Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 41 MINNINGAR SKAFTI BENEDIKTSSON + Skafti Bene- diktsson fædd- ist á prestsetrinu Bjarnarnesi í Nesj- um 17. október 1911. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði hinn 9. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru séra Benedikt Eyj- ólfsson og seinni kona hans Kristin Jónsdóttir. Börn séra Benedikts og Kristínar voru í aldursröð: Guðlaug, Páll, Egill, Guðrún og Skafti. Þau eru nú öll látin. Séra Benedikt dó fimmtugur að aldri frá börnunum ungum, Skafti var þá á öðru aldursári. Með fyrri konu sinni átti séra Benedikt soninn Gísla, sem ungur fluttist til Vesturheims. Kristín giftist seinni manni sínum, Stefáni Jónssyni bónda á Hlíð í Lóni, árið 1914 og fluttist til hans með barnahóp- inn sem Stefán gekk í föður- stað. Hálfsystkini Skafta voru: Ragna, Benedikt, Jón og Krist- ín, sem er látin. Einnig ólst Andlát vinar okkar Skafta í Hraunkoti kom ekki á óvart, hann hafði átt við vanheilsu að stríða í langan tíma og sagðist ekki búast við að sjá okkur systkinin aftur ■þegar hann kvaddi okkur fyrir hálf- um mánuði, en samt eru tíðindin þungbær og mann setur hljóðan. Þegar við hugsum aftur í tímann og minnumst okkar kæra vinar, þá er það orðið lánsemi sem fyrst kemur upp í hugann, svo ótrúleg lánsemi að hafa átt þess kost að dvelja í Hraunkoti hjá Skafta og Sigurlaugu frá barnsaldri og fram á fullorðinsár, um lengri og skemmri tíma, jafnt að sumri sem að vetri. Við teljum það lánsemi að maður eins og Skafti hafði hönd í bagga við uppeldi okkar og veitti okkur systkinum það veganesti sem betur dugar í lífinu en flest það sem að okkur hefur verið rétt. Það sem okkur finnst hafa einkennt Skafta er að hann byggði upp og efldi sjálfstraust, jafnhliða því að sýna umhyggju og hlýju. Þegar að því kom að við töldum okkur geta far- ið að hjálpa til þá tók hann okkur með sér. Við fengum aldrei að heyra frá honum að við værum of ung, of lítil, eða gætum ekki gert hlutina, þótt oft hafi sjálfsagt verið meira erfiði af okkur en aðstoð til að bytja með, því trúin á eigið mikilvægi við bústörfin var meiri en raunveruleg geta. Skafti mátti ekkert aumt sjá og það framkallaði mörg bros að fylgj- ast með hvað hann var natinn og hlýr og talaði svo undur blíðlega við litlu nýfæddu lömbin eins og þau væru bömin hans. Skafti sparaði ekki hrósið og veitti manni sjálfs- traust og vinnugleði sem sennilega hefur verið aðalástæða þess að börn og unglingar fóru sumar eftir sum- ar í Hraunkot. Aldrei var talað nið- ur til barna og unglinga sem dvöldu í Hraunkoti, eða þeim skipað fyrir heldur hafði Skafti lag á að fá hlut- ina gerða þannig að störfm líktust meira leik en vinnu. Fátt er mikil- vægara börnum en að fullorðnir tali við þau sem jafningja og eins hitt að þau ekki aðeins haldi að upp í Hlíð fóstur- bróðirinn Einar Bjarnason sem dó fyrir fáum árum. í Hlíð átti Skafti óslitið heimili sitt allt til þess dags er hann keypti jörð- ina Hraunkot í Lóni og hóf bú- skap. Þar bjó hann alla sína starfsævi ásamt konu sinni Sigurlaugu og Guðlaugu systur sinni. Síðar bættust við fóstursonurinn Friðrik Baldvin Friðriksson og faðir hans Friðrik Jónsson. Hann var gangnastjóri í Skaftafellsfjöllum á þriðja áratug og var