Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Afkastamiklir svíðarar SVIÐALYKT leggur fyrir vit fólks sem leið vinna fjórir menn í sláturtíðinni við að svíða og reyna þannig að komast yfir sem stærstan á um Húsavík í þingeysku veðurblíðunni þess- hausa með logsuðutækjum. Verkið gengur hluta af dagslátruninni hjá Kaupfélagi Þin- ar vikurnar. í húsi við gamla frystihúsið hratt, þeir taka 150 á hverjum klukkutíma geyinga. Jóhann Siguijónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar Veiðiálag í Flæmska hatt- inum augljóslega of mikið JÓHANN Sigutjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir ekki hlutverk stofnunarinnar að leggja mat á hveijir eigi sök á ofveiði í Flæmska hattinum. Hins vegar sé ljóst að veiðiálag þar sé of mikið. „íslendingar hafa aukið sinn afla mest frá því í fyrra og eru sennilega með tæpan helming af heildaraflanum,“ segir hann. Kolaportið Eftirspum eftir fótanuddtækjum DAGAR fótanuddtækjanna virð- ast upp runnir á ný. Að minnsta kosti er töluverð eftirspurn eftir gömlum fótanuddtækjum í Kola- portinu um helgar. Sölumenn fornmuna í Kola- portinu sögðu blaðamanni Morg- unblaðsins að alltaf væri töluvert um að fótanuddtæki væru boðin til sölu á markaðnum. Fótanudd- tækin væri vinsæl og fþ'ót að hverfa aftur. Jólagjöfin fyrir um 15 árum Fótanuddtæki voru afar vinsæl jólagjöf hér á landi fyrir tæpum 15 árum síðan. Nokkuð var um að sami einstaklingurinn fengi mörg tæki frá vinum og ættingjum að gjöf og var haft á orði að yfir þjóðina hefði riðið svokallað „fóta- nuddtækjaæði.“ Smám saman kom hins vegar í Ijós að margir virtust ekki hafa áhuga á eða þörf fyrir fótanuddtækin og dæmi voru um að tækjunum væri komið fyrir í EFTIRSPURN er eftir fóta- nuddtækjum í Kolaportinu. geymslu í upphaflegum umbúðum. Að því komst t.a.m. bílaumboð eitt á höfuðborgarsvæðinu þegar aug- lýstur var 20.000 kr. afsláttur af notuðum bílum gegn afhendingu fótanuddtækis í febrúar í fyrra. Bílaumboðinu áskotnuðust 12 til 15 fótanuddtæki og var þegar fai- ast eftir þeim. Eftirspurnin virðist vaxandi ef marka má söluna í Kolaportinu. íslendingar höfðu veitt 16.000 tonn af rækju á Flæmingjagrunni í ágúst en aflatölur annarra þjóða sem veiða á sömu slóðum eru síð- an í júní að Jóhanns sögn. Búist er við að heildarafli verði 50.000 tonn á þessu ári og að íslending- ar veiði um 20.000 tonn sem er næstum því þrefalt meira en í fyrra. Allt of mikið veitt „Það sem er augljóst mál hins vegar er það að það er allt of mikið veitt af rækju á Flæmingja- grunni á þessu ári,“ segir Jóhann sem jafnframt á sæti í vísinda- nefnd Norðvestur-Atlantshafs- fiskveiðistofnunarinnar, NAFO. Ársfundi stofnunarinnar lauk í Pétursborg síðastliðinn föstudag og komst vísindanefndin að þeirri niðurstöðu að best væri að dregið yrði verulega úr rækjuveiðum á Flæmingjagrunni. í nefndinni sitja einnig fiskifræðingarnir Unnur Skúladóttir og Gunnar Stefánsson. Hlutfall kvendýra hefur rýrnað um 70% „Það var álit nefndarinnar að ekki væri einu sinni hægt að mæla með sama heildarafla og veiddist í fyrra, eða 33.000 tonn- um, því yfirgnæfandi líkur væru á því að stofninn minnkaði samt sem áður verulega. Þetta eru því mjög skýr skilaboð um ástand stofnsins," segir Jóhann. Hann segir enn fremur að verið sé að veiða þriggja ára gamla rækjú um þessar mundir og að töluvert hafi verið veitt úr þeim árgangi í fyrra líka. „Það liggur auðvitað