Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 29 MENNTUN •• Samstarfsverkefni Olduselsskóla og foreldra Hvers má vænta í upp- hafi skólagöngu? Morgunblaðið/Kristinn FORELDRAR 6 ára barna í Ölduselsskóia eru áhugasamir um skólagöngu ungviðisins og vilja góða samvinnu við skólann. ÖLDUSELSSKÓLI og foreldrafélag skólans hafa tekið höndum saman um athyglisvert samstarf, sem feng- ið hefur heitið Skólafærni og styrkt er af Þróunarsjóði grunnskóla. Felst það í þriggja kvölda námskeiði og er ætlað foreldrum barna, sem hefja nám í 1. bekk skólans. Hafa móttök- ur verið mjög góðar því í skólann eru 57 börn skráð í 1. bekk en 85 foreldrar sækja námskeiðið. Daníel Gunnarsson, skólastjóri Ölduselsskóla, sagði að námskeiðið hefði þann tilgang að mynda sam- stöðu meðal foreldra, að upplýsa þá um hvers þeir geti vænst af skólanum og hvers skólinn væntir af þeim. Hann kvaðst þó ekki vilja fara nánar út í það, en spurður hvort hann vænti þess að foreldrar yrðu betur meðvitaðir um aga og aðhald eftir námskeiðið sagðist hann ekki endi- lega kannast við það agaleysi sem stöðugt væri klifað á. „Ég held að allir foreldar sem eiga barn í skóla geri sitt besta til að sú skólaganga leiði til farsællar niðurstöðu. Við lif- um hins vegar í barnfjandsamlegu þjóðfélagi og fólki er ekki alltaf ljós ábyrgð sín,“ sagði hann. Kennarar áttu hugmyndina Óskar Elvar Guðjónsson, sem er í foreldrafélagi Ölduselsskóla, sagði að hugmyndin um námskeiðið hefði upphaflega komið frá kennurum og undirbúningur hefði staðið yfir frá ársbyijun. „Sex ára börn eru farin að vera það lengi í skólanum að sinna þarf þeim öðruvísi en áður. Þau koma oft úr vemduðu leikskólaumhverfi þar sem þau eru vön að vera 4-6 um hvem fullorðinn, en í skólanum er kannski einn fullorðinn með 20-22 böm. Umskiptin em töluverð og skól- inn ætlar að reyna að gera foreldrum grein fyrir því hvað breytist." Hann sagði að fyrsta kvöldið hefði tekist mjög vel og foreldrum hafí greinilega þótt gaman. Þá sagði hann athyglisvert hversu margir feður voru viðstaddir. Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir sálfræð- ingar fluttu erindi um þroskaferil bama. Eftir sameiginlega máltíð, sem kennarar sáu um að elda, var bekkjum skipt upp í hópa þar sem fjallað var um einelti, samskipti og læsi. Nám- skeiðinu lauk með póstaleik, þar sem foreldrar fengu blað í hendur og áttu að rata um skólann. Á næstu tveim- ur kvöldum, sem eru byggð svipað upp, verður meðal annars fjallað um misþroska, ofvirkni og önnur hegðunarfrávik, nemandann í skól- anum og ýmislegt fleira. Betri stuðningur á báða bóga Að sögn Óskars vonast foreldrafé- lagið til að námskeiðið skili sér í betri stuðningi heimila við skólagöngu bamanna og auknum skilningi á þvi starfí sem fram fer í skólanum. „Einn- ig vonumst við til að kennarar geri sér betri grein fyrir hugmyndum for- eldra um skólann. Og að skólinn verði meðvitaðri um að það eru ekki ein- ungis ný böm í skólanum heldur einn- ig nýir foreldrar, sem þekkja ekki alltaf til hvemig nútímaskóli er. Hann hefur breyst mjög mikið frá því for- eldrarnir voru I skóla,“ sagði Óskar. Grunnskólakennarar í dönskunámi Læra ritun í fjarnámi og talmál í Danmörku Morgunblaðið/Þorkell ANNE Marie Sendergaard og Inga Coello komu til landsins til að ýta fjarnáminu úr vör, sem um 20 grunn- skólakennarar taka þátt í. TUTTUGU starfandi grunnskólakennarar víðs vegar að af öllu landinu eru að hefja vetrarlangt ijarnám í dönsku við Danmarks Lær- erhojskole. Alls voru um- sóknir hátt á sjötta tug fyr- ir skólaárið 1996-97, að sögn Brynhildar Ragnars- dóttur kennsluráðgjafa og starfsmanns Norrænu ráð- herranefndarinnar á íslandi, sem átti frumkvæðið að námskeiðinu. „Hér er fyrst og fremst um ritunarnám- skeið að ræða, þar sem lögð er áhersla á grunnþekkingu á málkerfi og færni í mál- notkun," sagði hún. Náminu er enn- fremur ætlað að veita þátttakendum nýtilegar hugmyndir í eigin kennslu. í