einnig virkur félagi í ungmennafélaginu Hvöt og tók oft þátt í leiksýn- ingum þess. Skafti kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigur- laugu Arnadóttur hjúkrunar- konu hinn 8. ágúst 1937. Þeim varð ekki barna auðið en gengu fjölda barna í foreldra stað á sumrin. Útför Skafta fer fram frá Stafafellskirkju í Lóni í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fullorðnum þyki vænt um þau held- ur að þau finni það í orði og verki. Við erum viss um að hann var ekki meðvitaður um að hann hafði þessa eiginleika og hversu dýrmætt það er að hafa þá. Jafnvel þegar við vorum illa haldin af því sem nú kallast ungl- ingaveiki gátum við talað við Skafta og hann gaf sér alltaf tíma til að hlusta og virtist ekki deginum eldri en við því hann skildi okkur svo vel. Skafti var líka með fróðari og skemmtilegri mönnum. Hann gaf sér alltaf tíma til tala við okk- ur og ævintýrin sem hann sagði okkur voru svo ótrúlega spennandi þegar hann sagði frá, því hann virt- ist geta gætt lífi hvetja söguper- sónu jafnt tröll sem huldufólk, á svo skemmtilegan hátt að við sát- um agndofa. Og allir söngvarnir sem hann söng fyrir okkur úr leik- ritum og söngleikjum, sem voru sett upp þegar hann var ungur. Hann virtist kunna allt utan að og engri sögu eða ljóði gleyma sem hann hafði einu sinni lært. Mörgum árum eftir að við í bernsku okkar nutum ánægju af þessum yndislegu stundum, urðum við þess aðnjót- andi að verða vitni að því að hann náði sömu ævintýratökunum á börnum okkar og við fengum að njóta þess með þeim að hlusta á sömu sögurnar og í gamla daga höfðu heillað okkur. Þótt ótrúlegt sé, hafði ekkert breyst, allir sátu heillaðir og hlustuðu, ekkert suð um sjónvarp þegar Skafti var nærri, eða langafi eins og börnin kölluðu hann. Elsku Skafti, við söknum þín. Við sendum Sigurlaugu og fjöl- skyldunni í Hraunkoti innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Stefán, Rannveig og Klara Kristin. Skafti var einstaklega fallegur maður. Það kann að vera að ein- hver sem þekkti hann lauslega hvái við þessa mannlýsingu því smáfríð- ur var Skafti ekki. En góðmennsk- an skein í gegn sem ljós. Allt geð t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför MARGRÉTAR THORS HALLGRÍMSSOIM. Þóra Hallgrimsson, Björgólfur Guðmundsson, Elína Hallgrímsson, Ragnar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. og gerðir Skafta sýndu að innri maður hans var úr skíra gulli. Ein mesta gæfa móður okkar, okkar sjálfra og nokkurra barna okkar var að fá sumarvist í Hraun- koti í Lóni. Skafti, Sigurlaug, Guð- laug sem og Friðrik yngri og eldri gáfu okkur hlutdeild í lífi sínu og veittu okkur andlegt veganesti sem við búum enn að. Við eignuðumst vini fyrir lífstíð. Dugnaður, greind og skopskyn einkenndu Skafta. Hjá honum sam- einuðust þeir þættir sem gera ís- lenska bóndann að sæmdarheiti. Með líkama og sál gerði hann ásamt heimilisfólkinu kot að mynd- arbúi sem auðgar landið. Þó Skafti næði ekki að ferðast víða var hann samt heimsmaður í þeim skilningi að hann var vel lesinn, með afbrigð- um minnisgóður og var hafsjór af fróðleik. Alltaf var gaman að ræða við Skafta. Hann gat umgengist alla og hreif þá með frásögn sinni því sögumaður var hann góður og kunni ógrynni ljóða. Til