum í þýðingu Þórarins Eldjárns. Áður á árinu eru komnar út bækurnar Unglingsárin — hand- bók fyrir foreldra og unglinga og Stóra garðabókin - alfræði garð- eigandans. Sigrún Eldjárn ísak Harðarson •____ Tilboð iQKO heimHistæki 2 ára ábyrgð á TEKA heimilistækjum. Uppþvottavél LP 770 Tekur borðbúnað fyrir 12, örsíur á vatni, tvöfalt flæði-öryggi, sparnaðarkerfi. Fæst einnig til innbyggingar. Mjög hljóðlát 45 db. (REIPW). Litir: hvítt eða brúnt. Morgunblaðið/Á. Sæberg. FRÁ tónleikunum í Digraneskirkju, SONGFUGLINN Á ALNETINU TONLIST Digrancskírkja LJÓÐASÖNGUR Sönglög eftir Schubert, Donaudy og R. Strauss; amerískir negrasálmar og íslenzk gullaldarsönglög. Judith Gans sópran; Jónas Ingimundarson, píanó. Digraneskirkju í Kópavogi, laugardaginn 14. september kl. 17. EINN GÓÐAN veðurdag; mun gamalþvælda spurningin við er- lenda ferðamenn um það, hvernig þeim lítist á ísland, ef til vill víkja fyrir spurningunni: Hvað finnst yður um íslenzk söngljóð? Þetta kom alltjent upp í hugann á vel sóttum tónleikum Judith Gans og Jónasar Ingimundarsonar undir yfirskriftinni „Við slaghörpuna“ í Digraneskirkju á laugardaginn var. Svo mikið er víst, að það hugboð sem margir hafa haft, en fáir þorað að fullyrða upphátt, nefnilega að Islendingar eigi út- flutningshæfan fjársjóð í formi söngljóða frá „gullöld" greinarinn- ar á fyrri helmingi þessarar aldar, fékk óvænt byr undir báða vængi, þegar eilítið rafrænt ævintýr átti sér stað á Internetinu í vor, sem leiddi til þess, að Draumalandið í norðri komst á kortið vestur í Fort Worth, Texas. Nánari tildrög hafa nýlega verið rakin hér í blaðinu. Söngkonan og tónlistarprófessorinn Judith Gans komst fyrir tilviljun í snertingu við íslenzka söngvagimsteina gegnum fyrrgreint tölvunet, hlustaði - og kolféll. Það sama gerðu íslenzkir hlustendur, þegar hún hóf loks upp raust sína í heimalandi söngvanna. Það er ekki ofsögum sagt, eftir undirtektum að dæma, að frú Gans hafi komið, sungið og sigr- að. A.m.k. töldu áheyrendur undir lokin ekki eftir sér að rísa á fætur við lófatak í tvígang, og aukalögin urðu allmörg. Það kann að vera vanþroska- merki hjá undirrituðum að hafa takmarkaðan smekk fyrir svoköll- uðum „stórum“ röddum í ljóða- söng. Judith Gans fór þó bil beggja; ætli mætti ekki kalla hljóðfæri hennar „drammo-lirico“ sópran á prentsmiðjuítölsku. Röddin var fall- eg, óþvinguð og nokkuð þétt, þótt ekki virtist hún eiga til sléttan tón senza vibrato, sem mörgum finnst ómissandi aukageta í ljóðasöng- stúlkun og hefði t.d. komið sér vel í Nacht und Tráume. Ekki var söngkonan heldur með öllu laus við smávegis sighneigð í hæðinni og á endatónum; út- breiddan eiginleika sem getur truflað mismikið, allt eftir næmi hlustandans. Aftur á móti var túlk- un hennar og framkoma víða heill- andi, og tök hennar á íslenzku lögunum var miðað við stuttan aðdraganda nánast undraverð. Framburðurinn var og furðugóður og ekki síðri en í þýzku og ítölsku lögunum, þótt maður hafi svosem heyrt skýrari samhljóð hjá (alit of fáum) öðrum söngvurum. Sérstak- lega var þó styrkbeitingin sann- færandi, og fjaraði ófátt lagið út á mjúku, fallegu píanissimói, jafn- vel þótt á efsta sviði væri. Eftir fjórar perlur meistara Schuberts (auk hins fyrrgetna Fruhlingsglaube, Die Forelle og kynningarlag Páls Heiðars, An die Musik) kom að „ítalska súkkulaði- framleiðandanum“ sem Jónas kall- aði, hinum hér um slóðir nánast óþekkta Stefano Donaudy, og söng Judith Gans þijú lög eftir hann af mjúkum þokka. Þarnæst komu fimm lög eftir Richard Strauss, flest ágætlega sungin; sízt þó Die Nacht, þar sem inntón- un skjöplaðist nokkuð á uppstökk- um fyrsta erindis: Betur tókst til með Ach Lieb, ich muss nun scheiden þökk sé innlifaðri túlkun á angurværð textans og Allerseel- en, sem afhjúpaði myndarlega dramatíska breidd - að ekki sé minnzt á hið alkunna seiðandi ást- arljóð Zueignung. Á heimavelli var söngkonan í íjórum amerískum negrasálmum, My Lord, What a Mornin’, Little David, Ride On, King Jesus og I Want Jesus to Walk with Me, og tók síðastnefnt áberandi flestar keilur meðal áheyrenda, enda til- þrif þar mest. í hröðustu negrasál- munum birtist óvæntur akillesar- hæll undirleikarans, sem annars er flest til lista lagt, því þar hefði slagharpan auðheyrilega þurft að sveiflast öllu meir en raun bar vitni, og við mun stöðugri grunn- púls en hér gat að heyra. Sem fyrr sagði tókust íslenzku lögin - Ave Maria Kaldalóns, í fögrum dal, Gígjan, Lindin e. Ey- þór Stefánsson, Bí, bí og blaka og Maístjarnan - undravel og uppskáru glimrandi góðar undir- tektir. í fjarlægð varð að tvíflytja, og þágu áheyrendur fyrir ítrekun fróðlegan örfyrirlestur frá Jónasi Ingimundarsyni um dramatíska uppbyggingu þessa „Op. 1 nr. 1“ Karls Runólfssonar, og það með, að margur hefði lagt af stað með minna. Voru það orð að sönnu, enda óyggjandi staðfest af inn- blásinni túlkun beggja listamanna. Ríkarður Ö. Pálsson „Sumir dagar eruhús“ „SUMIR dagar eru hús“ nefnist klukkustundar ljóða- dagskrá sem Hjalti Rögn- valdsson leikari flytur á Kaffi Oliver við Ingólfsstræti í kvöld kl. 22. Þar mun hann lesa ljóðabækurnar Jórvík og Veðrahjálm eftir Þorstein frá Hamri. Aðgangur er ókeypis. UTSOLULOK! Síðasta vika útsölunnar Allt að 60% afsláttur Ath! Nýtt kortatimabil skórinn GLÆSIBÆ SÍMI 581 2966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.