fyrra stunduðu sex grunnskóla- kennarar tilraunanám við skólann, sem tókst það vel að ástæða þótti til halda áfram þeirri samvinnu. Síð- astliðið vor var í kjölfarið tekið upp samstarf við Studieskolen í Kaup- mannahöfn um námskeið í munn- legri dönsku sem nokkurs konar framhald ritunarnámsins. „Þeir kennarar sem tóku þátt í því voru afar ánægðir með að geta sameinað nám og sumarfrí. Kennt var fjóra tíma á dag og síðan gátu inenn not- ið þess að dvelja í dönsku umhverfi og nýtt sér það sem æft hafði ver- ið,“ sagði Brynhildur. Hún bætti við að kennararnir hefðu haft orð á því hversu mikilvægt væfi að vera á námskeiði í sama málumhverfi. Sjálfstraustið eykst Ólafía Þórdís Gunnarsdóttir kenn- ari við Grunnskóla Eyrarsveitar var ein þeirra sem sótti tilraunanám í fjarkennslu í fyrra og í kjölfarið nám- skeið í munnlegri dönsku í Dan- mörku. Hún segist ánægð með nám- ið og þó einkum það sem fram fór í Danmörku. „Framburður og talmál er veikur punktur okkar sem höfum „lent“ í að kenna dönsku. Þetta nám- skeið gerði mér mjög gott og ég er mun öruggari með mig,“ sagði hún. Hún segir einnig að í kennsluefninu í fyrravetur hafi fylgt námsefni fyrir nemendur grunnskólans, sem hún hafi notast við. Það hafi gert kennsl- una íjölbreyttari og skemmtilegri. Kirsten Friðriksdóttir formaður Félags dönskukennara segir mjög mikilvægt fyrir kennara á grunn- skólastigi að hafa aðgang að endur- og símenntun. „Margir grunnskóla- kennarar eru óöruggir með kunnáttu sína í dönsku og námskeið eins og þessi bæta við þekkinguna. Kennar- ana skiptir þó ekki síður máli að fá staðfestingu á því að þeir kunna tölu- vert í dönsku. Þeir verða öruggari með sig í kennslunni sem er auðvitað jákvætt," sagði hún. Þá sagði hún fjarkennslu mjög mikilvæga fyrir kennara úti á landi, sem ættu oft erfiðara um vik að komast á nám- skeið. Fjölmiðla- fræði í FÁ UPPLÝSINGATÆKNI- og tölvuval er nýr valkostur á fé- lagsfræðibraut Fjölbrautaskól- ans við Ármúla (FÁ) frá því í haust. Um er að ræða 27 ein- inga nám þar sem grunnurinn byggist á ritvinnslu, tölvufræði, upplýsingatækni og fjölmiðla- fræði. í valáföngum geta nem- endur fengið æfingar í frétta- og greinaskrifum, útvarps- og myndbandagerð og útgáfu skólablaðs með öllu því sem slíkri úgáfu tilheyrir. I samræmi við lög um fram- haldsskóla eru brautirnar að- eins þijár til stúdentsprófs, en nemendum bjóða ýmsir kostir á hverri braut. Einnig hafa átt sér stað ýmsar lagfæringar á starfsmenntabrautum frá síð- asta skólaári og nýjum brautum verið bætt við. Ánnars vegar námi fyrir fólk í félagslegri heimaþjónustu, sem tekið verð- ur upp í náinni samvinnu við Félagsmálastofnun og hins veg- ar viðskiptabraut. Báðar braut- irnar eru miðaðar við um það bil árs nám. Heimili og skóli Formannaskipti JÓNÍNA Bjartmarz lögmaður hefur tekið við formennsku í samtökunum Heimili og skóli af Unni Halldórsdóttur, sem starfar áfram sem fram- kvæmdastjóri. Jónína er í for- eldraráði Ólduselsskóla. Aðrir stjórnarmenn eru Axel Eiríksson, Reykjavík, Agnes Antonsdóttir, Rangárvalla- sýslu, Björg Árnadóttir, Mý- vatnssveit, Elvar Þorkelsson, Reykjavík, Halldór Björnsson, Reykjanesbæ og Kolbrún Odds- dóttir, Reykjavík. AÐSENDAR GREINAR För flýtt fyrir ættemisstapa AÐ undanfömu hef- ur fjármálaráðherra, Friðrik Sophusson, vakið verðskuldaða at- hygli og aðdáun fyrir röggsemi í starfi og þó einkum fyrir far- sæla og snjalla lausn á sligandi lífeyris- sjóðsskuldbindingum ríkissjóðs. Hann hefur í stuttu máli sagt skor- ið upp herör gegn gamlingjum, sem leyfa sér þá fáheyrðu ós- vinnu að lifa lengur en góðu hófi gegnir og verða þannig óbærileg byrði fyrir komandi kynslóðir eða réttara sagt fyrir Friðrik Sophus- son og eftirmenn hans í íjármála- ráðuneytinu. Snillingur þessi hefur ráð undir rifi hveiju, fyrst leiðréttir hann t.d. tvísköttun á ellilífeyrisþega, því næst „leiðréttir“ hann sína eigin leiðréttingu með því að tvískatta þetta gamla og