marks um það er þegar hann fylgdi skáldi nokkru inn í Kollumúla sem spurði hann hvort hann kynni eitthvað eftir sig. Svar Skafta var að þylja ljóðabók hans frá upphafi til enda. Skafti var skapmaður en stillti það vel. Sjá mátti ef honum mislík- aði en mun oftar gladdist hann yfir því sem vel var gert eða sagt. Hann var barngóður með afbrigð- um og virtist hafa óendanlega þol- inmæði með þeim fjölmörgu börn- um sem fengu sumarvist í Hraun- koti. Það er til marks um þá auð- sýndu ástúð sem við og aðrir urðum aðnjótandi að við leitum öll aftur til Hraunkots. Lúinn eftir langa starfsama ævi hefur Skafti verið hvíldinni feginn en hann skilur eftir tómarúm í hjörtum þeirra sem fengu að kynn- ast honum. Blessuð sé minning Skafta Benediktssonar. Við biðjum guð um að styðja Sigurlaugu og feðgana. Dóra, Tryggvi, Herdís, Asgeir og Sólveig. Elsku Skapti. Yndislegar minningar um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Þakka þér fyrir allt. Þinn Tryggvi Björn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, tengdasonur og afi, STEFÁN RAGNAR GUNNARSSON frá Glaumbæ í Skagafirði, yfirflugvélstjóri hjá Cargolux, lést í sjúkrahúsi í Brussel 15. september. Gréta Maria Bjarnadóttir, Gunnar Stefánsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Stefán Stefánsson, Davið Stefánsson, Gunnar Gislason, Ragnheiður M. Ólafsdóttir, Ragnheiður Hóseasdóttir, Iris Björk Gunnarsdóttir. t Elsku drengurinn okkar, bróðir og unnusti, SÆMUNDUR BJARNASON, sem lést eftir hetjulega baráttu að morgni 7. september sl. í sjúkrahúsi í Lundúnum, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. sept- ember nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Hrafnhildur Ingimarsdóttir, Bjarni Óskarsson, Sigurgísli Bjarnason, Óskar Björn Bjarnason, Birta Fróðadóttir. t Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR VALUR KRISTJÁNSSON yfirkennari, Fjarðarstræti 9, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 17. septemberki. 14.00. Gréta Sturludóttir, Eyþór Kr. Einarsson, Sigríður Einarsdóttir, Atli S. Einarsson, Auðunn Einarsson, Kristján Þ. Einarsson, og barnabörn. Asgerður Gísladóttir, Óli Páll Engilbertsson, Ingunn Helgadóttir, Guðrún Anna Valgeirsdóttir, Helga Guðmundsdóttir Haustfagnaður Úrvals-fólks fyrír alla 60 ára og eldri. Haustfagnaðurínn verður föstudaginn 4. október í Hreyfilshúsinu við Grensásveg kl. 19.00. Fjölbreytt skemmtiatríði, dans, happdrætti, ferðakynning og hin einstaka Úrvals-fólks stemmning. Þríréttaður matseðill Nýr gestgjafi Urvals-fólks Skapti Ölafsson, nýr gestgjafi Úrvals-fólks á Kanaríeyjum, mætir til leiks. Kanaríeyjar, Edinborg, Karíbahaf og skíðaferð kynnt. Korsöngur Kór eldri borgara á Suðurnesjum, stjórnandi Ogata Joó. V Danssýning Dansflokkur frá Dansskóla Sigvalda. Miðasala hefst þriðjudaginn 17. sept. á söluskrifstofum Úrvals-Útsýnar. Verð aðeins 1.995 kr. Miðinn gildir sem happdrættismiði. Happdrætti Veglegir vinningar í boði. Dans fram eftir nóttu Sigurgeir (Siffi) og Hjördís Geirs sjá um fjörió. ^ÚÍIVAL-ÍTSÝI Lágmúla 4: sími 569 9300. Hafnarfiröi: sfmi 565 2366, Keflavtk: sfmi 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og bjá umboðsmötnium utn latiá alll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.