í augum uppi að það er mjög óhagkvæmt að veiða rækj- una áður en hún nær að vaxa. Auk þess má benda á það að við ákveðna stærð verða karldýrin að kvendýrum þannig að þessar veið- ar hafa þýtt 70% rýrnun á hlut- falli kvendýra í stofninum 1993- 1996. Sem líka er mjög óæski- legt,“ segir hann. Ungt veiðisvæði Jóhann segir erfitt að leggja nákvæmt mat á hversu mikið eigi að leyfa að veiða. Flæmski hattur- inn sé ungt veiðisvæði og tæm- andi upplýsingar um veiðiþol liggi því ekki fyrir. „Þessi góðu afla- brögð sem verið hafa þarna frá því veiðar hófust 1993 helgast af sterkum árgangi frá 1988. Það var því byijað að veiða fimm ára rækju. Núna er verið að veiða ’93 árganginn og ’94 árgangurinn virðist ekki vera sterkur frekar en árgangarnir frá ’90 til ’92 sem þýðir að árgangurinn frá ’93 ber uppi þessa veiði. Sá árgangur er auðvitað mjög sterkur og alls ekki búinn enn þá en þetta er n\jög óskynsamleg nýting. Þó að við getum ekki sagt nákvæmlega fyr- ir um veiðiþolið er augljóst mál að það er skynsamlegt að láta þessa rækju vaxa. Menn tapa henni ekkert,“ segir Jóhann að lokum. Fjórir í fimmtán innbrotum LÖGREGLAN hefur í haldi Qóra menn sem upplýst er að beri ábyrgð á að minnsta kosti 15 innbrotum sem framin voru í júní, júlí og ágúst síðastliðn- um í Reykjavík. Andvirði þýfis mun vera um 25 milljónir króna. Fjórmenningarnir munu sitja eitthvað áfram í gæslu- varðhaldi þar sem þeir eiga enn mál til meðferðar hjá lög- reglu og er einn þeirra meðal annars kærður fyrir stórfellda líkamsárás eftir að hafa lagt til manns með öxi í sumar. Þrettán innbrotanna voru gerð í íbúðarhús, eitt í skóla og eitt í húsnæði Módel-skart- gripa við Hverfisgötu og stálu mennirnir málverkum, skart- gripum, listmunum, silfur- borðbúnaði og hljómflutnings- og heimilistækjum svo eitt- hvað sé nefnt. Stór hluti þýfisins kom í leitirnar, að sögn lögreglu, og endurheimtu sumir allt sitt þótt ekki hafi allir verið svo lánsamir. Fjórmenningarnir hafa allir komið við sögu lög- reglu áður vegna samskonar afbrota. Vopnað rán í söluturni UNGUR maður ógnaði af- greiðslustúlku með hnífi í sö- lutumi við Grundarstíg síðast- liðið laugardagskvöld og hafði á brott með sér 25.000 krón- ur, að sögn lögreglu. Maðurinn hvarf á braut og hafði lögreglan uppi á honum um fjögurleytið aðfaranótt sunnudags í vesturbænum. Hann viðurkenndi brot sitt þegar. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst dálítið af maríjúana á manninum, sem eytt hafði fénu til þess að gera upp skuldir þegar hann náðist. Ránið var framið um hálfníuleytið á laugardags- kvöld og hafði maðurinn kom- ið inn í söluturninn skömmu áður til þess að fá að hringja. Allt tiltækt lið var kallað til að leita mannsins og vill lög- reglan leggja áherslu á að þeir sem verði fyrir árásum leiti strax aðstoðar svo ekki tapist dýrmætur tími við leit að hinum brotlegu. Sakaður um 8,6 milljóna fjárdrátt RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur leitt í ljós fjár- drátt hjá fyrirtæki í Reykjavík upp á 8,6 milljónir króna. Stjórnendur fyrirtækisins leit- uðu til lögreglunnar í vor vegna gruns um að einn starfsmanna hefði dregið sér fé og er rannsókn lokið. Starfsmanninum er gefið að sök að hafa dregið sér tæpar níu milljónir króna árin 1990- 1995 og reynt að dylja fram- ferði sitt með rangfærslum í bókhaldi fyrirtækisins, að sögn lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.