Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 23 Síðasta orðið um sjávar- plássarómantík LEIKLIST L i 11 a s v i ö Þjóðlcikhússins í HVÍTU MYRKRI Höfundur: Karl Agúst Úlfsson. Leik- stjóri: Hallmar Sigurðsson. Leik- mynd og búningar: Stígur Steinþórs- son. Lýsing: Asmundur Karlsson. Förðun: Kristín Thors. Hárgreiðsla: Erla Guðrún Emilsdóttir. Leikarar: Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Ragnarsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Sunnudagur 15. september. ÞAÐ er greinilegt að yfirstjórn Þjóðleikhússins hefur gert sér grein fyrir að hér væri verk sem hefði alla burði til að verða íslensk klass- ík, ef rétt væri á haldið, þegar hún fékk í hendurnar upphaflega hand- ritið að í hvítu myrkri. Sú mikla vinna sem lögð hefur verið í handrit og uppfærslu hefur borið ríkulegan ávöxt og áhrifameiri harmleikur hefur ekki komið frá hendi íslensks höfundar í nær áratug. Sterkur, oft og tíðum stórkostlegur leikur, höf- undur sem hefur fulla stjórn á því hvernig hann skapar persónur og stemmningu með trúverðugum texta, leikstjóri sem hefur elju til að fylgja smáatriðum eftir og um- gjörð sýningar í leikmynd, búningum og ljósum sem stendur fyrir sínu myndrænt jafnframt því að styðja við hugsýn höfundar og leikstjóra, leggst allt á eitt um að skapa listi- lega upp byggt og áhrifamikið lista- verk sem lætur engan mann ósnort- inn. Undirritaður minnist þess ekki að hafa séð eins marga þerra tár af hvarmi í hléi leiks og greinilegt var að áhorfendur voru tilfinningalega örmagna í leikslok. Þegar leikhús- gestir tíndust út úr leikhúsinu voru þeir eins hljóðir og þeir hefðu verið viðstaddir jarðarför náins ættingja. Kannske lætur það nærri, ef haft er í huga hve sterk ítök sjávarplássa- rómantíkin hefur átt í þjóðarsálinni. Nálægð sviðsmyndar Eitt sem styður verkið og leyfir fínlegri dráttum þess að hitta áhorf- endur í hjartastað er ótrúleg nálægð sviðsmyndarinnar. Leikararnir leika mest á sviðsmyndarskörinni og á stuttu bili milli hennar og fremstu sætaraðar. Þetta skapar möguleika á að fylgjast með svipbrigðum leik- aranna næstum því eins og með auga myndavélarinnar í þröngum skotum. En þar sem hinir leikararn- ir hverfa ekki af sviðinu þó athyglin beinist mest að einum þeirra er þetta eins og áhorfandinn hafi sjálfur al- gjört vald á því hvert sjónum er beint og getur því ákveðið að ein- blína á hvern leikaranna sem er. Þannig getur áhorfandinn skapað sína eigin uppiifun, einhvers konar einkasjónvarpsmynd, þar sem hver persóna er undir smásjánni hveija örskotsstund. Af þessu leiðir að leik- ararnir vinna undir tvöföldu álagi og geta hvergi slakað á einbeiting- unni eða unnt sér hvíldar meðan þeir eru á sviðinu, en hvergi bar á þreytumerkjum þrátt fyrir þessa sér- stöðu uppfærslunnar. Umgjörð leiksins er matstofa í gömlu, litlu hóteli í sjávarplássi sem má muna sinn fífil fegri. Þótt innan- stokksmunir séu hver úr sinni áttinni og allir mjög raunsæislegir þá er hin naglfasta sviðsmynd, ef svo má að orði komast, stílfærð með tilvísun í ljóðrænni hluta textans. Búningar eru vel úthugsaðir, þeir styðja við þær persónur sem höfundur leiðir fram til leiks og tengja þær fyrir- framgefnum hugmyndum sem áhorf- endur hljóta að hafa um slíkt fólk við álíka aðstæður. Ljósin voru sér- staklega skemmtileg og mikið spilað á skugga og skýjafar sem speglaðist í bakveggnum. Vegna nálægðarinnar við áhorfendur urðu hárgreiðsla og förðun vandaverk og greinilegt var að þar var ekki kastað til höndum. Tvískiptur texti Textinn er tvískiptur. Annars veg- ar hefur höfundur skapað úr daglegu máli þar sem áherslan er á trúverð- ugleika og kraft. Hins vegar eru nærri draumkenndar einræður þar sem málið er ljóðrænt án þess að verða upphafið. í tveimur nýlegum íslenskum harmleikjum, Súkkulaði handa Silju og Degi vonar, eru skil- in skörp á milli ljóða og talmáls. Hér er bilið milli einræðu og sam- ræðu miklu minna, sem orsakar að raunsæjum lausnum er aldrei hafn- að. Einræðunum er yfirleitt beint til einhvers, hvort sem viðkomandi er fær um að hlusta eða ekki. Þær eru ekki slitnar úr samhengi heldur hluti af heildinni og hluti af söguþræði en ekki bara persónusköpun. Höf- undur spilar leikandi á þessa tvo kosti sem eykur áhrifamátt verksins eftir því sem því vindur fram. Bygg- ing