gleymda fólk aftur á nýjan leik. Og eftir að Friðrik frækni var búinn að fá fyrrverandi forseta ASÍ til liðs við sig voru heimatökin einkar hæg fyrir hann. Þannig að með einu handtaki frek- ar en tveimur tókst þessum nýbök- uðu félögum að hirða 400 milljónir af ellilífeyrisþegum í þeim göfuga tilgangi að bæta kjör vinnandi fólks í landinu. Auðsætt er að Benedikt Davíðsson hefur reist sér óbrotgjarnan minnisvarða með þessu myndarlega framtaki sínu. Er þetta ekki enn eitt frábært dæmi um siðferðisþroska og göf- uglyndi íslenskra ráðamanna? Nýjasta ráðið til að stytta ævi- daga þessara langlífisgemlinga eða lífslíkur er fólgið í því að gera læknaþjónustuna svo að segja óvirka og fjölda lækna landflótta. jafnskjótt og landið verður orðið nær læknalaust mun dauðsföllum fljótlega fjölga og hlutfallslega mest meðal eldri og heilsutæpari borgara. En hvers vegna ekki að stíga skrefið til fulls og leyfa mönnum ekki að lifa lengur en til 75 ára aldurs, spyija nú gárung- arnir með gömlum galsarómi. Að þeirra dómi ætti að setja á laggirn- ar ævistyttingarþjónustu og það hið bráðasta. Og þeir láta ekki þar við sitja heldur leggja líka til að þessi þarfa þjónusta verði falin starfsmönnum fjármálaráðuneyt- isins, enda engum öðrum betur treystandi til þess en undirtyllum Friðriks Sophussonar, sem er á góðri leið með að losa okkur endan- lega við þessa lækna, sem eru sýknt og heilagt að ljúga upp á mann heilsuleysi og alls konar kvillum. Friðriki frækna yrði seint fullþakkað fyrir þá miklu land- hreinsun. Áður en ævistyttingar- þjónustan tæki til starfa yrðu starfsmenn fjármálaráðuneytisins sendir á námskeið í nálarstungu og það vitaskuld á kostnað ríkisins. Alengdar stendur svo hárprúði maðurinn með geislabauginn, sjálfur forsætisráðherrann, sem hefur helst unnið sér það til frægð- ar að hafa kynnt okk- ur fyrir MacDonald, frumkvöðli skyndi- bitamenningarinnar í hinum siðmenntaða heimi og svo síðast en ekki síst fyrir að hafa sungið forsetaemb- ættinu tímabært eða ótímabært „lof“, eftir því hvernig á það er litið. Davíð Oddsson hef- ur hreinan skjöld og hreinar hendur, enda felur hann öðrum að Halldór moka flórinn á óðal- Þorsteinsson sjörð sinni. Það er ekki ofsagt að hann sé helgur maður í helgum steini og svo hátt hafinn yfir öll skítverkin sem þarf þó að vinna, að hann finnur ekki einu sinni fnykinn frá flórnum. Réttur maður Áður en ævistyttingar- þjónustan tæki til starfa, segir Halldór Þorsteinsson, yrðu starfsmenn fjármála- ráðuneytisins sendir á námskeið í nálarstungu. á réttum stað. Það sama verður ekki sagt um heilbrigðisráðherra, enda er hann hálfgerð hornreka og jafnan markaður svo þröngur bás að hann getur lítið annað en bölvað og ragnað í hljóði og fund- ist það helvíti hart að heita ráð- herra og fá svo engu að ráða. En setjum svo að þetta fari allt úr böndunum og ævistyttingar- þjónustan komist aldrei á laggirnar sökum þvergirðingsháttar og þröngsýni, þá yrði fjandinn sjálfur Íaus og ekkert framundan nema glundroði og gjaldþrot. Ég undirritaður yrði t.d. senni- lega þungur baggi fyrir lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, þar sem lífs- líkur mínar hljóta að teljast ískyggilega miklar í ljósi þess að faðir minn var níræður, þegar hann féll frá, og móðir mín var næstum því hundrað og eins og svo átti ég Ííka frænku sem varð hundrað og þriggja ára. En við skulum bara vona að allt fari á besta veg, enda er mér tamt að einblína á björtu hliðarnar eins og móðir mín sáluga gerði líka oftast. Að lokum langar mig til að bera fram þá frómu ósk að Indriði Þor- láksson, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu veiti mér náðarhöggið eða réttara sagt gefi mér náðar- sprautuna, enda er hann hinn þekkilegasti náungi, ættaður úr Mýrdalnum. Ég er fullviss um að hann mun ekki skorast undan því að gera mér þennan greiða, þegar stóra stundin rennur upp. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.