verksins er vel af hendi leyst. Tiltölulega stór hluti verksins fer í að kynna persónurnar og leggja grunninn að þeim sviptingum sem eiga sér stað í seinni hluta síðari þáttar. Höfundur leikur áhugaverð- an leik með því að segja áhorfendum sömu söguna úr munni mismunandi persóna. Þetta heldur áhuganum vakandi í þeim köflum þar sem hægir á og áhorfendur bíða spenntir eftir að blekkingahulunni verði svipt frá næstu persónu og ieyndarmál hennar opinberuð. Níræð Cookson hefur söngferil London. The Daily Telegraph. RITHÖFUNDURINN Catherine Cookson hefur hafið nýjan feril sem lagahöfundur og söngvari, þó orðin sé níræð. í vetur verður gefinn út geisladiskur með flutn- ingi hennar á ýmsum þekktum lögum, auk lags sem hún samdi sjálf og nefnist „Falling Leaves". Á meðal þess sem Cookson syngur eru „Danny Boy“ og „My Way“. Þau voru tekin upp fyrir tíu árum en eiginmaður hennar, Tom, rakst á þau fyrir skemmstu, vissi ekki af tilvist Iaganna. „Hann spilaði þau og við vorum bæði jafnundrandi og lirifin þegar þessi kona byrjaði að syngja. Ég trúði því ekki að þetta væri ég,“ Diskurinn kemur út fyrir jólin en af öðru efni má nefna lög sem minna á barnæsku skáldkonunnar í Tyne Dock í Norðaustur-Eng- landi. Diskurinn nefnist „Her Way“ og voru nokkur lög af hon- um flutt í níræðisafmæli Cookson fyrir skemmstu. Hafði það mikil áhrif á viðstadda, sem felldu sum- ir hveijir tár, að sögn útgefand- ans. Fastlega er búist við að geisla- diskurinn muni seljast vel, en bækur Cookson hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka um heim alian, auk þess seni bækur hennar eru vinsælasta lestrarefnið á breskum bókasöfnum. Morgunblaðið/Hilmar Þór HÖFUNDURINN, Karl Ágúst Úlfsson, hylltur af leikstjóra, leikurum og leikhúsgestum að sýningu lokinni. Leikur í sérflokki Leikurinn er í sérflokki enda um suma reyndustu leikara Þjóðleik- hússins að ræða. Kristbjörg Kjeld og Helgi Skúlason leika Kötu og bílstjórann, persónur sem eru í jaðri sögukjarnans. Þau eru kynnt áhorf- endum til að skapa stemmningu og skapa áheyrendur sem bregðast við þeim persónum sem eru í miðju dramans. Þetta eru samt ekki á neinn hátt lítilvæg hlutverk. Helgi fer létt með að skapa sannferðugan bílstjóra og lífsfílósóf og einræðurn- ar hljóma ljúflega úr munni hans. Kristbjörg skapar meistaralega konu sem lifir meira í endurminningunum en núinu, konu sem er ekkert sér- staklega vel gefin en hefur spilað eins vel og hún kann úr því sem henni var gefið. Magnús Ragnarsson leikur Bjarna, hlutverk þar sem allt verður að leggja í sölurnar til að persónan verði trúverðug í meðför- um leikarans. Það tekst með ólíkind- um og Magnúsi tekst með réttri tímasetningu og hnitmiðaðri líkams- beitingu það ómögulega, að öðlast traust og samúð áhorfenda, sem er bráð nauðsyn til að endirinn gangi upp. Þröstur Leó Gunnarsson var í útliti og látbragði sannfærandi sem Jakob, en framsögn hans var einum of flöt og í túlkun hans einhver hol- ur hljómur, sérstaklega í rólegri at- riðum. Marta Lilju Guðrúnar Þor- valdsdóttur vann á með hægri stíg- andi og náði áhrifamiklu hámarki í lokin. Raddbeitingin og innlifunin var ótrúleg en aðeins bar á því að handahreyfingar væru yfirdrifnar. Ragnheiður Steindórsdóttir lék Brynju og hún er jafn frábær í harm- leik hér og í kómíkinni í Taktu lagið Lóa. Áhorfendur skynja vel óyndi það sem hijáir hana í upphafi leiks og hennar viðbrögð við atburðum verða þeirra viðbrögð. Hófstilltur leikur sem nær heljartökum á þeim sem fylgdust með. í heildina er óhætt að hrósa Þjóð- leikhúsinu fyrir þessa fyrstu frum- sýningu leikársins. Ef jafn vel tekst upp með önnur verkefni vetrarins er engu að kvíða. Sveinn Haraldsson kr.stgr. um nýja yfirburða- buonavél frá Whirlpool ÖS) Heimilistæki hf SÆTÚNl 8 SÍMI 569 1500 Þessi nýja þvottavél frá Whirlpool skartar mörgum tækninýjungum og kostum sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara. - Lágt verð! - Stór hurð sem opnast 156’ þér til þæginda. -„Water lift system" sem eykur gæði þvottarins. - Ullarvagga. Vélin „vaggar" þvottinum Ifkt og um handþvott væri að ræða. - Nýtt silkiprógram. - Barnalæsing. Umboösmenn um land allt. AWM254 AWM255 AWM256 AWM258 500/800sn 600/900sn 600/1 OOOsn 120/1200sn 62.300 kr.stgr. 69.250 kr.stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.